Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. DJOÐVIUINN Fimmtudagur 20. febrúar 1986 42. tölublað 51. árgangur. Broadway Hollies Sementsverksmiðjan Gott fordæmi stjómar Bjarni Arnason yfirtrúnaðarmaður: Við krefjumstsömu launakjara og tíðkast í Járnblendiverksmiðjunni. Ætti að ganga liðlegafyrir okkur fyrst stjórnarmönnum okkargekk svo vel að samrœma r Ur því að þetta gekk svona vel hjá stjórnarmönnunum okk- ar, ætti það ekki að vera neinum sérstökum erfiðleikum háð að samræma laun okkar almúga- mannanna við launin í Járn- blendiverksmiðjunni, sagði BjarniÁrnason yfirtrúnaðarmað- ur í Sementsverksmiðju ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að Albert Guðmundsson iðnað- arráðherra sæi sér ekki lengur fært að standa gegn því að launa- kjör stjórnarmanna í Sements-' verksmiðjunni yrðu í samræmi við launakjör kollega þeirra í Járnblendiverksmiðjunni, sem undanfarin ár hafa verið á nokk- uð hærri launum. Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar hafa síðan árið 1981 haft þá kröfu að þeir njóti sömu launakjara og starfsmenn Járnblendiverksmiðj- unnar, en enn er langt í land með að svo sé. Bjarni sagði í gær að þegar á heildina væri litið reiknaðist þessi munur tæplega 25%, og kæmi þar margt til. Bónus er hærri í Járn- blendiverksmiðjunni; þá er þar greidd sérstök uppbót, sem að vísu er ekki að finna í samning- um, og að auki eru launataxtar 1.3% hærri í Járnblendiverk- smiðjunni. „Við erum sann- gjarnir starfsmenn og horfum framhjá þessum mun á bónus- greiðslu, og þá reiknast okkur til, að munurinn sé 12-15%. Þetta viljum við fá leiðrétt og af frétt- um að dæma ætti það að ganga liðlega fyrir sig,“ sagði Bjarni í gær. _ gg koma Fats Domino, Jerry Lee Lewis og Petula Clarke næst á listan- um Bresku poppararnir The Hol- lies, sem gerðu garðin frægan á sjöunda áratugnum með hverjum smellinum á fætur öðrum, koma hingað til lands í byrjun apríl og munu troða upp í Broadway dag- ana 3., 4. og 5. apríl. The Hollies voru á sínum tíma ein af skærustu stjörnunum á breska popphimninum og vermdu mörg lög þeirra fyrsta sæti vinsældalista víða um heim, nægir að nefna lög eins og Carrie Ann og Bus stop. Stjarna þeirra tók svo að dala þegar Graham Nash yfirgaf sveitina og gekk til liðs við bandaríkjamennina Cros- by, Stills og Young. Er ekki að efa að ýmsir munu hafa áhuga á að endurnýja kynni við Hollies. Þá er talið nokkuð öruggt að gamli rokkarinn Fats Domino muni skemmta með stórsveit í Broadway dagana 18., 19. og 20. apríl. Að sögn er bara eftir að ganga frá formsatriðum varðandi samninga við hann og verður það gert í næstu viku. í júní koma svo væntanlega tvær stórstjörnur til viðbótar, að skemmta á Broadway, 5., 6. og7. júní er það rokkkóngurinn Jerry Lee Lewis og 20. og 21. júní breska söngkonan Petula Clarke. - Sáf Offituvandamál Feitir flugmenn Margir indónesískir herflug- menn eru allt of feitir og þurfa að fara í megrun. „Þeir eru svo feitir að þeir komast ekki fyrir í flugmannssæt- inu,“ sagði talsmaður indónes- íska flughersins við fréttamenn í gær. Hann sagði ennfremur að þeir hefðu verið settir í harðan matarkúr og í líkamsþjálfun til þess að þeir kæmust fyrir í flug- vélinni. IH/Reuter Fullvirðisskatturinn Þungt hljóð í bændum Guðmundur á Skálpastöðum: Einhverfjármagnsfyr- irgreiðsla verður að koma til. Ný reglugerð í vor. Fundur kúabœnda ífyrrakvöld. Félög kúabœnda stofnuð á Vesturlandi. Von á landssambandi kúa- bænda Það er nú varla hægt að segja að ég hafí komið á þennan fund, ég rétt leit þar við í gær- kvöldi á leið úr Reykjavík, sagði Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í gær, þegar blaðið leitaði frétta hjá honum af fundi þeim, sem Búnaðarsam- band Borgfirðinga stóð fyrir í Heiðarborg I Leirársveit s.l. þriðjudagskvöld. Fundurinn var haldinn til þess að fjalla um fram- leiðsluréttinn og mættur var Guðmundur Stefánsson, hagfræðiráðunautur Stéttarsam- bandsins. En almennt má segja að það sé mjög þungt hljóð í bændum. Menn þurftu auðvitað ekki að búast við að fá fullt verð fyrir aukna framleiðslu. En vitneskjan um skiptingu fullvirðisréttarins kom bara alltof seint. Og það er óhæfa hvað mikið mið er