Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 5
Forval
Þegar litast er um svið borgar-
mála skömmu fyrir kosningar,
verður að segjast að ekki er
ástæða til bjartsýni fyrir hönd
vinstri manna. Davíð Oddsson
borgarstjóri nýtur vinsælda, er
húmoristi; orðheppinn maður og
kemur vel fyrir og á slíkum hefur
bókaþjóðin löngum haft sérstakt
dálæti. Allar spár hníga að því að
íhaldið haldi meirihluta sínum og
stjórni höfuðborginni næstu
fjögur árin.
Þótt þetta sé vitanlega hábölv-
að, þá er hitt sýnu verra að vinstri
menn virðast þegar hafa sætt sig
við ósigur. Á annan hátt er tæp-
lega hægt að túlka fádæma ráð-
leysisleg viðbrögð minnihluta-
flokkanna gagnvart þeirri stöðu
sem við blasir. Það örlar vart á
því að þessir flokkar horfist í
augu við stöðuna; hvað þá að þeir
takist á við hana á ferskan og
þróttmikinn hátt; snúi vörn í
sókn. Þeim virðist fyrirmunað að
skilja að grípa verður til nýrra
meðala; til þess að geta sigrað
Davíð verður Golíat að kunna að
verjast steinaslöngvi.
Einn er sá flokkur sem hinn
breiði fjöldi vinstri manna og fé-
lagshyggjufólks af flestu tagi ger-
ir sérstakar kröfur til og bindur
vonir við, Alþýðubandalagið. í
kjölfar kröftugs landsfundar sem
haldinn var undir kjörorðinu Ný
sókn, eygði fjölmennur hópur
vinstra fólks nýja von um að
fra sjónarhóli leikmanns
Páll Valsson skrifar:
Össur Skarphéðinsson er sterkur mótleikur
vinstri manna gegn Davíð Oddssyni og
honum þarfað tryggja öruggtsæti ofarlega á
lista og ákjósanlegast vœri baráttusœtið.
flokkurinn gæti orðið sú fjölda-
fylking sem hann hefur flestar
forsendur til að verða, - ef rétt og
skynsamlega er haidið á málum.
Fögur fyrirheit um aukið lýðræði
og aukna hlutdeild yngra fólks í
ákvarðanatöku, já og jafnvel
átak í menningarmálum - allt lof-
aði þetta mjög svo góðu.
Nú standa fyrir dyrum borg-
arstjórnarkosningar. Og þá kem-
ur upp sú staða að stilla á upp
nánast óbreyttum framboðslista,
með fulltrúum sem setið hafa í
borgarstjórn í allt að sextán ár.
Þetta gerist þrátt fyrir að flestir
viðurkenni að Alþýðubandalagið
standi höllum fæti gagnvart íhald-
inu, líkt og hinir minnihluta-
flokkarnir. íhugum nánar þau
rök sem talsmenn þessa hafi haft í
frammi.
Það er sagt að núverandi borg-
arfulltrúar búi yfir þeirri þekk-
ingu og reynslu á málefnum borg-
arinnar sem drjúgust mun verða
til góðra verka á þessum vett-
vangi. Og undir þetta skal heils
hugar tekið. Núverandi borgar-
fulltrúar hafa gegnt sínu starfi af
ósérhlífni og dugnaði, en stað-
reyndin er því miður sú að mál-
flutningur þeirra er hættur að
hrífa. Áróðursstaðan sýnir það
best. Nú er þörf nýrra ráða; nýrra
radda, - nýrrar sóknar. Og þegar
nánar er hugað að ofangreindri
röksemd um þekkinguna og
reynsluna, þá felur hún ekki í sér
óhjákvæmilega þaulsetu ákveð-
inna fulltrúa, því - og hér kemur
grundvallaratriði - til þess eru
menn saman í flokki að þeir geti
miðiað hver öðrum af reynslu
sinni og þekkingu. Sá er iúnn stóri
rnunur félagshyggju og einstakl-
ingshyggju. Flokkur er tæki, -
ekkert annað, - og það er barna-
legt að halda því fram að engu
skipti hverjir komi fram fyrir
hönd hans á hverjum tíma. Sömu
sögulegu aðstæðurnar; það kall
tímans sem 1970 leiddi Sigurjón
Pétursson til framboðs, æpir nú á
nýja fulltrúa; hæst á Kristínu Ól-
afsdóttur og Össur Skarphéðins-
son.
Davíð Oddsson er leikinn
stjórnmálamaður og honum
verður ekki mætt á trúverðugan
hátt nema af manni sem sömu
kostir prýða; orðheppni, húmor
og leikni í kappræðu, - m.ö.o. af
manni með sömu vigt. Svo vel vill
til að slíkur maður er í boði.
Össur Skarphéðinsson er sterkur
mótleikur vinstri manna gegn
Davíð Oddssyni og honum þarf
að tryggja sæti ofarlega á lista og
ákjósanlegast væri baráttusætið.
