Þjóðviljinn - 31.01.1986, Síða 9
Frá vinstri til hægri eru þær Kristín, Ragnheiður, Sigríður og Heiða. Mynd. Sig.
Hlíöarfjall
Skíðabrotin sem negld voru á kotann hans Sigtryggs lyftuvarðar voru frá því
fyrir fíberskíði og snjótroðara.
Þeir voru nýsloppnir úr skólanum og höfðu engan tíma til að ræða við blaðamenn. Myndir: Sig.
Förum eins oft
og við getum
Rætt við nokkrar stelpur í „leikfimitíma“ í Hlíðarfjalli
„Við komum hérna kl. eitt
en erum að fara heim núna.
Það er ofsalega gaman
hérna,“ sögðu nokkrar
hressar stelpur sem Þjóð-
viljamenn mættu þegar
komið var í Hlíðarfjall.
Þær Kristín Jónsdóttir, Ragn-
heiður Vala Arnardóttir, Sig-
ríður Vilmundardóttir og Heiða
Kristín Jónsdóttir eru í 5. bekk í
Oddeyrarskóla og sögðust fara
eins oft í Hlíðarfjall og þær gætu.
„Við fengum frí í leikfiminni til
að fara á skíði af því að það var
svo gott veður. Og þetta er ekk-
ert mál, það fara rútur tvisvar á
dag hingað upp eftir. En við
eigum að læra kvæði fyrir morg-
undaginn svo að við verðum að
fara heim.“
IH
'í makindum á leið upp í 900 metra hæð yfir sjávarmáli.
Föstudagur 31. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9