Þjóðviljinn - 12.01.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Page 7
Mesta breytingin var að mega tala og tjá skoðanir sínar. D ENGAR VONIR Juan Carlos Roldán og Þórhildur Þorsteinsdóttir. Hún barst aldrei, Þetta svar var nærri einsdæmi. En svo skemmti- lega vildi til að foreldrar mínir keyptu síðar þetta sama sófasett og systir mín á það núna. En þetta var nú útúrdúr. Atvinnuleysið verst Um það þarf ekki að deila að allur þorri Spánverja fagnar lýð- ræðinu. Hægri menn eiga ekki lengur mikil ítök, þó eru þeir enn allsterkir í Galeciu héraði, þaðan var Franco og það er lang sterk- asta vígi hægri manna í dag. En þótt lýðræðinu fylgi flestir kostir, þá hafa því líka fylgt gallar og sá versti er aukið atvinnuleysi, sem nú er um eða yfir 20% í landinu. Aðal ástæðurnar fyrir því eru tvær. í fyrsta lagi var vinnuafl svo ódýrt á tíma Francos að lítið var hugað að tækniframförum og svo kom auðvitað að því að verk- smiðjur og aðrir vinnustaðir úr- eltust og þeim var hreinlega lok- að og það tugþúsundum saman. Tölur á bilinu 40-50 þúsund verksmiðjur og vinnustaðir hafa verið nefndir. Eins er hitt að efnafólk og atvinnurekendur fluttu peninga svo miljarða tugum skiptir til Sviss eftir að lýð- ræðinu var komið á, af ótta við aðra borgarastyrjöld. Því hafa fyrirtæki lítið sem ekkert verið stækkuð og/eða endurnýjuð og það vantar fjármagn til fram- kvæmda í landinu. Svo, eins og við vitum, keðjuverkar atvinnu- leysið. Um leið og fólk hefur minni peninga til að kaupa fyrir dregst allt saman. Þannig hefur þetta verið hjá okkur. Nú þurfa fyrirtæki sem og almenningur að greiða beina skatta, kaup al- mennings hefur hækkað og verk- föll eru lögleg. Á tímum Francos voru verkföll bönnuð, kaup verkafólks var mjög lágt og allt sem hét verkföll eða vinnustöðv- un harðlega bannað. Atvinnu- rekendur borguðu þá enga skatta og réðu því sjálfir hvað þeir greiddu fólki í laun og þurftu aldrei að hafa neinar áhyggjur af mótmælum fólksins. En eitt kem- ur líka til, en það er, að eftir stríð vantaði bókstaflega talað alla hluti sem til nýjunga mátti telja og því mikill markaður fyrir hverskonar framleiðslu svo sem bifreiða, þvottavéla og annarra heimilistækja. Allt var þetta framleitt heima, en nú er þessi markaður mettur og að auki farið að flytja þessar vörur inn. Það er því fjölmargt sem spilar hér inní. Hinu mega menn heldur ekki gleyma að atvinnuleysið er alls ekki breyttum stjórnarháttum að kenna. Það hefði skollið yfir þótt fyrri stjórnarhættir hefðu verið áfram. Inngangan í EBE - Heldurðu að innganga Spán- ar í EBE muni breyta miklu? Já, ég er viss um það. Við verð- um að fá erlent fjármagn inní landið, fjármagn er ekki til á Spáni. Það er þegar farið að örla á því að erlendir aðilar fjárfesti í atvinnufyrirtækjum, svo sem bíl- aiðnaði og fleiru. Allar rannsóknarstofur á Spáni eru með erlent fjármagn, bæði frá Bandaríkjunum og V-Þýska- landi. í haust er leið var haldinn stór og mikilvægur fundur með öllum helstu iðnrekendum lands- ins og mönnum úr landbúnaði. Svo mikið þótti liggja við að sjálf- ur konungurinn tók þátt í þessari ráðstefnu. Þar var ákveðið að gera stórátak til að bæta iðnrekst- ur í landinu og tæknivæða og efla landbúnaðinn og landbúnaðar- iðnaðinn. Við inngöngu Spánar í EBE opnast markaðir sem voru okkur áður lokaðir, einkum hvað varð- ar landbúnaðarafurðir og vegna þess hefur ríkisstjórnin tekið er- lent lán til að efla hann og endur- reisa. Ef það væri ekki gert vær- um við alls ekki samkeppnishæfir á EBE markaðinum. - Eru menn ekkert hrœddir við að fólk úr EBE löndunum flykk- ist til Spánar