Þjóðviljinn - 31.01.1986, Qupperneq 17
HEIMURINN
Filippseyjar
Forseti kosinn eftir viku
Andrei Sokolof frá Sovétrikjunum
hefur þegar tryggt sér réttin til aö
halda áfram baráttunni um
heimsmeistaratitilinn í skák.
Skák
Timman
að tapa?
Tilburg — Eftir heldur slælega
byrjun hefur sovéski skák-
meistarinn Artur Júsupof tekið
sig verulega á í einvíginu gegn
hollendingnum Jan Timman
um réttinn til að skora á heims-
meistarann. Vantar Jusupof
nú aðeins einn vinning til að
sigra Timman.
Sovétmaðurinn hefur unnið
þrjár skákir í röð og þegar sjö
skákir hafa verið tefldar er staðan
4'/2 vinningur gegn 2Vi vinningi
Timmans. Sá vinnur sem fyrstur
nær5’/2 vinningi. ÞeirTimmanog
Júsupof eru jafnir í þriðja sæti á
ELO-stiganum á eftir þeini Karp-
of og Kasparof.
Hinu áskorendaeinvíginu er
lokið en það fór fram í Minsk í
Sovétríkjunum. Andrei Sokolof
fór létt með landa sinn Rafael
Vaganjan og sigraði með 6 vinn-
ingum gegn 2.
Manila — Nú er tekið að hitna i
kolunum í kosningabaráttunni
á Filippseyjum enda aðeins
rétt vika til forsetakosninga. 7.
febrúar verða kjósendur á
eyjunum 7.000 að gera það
upp við sig hvort þeir vilji veita
Ferdinand Marcosi umboð til
að stjórna landinu í fimm ár til
viðbótar við þau tuttugu sem
hann hefur verið við völd eða
hvort kominn er tími til að
breyta til.
Kosningabaráttan hefur verið
tiltöluiega laus við ofbeldi sem
einkennt hefur stjórnmálaátök
eyjanna um langt skeið. Fram-
bjóðendur hafa farið víða um
eyjarnar og fréttum ber saman
um að andstæðingum Marcosar,
Corazon Aquino forsetaefni og
Salvador Laurel varaforsetaefni,
hafi víðast hvar verið mun betur
tekið en forsetanuin áldna. Hvort
sá stuðningur nær ofan í kjörkass-
ana kemur í ljós um aðra helgi.
Inn í kosningabaráttuna hafa
blandast yfirlýsingar frá Banda-
ríkjunum um að Marcos hafi
fjárfest í ýmsum eignum þar í
landi fyrir 15 miljarða króna og
að það fé sé ekki allt vel fengið.
Einnig hefur heyrst að Marcos
hafi falsað skýrslur hersins um
meintar hetjudáðir hans í seinni
heimsstyrjöldinni. Marcos hefur
tekið þetta óstinnt upp og sakað
bandaríkjamenn um íhlutun.
Fáir efast um vinsældir mót-
frambjóðenda Marcosar. En það
sem helst er talið veröa þeim til
trafala í atkvæðaveiðunum er
reynsluleysi Corazon Aquino í
pólitík. Hún hafði sáralítið tekið
þátt í stjórnmálum þegar maður
hennar. Benigno, var myrtur
fyrir þremur árum. Marcos hefur
notfært sér þetta reynsluleysi
hennar sér til framdráttar en Cor-
azon hefur svarað því til að vissu-
lega hafi Marcos talsvert nreiri
reynslu en hún í svikunt. lygum.
þjófnaði og aftökum pólitískra
andstæðinga.
A Filippseyjum er löng hefð
fyrir kosningasvindli og í gær
sökuðu andstæðingar Marcosar
stuðningsmenn hans um að beita
mútum og þvingunum til að fá
Washington — Herská stefna
Reagans forseta Bandaríkj-
anna í garð stjórnarinnar í Nic-
aragua eykur bilið á milli
Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra í Evrópu og
Rómönsku Ameríku. Þannig
hljóðar niðurstaða bandarískr-
ar rannsóknarstofnunar sem
birt var í fyrradag.
London — Atvinnuleysi í Bret-
landi jókst verulega í janúar-
mánuði og hefur aldrei verið
meira en nú. Alls teljast at-
vinnuleysingjar vera rúmlega
3,4 miljónir en það samsvarar
því að sjöundi hver verkfær
maður sé atvinnulaus.
Atvinnulausum fjölgaði um
tæplega 135.000 manns í mánuð-
inum sem er talsvert nteira en
fólk til að greiða atkvæði fyrir-
fram. Marcos hefur þvertekið
fyrir að óháðir erlendir aðilar fái
að fylgjast með framkvæmd
kosninganna. Bandarísk stjórn-
völd hafa samt ákveðið að senda
eftirlitsmenn til Filippseyja en
Marcos hefur sagt að þeir verði
að halda sig í amk. 50 metra fjar-
lægð frá kjörstöðum.
