Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 12
____________________SKÁK
Jan Timman
heimsmeistarakandídat
Jan Timman er eini skákmað-
urinn utan Sovétríkjanna sem
eftir er í baráttunni um
heimsmeistaratitilinn að þessu
sinni. Þessi viðkunnanlegi Hol-
lendingur hefur oft verið nefndur
á undanförnum árum sem helsta
heimsmeistaraefni Vesturlanda-
búaa, enda hefur honum gengið
mjög vel á alþjóðlegum skák-
mótum á síðustu árum.
Timman vakti fyrst á sér at-
hygli þegar hann varð þriðji á
heimsmeistaramóti unglinga í
Barcelona árið 1965 og þá aðeins
15 ára. Á næstu árum stundaði
Timman skákina grimmt og
árangurinn lét ekki á sér standa
því hann varð stórmeistari árið
1974 23 ára gamall. Síðan þá hef-
ur Timman verið iðinn við að
tefla á alþjóðlegum skákmótum
og hafa sennilega fáir skákmenn
tekið þátt í fleirum slíkum og
ennþá færri unnið jafnmörg.
Nokkur mót sem Timman hefur
unnið á síðastliðnum árum: Indo-
nesia 1983, Sarajevo 1984, Bug-
ojno 1984, Amserdam 1984,
Wijk Aan Zee 1985 og Zagreb
1985.
Timman, sem gerir nú fjórðu
tilraun sína til að verða
heimsmeistari, byrjaði þessa
heimsmeistarakeppni mjög vel
og glæsilegur sigur hans í Taxco í
sumar þar sem hann hlaut 12
vinninga af 15 mögulegum gaf
það til kynna að hann ætlar sér að
gera stóra hluti að þessu sinni.
Að vísu gekk honum hálf brösu-
lega að komast áfram úr áskor-
endamótinu en hann lætur það
áreiðanlega ekki hafa áhrif á sig.
Timman er samkvæmt seinasta
stigalista í þriðja sæti á honum, á
eftir Karpov og Kasparov með
2640 stig.
Skákstfll Timmans er nú bara
eins og hann segir sjálfur: „Ég er
ekki sóknarskákmaður, ég er
stöðubaráttuskákmaður".
Hvltt: Jan Timman
Svart: Anatoly Karpov
Bugojno 1978
Drottningarbragð
1. c4 e6
2. Rc3 d5
3. d4 Be7
4. cxd5 exd5
5. Bf4 Rf6
í einvíginu við Kasparov nú í
haust beið Karpov með að stað-
setja kóngsriddarann og valdi
honum að lokum stað á h6. Sú
leikaðferð er mjög athyglisverð
og á skilið að vera reynd aftur.
6. e3 0-0
7. Dc2 c6
8. Bd3 He8
9. RB Rbd7
10. 0-0-0 Rf8
11. h3 Be6
12. Kbl Hc8
Allt eru þetta hefðbundnir
leikir í þessu afbrigði. Nú hefur
Karpov sennilega búist við 13. g4
og peðaframrás á kóngsvæng. En
Timman finnur betri áætlun.
13. Rg5! b5
14. Be5!
Neyðir svartan til að veikja sig
á kóngsvængnum.
14. - h6
15. Rxe6 Rxe6
16. g4 Rd7
17. h4
Hvítur er kominn vel á veg í
kóngssókninni og undirbýr að
sprengja upp með g5. Ef svartur
væri enn með peðið á h7 og þá
riddara á f8 til að valda það, væri
þessi framrás á kóngsvæng ekki
nándar nærri því jafn hættuleg.
17. - b4
18. Re2 Bxh4
19. f4 c5
20. Ba6! Be7
Svartur getur ekki bjargað
skiptamuninum, 20. - Hc6 21.
Bb5 Hb6 22. Bxd7 og svartur tap-
ar biskupnum á h4.
21. Bxc8 Dxc8
abcdefgh
23. Hxh6!
Timman er ekkert að gefa
heimsmeistaranum frið. Eftir 23.
- gxhó 24. Dg6+ Kf8 25. Rf5 er
svartur varnarlaus gegn hótun-
inni 26. Rxh6 ásamt 27. Df7 eða
Dg7 mát.
23. - Ref8
24. Hh3 c4
25. Rf5 fxe5
26. fxe5 Dc6
27. Hdhl Rg6
Karpov sem búinn var að hafa
frekar óyndislega stöðu fyrir
framan sig undanfarna leiki var
nú kominn í gífurlegt tímahrak.
