Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 10
framundan er blómaskeið. Síðan er Þjóðleikhúsið stofnað 1950 og margir bestu starfskraftarnir fara þar til starfa. Var Þjóðleikhúsið raunar reist til að hýsa Leikfélag Reykjavíkur þótt önnur yrði raunin. f Iðnó bera menn merkið á lofti, vinna langan vinnudag í „hefðbundinni” vinnu en fara á kvöldin til að æfa og sýna. Og það sýnir sig að það er rúm fyrir tvö leikhús í Reykjavík. Skömmu eftir 1960 voru gerðar lagfæringar á húsinu, - og veitti ekki af. Einnig voru gerðar skip- ulagsbreytingar á rekstri L.R. 1963, nokkrir leikarar fastráðnir og leikhússtjóri tók til starfa. Atvinnuleikhús var orðið til og var það mikið framfaraspor. Það gefur auga leið að til að ná sem bestum árangri í list sinni, þarf leikari að geta helgað sig henni að fullu og þarf að geta haft framfæri af henni. Það sama á við um þá starfsmenn aðra sem leggja hönd á plóginn, leikmynd- ateiknarar, smiðir, saumakonur og margir fleiri höfðu unnið jafn fómfúst starf og leikararnir, - og verið jafn nauðsynlegir. Með þessum breytingum var Leikfélagi Reykjavíkur fyrst skapaður raunvemlegur starfs- grundvöliur. Og árangurinn skilaði sér, aðsókn jafnt sem sýn- ingafjöldi stóróx, sætanýting helst áfram um 80-90%, sem er með því besta sem gerist. Jafn- framt tekur starfsemin sífellt meir að færast út úr húsinu. Gamla Iðnó var löngu orðið allt of lítið og sýningar voru út um allan bæ t.a.m. í Tjarnarbæ og Austurbæjarbíói. Draumur Leikfélagsfólks um Borgar- leikhús var gamall, en nú fór að komast skriður á málið. Búið þröngt Þrengslin í Iðnó eru enn ótrú- leg, til viðbótar við þá litlu bún- ingsklefa sem eru undir sviðinu, hefur verið komið upp búnings- aðstöðu í leikmunageymslu og í lítilli skonsu uppi á lofti. Oft má sjá leikara á hlaupum með föt til skiptanna undir höndunum út um allt hús. Leikfélagið er nú með starfsemi út um allan bæ, skrif- stofan er á þrem stöðum, verk- stæði og saumastöfa á tveim öðr- um. Iðulega eru æfingar í Iáns- húsnæði og sýningar eru oft flutt- ar í Austurbæjarbíó vegna þrengsla í Iðnó. Þar að auki er salurinn í húsinu allt of lítill til að vera arðbær fyrir nútímaleikhús. Öll aðstaða fyrir leikhúsgesti er löngu úrelt. Iðnó hefur þjónað Leikfé- laginu í tæp 90 ár, en það var byggt fyrir 5.000 manna bæ, - ekki 120.000 manna borg. Margir munu sakna Gamla Iðnó, en senn mun félagið flytja starfsemi sína í sitt draumahús, leikhús þar sem allt það er sem nútímaleikhús þarf. Eftir 90 ár sem leigjandi, verður Leikfélagið loks í eigin húsnæði, sem hæfir starfseminni. Borgarleikhús Það hefur tæpast farið fram hjá fólki að í hinum svokallaða nýja miðbæ er risið stórt og mikið hús undir starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. í dag leggur borg- arstjóri hornstein að Borgarleik- húsi og það er merkur áfangi í sögu L.R. Vonir standa til að hægt verði að taka húsið í notkun eftir tvö til þrjú ár. Húsið er með tveim sölum, sá stærri tekur um 540 manns í sæti, en sá minni 170- 270. Jafnframt verður þar öll starfsemi félagsins t.a.m. verk- stæði (málm, tré og málningar), saumastofur, búninga- og leik- munageymsla, hljóðstúdíó, teiknistofur og eins og fyrr sagði allt sem leikhús þarfnast og er nauðsynlegt til leikhúsreksturs. HEIMILDIR: LR 50 ára, Leiftur 1947. Sveinn Einarsson: LR 70 ára, LR 1967. Sveinn Einarsson: Leikhúsið við tjörnina, AB 1972. Hornsteinn að nýju leikhúsi Reykvfkingq og Leikfélagsins, Borgarleikhúsi, lagðurfdag Nírœður leigjandi á förum í eigið húsnœði Þann / /. janúar fyrir 89 árum stofnuðu 19 menn og konur Leikfélag Reykjavíkur, sem œ síðan hefur verið leigjandi í gamla Iðnaðarmannahúsinu við Tjörnina Árið 1897 var Reykjavík um 5.000 manna bær þar sem kýr gengu lausar um moldargötur og vatnsberar roguðust með byrðar sínar frá vatnspóstunum í hús. í þá daga rann lækurinn úr Tjörn- inni og þjóðsagnapersónan Þóröur Malakoff þreytti drykkju daglangt ( Svínastíunni. æfingu stóð, þótt ofninn væri rauðglóandi kyntur, og voru það oftast nær gagnslitlar æfingar. Svona var nú aðbúnaðurinn í Iðnó fyrstu starfsár Leikfélags- ins, og er það undrunarefni, að þeir menn, sem þar hafa starfað lengst, skyldu halda heilsu.” Þrátt fyrir erfiðar