í atvinnuleit nú þegar allt opnast á milli landanna? Ég hef ekki trú á því vegna þess einfaldlega að á Spáni er enga at- vinnu að fá. Það fólk sem kemur til Spánar eyðir þar.peningum og það er gott fyrir okkur, en í atvinnuleit, nei, það er ekki til í dærninu eins og málin standa. Aftur á móti hafa Spánverjar sótt til Frakklands í atvinnuleit og unnið þar á svörtum vinnumark- aði fyrir smánar laun. Nú þurfa þeir þess ekki lengur og geta raunar farið til hvaða EBE lands sem er í atvinnuleit og það munu eflaust margir gera. Nei, það verður aldrei nema til góðs fyrir okkur að ganga í EBE. Við erum afturúr þessum löndum á mörg- um sviðum og þurfum að komast upp að hlið þeirra. Ég hef trú á því að inngangan í bandalagið verði til þess. Og raunar hafa þess þegar sést merki. Skriffinnskan á Spáni, hjá því opinbera, er vægt sagt ógurleg. Það er frumskilyrði til þess að inngangan í EBE heppnist að breyta þeim ósköpum. Nú þegar hefur verið auglýst eftir sérmenntuðu fólki til þessara starfa. Hér áður fyrr var sumt af því fólki sem vann í opin- berri þjónustu varla læst eða skri- fandi og því var og er afgreiðslan eins og hún er. Það getur tekið þrjá daga í biðröð að ná sér í veg- abréf og annað er eftir því. Aukning glœpa - Því hefur verið haldið fram að glœpir hafi aukist á Spáni í kjölfar lýðrœðisins, er þetta rétt? Jú, vissulega hafa þeir aukist og ástæðan er augljós. Á tímum Francos voru viðurlög svo brjá- læðisleg við hverskonar afbrotum að engu tali tók. Auk þess var hin fræga lögregla - borgarverðirnir - á hverju götuhorni. Sá frægi þjófur „É1 Lute“, sem er í dag einn frægasti lögfræðingur lands- ins, eftir að hann lærði að lesa og skrifa og menntaði sig síðan í fangelsi, var 14 ára gamall dæmd- ur í lífstíðarfangelsi fyrir að stela einni hænu fyrir sveltandi fjöl- skyldu sína. Þetta er alveg satt. Það héldu honum lengi vel engin fangelsi, uns hann var lokaður inn í því rammgerðasta og tók þá til við að mennta sig og var sleppt þegar hann var orðinn lögfræð- ingur. I dag búum við Spánverjar við lýðræðislöggjöf. Hún hefur sjálf- sagt orðið til þess að glæpir hafa aukist. En hinu mega menn held- ur ekki gleyma, að svo geigvæn- legt atvinnuleysi eins og nú er á Spáni kallar á aukna glæpi. Hvað gerir sveltandi fólk? Áuðvitað stelur það í stað þess að deyja. Hugsum okkur líka atvinnulaus hjón, með 4-8 börn. Þau hafa ekki efni á að senda börn sín í, skóla, sem ráfa því um eftirlits- laus og leiðast útí alls konar vit- leysu. Allt stemmir þetta að sama ósi. Ég hef þá trú að um leið og atvinnuleysið minnkar eða hverf- ur, muni draga úr smáglæpum. Við erum ungt lýðræðisríki og þessu fylgja vaxtaverkir. Ég trúi því að þegar frá líður verði þetta hvorki verra né betra en hjá öðr- um lýðræðisþjóðum. Framtíðar- draumar - Svona að lokum Carlos lang- ar mig að spyrja þig um þann mun sem er á framtíðardraumum ykk- ar Spánverja nú og varfyrir til að mynda 20 árum þegar þú varst að hefja háskólanám? Sá munur er afskaplega mikill. Fyrir 20 árum síðan hugsaði mað- ur bara þannig að ef Franco félli frá, þá kæmi bara annar „Fra- nco“ í staðinn. Fólk bjóst ekki við neinni breytingu, ekki neinu betra en þá var. Við vorum hvorki bjartsýn né svartsýn. Lífið var bara svona og engra breytinga að vænta. í dag hugsa menn fyrst og fremst urn að bæta fjárhagsvanda landsins. Ég tel það hinsvegar vera tímabundið ástand. Ég tel einnig að Spánn geti ekki farið neðar í því tilliti og þess vegna muni stefnan aðeins verða uppá við úr þessu, annað getur ekki verið. -S.dór Sunnudagur 12. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.