Þjóðviljinn - 18.02.1986, Page 9
HEIMURINN
Vestur-Þýskaland
Kanslarinn fyrir rétt
Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands fœr á sig málssókn
Bonn - Opinberir saksóknarar í
Koblenz í Vestur-Þýskalandi
sögðu í gær að þeir ætluðu að
hefja málssókn gegn kanslara
Vestur-Þýskalands, Helmut
Kohl.
Saksóknarinn, Hans Seeliger,
sagði fréttamönnum að málaferl-
in væru byggð á ákærum Otto
Schili, leiðtoga Græningjasam-
takanna. Ákæran var á þá leið að
Kohl hefði borið ljúgvitni í júlí
síðastliðnum þegar þingnefnd í
Mainz spurði hann út úr um
mútur til flokks hans.
Suður-Kórea
Andófsmaður
laus
Seoul - Einn helsti andófsmað-
ur Suður-Kóreu, Kim Young-
Sam, var í gær leystur úr stof-
ufangelsi sem hann var settur í
til að hindra það að hann kæm-
ist á fund með ieiðtogum í
stjórnarandstöðunni í Suður-
Kóreu.
Young-Sam átti að vera í for-
svari á fundinum þar sem ætlunin
var að fjalla um hvernig ætti að
bregðast við þeirri herferð sem
ríkisstjórnin hóf gegn undir-
skriftasöfnun sem stjórnarand-
stæðingar hafa skipulagt. Ætlun-
in var að safna 10 milljónum
undirskrifta við áskorun til
stjórnvalda um að haldnar yrðu
beinar forsetakosningar í Suður-
Kóreu.
Young-Sam hafði verið í haldi í
11 klukkustundir þegar hann var
leystur úr haldi. Á meðan hafði
lögreglan handtekið um það bil
100 stjórnmálamenn úr stjórnar-
andstöðunni í herferð sinni gegn
undirskriftasöfnuninni. í Suð-
ur-Kóreu eru tveir stórir stjórn-
arandstöðuflokkar, Nýi kórean-
ski lýðræðisflokkurinn (NKPD)
og Ráð til framdráttar lýðræði
(CPD). í þessum flokkum eru
foringjar þeir Kom Dae-Jung og
Kim Young-Sam. í síðustu viku
fengu þeir 200 leiðtoga í stjórnar-
andstöðunni til að skrifa undir
áskorunina þrátt fyrir aðvörun
stjórnvalda um að þeir sem skrif-
uðu undir þessa áskorun ættu á
hættu að verða dæmdir í allt að
sjö ára fangelsi.
Portúgal
Soares vann
Lissabon - Mario Soares vann
forsetakosningarnar í Por-
túgal um helgina og er því
fyrsti forsetinn í 60 ár sem
kemur úr röðum óbreyttra
borgara.
Hann hafði þó aðeins 150.632
atkvæði fram yfir mótframbjóð-
anda sinn, Diego Freitas Do Ám-
aral. En Soares sem hefur þríveg-
is áður verið forsætisráðherra
landsins náði sér hins vegar mjög
vel á strik eftir að flokkur hans
tapaði stórt í kosningum til þings í
október síðastliðnum.
„Ég verð forseti allra Portúg-
ala, óháð pólitískum skoðunum
þeirra, ég mun tryggja öllum
sama rétt,“ sagði Soares m.a. í
sigurræðu sinni í gærkvöldi.
Soares mun sverja embættiseið
sinn í næsta mánuði.
Þetta er í fyrsta skipti í meira en
20 ár sem atferli kanslara er
rannsakað af opinberum sak-
sóknara. Kohl neitaði í gær þeim
sökum sem á hann eru bornar og
sagði að hann myndi mæta þess-
ari málshöfðun „með jafnaðar-
gleði."
