Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 9
Verkalýðshreyfingin á tímamótum: Dagsbrún áttræð 26. janúar, ASl sjötugt 12. mars, Starfsmannafélag Reykjavíkur
sextugt 17. janúar. Myndin er frá fyrsta maí 1961 eða '62.
1986
Framsókn sjötug,
Þjóðviljinn fimmtugur
Fleiri merkisafmœli en Reykjavíkur: Ungmennafélög, barnastúkur,
verkalýðshreyfing, bankar...
Nýhafið ár á hér í höfuðstaðnum
eftir að markast af því að í ágúst
eru tvær aldir liðnar frá fengnum
kaupstaðarréttindum; en á árinu
verða líka ýmsar afmælisveislur
aðrarog minningardagar, þará
meðal fimmtugsafmæli Þjóðvilj-
ans í októberlok.
Við glugguðum eilítið í dagatal
Minnisbókar Fjölvíss og hér eru
helstu niðurstöður um afmælis-
börn og minningartíðindi ársins:
Dagsbrún 80 ára, ASÍ 70 ára,
Starfsmannafélag Reykjavíkur
60 ára; 80 ár frá stofnun fyrsta
ungmennafélagsins (Akureyri),
öld frá stofnun fyrstu barnastúk-
unnar (Æskan nr. 1), Hið ís-
lenska bókmenntafélag 170 ára,
ísafjarðarkaupstaður 120 ára,
Háskólinn 75 ára, Fiskifélag fs-
lands líka, Landssíminn 80 ára,
og í MR verður haldið uppá 140
ára minningu stofnunar Latínu-
Öld frá fæðingu Sigurðar Nordals 14.
september.
skólans í Reykjavík. Þar að auki
verður Framsóknarflokkúrinn
sjötugur og Alþýðuflokkurinn
líka.
1986 er gríðarlegt afmælisár í
heimi æðri fjármála. Landsbank-
Bjarni Thorarensen: fæddur 28. des-
ember 1786.
inn verður aldargamall, Verslun-
arbankinn 30 ára, Seðlabankinn
25 ára, Sparisjóður vélstjóra líka,
Alþýðubankinn 15 ára og Sam-
vinnutryggingar fertugar.
Af merkum minningardögum
öðrum úr þjóðarsögu á árinu má
nefna fertugsafmæli inngöngu ís-
lands í Sameinuðu þjóðirnar, 15
ár verða liðin frá heimkomu
fyrstu handritanna, 90 ár frá síð-
asta Suðurlandsskjálfta. í ár er
einnig liðin hálf öld frá því
franska rannsóknarskipið Pour-
quoi pas? fórst við íslandsstrend-
ur. Ennfremur gefst tækifæri til
að minnast annarrar gestakomu
með viðeigandi hætti: 45 ár frá
komu Bandaríkjahers, 40 ár frá
Keflavíkursamningi, 35 ár frá
„endurkomu" hersins 1951.
Þá eiga ýmsir merkir
menningar- og stjórnmálmenn
lífs og liðnir væn afmæli á árinu:
aldarafmæli Sigurðar Nordals og
tveggja aldar afmæli Bjarna
Thorarensens, 175 ár frá fæðingu
Jóns Sigurðssonar og 125 ár frá
því Hannes Hafstein leit dagsins
ljós. Fleiri afmæli: JakobThorar-
ensen (f. 1886), Jón Espólín (f.
1836), Benedikt Gröndal (f.
1826), Bríet Bjarnhéðinsdóttir
(f. 1856), Magnús Ásgeirsson (f.
1901), Kristmann Guðmundsson
(f. 1901), Kristján Eldjárn (f.
1916), Þórarinn Guðmundsson
(f. 1896), Þorvaldur Skúlason (f.
1906), Snorri Hjartarson (f.
1906), Tómas Guðmundsson (f.
190l), Hermann Jónasson (f.
1896).
Og á fyrsta ári nýrra útvarps-
laga má minnast þess að í lok jan-
úar verða sextíu ár liðin frá fyrstu
útvarpssendingu hérlendis.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Læknastofa
Hef opnað læknastofu að Bárugötu 15,
Reykjavík.
Marinó P. Hafstein læknir.
Sérgrein: heila- og taugasjúkdómar
(neurology).
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 62-28-
28, mánudaga - fimmtudaga kl. 11 - 12.
Til sölu
b/v SÖLVI BJARNASON
BA-65
Skipið er talið vera 404 brúttórúmlestir að stærð,
smíðað árið 1980. Aðalvél skipsins er af gerðinni
Wichmann 2100 hö. frá 1980.
Skipið er nú I Reykjavíkurhöfn og verður selt í því
ástandi, sem það nú er I án, veiðarfæra.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk-
veiðasjóðs I síma 2-80-55 og hjá eftirlitsmanni sjóðs-
ins Valdimar Einarssyni, I síma 3-39-54. Tilboðseyðu-
blöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs og
óskast tilboð send I lokuðum umslögum merkt „Sölvi
Bjarnason" og skulu hafa borist á skrifstofu sjóðsins
eigi síðar en 21. janúar n.k. kl. 16.00.
Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Fiskveiðasjóður íslands
Þökkum
öllum þeim sem glöddu okkur með einum eða öðrum
hætti, nú um jólin, vegna 90 og 85 ára afmælis okkar
og 65 ára hjúskapar.
Lifið heil.
Guðríður Einarsdóttir og
Jón Sigurðsson frá Hópi.
Heimili óskast
Öskjuhlíðarskóli óskar eftir vistunarheimili
fyrir 16 ára stúlku utan af landi. Upplýsingar
veittar í símum 17776 eða 23040.
Útboð
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í
REYKJANESBRAUT, 4. áfanga.
Helstu magntölur:
Lengd...........................3,8 km
Bundiðslitlag................47.000 m2
Verkinu skal lokið 15. september 1986.
Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vega-
gerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, frá og
með mánudeginum 13. janúar 1986.
Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 hinn 10. febrúar
1986.
Vegamálastjóri
ftr Félagsfundur
Félag íslenskra rafvirkja heldur félagsfund mánudag-
inn 13. þessa mánaðar, kl. 18 í Félagsmiðstöð rafiðn-
aðarmanna, Háaleitisbraut 68.
Fundarefni: Kjaramálin.
Stjórn Félags íslenskra rafvirkja.