Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 4
Aðgangur 100 - kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri. AB-Breiðholti Reykjavík 7.1. 1986. Skilnaðir Eiginkonu dœmdur hluti af menntun eiginmannsins Dómurí skilnaðarmáli í New York hefur valdið deilum f iögfrœðingastétt Loretta OBrien — henni var dæmdur hluti af læknisréttindum... ...Michaels eiginmanns síns sem fór fram á skilnað tveim mánuðum eftir að hann hafði lokið prófi. Fyrir skömmu var kveöinn upp dómur í skilnaðarmáli í New York fylki í Bandaríkjun- um en hann er talinn geta haft mikil áhrif á stöðu þeirra sem standa íslíkum málum. Það sem vakti mesta athygli við dóminn var hvernig hann ákvað að skipta eigum hjón- anna sem íhlutáttu. Árið 1980 lauk Michael OBri- en læknisprófi og tveim mánuð- um síðar sótti hann um skilnað frá konu sinni Lorettu. Dómstóll- inn kvað upp þann úrskurð að Loretta hefði fórnað mögu- leikum sínum á menntun og starfsframa fyrir hjónabandið og þess vegna ætti hún tilkall til embættisprófs Michaels, það væri með öðrum orðum sameign hjónanna. Hefur hlutur hennar í læknisréttindum Michaels verið metinn á tæplega 190 þúsund dollara eða uþb. 8 miljónir króna. Var þessi upphæð tekin með í reikninginn þegar gengið var frá öðrum eignaskiptum. Þessi dómur hefur valdið tals- verðum deilum í bandarískri lög- fræðingastétt. Samtök kvenkyns lögfræðinga í fylkinu fögnuðu dóminum sem meiri háttar sigri réttlætisins en margir kollegar af karlkyni hrista höfuðið. „Hvern- ig á að meta fastráðningu há- skólakennara til tekna? Nær dómurinn frá New York einnig til sveinsprófs í pípulögnum?" spyr LIST Á LAUGARDEGI Árleg listadagskrá'Alþýðubandalagsins í Breiðholti verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 11. janúar kl. 15.00. FRAM KOMA: Páll Eyjólfsson Kolbeinn Bjarnason Guörún Helgadóttir Jóhanna Þórhallsdóttir Einar Einarsson Eyvindur Erlendsson Kristín Á. Ólafsdóttir KYNNIR: Tryggvi Þór Aöalsteinsson Kaffistofan veröur opin Harry Tindall, þekktur lögfræð- ingur í Texas. Ný skilnaðarlöggjöf Margir lögfræðingar hafa bent á að dómstóllinn í New York sé með þessum dómi að bregðast við óleystum vanda sem skapast hefði eftir að skilnaður var leyfður ef annað hjóna óskar þess og án þess að ásakanir um heitrof eða ofbeldi hafi komið fram. Slíkir skilnaðir voru fyrst lög- leiddir í Kaliforníu árið 1970 en eru nú komnir í lög allra fylkja, þótt kröfur um skilnaðarástæður séu mismiklar. Þessi þróun hefur dregið til muna úr sárindum sem leitt gátu af gagnkvæmum ásökunum um framhjáhald og barsmíðar en á undanförnum árum hefur mikið borið á óánægju með ákvörðun dómstóla um eignaskipti og með- lagsgreiðslur. Margir dómarar líta í úrskurði sínum alveg fram- hjá hlutum á borð við möguleika hjóna til tekjuöflunar, menntun og fleiri atriðum sem geta skipt verulegu máli fyrir afkomu fólks. í flestum tilvikum standa karl- menn betur að vígi á vinnumark- aðnum en oft eiga þeir menntun sína að þakka vinnuframlagi eiginkonunnar sem fórnaði eigin frama fyrir þeirra. Félagsfræðingurinn Lenore Weitzman hefur ritað bók um hjónaskilnaði og komst hún að þeirri niðurstöðu að nýja skilnað- arlöggjöfin ætti stóran þátt í aukinni fátækt fráskilinna kvenna og barna þeirra. Hún kannaði sérstaklega 114 skilnað- armál í Kaliforníu og komst að því að karlarnir bættu stöðu sína um 42% á fyrsta árinu eftir skilnað en staða kvennanna versnaði um heil 73%. Weitzman nefnir ýmsar ástæð- ur fyrir þessari þróun. Auk þess sem áður var nefnt um skilnings- skort dómara á möguleikum hjónanna má nefna að konurnar halda oftar eftir börnunum sem gera þeim erfiðara fyrir á vinn- umarkaði. Og þótt konum sé í flestum tilvikum dæmt meðlag með börnunum stendur ekki nema helmingur feðranna í skilum með meðlagsgreiðslurn- ar. Weitzman bendir á óréttlætið sem börnin verði fyrir með þessu. „Börn eiga rétt á jafngóðu lífi og feður þeirra,“ segir hún. Óleystur vandi Gagnrýni Weitzman hefur kallað á andsvör. Bent hefur ver- ið á að staða kvenna hafi batnað í sumum fylkjum með tilkomu nýju laganna því áður hafi þær ekki einu sinni átt tilkall til eigna sem voru á nafni eiginmannsins. Dómarar hafa svarað því til að vissulega taki þeir tillit til mögu- leika hjónanna á vinnumarkaði. Og í nokkrum fylkjum er verið að breyta skilnaðarlögum í þá veru að bæta inn í þau ákvæðum sem kveða nánar á um eignaskiptin. En einn vandi leysist þó ekki með nýju lögunum, sem sé vandi þeirra mörgu karlmanna sem eftir skilnað geta varla haldið einu heimili gangandi á tekjum sínum, hvað þá tveimur. Að því leyti hafa lögin að sumra dómi orðið til að opna augu kvenna fyrir því að þær verði að vera fjár- hagslega sjálfstæðar, frá vöggu til grafar. Undir þetta tekur Weitzman og segir að lögin hafi ekki bara breytt viðhorfi fólks til skilnaða heldur einnig til hjóna- bandsins. —ÞH endursagði úr Time St. Jósefsspítali Landakoti Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeildir l-A, ll-A og Barnadeild. Á handlækningadeildir l-B, ll-B, lll-B, gjörgæslu, skurðstofu og svæfingadeild. - Fastar næturvaktir koma til greina, boöið er upþ á launahækkun. Sjúkraliðar óskast á lyflækningadeild l-A, handlækningadeild III- B og Hafnarbúðir. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 19600-220-300, alla virka daga. Fóstru og starfsmann vantar á dagheimilið Brekkukot (börn á aldrinum 3-6 ára) Upplýsingar í síma 19600-250 milli kl. 9:00 og 16:00. Konur - Karlar óskum eftir starfsfólki við ræstingar. Upplýsingarveitir ræstingarstjóri í síma 19600-2549. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.