Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 2
\iiku skammtur af eyrnayndi Það er eiginlega soldið skrítið að ég skuli núna fyrst, að afliðnum kvennaáratugnum, allt í einu fara að leiða hugann að konum á vinnu- markaðnum í gegnum tíðina. Sannleikurinn er sá að ég hef yfir hátíðarnar legið mest í kvennabókmenntum og það hefur sjálfsagt orðið til þess, öðru fremur, að opna augu mín fyrir því misrétti sem konan hefur orð- ið að sæta frá upphafi vega. Það var þó ekki fyrr en ég las í DV heilsíðu- grein um símamey í New York, undir yfirskrift- inni „ÉG ER BEST“, að ég fór að hugleiða alvarlega hið ótrúlega vanmat samfélagsins á hinum ýmsu umsvifum kvenna í aldanna rás. Oft hefur okkur körlum verið legið á hálsi fyrir að halda konum niðri, bæði í táknrænni og bókstaflegri merkingu orðsins. Það er þó sönnu nær að konur hafi sýnt ýmsum störfum stall- systra sinna meira fálæti en nokkru sinni karlar. Ekki er um það deilt, hver sé elsta starfsgrein kvenna utan heimilisins, starfsgrein sem van- metin er, lítilsvirt og fyrirlitin af konum, en í há- vegum höfð og metin að verðleikum meðal karla. Þessi starfsgrein hefur blómstrað í aldanna rás þrátt fyrir magnaða óvild þeirra fjölmörgu kvenna sem hana ekki stunda og það eru karlar sem hafa hafið hana til vegs en ekki konur. Mörgum góðum manninum blöskraði að Kvennasmiðjan, sem stóð fyrir kynningarsýn- ingu á störfum kvenna í húsakynnum Seðla- bankans í haust, skyldi ekki ætla elstu starfs- grein útivinnandi kvenna einn einasta bás. Með því hefði verið hægt að auka skilning samfé- lagsins á eðli starfsins og hinum ýmsu afbrigð- um þess. Gaman hefði verið að fá að sjá fiman starfs- kraft ástarinnar leika listir sínar í einum af bás- um Kvennasmiðjunnar. Þær konur sem verst settar eru í þessu starfi eru tvímælalaust ófríðar konur og leiðir það hugann að þeirri iðju, sem engin skil voru gerð í Kvennasmiðjunni, en það eru fegurðarsam- keppnirnar, sem eru orðnar umtalsverð starfs- grein í landinu og enda brýnt fyrir konur, áður en þær leita sér að vinnu, að fá að fá úr því skorið, hvort þær eru Ijótar eða fallegar. Starf gleðikvenna er talið jafngamalt mannkyninu, eða jafnvel eldra, því gyðjur árs- tíðanna í fornri goðafræði voru nefndar hórur, hétu raunarDike, Eunomiaog Eirene. Þærvoru verndarar reglu og siðgæðis, þó það ætti nú eftir að breytast. Hora á latínu þýðir „tími“, „Hora locoque consueto = á sama stað og samatíma". Vitað er aðgleðikonurnutu umtals- verðrar virðingar í Rómaríki, enda var fjárhirsl- um Rómaríkis aflað tekna með rekstri hóru- húsa, en fljótlega fór þó að syrta í álinn fyrir þessari starfstétt, því hvað segir ekki Páll post- uli í bréfi sínu til Kolosseumanna 3. kap. 5. versi: „Deyðið því limina - hórdóm, saurlifnað, losta og vondar fýsnir". Hér gefst ekki kostur á að gera tæmandi út- tekt á starfi gleðikvenna, en gífurleg bylting varð á starfsháttum þessa vinnuhóps með símanum. Líklegt er talið að símavændi hafi varla þekkst fyrr en eftir að síminn hafði verið fundinn upp. í dag er svo komið að talið er næsta vonlaust að stunda starfið, nema bæði kúnninn og konan hafi síma. Hannesi Hafstein getum vér íslendingar þakkað símann. Sagt er að í kynferðismálum geti síminn flutt fjöll og virðist fjölbreytnin í notagildi hans til að sinna frumþörfum mannslíkamans nær ótak- mörkuð. [ símanum er svo sannarlega hægt að gera fleira en mæla sér mót. Hugsum okkur hvað margur maðurinn hefur leyst tilfinninga- vanda sinn með því að taka upp tólið, velja númer og anda svo dónalega í símann. Af þessum toga er hið merka brautryðjenda- starf sem Inga Dal, miðaldra íslensk kona í Bandaríkjunum, hefur að sögn Dagblaðsins Vísis hafið í New York. Á sokkabandsárum sínum var Inga (sem þá hét nú eitthvað annað en Inga) litin meiri girnd- araugum hér í bæ en almennt gerðist um ungar stúlkur og ekki að