Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 5
Spjallað við Helenu Óskarsdóttur, sem lœrði svœðameð- ferð íDanmörku, eftir að hafa unnið í 3 árá krabbameins- stofnun „Ég er menntaður sjúkraliði og vann hérásjúkrahúsi, en langaði alltaf til að læra meira. Ég fór til Danmerkur og vann á krabba- meinsstofnuninni Finsens Instit- ut í 3 ár og lærði þar krabbam- einsfræði. Þá vaknaði áhuginn á að læra meira og kynna mér „alt- ernativar" lækningar, sem hafa verið mjög ofarlega á baugi í Danmörku undanfarin ár. Ég komst að á heilsuskólanum í So- borg og var þar ein af 10 ne- mendum í svæðameðferð. Nám- ið allt tekur rúmt ár og má segja að við lærum allt sem viðkemur svæðameðferð nema sjálfa nál- astunguna," sagði Helena Ósk- arsdóttir, svæðanuddari, en hún kom til landsins fyrir ári og hefur síðan starfrækt stofu með svæð- ameðferð í Garðabænum. Svæðameðferð byggir sem kunnugt er á nuddi á ákveðnum orkupunktum í líkamanum eink- um iljunum. Er hér um að ræða aldagömul vísindi, sem talin eru upphaflega kínversk, enda hafa kínverjar náð hvað lengst í þess- um lækningum. Einnig er talið að Indíánar hafi haft mikla þekk- ingu á svæðameðferð og nála- stunguaðferðum og raunar kom þessi lækningaaðferð hér á Vest- urlöndum fyrst fram í Bandaríkj- unum fyrir um 100 árum. í>að er svo ekki fyrr en á síðasta áratug að hún vakti verulega athygli í Evrópu og t.d. hafa Danirnú við- urkennt hana að hluta sem lækn- isaðferð. Læknar hafa stundað rannsóknir á lækningamætti svæðameðferðar og nálastungu- aðferðar í Danmörku og liggja fyrir ýmsar athyglisverðar vís- indalegar niðurstöður. En í hverju er svæðameðferð fólgin? Helena svarar: „Hún byggir á orkusvæðum í líkamanum, sem tengjast ákveðnum líkamshlutum og líf- færum. Sjúkdómar í þessum ork- usvæðum þurfa ekki endilega að tengjast líffærasiúkdómum, þótt það sé algengt. I orkusvæðunum eru ákveðnir orkupunktar, sem oft tengjast tauga- eða blóðrás- arkerfi, en geta þó verið án sýni- legra tengsla við taugaendana. Þess vegna er mjög erfitt að segja nákvæmlega hvað orkusvæðin eru í raun og veru. Hins vegar vitum við að það er hægt að mynda þau með sérstakri mynda- vél, og Rússar kalla þetta Kirlian- myndir. Þar sjást greinilega þessi orkusvæði og margir telja að þau séu einskonar rafeindablóðrás sem gengur um allan líkamann og tengist á mismunandi stöðum. Orkusvæðin tengjast ýmsum ó- líkum líffærum og hafa áhrif á þau. Sem dæmi má nefna að líf- færi sem liggja saman geta haft áhrif hvert á annað, t.d. móðurlíf Hvorki kukl né kraftaverka lœkningar Helenameð Kínverjann hann Friðrik.Áþessu líkani, sem gert er i Kína, má sjá orkusvæðispunkt- ana og hvernig þeirtengjast hinumýmsu svæðum á líkamanum. Útfrá þessu kerfi hafa svæðameðferðog nálastungurverið þróaðarígegnum aldirnar. Ljósm.: E.ÓI. 1111 og milta, eða líkamshlutar sem ekki liggja saman, t.d. ristill og axlavöðvar." Lofa ekki lœkningu „Getið þið læknað sjúk- dóma?