Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 6
VfÐHORF
I tilefni forvals
Pálmar Halldórsson skrifar
í forvali ABR nú um helgina
gefst félögum kostur á að velja
sér forystusveit fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar. Mikil
spenna hefur ríkt í kringum for-
valið og margir nýir félagar hafa
gengið í flokkinn nú á síðustu
dögum. Vona ég að kraftar þeirra
komi til með að nýtast í starfi
flokksins á komandi árum og í
þeirri baráttu sem framundan er.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um forvalið og sýnist þar sitt
hverjum. En eitt hafa flokks-
menn verið sammála um, það er
að nauðsynlegt er að listi ABR sé
• sem sigurstranglegastur í kom-
andi baráttu. Barátta AB er sam-
tvinnuð baráttu launafólks þessa
lands gegn því afturhaldi sem
ræður lögum og lofum í landinu
hvort sem um er að ræða baráttu
um völdin í borgarstjórn eða til
Alþingis. Því er nauðsynlegt að
sá listi sem við teflum fram sé
skipaður að hluta til fólki sem
Pví myndi ég ekki stefna á efstu sœti listans,
en vildi gjarnan vera íþeirrisveit
semflokkurinn kemur til með að skipa
til baráttu gegn íhaldinu
verið hefur í forsvari fyrir launa-
fólk í landinu og hefur sterk
tengsl við verkalýðshreyfinguna
ætlum við okkur áfram að telja
AB baráttutæki launafólks hér á
landi.
Þegar komið er að því að gera
upp hug sinn hverjir skuli skipa
efstu sæti listans verður valið erf-
itt. Nauðsynlegt er að hleypa inn
nýjum straumum en jafnframt er
það honum nauðsynlegt að fá
notið til forystu þeirrar reynslu
og þekkingar sem reyndari full-
trúar flokksins í borgarmálum
hafa yfir að ráða er komið verður
út í hinn stóra slag.
Hef ég gefið kost á mér í forval-
inu og skýrt ástæður framboðs
míns í forvalskynningu frambjóð-
enda hér í blaðinu. Vegna starfa
minna fyrir flokkinn sem ritari
hans og vegna starfa minna innan
verkalýðshreyfingarinnar þá tók
ég það fram við félaga mína sem
leituðu til mín um framboð mitt
að ég væri tilbúin í slaginn við
íhaldið hér í borg en ekki við fé-
laga mína. Því myndi ég ekki
stefna á efstu sæti listans, en vildi
gjarnan vera í þeirri sveit sem
flokkurinn kemur til með að
skipa til baráttu gegn íhaldinu. Er
það einlæg von mín að félagar
mínir virði þessa afstöðu mína
vegna þeirra ástæðna sem ég fyrr
nefndi. Að lokum vil ég hvetja
alla ABR félaga til að taka þátt í
forvalinu þannig að listi okkar
hafi góðan styrk og stuðning
sinna félaga
Pálmar Halldórsson er ritari Al-
þýðubandalagsins og fram-
kvæmdastjóri Iðnnemasambands
íslands.
Við veljum frambjóðendur
Auglýsing um forval ABR 31. janúar og 1. febrúar
Forval frambjóöenda G-listans viö borgarstjórnarkosningarnar í Rétt til þátttöku eiga félagsmenn ABR, sem ekki skulda meira en
vor fer fram í dag föstudaginn 31. janúar frá kl. 14-22 og á morgun eitt gjaldfallið árgjald, og nýir félagsmenn, enda greiði þeir hálft
laugardaginnl.febrúarfrákl. 10-20ÍMiögaröi, Hverfisgötu 1054. lágmarksgjald viö inngöngu, þ.e. 500 krónur.
hæö.
Minnt skal á aö kosning fer þannig fram aö merkt er viö sjö nöfn á
kjörseðlinum meö tölustöfunum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7.
Anna Hildur Arnór Björk Erlingur Gísli Guðmundur Þ.
Guðni Guðrún Helga Jóhannes Konráð Kristín Lena Margrét Pálmar Sigurjón
Sigurður Sigurður G. Skúli Tryggvi Þór Þorbjörn össur
Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í forvalinu. Nýir félagsmenn velkomnir.
Kjörnefnd