Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 14
VJÐHORF
Kaupmátturinn og geðþóttaflækjur
stjómvalda
Óli S. Runólfsson skrifar
Kjarasamningar launþega og
atvinnurekenda í febr. 1984 voru
af flestum, þar með talin
stjórnvöld, taldir hóflegir.
Þeir voru með áfangahækkun-
um á samningstímanum sem mót-
vægi við verðbólgu. Samt var svo
komið um mitt sumar 1984 að tal-
ið var að um 4% vantaði svo
kaupmætti yrði við haldið sem að
var stefnt með febrúarsamning-
unum.
Kröfur margra félaga í okt.
sama ár voru um sama kaupmátt
og febr. samningunum var ætlað
að skila og sem stjórnvöld höfðu
áður lýst velþóknun á.
í þeim samningu ruddu
stjórnvöld brautina með því að
semja fyrst við BSRB um meiri
hækkun, aðrir sömdu svo á eftir á
sama grundvelli. Búið var að gefa
fordæmið.
í þessum samningum 1984
töldu stjórnvöld bogann of hátt
spenntan. Stjórnvöld voru þó
annar aðilinn um mótun stefn-
unnar. Gengi krónunnar var svo
strax fellt og umsamin kjarabót
tekin til baka, í þeim samningum
sem þeir voru að enda við að
undirrita. Pessa atburðarás hef
ég rakið nánar í grein 1. tbl.
Málms 1985 og vísa því til henn-
ar.
í aðalkjarasamningum 1985
var svo samið um svipaðar hækk-
anir að talið var og í samningun-
um árið áður. í þeim voru ákveð-
in mörk sem ætluð voru sem
„einskonar hemill" á hækkanir
nauðsynja og þar með á vísitölu
framfærslu.
Forsætisráðherra sagði í
áheyrn alþjóðar að við þau mörk
yrði staðið, og taldi hann samn-
ingana skynsamlega. Svo var þó
komið er á leið samningstímann
að það loforð, eða heit, stóðst
ekki.
Þrjú prósentin sem Albert
Guðmundsson, þáverandi fjár-
málaráðherra, samdi um við
BSRB í haust s.l. og gengu svo
yfir línuna til ASÍ félaga gerðu
ekki meira en að halda í við þær
hækkanir sem orðið höfðu svo
síðast gerðir aðalsamningar
héldu betur umsömdu gildi sínu.
Þá brá svo við að sumir ráðherrar
voru á móti þessari 3% hækkun,
og sögðu hana til komna vegna
misskilnings milli ráðherra þó var
hækkunin ekki talin gera meira
en að halda aðeins í við áður
gerða samninga og þeir áður lýstu
stuðningi við, og var því aðeins
Það má ekki verða að
fjölskyldunni, sem er
hornsteinn velferðar
þjóðarinnar, verðifórn-
að á altarifyrir sér-
hagsmunahópa
leiðrétting á skekkju þeirra lof-
orða sem áður er að vikið.
Sú skerðing launa sem núver-
andi ríkisstjórn gekkst fyrir, þeg-
ar hún komst til valda, taldi hún
aðeins tímabundna. Nú eru
margir launamenn orðnir þreyttir
á biðinni einkum þar sem þeir
mega horfa á hið mikla misrétti
sem viðgengst milli þegna þessar-
ar þjóðar. Margir hafa margföld
laun almenns verkamanns og það
jafnvel í gjaldþrota fyrirtæki.
Ekki er annað séð en tapið af því
gjaldþroti lendi eins á þeim sem
lægst hafa launin.
Hvenær ætli stjórnvöld telji að
kaupmáttur kauptaxta geti hækk-
að? Þegar lán urðu yfirleitt háð
verðtryggingu var sagt að
greiðslugeta lántakenda breyttist
ekki þar sem launin myndu
hækka tilsvarandi.
Lántakendur með verðtryggð
lán hafa fundið fyrir öðru nú að
undanförnu eða eftir að vísitala á
laun var afnumin með lögum og
kaupmáttur kauptaxta felldur um
tugi prósenta, með aðgerðum
stjórnvalda.
Það þarf að vera hægt að
treysta ummælum ráðamanna.
Stoðunum var kippt undan
efnahag fjölda fólks með einu
pennastriki. Margir lántakenda
hafa komist í algjört greiðsluþrot
og aðrir sjá ekki út úr vandanum.
Slíkt álag getur orðið sú kvöl sem
ekki verður bætt með peningum,
eftir að áfallið er skeð.
Því er brýnna aðgerða þörf
áður en ver fer.
Margir reyna eflaust að bæta
tekjur sínar með aukinni vinnu
en það viðbótarálag þola ekki all-
ir og þá vilja fjölskyldutengsl
bresta sem getur orðið þjóðinni
dýrt, í víðum skilningi, og til
lengri tíma litið.