tekið af framleiðslu síðasta árs. Afleið- ingin er sú, að þeir, sem urðu við tilmælum um að draga úr fram- leiðslunni, hafa nú enga smugu. Það er auðvitað óhjákvæmilegt að ríkið veiti einhverja fjár- magnsfyrirgreiðslu til þess að taka af þessu sárasta broddinn. Og svo hlýtur það auðvitað að vera næsta krafa, að ný reglugerð li)|gi fyrir í vor, svo mönnum gef- ist nægur fyrirvari til þess að laga sig að aðstæðum. Spurningu um það, hvort hann teldi að einhverjir bændur myndu hætta búskap vegna þessara að- gerða svaraði Guðmundur á þá leið, að auðvitað dragi þetta kjarkogáræðiúrmönnum. Hins- vegar væri það enginn leikur fyrir menn að ganga frá jörð og búi slyppir og snauðir. Búið er nú að stofna Félag kúa- bænda á sunnanverðu Snæfells- nesi. f gær var stofnað félag í uppsveitum Borgarfjarðar og í undirbúningi er stofnun félags í Mýrasýslu. Hugmyndin er að þessi 3 félög hafi svo með sér samstarf. Gera má ráð fyrir því, að áður en langt um líður verði stofnað landssamband kúa- bænda, sagði Guðmundur Þor- steinsson. _ mhg Menn voru ekkert alltof bjartsýnir á að Helgi Ólafsson næði að sigra, þegar skák hans og bandaríska stórmeistarans Alburt fór í bið. En Helgi beitti allri sinni snilld og sigraði. í gær áttu skákmennirnir frí, en 8. umferð hefst í dag kl. 16.30. (Mynd EOI.) Sjá bls. 3 Keðjubréf Hálf milljón fyrir 50 krónur Keðjubréf eingöngu ætlað konum. Óskir kvenna á íslandi og íSvíþjóð mjögólíkar. Islenskar: Bjarga íbúðinni undan hamrinum. Sænskar: Skoða hella í frumskógi Brasilíu Austurland Nýr iðnráðgjafi Islenskutalandi dani gefur ráðin Bergsteinn Gunnarsson, sem verið hefur iðnráðgjafi Austur- lands hefur nú látið af því starfi en við tekið Axel Beck. Axel er danskættaður en talar íslensku reiprennandi. Hann hef- ur unnið við Sfldarverksmiðjuna á Seyðisfirði og farfuglaheimilið þar í bæ, sem kona hans, íslensk, hefur rekið. Axel Beck er stjórnmálafræð- ingur frá Háskólanum í Árósum og að því er við best vitum, fjall- aði lokaritgerð hans í stjórnmála- fræðinni um íslenska þjóðernis- stefnu. Aðsetur iðnráðgjafans er í Hafnargötu 44 á Seyðisfirði, sími 97-2303. - mhg Keðjubréf sem lofa þátttakend- um gulli og grænum skógum eru engin nýlunda því stöðugt berast fregnir af slíkum, það þótt þau séu ólögleg. Hefur Þjóðvilj- inn fregnað að þó nokkrar slíkar keðjur séu í gangi og er margur sem bítur á agnið í von um skjót- fenginn gróða. Þjóðviljanum barst eitt slíkt keðjubréf upp í hendurnar. Er það sérstætt að því að leyti að eingöngu konur mega gerast þátttakendur í keðjunni. Er þeim uppálagt að senda fimmtíu krón- ur til efsta nafns af fjórum á list- anum og bæta sínu neðst. Bréfið skal síðan senda áfram til tíu vin- kvenna. Hálfum mánuði seinna er þeim lofað fimm hundruð þús- und krónum. Umrætt bréf er sérstætt að meiru en að því sé eingöngu ætlað konum, því með bréfinu fylgir óskalisti átta kvenna, sem gera grein fyrir til hvers þær ætli að nota peningana. Þar af eru þrjár sænskar konur og fjórar íslensk- ar. Ein af sænsku konunum ætlar sér að nota fjármunina í ýmsa góðgerðarstarfsemi en einnig hyggst hún skreppa til frumskóga Brasilíu og skoða hella þar. Önnur vill hús umkringt pílvið- artrjám fyrir sig og vini sína. Sú þriðja vill eignast nýjan bíl og fal- legt borð og fara í langt ferðalag. Þá er komið að íslensku kon- unum. Allar nema ein eiga þær sér þá ósk heitasta að bjarga hús- eigninni undan hamrinum eða eignast nýja fbúð því sú gamla fór undir hamarinn. „Mín heitasta ósk er að geta tekið húsið mitt af söluskrám fasteignasalanna,“ segir sú fyrsta. „Mig langar að ná endum saman í skuldasúpunni og gaman væri að ferðast og komast í sumarfrí," segir önnur. „Yrði hamingjusömust allra ef ég gæti eignast nýtt þak yfir höfuðið í stað þess sem ég missti, ásamt öðrum hlutum til að tryggja dótt- ur minni örugga framtíð,“ er heitasta ósk þeirrar þriðju. „Ég geri allt til að komast úr okur- leigu og eignast þak yfir fjöl- skylduna, þar sem við misstum síðustu eign,“ er ástæða þess að sú fjórða eyddi fimmtíu krónum í keðjuna og situr nú eflaust og vonar að þúsundköllunum taki að rigna inn um bréfalúguna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.