Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 13
Úr „Abandoned 15-4“ - leikur, látbragð, tónlist, myndbönd, myndlist - allt undir sama hatti. Styttan af Davíð og nútíminn Þroskaþjálfar Uppeldisfulltrúar Næturvörður Svæöisstjórn málefna fatlaöra á Reykjanessvæöi óskar að ráöa fólk til starfa við skammtímavist í Skóla- gerði 6A í Kópavogi. Markmiö meö skammtímavistun er aö veita fötluðum og aöstandendum þeirra hvíld. Einnig aö veita úrlausn vegna tímabundinna aðstæöna á heimili vegna veikinda eöa annarra sambærilegra aðstæöna. Skammtímavistin er opin öllum fötluðum á Reykjanes- svæöi. í skammtímavist dvelja 6-8 einstaklingar í einu. Innra starf stofnunarinnar felst í því að búa þeim aðlaðandi og heimilislegt umhverfi. Aöstoöa þá viö tómstundir og veita hverjum og einum þá umönnun og þjálfun sem þörf er á. Fyrir Þroskaþjálfa og uppeldisfulltrúa er um að ræöa allt að 100% starf en möguleiki er á hlutastarfi. Þar sem þungamiðja starfseminnar er á kvöldin og um helgar, er mikiö um vinnu á þeim tíma. Starf nætur- varðar er 80% starf, 3-4 nætur í viku kl. 23.45-9.00. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Svæöisstjórnar Reykjanessvæðis, Lyngási 11, 210 Garðabæ, fyrir 22. janúar. Nánar upplýsingar hjá framkvæmdastjóra á skrif- stofutíma í síma 651692 og hjá forstöðumanni skammtímavistar miðvikudaga til föstudaga kl. 9-12 í síma 43862. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA REYKJANESSVÆÐI Halldór E. Laxness semur og stjórnar sýningu í Kanada sem byggistó samþœttingu listgreina Um mánaðamótin nóvemb- er-desember var sýnd á vegum listaháskólans Banff Centre í Al- bertafylki í Kanada verk, sem Halldór E. Laxness átti hugmynd að og leikstýrði. Það heitir „abandoned 1504“ og er lýst sem „draumleik" sem byggist á samvinnu fólks úrólíkum list- greinum. Þar koma bæði við sögu þeir sem leggja stund á samþættingu lista, tónlistarfólk, myndlistarmenn og þeir sem leggja stund á myndbanda- og kvikmyndagerð. Heiti verksins vísar til hinnar frægu styttu af Davíð (þeim sern við Golíat barðist), sem Medici- ættin í Flórens pantaði hjá Mic- helangelo. Styttunni var lokið árið 1504 og ákveðið að setja hana niður á Piazza della Signor- ina. Nokkrum árum síðar var myndin skemmd en gert við hana, en árið 1887 var hún flutt inn í hús og eftirmynd sett upp á torginu í staðinn. I undirtitli sýn- ingarinnar er vitnað til orða Michelangelos um að höggmynd- alistin sé æðri málverkinu, hún lýsi því eins og sólin tunglinu. En í þessari sýningu kemur margt við sögu - hún er, að sögn blaðs Banff listaháskólans, um hugmyndir og myndir, um ýmsar samsetningar fortíðar og nútíðar. Halldór E. Laxness segir á þá leið í leikskrá að hér sé ítölsk list Endurreisnartímabilsins skoðuð frá okkar tíma. „Menn snúa sér frá óbreytanlegum höggmyndum til síbreytilegra smáatriða hvunn- dagsleikans: gamlar konur selja grænmeti á markaðnum, maður bíður eftir strætó, regn fellur á bílrúðuna, í fjarska fjallstindar". Höfundur tónlistar við verkið, Claude Schryer segir á þá leið að „hljómumhverfi“ sýningarinnar sé blanda af gamalli músík og tölvumúsík og orðum úr fortíð og nútíð. Myndbönd og skyggnur koma einnig við sögu. Halldór E. Laxness hefur stundað nám tengt tilraunaleik- húsi á Ítalíu og unnið með ítölsk- um leikhópum og Stúdentaleik- húsinu hér (Litli prinsinn). Hann er nú við nám við Banff Centre, í deildinni „Inter-Arts" - en þar er einmitt á dagskrá samþætting list- greina. - áb. Rannsóknarmaður - Efnagreiningarstofa Rannsóknarmann vantar á efnagreiningar- stofu. Umsóknirsendist Rannsóknarstofnun landbúnaöarins, Keldnaholti 110 Reykjavík, þar sem einnig má fá upplýsingar um starfiö. Útboð Tilboð óskast í sendibíla- og farþegaakstur fyrir ríkisspítala. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri Borgartúni 7, R.vík, verð kr. 500. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. janúar n.k. kl. 11:00 f.h. í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, simi 26844 ■ Þaðfórillafyrirveiðimanninum á Nýja-Sjálandi, sem var á anda- veiðum. Hann miðaði vel og van- dlega á öndina og tók í gikkinn. En fuglinn var á undan; hann flaug beint í andlitið á honum og braut gleraugu veiðimannsins, nef ogtönn... ■ Ted heitir lítil kjölturotta (sbr. kjölturakki) sem frönsk stúdína smyglaði með sér til Bretlands. Þessi unga stúlka gat ekki hugs- að sér að fara í ferðalag nema með kjölturottuna sína við hlið sér, og hafði hana meira að segja með sérápöbbinn. Envitimenn, rottan slapp og gestur á pö- bbnum hélt að þetta væri venju- leg ensk, skolpræsarotta og drap hana. Eigandi rottunnarfékk nánast taugaáfall af skelfingu og ætlaði að fremja sjálfsmorð. í staðinn fékk hún á sig 400 punda sekt fyrir aö smygla rottu inn í landið... ■ Og svo er það líkið sem reis uppfrádauðum. Kishan Katore heitir maður sem var lagður inn á sjúkrahús í Ghogte nálægt Bombay. Hann var úrskurðaöur látinn, en síðla nætur birtist hann á rölti um líkhúsið og segir sagan að lögregluþjónninn sem heyrði hann berja á dyrnar á líkhúsinu, - að innanverðu-, sé ekki búinn aðnásér... TRYGGIR ÞÉR ÞÆGINDI FYRSTA SPÖLINN Bíll frá Hreyfli flytur þig þægilega og á réttum tíma á flugvöllinn. Þú pantar fyrirfram Við hjá Hreyfli erum tilbúmr að flytja þig á Keflavíkurflugvöll á réttum tima i mjúkri limosinu. Málið er einfalt Þu hringir i sima Ó8 55 22 og greimr frá dvalarstað og brottfarartíma. Við segium þér hvenær billinn kemur. Eitt gjald fyrir hvern farþega Við flytjum þig a notaleqan og ódýran hátt á flugvöllinn. Hverfarþegi borgarfastgjald. Jafnvel þótt þú sért einn á ferð borgarðu aðeins fastagjaldið Viö vekjum þig Ef brottfarartirm er að morgm þarttu að hafa samband við ollur milli kl. 20:00 og 23:00 kvöldið áður. Við getum séð um að vekja þig með góðum fyrirvara. ef þu óskar. Þegar brottfarartimi er siðdegis eða að kvöldi nægir að hafa samband við okkur milli kl. 10 00 og 12:00 sama dag. UREYFILÍ ÓB-55-2'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.