Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Feroyaklúbburin á Suðurnesjum Leygarkvoldið kl. 20 er knetta- kvold í Sjálfstæðishúsinu í Ytri- Njarðvík. Foroyaklubburin á Suðurnesjum Kalkhoff drengjahjól 3ja gíra til sölu. Verð kr. 4.500.-. Upplýsingar í síma 32098. Barnapía óskast Okkur vantar barngóða stúlku eða strák til að passa 11/2 árs gamlan dreng, í u.þ.b. 11/2-2 tíma seinni part dags og e.t.v. einstaka kvöld. Búum nálægt Háskólanum. Upplýsingar í síma 621454. Geymsluherbergi til leigu fyrir snyrtilegt dót. Á sama stað eru skíði til sölu. Upplýsingar í síma 685285 á kvöldin. Atvinna óskast - vélritun Tek að mér vélritun í heima- vinnu. Vinsamlegast hringið í síma 36452 milli kl. 5 og 6. Svalavagn t geymslunni? Á ekki einhver gamlan barna- vagn í geymslunni, sem hann vill selja mér ódýrt eða gefa mér? Mig vantar einn til að láta barn sofa í úti á svölum. Þarf ekki að vera stofustáss. Vins- amlegast hafið samband í síma 71975, Birna. Mazda 818 Til sölu er Mazda 818, árgerð 1978. Bifreiðin er í góðu á- standi. Skoðaður 1986. Góð greiðslukjör. Upplýsingarísíma 37287 eftir kl. 20. Gestalt-námskeið Terry Cooper heldur Gestalt- námskeið í Reykjavík helgina 22. og 23. febrúar. Fáein pláss laus Upplýsingar hjá Daníel í síma 29006 á daginn og í síma 18795 á kvöldin. Barnapössun Stúlka óskast til að gæta tveggja barna af og til á kvöldin á Lindargötu. Upplýsingar hjá Daníel eða Svövu í síma 18795 eftir kl. 18. S/h sjónvarp óskast Óskum eftir s/h sjónvarpi fyrir lítið verð eöa ókeypis. Upplýs- ingar í síma 621885, Ásta eða Magga. Til sölu trommusett án snerils. Fæst fyrir lítið verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 622063. Unglingabekkur til sölu. Sterkur og vandaður. Ungbarnastóll m/borði og barn- abaökar og tvö stök náttborð og fleira. Uppl. í síma 33094. Jeppakerra Sterk og góð jeppakerra til sölu, skipti koma til greina á minni. Uppl. í síma 31197 á kvöldin og um helgar. Loftpressa - pylsupottur Loftpressa með tveimur nagla- byssum til sölu. Á sama stað er til sölu pylsupottur. Selst hvort tveggja á hálfviröi. Uppl. í síma 19759 milli kl. 5 og 7. Búdót óskast Er ekki einhver sem þarf að losa sig við gamla segulbands- tækið sitt, hægindastóla, teket- il, kaffikönnu og annað búdót. Við þiggjum allt af þér með þökkum. Uppl. í síma 44461 milli kl. 16 og 19, mánudaga og miðvikudaga og 641105 (Mar- ía) á öðrum tíma. Útideildin i Kópavogi. Vill einhver koma heim og passa börnin okkar all- an daginn, mánudag til föstu- dags í um það bil 2 mánuði. Vinsamlegast hringið í síma 621574. Barnagæsla Barngóð kona óskast til að gæta tæpra 2 ára stúlku, eftir- hádegi í 41/2 tíma á dag, 5 daga vikunnar. Þarf að vera I Þing- holtunum. Uppl. í síma 621932. Starfskraftur óskast á skóvinnustofu (nám kemur til greina). Uppl. í síma 84201 á daginn og 21809 á kvöldin. Hugleiðsla - hagnýt tækni til sjálfsþekkingar 4 kvölda námskeið í hugleiðslu og jóga. Kennd er einföld tækni við djúpslökun og heimspekileg undirstaða jógavísindanna. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. febrúar. Námskeiðsgjald kr. 250.