Bandarísk stjórnvöld eru í tals-
verðri klemrnu vegna kosning-
anna á Filippseyjum. Fram til
gegn stjórnvöldum íNicaragua er
nú til umræðu á bandaríska þing-
inu vegna beiðni Reagans um
aukinn stuðning við skæruliðana.
Þeir hafa farið fram á 100 miljón-
ir dollara í aðstoð til viðbótar
þeim 27 miljónum sem þeir fengu
sl. haust. Hefur Reagan beðið
verið hefur í sama mánuði undar-
farin ár. Þessi aukning atvinnu-
leysis keinur sér afar illa fyrir
Margaret Thatchcr forsætisráð-
herra. Hún hefur mátt horfa upp
á dvínandi fylgi í skoðanakönn-
ununt að undanförnu. Hefur hún
reynt að sporna gegn þeirri þróun
með því að hrósa stjórn sinni fyrir
velheppnaðar aðgerðir til að
auka atvinnu en nú sést hversu
vel þær dugðu.
þessa hafa þau stutt Marcos
dyggilega en nú sjá þau að ef
hann heldur óbreyttri stefnu er
mikil hætta á að uppreisnarmenn
sem þegar ráða töluverðum
landsvæðum á eyjunum muni
leggja undir sig afganginn á
skömmum tíma. Bandarískum
ráðamönnum er á hinn bóginn
mjög í mun að engir þeir komist
til valda sem gætu farið að hrófla
við herstöðvum Bandaríkjanna á
eyjunum.
þingið að veita þeim aðstoö á bil-
inu 30-100 miljónir dollara.
Að mati Institute for Policy
Studies í Washington hefur
stefna Reagans og aðgerðir hans
gegn stjórnvöldum í Managua
grafið undan trausti bandamanna
Bandaríkjanna. Þeir trúa því
ekki að sósíalísk stjórn í Manag-
ua sé ógnun við öryggi Banda-
ríkjanna eða Vesturlandanna
eins og Reagan heldur fram.
Stofnunin bendir ú að tilraunir
Reagans til að einangra stjórnina
í Managua hafi mistekist. Árið
1977, tveimur árum fyrir bylt-
ingu,hafði Nicaragua stjórnmál-
asamband við 52 ríki. Nú eru rík-
in orðin tæplega 100.
Loks segir í skýrslu IPS að
bandamenn Bandaríkjanna hafi
ekki einasta neitað að taka þátt í
viðskiptabanni Reagans á Nicar-
agua heldur hafi þeir í heildina
aukið viðskipti sín við landið og
veitt stjórnvöldum umtalsverð
lán.
Nicaragua
Stefna Reagans hefur mistekist
Stuðningur Reagans við skæru-
liðana —Contras — sem berjast
Bretland
Enn eykst atvinnuleysi
Sovétríkin
Hreinsað til í Moskvu
Nýir valdamenn i höfuðborg Sovétrikjanna boða mikla tiltekt
en kerfið er ekki í neinni hœttu
Grómikó forseti fór á dögunum í búðaráp og hleraði eftir óánægju almennings.
Hann kom ma. við í stórversluninni GUM við Rauða torgið þar sem Ólafur
Gíslason tók þessa mynd í fyrravor.
Moskvu — Nýr formaður
Moskvudeildar sovéska
kommúnistaflokksins hefur
boðað mikla herferð á hendur
ýmsum meinsemdum sem
hrjá Moskvu og hafa að hans
sögn fengið að breiðast út ó-
hindrað undir forystu borgar-
yfirvalda sem fyrir iöngu voru
komin úr tengslum við alþýð-
una. Nú er tbúum höfuðborg-
arinnar heitið framförum í hús-
næðismálum, hreinlegri versl-
unum og bættum almennings-
samgöngum.
I desember sl. voru tveir æðstu
embættismenn Moskvuborgar
sviptir embættum sínum. Borg-
arstjórinn, Vladintir Promislof,
og formaður flokksdeildarinnar,
Viktor Grisjin, fengu að taka
pokann sinn eftir að upp komst
um meiriháttar hneyksli í hús-
næðismálum borgarinnar. Blöðin
í Moskvu upplýstu að rannsókn
hefði leitt í ljós að 560.000 fer-
metrar af nýbyggðu íbúðarhús-
næði voru hvergi til nema á papp-
írunum. Svindlið helgaðist af ótta
borgaryfirvalda við að fá bágt
fyrir að uppfylla ekki kvótann
sem áætlanir miðstjórnarinnar
hljóðuðu upp á.
