Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.01.1986, Blaðsíða 7
Táningaböndin blómstra í Reykja- víkídag.Tónlist (hávaðisegirgamla fólkið) heyristúr fjölmörgum bíl- skúrum borgarinn- ar. Inni íþeimeru allirhelstu töffar- arnirað æfasigsvo þeirgeti slegið f gegn íframtíðinni einsogt.d. Grafík, Stuðmenn, Riks- haw og fleiri hljóm- sveitirhafagerthér álandi. En hvernig var upphafið að hljómsveitarbrans- anum hjáþeimsem nú þegareru fræg- ir?Glætanforvitn- aðistumfortíð strákannaíGrafík. Eins og margir vita eru fastir meðlimir hijómsveitarinnar GrafTk aðeins 3. Þeir Helgi Björnsson (söngur), Rafn Jóns- son (trommur) og Rúnar Þórisson (gítar). En á tónleikum og plötum fá þeir fleiri til liðs við sig. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa mjög snemma (vægast sagt) feng- ið áhuga fyrir því að vera í hljóm- sveit. Draumurinn rættist „Ég var ákveðinn í því frá rennblautu barnsbeini að verða annað hvort fótboltastjarna eða poppsöngvari,“ sagði Helgi. „Þegar maður var svona 10 ára byrjaði þetta allt með því að við vinirnir stofnuðum hljómsveit sem hermdi eftir Bítlunum, Ston- es o.fl. Við notuðumst við bad- míntonspaða, potta og sleifar í stað hljóðfæra og svo auðvitað aðal stoltið okkar sem var spýta með áföstu málningarloki, það var pottþéttur gítar.“ Rafn: „Ég byrjaði líka í hljóm- sveit svona 10—11 ára. Við vorum með skemmtun uppi á háalofti og seldum inn. Það kostaði túkall. Svo seldum við popp og djús og byrjuðum síðan að spila. Eða réttara sagt við spiluðum lög með Bítlunum af segulbandi og svo hermdum við eftir. Við lékum Ringó og Lennon af mikilli inn- lifun. Svo vorum við með auka- númer sem gerði mikla lukku en það var að herma eftir Svavari Gests að segja brandara.“ Rúnar: „Eg byrjaði að spila á badmíntonspaða 7 ára og dreymdi um að verða gítarleikari í hljómsveit.“ En sem betur fer fenguð þið síðar alvöru hljóðfæri og byrjuð- uð að spila opinberlega. Hvernig gerðist það? Rafn: „Þegar ég byrjaði í hljómsveit spilaði ég á trommur með rúðuplasti en síðan fór mað- ur á sjóinn og vann sér fyrir al- mennilegu trommusetti." Allir: „Það er örugglega auðveldara fyrir krakka í dag að stofna hljómsveit, því viðhorfin gagnvart popptónlist hafa breyst gífurlega. Þegar við byrjuðum þá voru allir foreldrar skíthræddir við þetta, fannst þetta vera brjál- að je, je, je, öskur. Okkar for- eldrar þekktu bara Frank Sin- atra. En ungir foreldrar í dag eru af þessari Bítlakynslóð og þess vegna ekkert hræddir þó að þeirra börn kaupi sér græjur og gangi í rokkband." Taningabönd Rafn: „Þegar ég var að byrja æfðum við í kjallara í blokk og íbúarnir voru sífellt að laumast niður til þess að taka rafmagnið af. En síðan fengum við að koma fram í hléi á skólaskemmtun en því miður vorum við klappaðir upp. Við kunnum bara eitt lag.“ Rúnar: „Fyrsta hljómsveitin mín æfði í samkomuhúsi í Sand- gerði. Við vissum að Heiðar Ást- valdsson átti að vera með dans- kennslu þarna eftir mánuð og okkur langaði svo til að koma fram að við æfðum og æfðum þennan mánuð og tróðum svo óvænt upp í danstímanum. Það gekk slysalaust, við vorum ekkert púaðir niður og vorum reynsl- unni ríkari.“ Að sýna sig fyrir stelpunum Helgi: „Þegar ég byrjaði í Föstudagur 31. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.