í yfirlýsingu sem talsmað-
ur kanslarans afhenti, sagði Kohi
að hann hefði komist að því í
fréttum að það ætti að sækja hann
til saka fyrir að hafa borið ljúg-
vitni. Kohl sagði í tilkynningunni
að hann hefði engar áhyggjur þar
eð hann hefði svarað spurningum
þeim sem lagðar hefðu verið fyrir
hann eftir bestu samvisku og í
góðri trú.
Kohl kom fyrir þingnefndina í
tengslum við Flick hneykslið svo-
nefnda en þar komu ásakanir um
að margir flokkar í Vestur-
Þýskalandi hafi fengið fé fyrir að
sjá til þess að fyrirtæki fengju
skattaafslátt. Sumir fréttaskýr-
endur í Vestur-Þýskalandi hafa
sagt að mál eins og Flick
hneykslið hafi gert almenning að
nokkru leyti ónæman fyrir mál-
um sem þessum og því geti þau
komið Kohl vel gagnvart kjós-
endum, þar sem þeir kippi sér
ekki lengur upp við slík málaferli
eins og Kohl á nú fyrir höndum.
Þessi málssókn kemur á slæm-
um tíma fyrir Kohl því nú eru 11
mánuðir til næstu þingkosninga
og ekki er ólíklegt talið, að þá
verði mál Kohls í brennidepli.
Nokkrir fulltrúar í flokki Kohls,
CPU, sögðu um helgina í viðtali
v'ið þýska vikuritið Der Spiegel
að þeir teldu ólíklegt að flokkur-
inn gæti farið út í kosningabar-
áttu undir forystu Kohls ef hann
stæði í málaferlum um sama leyti.
Aquino leggur línurnar.
Filippseyjar
Aquino lét Habib heyra það
Fulltrúi Bandaríkjaforseta áfundum með Aquino,
Marcos ogfulltrúum kirkjunnar
Manila - Sérstakur erindreki
stjórnar Ronalds Reagans,
bandaríkjaforseta, fékk orð í
eyra frá Corazon Aquino þegar
hann ræddi við hana í gær. Ha-
bib ræddi einnig við Marcos,
nýyfirlýstan forseta Filipps-
eyja og leiðtoga kirkjunnar,
Sin kardinála.
Stuðningsmenn Aquino svör-
uðu kalli hennar um að fólk ætti
ekki viðskipti við fyrirtæki í eigu
Marcosfjölskyldunnar og vina
hennar, margir drógu peninga út
úr sjö bönkum sem Aquino hafði
sagt að væru í eigu „hyskis Marc-
osar“. Þá féllu einnig hlutabréf í
bjór- og matargerðarfyrirtækinu
San Miguel en Aquino hefur
mjög beint skeytum sínum að
því.
Marcos sagðist eftir fund sinn
með Habib, viss um að Habib
væri ekki í Manila til þess að
skipta sér af málefnum Filippsey-
inga og að Habib ætlaði ekki að
draga ákveðnar ályktanir af því
hvernig kosningarnar hefðu farið
fram. Yfirmaður herafla Filipps-
eyja, Fidel Ramos hershöfðingi
sem tók í dag við af Fabian Ver,
lét það verða sitt fyrsta verk að
afturkalla allt herlið frá Antique
héraði en þar var einn helsti
kosningastjóri Aquino, Evelio
Javier, skotinn til bana í síðustu
viku. Fabian Ver var sakaður um
að hafa átt þátt í morðinu á Ben-
igno Aquino.
Kirkjuleiðtogar hafa undan-
farið stutt mjög við bakið á Aqu-
ino. Ricardo Vidal, kardináli
sagði hins vegar í gær að það væri
hans álit að borgaraleg óhlýðni
ætti að verða síðasta ráðið þegar
öll önnur friðsamleg meðul hefðu
brugðist. Aquino hefur einmitt
hvatt til aðgerða af þessu tagi.
Marcos hefur sagst munu taka
hart á því ef fólk neitar að borga
skattana sína og þeim nunnum og
prestum og öðrum sem hvetja til
ofbeldis.
Þetta gerðist
líka.