Svo virðist sem stjórnvöld ætli
að draga raunhæfar aðgerðir til
lausnar þessum vanda og versla
með hann í samningum um kaup
og kjör sem nú eru að fara í gang.
Stjórnvöld virðast liðtækari í
því að skerða kjör þeirra sem
minna hafa og því eykst misrétt-
ið. Þeir sem lítið hafa þola minni
áföll. Þá þarf að vernda.
Það má ekki verða að fjöl-
skyldunni, sem er hornsteinn
velferðar þjóðarinnar, sé fórnað
á altari fyrir sérhagsmunahópa.
Eru nánast engin takmörk fyrir
þeim „kræsingum" stjórnunar
sem þegnum þessarar þjóðar er
boðið uppá?
Óli S. Runólfsson
er rennismiður.
HVAÐ ER AÐ GERAST IALÞYÐUBANDALAGINU?
LAL-félagar athugið!
LAL-félagar og annað áhugafólk um landbúnaðarmál er boðað til
fundar í Miðgarði Hverfisgötu 105 4. hæð nk. föstudag 21. febrúar
á milli kl. 15 og 19.
Miðstjórnarmenn á leið í bæinn eru sérstaklega hvattir til að
mæta. Á dagskrá fundarins verður staða landbúnaðarins, bú-
marksmálið, stefnumótun í landbúnaðinum o.fl. - Stjórn LAL.
Alþýðubandalagið í Njarðvík
Félagsfundur
Alþýðubandalagið í Njarðvík heldur félagsfund fimmtudaginn 20.
febrúar kl. 20.30 i matsal Skipasmíðastöðvar Njarövíkur. Dag-
skrá: 1) Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á vori
komanda. 2) Inntaka nýrra félaga. 3) Önnur mál.
Allir Alþýðubandalagsfélagar og aðrir stuðningsmenn eru hvattir
til að mæta. - Undirbúningsnefndin.
AB Norðurlandi vestra
Félagsmálanámskeið
Kristín Á Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins stjórnar
félagsmálanámskeiðum á Norðurlandi vestra:
Á Hvammstanga (Grunnskólanum)
föstudagskvöld 28. febr. kl. 20:30
fimmtudagskvöld 6. mars kl. 20:00
Þátttaka tilkynnist Erni Guðjónssyni eða Fleming Jessen.
Á Skagaströnd (Félagsheimili)
laugardag 1. mars kl. 10:00
föstudagskvöld 7. mars kl. 20:30
Þátttaka tilkynnist Guðmundi H. Sigurðssyni eða Ingibjörgu Krist-
insdóttur.
Á Sauðárkróki (Villa Nova)
sunnudag 2. mars kl. 10:00
mánudagskvöld 3. mars kl. 20:30.
Þátttaka tilkynnist Ingibjörgu Hafstað eða Rúnari Bachmann.
Á Siglufirði (Suðurgötu 10)
þriðjudagskvöld 4. mars kl. 20:30
sunnudag 9. mars kl. 10:00.
Þátttaka tilkynnist Brynju Svavarsdóttur eða Benedikt Sigurðs-
syni.
Á Blönduósi (Hótel Blönduósi)
miðvikudagskvöld 5. mars kl. 20:30
laugardag 8. mars kl. 10:00.
Þátttaka tilkynnist Guðmundi Theódórssyni eða Eiriki Jónssyni.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Opið kynningarkvöld verður í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18
fimmtudaginn 20. febrúar klukkan 20.00.
Kaffiveitingar.
Kynnt verður framkvæmd forvals og undirbúningur Kosninga-
starfs fyrir bæjarstjórnarkosningar. Allir þeir sem láta sig Alþýðu-
bandalagið einhverju skipta eru hvattir til að koma og kynnast
starfinu og taka þátt í því. Stjórn ABA
AB Selfoss
Almennur félagsfundur
verður haldinn mánudaginn 24. febrúar kl. 20.30 að Kirkjuvegi 7.
Fundarefni: Uppstillinganefnd leggur fram tillögur sínar um fram-
boðslista vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor.
Félagar eru hvattir til að mæta. Heitt á könnunni.
- Uppstillinganefnd
Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins
22. og 23. febrúar. Fundarstaður: Miðgarður Hverfisgata 105.
Laugardagur 22. febrúar.
Kl. 10.00 - Efnahags- og atvinnumál. Framsögumenn verða
Finnbogi Jónsson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Már Guðmundsson,
Ragnar Árnason og Vilborg Harðardóttir. - Almennar umræður.
Kl. 12.00 - Matarhlé en kl. 13.00 halda umræður áfram. Kl.
15.00 verður gefið kaffihlé.
