Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 1
MANNLÍF HEIMURINN í gærkvöldi var enn óljóst hvort farið yrði með samningana til ríkisstjórnarinnar áður en skrifað yrði undir og hún krafin svara um hvort hún sé tilbúin að standa við sinn hlut í samkomu- laginu, að halda verðbólgunni á árinu undir 7%, eða hvort skrifað yrði undir með þeim fyrirvara að ríkisstjórnin stæði við forsend- urnar. „Ef þessi leið, sem nú er verið að athuga, verður farin, þá er ljóst að það reynir á ábyrgð stjórnvalda og stjórnvöld verða að vera meðvituð um sína ábyrgð náist samningar," sagði Ásmund- ur. Þeir sem Þjóðviljinn ræddi við í gær töldu öruggt að ríkisstjórnin gengi að þessu, hún ætti engra annarra kosta völ. Steingrímur Hermannsson hefur lýst sig fylgj- andi þessum hugmyndum, en eitt af þeim atriðum sem samningsað- Kópavogshœli Stúlkan látin Stúlkan sem legið hefur með- vitundarlaus á Borgarspítalanum frá því er eldur kom upp á vist- rými Kópavogshælis þann 13. janúar sl. er látin. Hún hét Guð- ríður Kristín Berg. I gærmorgun brenndist vist- ntaður á Kópavogshæli illa er eldur kviknaði í rúmfötum hans. Hann er ekki í lífshættu. Magnús Gunnarsson framkvæmdatjóri VSÍ í Garðastræti í gær. Eru þeir bræður? sDurði einn sem sá þessa samanklipptu mynd af framkvæmdastjóranum. Mynd. E. Olason. Það ber ennþá mikið á milli bæði hvað varðar kauptrygg- inguna og kaupmáttinn, en við- ræðurnar eru komnar á það stig að það er kominn tími til að festa niður línur í málinu, sagði Ás- mundur Stefánsson, forsti ASI, í samtali við Þjóðviljann í gær- kvöldi. Var búist við því í gær- kvöldi að samningafundur stæði fram í morgunsárið og voru við- mælendur Þjóðviljans bjartsýnir á að samkomulag næðist fyrir há- degi í dag. ilar munu krefjast skýrra svara um, er hvort ríkisstjórnin sé reiðubúin að koma í veg fyrir verðhækkanir á búvörum, og hef- ur verið talað um að nota útflutn- ingsbæturnar til að greiða niður landbúnaðarafurðirnar. Meðal þess sem var verið að athuga í gær er hvort lífeyrissjóð- irnir séu tilbúnir að leggja til um hálfan miljarð til að greiða niður verðbólguna en áætlað er að það muni kosta ríkissjóð á annan miljarð að koma verðbólgunni úr 9% í 7%. Því sem á vantar á svo að mæta með niðurskurði og sparnaði á vegum hins opinbera. í raun bar ekki svo mikið á milli í kaupmáttarmálunum þegar sest var við samningsborðið í gær. At- vinnurekendur hafa boðið að kaupmætti síðasta árs verði hald- ið en ASI hefur krafist þess að þeir sem ekki hafa notið launa- skriðs undanfarin ár, fái 8% kaupmáttaraukningu að auki. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans er það um fimmti hver fé- lagi í ASÍ. Hinsvegar gæti kaupmáttar- tryggingin orðið það sem yrði erf- iðast að ná samkomulagi um, því mjög mikið greindi á þar. ASÍ vill að miðað sé við að laun hækki fari verðlag yfir svokölluð rauð strik en atvinnurekendur hafa lagt til að skipaður verði gerðar- dómur til að kveða úr um hækk- anir standist viðmiðanir ekki. -Sáf Kjaftshögg Astarleikur stöðvaður Togað í neyðarhemil Sydney - Næturlestin frá Sydney tafðist í tuttugu mínútur þegar vörðurinn fann nakið par í klefa sínum í áköfum ástarleik. Vörðurinn stansaði þegar lest- ina með því að toga í neyðar- hemilinn. Síðan sagði hann par- inu að það hefði þrjár mínútur til að koma sér úr íestinni. Eftir nokkrar mótbárur klæddi fólkið sig í og steig út. Áður en kavaler- inn gerði það gaf hann lestarverð- inum hins vegar þrjú vel útilátin kjaftshögg. IH/Reuter Samningarnir Viðræðumar á lokastigi Asmundur Stefánsson forsetiASÍ: Kominn tími tilað festa niður línur. Stjórnvöld verða að verameðvituð umábyrgð sína. Óbreyttur kaupmátturfyrir allanema þá sem ekki hafa notið launaskriðs. ASÍstefnir á8% kaupmáttaraukningufyrirþá lœgst launuðu. Óvissa um kaupmáttartrygginguna s Island Yfir 6000 vinnuslys á ári Af 6060 vinnuslysum sem komu til meðferðar á slysadeild Borgarsjúkrahússins 1984 voru aðeins 347 tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins Svo virðist sem tilhneiging sé til þess að leyna vinnuslysum hér á landi. Á árinu 1984 komu 6060 vinnuslys til meðferðar á slysa- deild Borgarsjúkrahússins og eru það vinnuslys sem átt höfðu sér stað á Reykjavíkursvæðinu. Aft- ur á móti voru þetta sama ár að- eins 347 vinnuslys á landinu öllu tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins. Eyjólfur Sæmundsson for- stöðumaður Vinnueftirlitsins segir að því miður sé alltof lítið um að vinnuslys séu tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Að vísu séu öll alvarlegri slys tilkynnt en þau sem minni teljist séu það ekki. Nú er í uppsiglingu átak hjá Vinnueftirlitinu í samvinnu við hagsmunasamtök á vinnumark- aði að koma því í kring að öll vinnuslys, þar sem viðkomandi er frá vinnu slysdaginn og næsta dag, verði tilkynnt Vinnueftirlit- inu. í Þjóðviljanum í dag er nánar fjallað um þetta mál. Sjá bls. 7. S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.