-. Innritun og upplýsingar í síma 46821. Hugræktarskólinn Aðalstræti 16. Foroyingafelagið í Reykjavík Hugnakvold verður í Valshús- inu fríggjakvold 21. feb. kl. 20.30. Kortspæl, kaffi og pann- ukakur, tónlist og farið uppá gólv. Nevndin. Blaðberar óskast yíðsvegar um bæinn DJÓÐVIUINN Sími 681333. MANNLÍF Reynir Sveinsson gjaldkeri Sigurvonar kallar upp félaga sína á Sæbjörgu. Mynd: Sig. Björgunarbátur Sæbjörgin í hafnsögu Nýr björgunarbátur Sigurvonar ogÆgis, leiðbeinir stórum skipum inn og út úr Sandgerðishöfn. Reynir Sveinsson: Tekjuöflun ogum leið ágœtis œfing Sigurvon, björgunarsveit slysavarnardeildarinnar í Sandgerði, er ein fárra björg- unarsveita slysavarnarfélags- ins sem hefur yfir að ráða hraðskreiðum harðbotna gúmmíbjörgunarbáti. Bátur- inn ber heitið Sæbjörg og kom til heimahafnar á lokadaginn 11. maí í fyrravor, en einnig á björgunarsveitin Ægir í Garði hlut í bátnum. Þegar blaðamenn Þjóðviljans voru á ferð í Sandgerði á dögun- um bar þá að þar sem björgunar- sveitarmenn voru að sjósetja Sæ- björgu. Ekki var um neyðarút- kall að ræða í þetta sinn, heldur átti Sæbjörgin nú að fara í hlut- verk hafsögubáts þeirra Sand- gerðinga og leiðbeina erlendu flutningaskipi út úr innsigling- unni. „Það er bæði tekjuöflun og eins ágætis æfing fyrir skipshöfn- ina að lóðsa flutningaskipin hér inn og út úr höfninni. Höfnin styrkti kaupin á þessum bát þann- ig að við erum á vissan hátt að endurgjalda greiðann", sagði Reynir Sveinsson gjaldkeri björgunarsveitarinnar sem fylgd- ist með ferðum Sæbjargar frá bryggjunni. Sæbjörgin er 25 feta langur bátur og er ganghraðinn allt að 30 mflur. 3ja manna áhöfn er ætíð um borð og eru þeir klæddir sér- MINNING stökum flotbúningum. Báturinn kostaði 2.2 miljónir og studdu ýmis félög og fyrirtæki á svæðinu kaupin. „Það er geysimikið öryggisatr- iði að hafa svona bát hér á vertíð- arsvæðinu. Það er oftast tíminn sem skiptir mestu þegar aðstoðar er þörf og þá er ekki ónýtt að hafa þennan bát til staðar", sagði Reynir. Byrjað var að leysa landfestar á flutningaskipinu og Reynir kall- aði upp félaga sína á Sæbjörgu og bað þá áð vera klára. Skömmu síðar sigldi skipið og Sæbjörgin út úr hafnarmynninu og björgunar- sveitarmenn vísuðu örugglega réttu leiðina út úr innsiglingunni. -Ig- Kolbrún Sigurðardóttir Fædd 25. apríl 1953 - Dáin 23. des. 1985 Síðasta bréf til Kolbrúnar „Þú varst ástrík, þúr varst djörfog sterk, þú léstaldrei hálfnaö nokkurt verk. Landifeðra lyfta vildirhátt, látafólkið trúa á eigin mátt“. Pabbi. Elsku Kolbrún, þú ert ætíð í huga mér og þín minning lifir til eilífðar í hjarta mínu. Alltaf varst þú jafn jákvæð og svo full af lífsgleði og söm bar- áttukona sem aldrei gafst upp. Þú komst meiru í verk í þínu stutta lífi en margur gerir sem lifað hefur langa ævi. Þitt, og ykkar, lífsverk stendur, og lífs- baráttan heldur áfram. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farin frá okkur, en bilið á milli lífs og dauða er skammt. Flest lifum við eins og maður hefði eilíft líf, enda verður manni illilega hverft við þegar ástvinir manns hverfa. Elsku Kolbrún, þú ert farin frá okkur, það er hinn bitri sann- leikur, en þín minning lifir áfram í huga okkar allra. Þú, sterka, réttláta kona, svo full af lífi, hvers vegna fékkst þú ekki að vera með okkur lengur? Elsku Kolbrún, ég minnist með innilegri gleði allra þeirra ánægjustunda, sem við áttum saman. Því miður var fjarlægðin of mikil á milli okkar, en gleðin var þeim mun meiri þær stundir sem við áttum saman. Að koma til ykkar í sveitina í friðinn og um leið ævintýrið var stórkostlegt, og eru mér og fjöl- skyldunni ógleymanlegar ánægjustundir. Elsku Rafn, Lotta og Steini, - fjarlægðin er því miður svo mikil að maður getur ekki einu sinni rétt ykkur hjálparhönd þegar þörfin er mest, en hugur okkar er alltaf hjá ykkur öllum. Elskaða systir, þín minning lifir áfram. Ragnheiður Sigurðardóttir og fjölskylda Gautaborg. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 20. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.