Timman átti aftur á móti nægan
tíma eftir og hefði sennilega
fundið 28. Rxg7! Kxg7 29. Hh7+
Kg8 30. Hh8+! ef hann hefði
hugsað sig aðeins um. En þar sem
Karpov lendir sjaldan í tímahraki
þá hefur Timman kannski langað
til að kanna getu hans í hraðskák.
Hann lék því hratt...
28. Rd6?! Rdf8
29. Rxe8 Dxe8
30. Hh5 Dc6
31. Df5 a5
32. e6! Dxe6
33. Dxd5 a4
34. Hcl c3
35. bxc3 bxc3
36. Hxc3 Dxd5
37. Hxd5 Re6
38. Kc2 Kf7
39. Ha5 Rg5 ‘
40. Hc6 Re4
Fjörtíu leikja markinu er náð
og hefði Timman því getað hægt á
sér, en hann heldur áfram að tefla
hratt til að stríða heimsmeistar-
anum.
41. Hxa4 Rf6
42. Ha7 Rd5
43. Hxg6 Kxg6
44. e4 Rb4+
45. Kb3 Bf8
46. Hb7
Og þar sem Karpov hefur
sennilega áttað sig þegar hér var
komið sögu að það hlytu að vera
komnir 40 leikir og hann auk þess
með tapaða stöðu þá gafst hann
upp.
Lausnir á
jóla-skák-
þrautum
Ef einhverjir hafa strandað á
jólaskákþrautunum þá eru
lausnirnar eftirfarandi: 1. þraut:
1. Dc4. 2. þraut: 1. Bh5 Kxh5 2.
Kg7 h6 3. Kf6 Kh4 4. Kg6 mát. 3.
þraut: 1. Be8. 4. þraut: 1. Hg7 a).
1. - hhxg7 2. Dg3+ Hxg3 3. Bc7
mát. b) 1. - Hgxg7 2. Bc7+ Hxc7
3. Dg3 mát. 5. þraut: 1. Bf5 a) 1.
-Kf3 2. Kgl Ke2 3. Bc2 KO 4.
Bdl mát. b) 1. - KH 2. Bg4 Kf2 3.
Bd2 Kg34. Bel mát. c) 1. -Ke2 2.
Kg2 Kdl 3. Bd3 Kel 4. Hal mát.
6. þraut: 1. b4 (hótar2. Hd5 og3.
Hdl mát) 1. - Hc5+ (besta vörn-
in) 2. bxc5 a2 (eini leikurinn) 3.
c6 (hótar 4. Hd5 eða 4. Hf5) 3.-
Bc7 (til að geta svarað 4. Hd5
með Bxg3 og 4. Hf5 með Bf4) 4.
cxb7 og svartur á enga vörn við 5.
bxaSB mát.
BRIDGE
RÍKISÚTVARP - SJÓIWARP
Viljum ráða eldhresst og hugmyndaríkt fólk til að
sjá um og kynna SKOIMROKK í Sjónvarpinu. Þeir
sem áhuga hafa, sendl inn nöfn sín, ásamt hugmynd-
um um hvernig standa beri að þættinum á einni
vélritaðri örk. Auk þess er óskað eftir að umsókninni
fylgi vélritaðar kynningar á þrem dægurlögum.
Þessi lög velur umsækjandi sjálfur. Hér er um að
ræða elns konar próf á hæfni umsækjanda til að
semja kynningartexta__________________________
Umsoknir skulu berast Sjón-
varpinu, Laugavegi 176, Reykjavík, fyrir 17. Janúar
1986, merktar SKONROKK - innlend dagskrárgerð.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. janúar 1986
Dagvist barna
á einkaheimilum
í janúar- og febrúarmánuöi veröur tekiö viö umsókn-
um um leyfi til aö taka börn í dagvist á einkaheimilum.
Þeir, sem hafa hug á að sinna þeim störfum, vinsam-
legast hafi samband sem fyrst þar sem skortur er á
slíkri þjónustu.
Uþþlýsingar gefnar hjá umsjónarfóstrum aö Njálsgötu
9, í síma 22360 og 21596.