aðstæður kunnu áhorfendur vel að meta sýningar Leikfélagsins. Sætanýt- ing var ótrúlega góð, um aldamót á milli 80-90%. Þá voru Reykvík- ingar tæplega 6.000, en 1904 veru leikhúsgestir um 5.000. Þá þegar hafði L.R. náð þeirri hylli áhorf- enda sem það hefur haldið æ síð- an. Næstu áratugi tekur leiklist á íslandi stórstígum framförum. í upphafi aldarinnar hefjast sýn- ingar á íslenskum verkum, þar á meðal leikrit eftir Matthías Joc- humson, Jóhann Sigurjónsson, Gamla Iðnó hefur lítið breyst frá því um aldamótin, þótt umhvefið sé nánast óþekkjanlegt. Myndin er frá því um aldamótin og Vonarstrætið aðeins moldartroðningur. dag leggur borgarstjóri hornstein að Borgarleikhúsinu við Listabraut, sem mun rúma á áttunda hundrað manns í tveimur sölum. Einar H. Kvaran og Guðmund Kamban. Sýningafjöldi vex jafnt og þétt, bæði sýningafjöldi á hverju stykki fyrir sig og á fjölda sýndra verka. Gömlu frumherj- arnir heltast úr lestinni einn af öðrum, en nýtt fólk tekur við. Undir 1930 koma fyrstu lærðu leikararnir til starfa og verkefnin verða sífellt metnaðarfyllri: Shakespeare, Shaw og Strind- berg koma fram og slegið er á léttari strengi með Arnold og Bach. Húsið var einnig bætt, byggt yfir fatageymslu og raf- magn leitt í húsið, en áður hafði það verið lýst upp með gasi og olíulömpum. Uppúr ’30 skellur kreppan á með fullum þunga, jafnt í leikhúsinu sem annarsstaðar í þjóðlífinu. Sýningum fækkar og fjárhagur þrengist um tíma, en úr rætist og á stríðsárunum réttir Leikfélagið úr kútnum á ný, eppnin er skammt undan ? Menningarstofnanir voru þá ekki margar, skólar voru helstir Menntaskólinn, Prestaskólinn og Lagaskólinn. Þau blöð sem út komu voru ísafold og Þjóðólfur og skemmtanalíf var í lágmarki, ef frá skal telja drykkjubúllurnar og skemmtanir skóladrengja úr M.R. Það var því ekki í lítið ráðist hjá þeim fámenna hópi sem kom saman vetrardag einn í byrjun árs til að stofna leikhús. Um nokk- urn tíma höfðu starfað í borginni tveir leikhópar, annar í Góð- templarahúsinu, hinn í Fjalakett- inum. Það voru þessir tveir hópar sem sameinuðust í Leikfélagi Reykjavíkur. Sameiningin var gerð m.a. fyrir tilstuðlan nokkurra iðnaðar- manna, en þeir höfðu áhuga á að nýta sitt nýbyggða hús til leikstarfsemi. Húsið hafði verið byggt á árunum 1896-97 og var á þeirra tíma mælikvarða hið glæsi- legasta í alla staði. Leikféiagið kaus sér stjórn og varð fyrsti formaður hennar Þor- varður Þorvarðarson prentari. Iðnaðarmenn tóku virkan þátt í starfsemi félagsins og má segja að þeir hafi haldið því uppi fyrstu árin. Það er því ljóst að L.R. á iðnaðarmönnum í Reykjavík mikið að þakka. Sama ár og Þorvarður varð for- maður Leikfélagsins var hann kjörinn formaður hins nýstofn- aða íslenska prentarafélags. Upphafið Fyrsta sýning Leikfélagsins var síðla þetta sama ár, eða laugar- daginn 18. desember. Þá voru sýnd Ferðaævintýri eftir Arnsen og Ævintýri í Rósenborgargarði eftir Heiberg. Bæði þessi verk voru það sem kallað var danskir „söngvasmámunir”, en það sama átti við um flest verkefni mörg fyrstu árin. Um aldamótin hefjast síðan sýningar á raunsæjum verk- um eftir höfunda eins og Björn- son og Ibsen. Sýningar voru í upphafi fáar, en þeim fjölgaði smátt og smátt og eru t.d. orðnar 40 veturinn 1904-5. Á þessum árum í upphafi aldarinnar var miðaverð frá 50 aurum upp í 1,75 krónu og leikarakaupið var eftir því: 1-5 krónur fyrir kvöldið. Leikfélagið var knúið áfram á þessum erfiðu upphafsárum af áhuga og eldmóði dugandi fólks. Aðstæður allar voru hinar frum- stæðustu á okkar mælikvarða a.m.k. Flóð úr Tjörninni voru tíð í kjallara og búningsherbergjum og munað eins og klósett, mið- stöð og rafmagn þekkti fólk ekki. í afmælisritinu Leikfélag Reykja- víkur 50 ára segir Friðfinnur Guðjónsson,-einn af stofnendum félagsins, svo frá: „Uppi á leiksviðinu var einn heljarstór kolaofn, sem oftastnær var kyntur, þegar æfingar fóru fram. En svo var húsið kalt, að í miklum frosthörkum fóru leikendur ekki úr yfirhöfnum eða tóku niður vettlinga, meðan á Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 ákr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings . Vmnmgsmirtinn l‘>: ingsmióinn Wi 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.