Að sama skapi væri sterkt, og
virðist raunar sjálfsagt, að vara-
formaður flokksins skipaði efsta
sætið, enda hæf og vinsæl kona
sem á brýnt erindi á einhvern bar-
áttuvettvang stjórnmálanna.
Stór hópur manna bíður
spenntur úrslita forvalsins. Á
þeim veltur hvort fólk ljær
flokknum atkvæði sitt og krafta.
Ekki síst yngri kynslóðin sem
hætta er á að hrökklist frá, komi á
daginn að frambjóðendur undir
fertugu fái ekki umboð til efstu
sæta. Því skulu allir hvattir til að
forða.
Páll Valsson
Höfundur stundar nám á kandi-
datsstigi í íslenskum bók-
menntum við Háskóla Islands.
Ritstjóri menningartimaritsins
Tenings.
Fögnum nýjum félögum
Guðni Jóhannesson skrifar
Ég vil eindregið hvetja alla stuðningsmenn
Alþýðubandalagsins til að ganga nú í
flokkinn og hafa lýðrœðisleg áhrifá gang
mála straxfráfyrsta degi.
Nú þegar komið er að forvali
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
er ekki laust við að við, sem því
tengjumst með einum eða öðrum
hætti, verðum vör þeirrar miklu
spennu, sem jafnan myndast,
þegar tekist er á um menn og mál-
efni með þessum hætti í tiltölu-
lega þröngum hópi. Þeir, sem eru
nýir í þessum slag, halda að sjálf-
sögðu fram nauðsyn nýrra
ferskra strauma meðan þeir, sem
fyrir eru, draga taum reynslu og
þekkingar.
Það væri að bera í bakkafullan
lækinn að taka þátt í þessum
orðaskiptum. Það er að mínum
dómi mikið gleðiefni hversu
mikið af hæfu fólki er tilbúið að
gefa sig í þennan slag og félagar í
Alþýðubandalaginu í Reykjavík
eru öfundsverðir miðað við það
sem fólk í öðrum flokkum hefur
fengið úr að moða.
Það er ljóst að sú spenna, sem
myndast hefur í kringum þetta
forval hefur magnað löngun
þeirra sem um árabil hafa stutt
Alþýðubandalagið til þess að
ganga í flokkinn og öðlast þannig
rétt til þess að hafa áhrif á gang
mála. Það yrði að mínum dómi
jákvæðust niðurstaða úr þessu
forvali ef það yrði til þess að
fjölga félögum og styrkja þannig
stöðu okkar í baráttunni við
íhaldsöflin.
Hins vegar hef ég því miður
orðið var við að nokkurrar tor-
tryggni hafi gætt vegna hugsan-
legra nýrra félagsmanna og að
stuðningsmenn sumra frambjóð-
enda telji starf sitt auðveldara ef
ekki þurfi að reikna með nýjum
óþekktum breytistærðum. Slíkur
hugsunarháttur er flokknum og
málstað hans ekki til framdráttar.
Mikill meirihluti þeirra, sem telja
sig eiga málefnalega samstöðu
með Alþýðubandalaginu eru
ekki skráðir félagar. Við eigum
að bjóða þetta fólk velkomið í
okkar félagsskap og nýta til þess
öll tækifæri. Líka það forval sem
nú stendur fyrir dyrum.
Ég vil því eindregið hvetja alla
stuðningsmenn Alþýðubanda-
lagsins til þess að ganga nú í
flokkinn og hafa lýðræðisleg áhrif
á gang mála strax frá fyrsta degi.
Reykjavík 29.1. 1986.
Guðni Jóhannesson er formaður
Landssambands Búseta og
tekur þátt í forvali Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík.
Þorrablót ABK
í Þinghóli laugardagskvöldið 1. febrúar.
• Á dagskrá er m.a. ávarp frá Birni Ólafssyni bæjarfulltrúa, gaman-
mál flutt af Helga Seljan alþingismanni, söngur stúlknakórs úr
Kársnesskóla undir stjórn Þórunar Björnsdóttur, fjöldasöngur o.fl..
• Aö loknu boröhaldi og dagskráratriðum mun dansinn duna til kl. 3
um nóttina. Tríó Ásgeirs Sverrissonar leikur.
• Aðgöngumiöi aö blótinu gildir sem happdrættismiöi og veröa vinn-
ingar dregnir út um kvöldið.
Tryggið ykkur miða og borð í dag frá kl. 18.30 - 21.00 í Þinghóli,
sími 45715. Skemmtinefndin.
Hið vinsæla þorrablót Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldið á laugardagskvöldið í
Þinghóli, Hamraborg 11. Húsið verður opnað kl. 19.00 og verður þá gestum boðið upp á
lystauka. Kl. 20.00 verður hinn vinsæli þorramatur frá Sveinbirni á borðum. Meðan á borðhaldj
stendur verður flutt fjölbreytt dagskrá.
Björn Ólafsson
Þórunn Björnsdóttir
Helgi Seljan