“ „Nei, í raun og veru getum við ekki sjúkdómsgreint fólk eða læknað sjúkdóma í líffærum þess. Ég lofa engum slíku. Við getum hins vegar fundið þegar eitthvað er að þessum líkamshlutum eða líffærum. Það er talsvert um að fólk vilji að maður geri krafta- verk. Þetta eru ekki yfirnáttúru- legar læknisaðferðir og lækning er alltaf samtvinnuð lífsháttum einstaklingsins. Ég vísa fólki oft á lækna og bendi því á atriði í sam- bandi við mataræði, hreyfingu og ■ lífshætti. Öndunin er mjög mikil- væg og ég enda alltaf meðferð á góðri slökun með tónlist og slökunaræfingum. Með svæða- meðferðinni er oftast hægt að ná verulegum árangri t.d. með vöðvagigt, höfuðverk, bakverk, svima, meltingartruflanir og fleiri sjúkdóma, sem ekki stafa beinlínis af sjúkum líffærum. Þar sem ég hef unnið við stofnun sem fæst við alvarlega sjúkt fólk, þ.e. krabbameinssjúklinga, geri ég skýran greinarmun á þessu tvennu. Þessir „minniháttar" sjúkdómar geta hinsvegar verið mjög hvimleiðir og með svæða- meðferð, sem stunduð er reglu- lega ákveðinn tíma, er hægt að ná miklum og góðum árangri. Auk þess kenni ég fólki að nudda sjálft ákveðna punkta sem tengjast veikleika þess og þá getur það linað mjög sársauka og einkenni sjúkdómsins. Til dæmis er hægt að lina mjög sársauka í axlavöðv- um með því að nudda punktinn á utanverðri hendinni, neðan við litlafingurinn.“ Vill lœra meira „Hvernig líta læknar hér á landi á starfsemi af þessu tagi?“ „Það er auðvitað ýmiss konar misskilningur í gangi um svæð- ameðferðina, en almennt held ég að læknar séu ekki beinlínis mót- fallnir henni. Hins vegar segir það sig sjálft að menn taka ekki mjög alvarlega tveggja daga námskeið í svæðameðferð. Margir virðast halda að þetta séu einhvers konar yfirnáttúru- legar lækningar sem tengist trúar- brögðum og dulspeki. Svo er alls ekki og þótt það sé gott að vera næmur á fólk, þarf maður ekki að vera skyggn, til að stunda svæð- ameðferð, eins og margir virðast halda. Ég held að menn séu farnir að gera sér betur grein fyrir því hér að þetta eru vísindi, sem byggja á langri hefð, og því meira sem maður veit um líffærafræði og sjúkdómadræði, þeim mun betra. Læknar hafa fengið aukinn áhuga á nálastunguaðferðinni og ég held að þeir viðurkenni al- mennt að svæðameðferð eykur blóðstreymi, örvar taugaboð og ýmsa starfsemi í líkamanum. Þetta eru hins vegar hvorki kraft- averkalækningar né kukl,“ sagði Helena að lokum. Hún bætti því svo við að draumurinn væri að læra meira, auka við þekkinguna. Helst vildi hún komast til Kína, en þar er miðstöð þekkingarinnar í þessum fræðum. þs 1 V cun ; K8.6 (Neigu'.n) M.36 (Zusanli) B.4o (Weizhong) MP.6 (Sanyinjiao) Orkusvæðispunktar sem tengjast ýmsum líffærum og likamshlutum: Lu.7 (Lieque) Afturhluti höfuðs og háls, lungnasvæði, efri hluti hryggjarins. Co.4 (Hegu) Andlit, framhluti höfuðs og háls. Ristilorkusvæði (slæm melting og vöðvabólga tengist þessum punkti). Einnig á fólk að geta losað sig við frunsu sem er að myndast með því að nudda þennan punkt. Ks.6 (Neiguan) Brjóstið niður að nafla og líffæri I brjóstholi. Blóðrásarorkusvæði. Punkturinn finnst með því að mæla tvær fingurbreiddir frá úlnlið innanverðum. M.36 (Zusanli) Maga- orkusvæði. Líffæri í kviðarholi. Með því að nudda þennan þunkt linast krampi t.d. í maga. B.40 (Weizhong) Blöðruorkusvæði, mjaðmagrind, mjóbak. M.6 (Sanyinjiao) Milta, bris, kynfæri, móðurlíf. Punkturinn erum3fingurbreiddirfrá ökklabeininu. Þetta eru nokkrir helstu punktarnir, en miklu fleiri punktar em t.d. á fótum, iljum og höndum. Sunnudagur 12. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.