Líbanon
gær mikla
■ ísraelsmenn hófu í
sókn inn í Suður-
Líbanon með aðstoð skriðdreka
og þyrluhersveita á eftir skæru-
liðum sem drápu og særðu
nokkra ísraelsmenn.
Frakkar og Bandaríkjamenn
hamast nú við það að lýsa því yfir
að þeir vilji ails ekki hafa „Baby
Doc“ Duvalier og hans lið innan
landamæra sinna. Hann er nú í
Frakklandi en Frakkar sögðu í
gær að það væri skylda Banda-
ríkjamanna að taka við honum ef
þeir finna honum ekki dvalarstað
einhversstaðar á jarðarkringl-
unni.
Vín - Austurrískir læknar
börðust í gær við að bjarga lífi
átta íranskra hermanna sem
flogið hafði verið með til Vínar
eftir að hafa lent í árásum íraka
sem nú eru ásakaðir um að notast
við efnavopn í stríði sínu við
írana.
Mitterand Frakklandsforseti
opnaði í gær með pompi og pragt
ráðstefnu frönskumælandi ríkja
og svæða í Versölum. Þetta mun
eiga að vera svar Frakka við hin-
um enskumælandi samveldis-
löndum.
Moskva - Sovéski blaðamað-
urinn Viktor Louis sagði í gær að
sovéski andófsmaðurinn Yelena
Bonner, eiginkona Andrei
Sakharofs, sem fór til Bandaríkj-
anna í desember síðastliðnum til
þess að gangast undir læknisað-
gerð, hefði fengið dvalarleyfi
sínu í Bandaríkjunum framlengt í
þrjá mánuði.
Róm - ítölsk fjölskylda sem er
orðin leið á lífinu á vesturlöndum
hefur sótt um leyfi til að flytjast
búferlum til Sovétríkjanna.
Filippo Favoino og kona hans,
Rita sögðu í viðtali við ítalska
dagblaðið Corriere Della Sera að
þau hefðu skrifað sovéska sendi-
ráðinu í Róm og spurst fyrir um
það hvort þau og þrjár dætur
þeirra gætu fengið að fara til So-
vétríkjanna og búa þar til fram-
búðar. Favoino hjónin sögðust
vilja flytjast þangað vegna þess
að þar myndu þau búa í minna
húsi, þeim yrði úthlutuð vinna af
ríkinu og þau fengju frí frá
auglýsingaflóðinu.
I blaðinu segir að sovéska
sendiráðið hafi enn ekki svarað
bréfinu.
IH/reuter
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR /Dcn-rrn
HJÖRLEIFSSON RtU ICK
Chad
Frakkar á leiðinni
París - Franska stjórnin til-
kynnti í dag að hún myndi auka
Ghaddafy. Skæruliðarnir gerðu það...
mjög hernaðarstuðning sinn
við Chad m.a. með her-
mönnum eftir að Líbýumenn
gerðu loftárás á höfuðborg
Chad í gær.
Varnarmálaráðherra Frakk-
lands, Paul Quiles sagði að
Frakkar myndu ekki svara Líbýu-
mönnum í sömu mynt heldur
auka við herafla Chadmanna, þar
á meðal með því að senda þeim
orrustuþotur. „Við eigum ekki í
stríði við neinn. Við höfum að-
eins svarað kalli stjórnarinnar í
Chad um aðstoð til þess að geta
svarað árásum.
Quiles neitaði að svara því
hversu margir hermenn yrðu
sendir til Chad. Franska blaðið
Le Monde sagði hins vegar í gær
að það gætu orðið allt að 1.300
manns sem yrðu sendir til Chad.
Líbýumenn sögðu í gær að það
hefðu verið skæruliðar í Chad
sem hefðu gert árásirnar í gær
með aðstoð Líbýuumanna. Árás-
in hefði að sögn skæruliða verið
gerð til að hefna fyrir sprengjuár-
ásina sem Frakkar gerðu á her-
flugvöll í norðurhluta landsins í
fyrradag.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13