Donaskapur
og spilling
Það komst upp um strákinn
Tuma og nú vermir 55 ára harð-
jaxl frá Síberíu, Boris Jeltsin, stól
formanns flokksdeildarinnar sem
er mesta valdastaðan í borgar-
apparati Moskvu. Hann hélt um
síðustu helgi óvenju opinskáa og
gagnrýna ræðu á flokksráðstefnu
í borginni en þar var punkturinn
settur aftan við hreinsanir sem átt
hafa sér stað í borgarkerfinu.
Jeltsin og aðrir embættismenn
gagnrýndu harðlega húsnæðis-
svindl, lélegar samgöngur, dóna-
legt afgreiðslufólk í verslunum og
spillingu á sjúkrahúsum borgar-
innar. Sagði Jeltsin að forverar
hans hefðu talið sig óhulta og
komið upp viðamiklu skrif-
finnskukerfi sem hefði ma. leitt
til þess að kvörtunum sem borg-
arbúar báru fram við yfirstjórn
flokksins fjölgaði um helming í
fyrra. Jeltsin sagði að embættis-
menn hefðu falsað tölur til að
sýna fram á meiri afköst en
reyndin var og reynt að víkja sér
ERLENDAR
FRÉTTIR
mmm^mimmm^^^mmm^mmmmmmam
undan því að hlíta fyrirmælum
hinnar nýju forystu þjóðarinnar.
Yfirmaður fræðslumála benti á
fjölmargt sem betur mætti fara í
skólastofnunum borgarinnar.
Töflur í skólastöfum væru margar
hverjar frá því á steinöld og ann-
að eftir því. Yfirmaður heilbrigð-
isrnála í borginni sagði að sjúkra-
húsin væru óþrifaleg og starfs-
fólkið ruddalegt og sumt ger-
spillt.
Andlit þjóðarinnar
Það hefur um langt skeið verið
stefna sovéskra stjórnvalda að
gera Moskvu að einskonar sýn-
ingarglugga fyrir útlendinga. Allt
frá því Lenín gerði Moskvu að
nýrri höfuðborg Sovétríkjanna
árið 1918 hefur ómældum fjár-
fúlgum verið varið til þess að feg-
ra borgina og bæta á alla lund.
Stalín lét eyða mörgum
gömlum hverfum borgarinnar og
reisti marga glæsihöllina í
heimsfrægum stíl sem oft er
kenndur við rjómatertur. í lok
sjötta áratugarins hóf Krústjof
stórátak í húsnæðisntálum sem
hélt áfram af enn meiri þunga í
stjórnartíð Brésnéfs.. Á undan-
förnum árum hafa verið byggðar
120.000 nýjar íbúðir á ári og 80%
borgarbúa, sem nú eru 8,5 milj-
ónir, hafa flutt í nýjar íbúðir frá
stríðslokum.
Þótt þjónusta sé á flestum svið-
um lélegri en gengur og gerist á
Vesturlöndum og ýntis neyslu-
gæði skorti iðulega er Moskva
eftirsóttur staður til búsetu í
augum flestra sovétmanna. Þeir
þurfa hins vegar leyfi yfirvalda til
að flytjast til borgarinnar. Margir
reyna að fara framhjá yfirvöldum
og flytja til borgarinnar í leyfis-
leysi og þrátt fyrir viðleitni lög-
reglu til að fylgjast með slíkum
lögbrotum hefur borgarbúum
fjölgað um hálfa miljón á síðustu
sex árum. í áðurnefndri ræðu
varaði Jeltsin við frekari fjölgun í
borginni og sagði að hún gæti sett
alla stjórnun úr böndunum.
Ekki hroflaö
við kerfinu
Tiltektin sem nú er boðuð í
Moskvu er í takt við þá stefnu
Gorbatsjofs leiðtoga að efla at-
vinnulíf landsins, bæta efnahag-
inn og færa flokkinn og stjórn
landsins nær þörfum fólksins.
Andrei Grómikó forseti og
fyrrum utanríkisráðherra lét
þennan vilja stjórnvalda í ljósi
fyrr í þessum mánuði þegar hann
eyddi heilli viku í búðaráp. Gekk
hann um göturnar og tók almenn-
ing tali til að hlera óánægju fólks
með vonda þjónustu og vöru-
skort.
En það er líka greinilegt að um-
bótunum á að halda innan marka
kerfisins. Boðskapur leiðtogans
er sá að skipta um fólk og skipa
hæfari menn til að vinna að um-
bótunum. Það er ekki á dagskrá
að draga úr miðstýringunni.
Kerfið sjálft stendur óhaggað og
mun gera það svo lengi sem Gor-
batsjofs nýtur við.
Föstudagur 31. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17