Bridgehátíð 1986
Bridgehátíð 1986 er um næstu
helgi. Spiluð verðurtvímennings-
keppni 44 para og Opin sveita-
keppni (Flugleiðamótið) með
Monrad-fyrirkomulagi (öilum
frjáls þátttaka). Tvímennings-
keppnin hefst kl. 19 á föstudegin-
um og lýkur um kl. 18 á laugar-
deginum. Flugleiðamótið hefst
svo kl. 13 á sunnudeginum. Á
mánudeginum hefst spila-
mennska kl. 16.30 og lýkur um
kl. 21.30.
Skráningu í bæði mótin lýkur
næsta sunnudag kl. 16. Hægt er
að skrá hjá Ólafi Lárussyni í síma
16538 og 18350.
Þátttökugjaldið í tvímennings-
keppnina er kr. 5000 á par (matur
innifalinn á laugardegi) og kr.
6000 í sveitakeppni fyrir sveit.
Jólamót
Bridgefélags
Akureyrar
Ólafur Lárusson og Jakob
Kristinsson urðu sigurvegarar á
jólamóti, sem Bridgefélag Akur-
eyrar og Sparisjóður Glæibæjar-
hrepps gengust fyrír í Blómskál-
anum Vín v/Hrafnagil í Eyjafirði
29. desember sl.
61 par tók þátt í mótinu, sem
var spilað í Mitchell-
fyrirkomulagi. Útreikning ann-
aðist Vigfús Pálsson, með aðstoð
tölvu (eða öfugt...).
Röð efstu para:
Stig:
1. Ólafur Lárusson
- Jakob Kristinsson 801
2. Ólafur Ágústsson
- Pétur Guðjónsson 787
3. -4. Guðmundur Víðir
Gunnlaugsson
- Stefán Vilhjálmsson 746
3.-4. Jóhann Andersen
- Pétur Antonsson 746
5. Grettir Frímannsson
- Hörður Blöndal 744
6. Sverrir Þórisson
- Ævar Ármannsson 726
7. Gunnlaugur Guðmundsson
ÓLAFUR
LÁRUSSON
- Magnús Aðalbjörnsson 712
8. Gunnar Ásgeirsson
- Ingólfur Bragason 709
Meðalskor var 624 stig.
Undanrósir ó
Vesturlandi
Undanrásir til íslandsmóts í
sveitakeppni verða spilaðar á
Akranesi helgina 1.-2. febrúar
nk.
Vesturland á rétt á einni sveit
til íslandsmóts að þessu sinni.
Þátttökutilkynningar þurfa að
hafa borist Einari Guðmundssyni
síma 1080 fyrir 25. janúar nk.
Fró Bridge-
samböndum
Norðurlanda
Dregið hefur verið í 2. umferð
Bikarkeppni sambandanna:
Ásgrímur Sigurbjörnsson-Val-
týr Jónasson. Helgi Steins-
son-Stefán Sveinbjörnsson.
Gunnlaugur Guðmundsson-Örn
Einarsson. Sveit Sjóvár-Jón Stef-
ánsson. Zarioh Hamadi-Eiríkur
Helgason. Pétur Guðjóns-
son-Halldór Tryggvason.
Haukur Harðarson-Hermann
Hubjens. Gunnar Berg-Kristján
Jónsson Eyjaf..
Þessum leikjum skal vera lokið
fyrir næstu mánaðamót.
Fró Bridge-
deild Skagfirðinga
Spilamennskan eftir áramót
hefst næsta þriðjudag, með eins
kvölds tvímenningskeppni. Spil-
að er í Drangey v/Síðumúla og
hefst kl. 19.30. Allt spilaáhuga-
fólk velkomið. Stjórnandi er
Ólafur Lárusson.
Fró Bridge-
sambandi
Reykjaness
Helgina 2. og 3. nóvember sl.
fór fram sveitakeppni sambands-
ins og var að þessu sinni spilað í
Þinghóli Kópavogi.
Alls mættu sex sveitir til leiks
og Reykjanessmeistarar urðu fé-
lagar úr sveit Guðmundar Þórð-
arsonar frá Bridgefélagi Suður-
nesja, en áamt honum spiluðu í
sveitinni Jóhannes Ellertsson,
Guðmundur H. Ögmundsson og
Heiðar Agnarsson.
Röð sveita varð annars þessi:
1. Guðmundur Þórðarson 94 st.
2. Grímur Thorarensen 86 st.
3. Ragnar Jónsson 81 st.