ástæðulausu. Hugsanlegt er að með árunum hafi æskublóminn fölnað. Aldurinn hlífir fáum, ekki einusinni mér. En DV færir okkur góðar fréttir af Ingu. Nú hefur hún stigið það gæfuspor að verða eyrnayndi í stað- inn fyrir augnayndi. Hún talar semsagt fallega í símann við kyn- ferðislega vannærða herramenn og hefur með því unnið merkt brautryðjendastarf. Nú bar svo við að símaborðið hjá Ingu bræddi úr sér þegar Hófí varð alheimsfegurðardrottn- ing og ættu menn að hafa það hugfast að það er ekki bara grálúðan sem hækkar í verði þegar við eignumst fegurðardrottningar heldur allur fiskur, húðir og gærur, að ekki sé talað um íslenskt hugvit. Samkvæmt nýjustu fregnum í DV hefur Inga nú fengið sér nýtt og fullkomið símaborð, sem á að þola mörgum sinnum meira álag en það fyrra, og ber að óska henni til hamingju með það. Og þá ber og að þakka Dagblaðinu Vísi fyrir það af hve mikilli alúð blaðið hefur kynnt þennan nýja starfsvettvang fyrir konur í atvinnu- leit. En það sem mest er um vert: Þetta starf er kjörið fyrir þær fjölmörgu konur sem útlitsins vegna ekki hafa náð eðlilegum frama á vinnu- markaðnum. Ný tækifæri munu skapast og þessi gamli söngur okkar karlrembusvínanna verða ótíma- bær: Matarbuskurnar munda tuskurnar tjú,tjú, trallala Hrista úr mottunum, hræra í pottunum tjú, tjú trallala Þræða sína beinu braut bóna, þvo og elda graut Hugsa mest um manninn sinn manninn sem er húsbóndinn Eru í sloppunum oní koppunum tjú, tjú trallala Skrúbba skítugt lín skeina börnin sín tjú, tjú trallala Unaðslegt að elska þær augun snör og nettar tær o.s.frv. Vinnuréttur í nýrri útgáfu Á allra næstu dögum kemur út í endurskoöaðri útgáfu bók þeirra Arnmundar Backmans og Gunnars Eydals lögmanna um Vinnurétt. Bókin var fyrst gefin út 1976 og hefur lengi verið ófáanleg en þeir félagar hafa síðastliðið ár unnið að endurskoðun hennar í sam- ræmi við breytt lög og ákvæði í kjarasamningum frá fyrri út- gáfu. Það er Mál og menning sem gefur bókina út sem fyrr, en hún hefur verið talin nauðsynleg handbók fyrir trúnaðarmenn og þá sem vilja kynna sér lagaákvæði og dóma um réttindi og skyldur launþega og atvinnurekenda. Þar er m.a. að finna útlistanir á réttarstöðu manna sem sagt er upp fyrirvaralaust eins og nú er í brennidepli, og um slysa- og veikindabætur, orl- ofsréttindi og uppsagnarfrest svo sitthvað sé nefnt. ■ MR 140 ára Menntaskólinn í Reykjavík heldur í vetur upp á 140 ára afmæli sitt með glæsibrag. Sigurður Pálsson hefur að undanförnu samið gleðileik einn mikinn um þessa merku lærdómsstofnun og verður hann fluttur síðar í vetur í til- efni afmælisins. Leikstjóri verður Þórhildur Þorleifs- Sigurður skrifar gleðileik. dóttir og er óhætt að segja að menn bíði spenntir eftir þess- ari svninau. ■ VSÍ og hvíti minnihlutinn Vinnuveitendur eiga mjög erf- iða daga um þessar mundir þar sem þeir eiga í sálarstríði miklu fyrir Félagsdómi vegna kröfu VSÍ um að uppskipunar- og útskipunarbann Dags- brúnar á vörur frá S-Afríku verði dæmt ólöglegt. Innflytjendur á vörum til landsins frá S-Afríku hafa enn ekki borið fram neinar kvart- anir til Dagsbrúnar vegna innflutningsbannsins og Kaupmannasamtökin ásamt verkalýðshreyfingu og kirkju hafa farið fram á það við landsmenn að kaupa ekki vörur frá S-Afríku meðan ógn- arstjórn hvíta minnihlutans er þar við lýði. En allt um það, þeir Magnús Gunnarsson fráfarandi formaður VSÍ og Þórarinn V. Þórarinsson ný- skipaður arftaki knúðu fram meirihluta í stjórn VSÍ um að kæra Dagsbrún fyrir ólög- legar aðgerðir. Þegar frávísunarkrafa Dagsbrúnar var dómtekin í vikunni var lögmanni VSÍ Kristjáni Þorbergssyni mikið niðri fyrir og sótti hart að Dagsbrún fyrir bannið en sór jafnharðan að alls ekki mætti túlka málssókn Vinnuveit- enda sem stuðningsyfirlýs- ingu við stjórn hvíta minnihlut- ans íS-Afríku. Eða hvað???B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.