Kl. 15.20 - Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins. Önnur
mál.
Kl. 17.00 - Starfshópar um efnahags- og atvinnumál og e.t.v.
um önnur mál. Búast má við kvöldvinnu starfshópa.
Sunnudagur 23. febrúar.
Kl. 09.00 - Starfshópar Ijúka störfum.
Kl. 10.30 - Skil starfshópa.
Kl. 12.00 - Matarhlé. Miðstjórnarkonur funda um væntanlega
kvennastefnu.
Kl. 13.00- Afgreiðsla á efnahags- og atvinnumálum. Afgreiðsla
á öðrum málum.
Stefnt er að því að fundinum Ijúki fyrir kl. 17.00.
--------------------------------;
AB Akranes
Góufagnaður AB
verður haldinn í Rein laugardaginn 1. mars
og hefst hann kl. 20.30 með borðhaldi.
Húsið opnað kl. 20.00.
Dagskrá: 1) Ávarp Össurar Skarphéð-
inssonar ritstjóra Þjóðviljans, 2) Fjölbreytt
skemmtiatriði, 3) Diskótekið Dísa sér um
undirleik fyrir dansi.
Miðasala í Rein mánudaginn 24. febrúar
kl. 20.30-22.00, sími 1630. Skemmti-
nefndin.
Alþýðubandalagsfélag Ólafsvíkur
Forval
Vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor, fer fram forval sunnudag-
inn 23. febrúar í Félagsheimili Ólafsvíkur frá kl. 13-17.
Rétt til þátttöku hafa allir félagsmenn og yfirlýstir stuðningsmenn
Alþýðubandalagsins. Eftirtaldir eru í framboði í forvalinu: Guð-
mundur Jónsson, trésmiður, Haraldur Guömundsson, skip-
stjóri, Heiðar Friðriksson, verkamaður, Herbert Hjeim, verka-
maður, Margrét Jónasdóttir, húsmóðir og verkamaður, Rúnar
Benjamínsson, vélstjóri, Sigríður Sigurðardóttir, húsmóðir og
verkamaður, Sigurjón Egilsson, sjómaður.
Þeir sem vilja kjósa utankjörstaðar snúi sér til einhvers eftirtal-
inna: Jóhannes Ragnarsson s: 6438, Heiðar Friðriksson s: 6364,
Rúnar Benjamínsson s: 6395 og Sigriður Sigurðardóttir s: 6536.
Félagar eru hvattir til að taka þátt í forvalinu. - Alþýðubanda-
lagsfélag Ólafsvíkur.
AB Dalvík
Félagsfundur á fimmtudagskvöld kl. 21, í Jónínubúð. Rædd verða
framboðsmál vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor.
Stjórnin.
AB Kópavogur
Bæjarmálaráð
boðar til fundar fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20.30 í Þinghóli.
Dagskrá: 1) Atvinnumál, 2)Önnur Mál. - Stjórnin.
BYGGÐAMENN AB.
Áhugamenn um sveitarstjórnarmál
Ráðstefna Byggðamanna AB
Ráðstefna Byggðamanna Alþýðubandalagsins um sveitarstjórn-
armál og undirbúning kosninga verður haldin í Miðgarði Hverfis-
götu 105 dagana 15.-16. mars. Ráðstefnan stendurfrá kl. 17-19
fyrri daginn en seinni daginn frá kl. 10-16.
Fyrirhuguð dagskráratriði:
1. Kosningarundirbúningur, hagnýt atriði.
2. Sveitarstjórnarlög - réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.
3. Málsmeðferð í sveitarstjórnum.
4. Bókhald og fjárreiður.
5. Samskipti sveitarstjórna og ríkisins.
6. Starf í sveitarstjórn.
7. Starf Alþýðubandalagsins að sveitarstjórnarmálum.
Þeir sem áhuga hafa á að sækja þessa ráðstefnu tilkynni það til
skrifstofu Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105. Sími 91-17500.
Stjórn Byggðamanna Alþýöubandalagsins.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Fimmtudagurinn 20. tebrúar
Aðalfundur ÆFR
Vegna aðgerðardaga gegn ríkisstjórninni frestast aðalfundur
ÆFR til fimmtudagsins 20. febrúar. Fundurinn verður haldinn að
Miðgarði, Hverfisgötu 105 og hefst hann kl. 19.30.
Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) borgarstjórnarkosning-
ar, 3) önnur mál.
Nýir félgar velkomnir í baráttuna.
Stjórnin.
Þriðjudagur 25. febrúar kl. 20.30
Fundaröð um
sósíalisma
Baldur Óskarsson segir frá dvöl sinni í
Tansaníu og sýnir myndir.
Allir velkonnir!
Stjórnln
Baldur
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Flmmtudagur 20. febrúar 1986