Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 5
 DJOÐVIIJI Frummælandi M.Í., Jakob Falur Garðarsson, ráðfærir sig við liðsstjórann Rúnar Jónatansson. Helgi Hjörvar, ræðumaður M.H.: „Ég á mór fagran draum djúpt í sálu minni um betri tíð og betri vímugjafa!" Undanúrslit í mælsku- og ræðukeppni framhaldsskólanna fóru fram síðastliðinn föstudag á tveimur stöðum: í Keflavík, þar sem Menntaskólinn í Reykjavík sigraði Fjölbrautaskóla Suður- nesja, og í húsnæði Mennta- skólans við Hamrahlíð í Reykja- vík, þar sem MH-ingar fóru með sigurorð af menntskælingum frá ísafirði eftir mjög spennandi keppni. Það verða sem sagt MR og MH sem keppa um stóra vinn- inginn í Háskólabíói fljótlega. Blaðamaður leit við í Hamra- hlíðinni og fylgdist með því hvernig svona keppni fer fram. Mikil stemming var í loftinu og áður en ræðumenn birtust höfðu stuðningsmenn MH hitað upp og spennt raddböndin tii hins ýtrasta og greinilegt var að klappliðið var vel æft. „Kannabis og kynhvöt!“, „Hass fyrir hetjur“ og fleiri álíka slagorð heyrðust hrópuð af mikl- um krafti hægra megin í áhorf- endasalnum en vinstra megin sátu Vestfirðingar og virtust ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir veifuðu þó heimatilbúnum veifum sem á voru letraðar stuðn- ingsyfirlýsingar við Emmí Björns, og á einni slíkri gat á að líta haglega teiknaða mynd af skólameistara þeirra, Birni Teitssyni. „Rotnandi siðapostular“ Umræðuefni kvöldsins var til- laga sem MH bar fram þess efnis að neysla og ræktun kannabis- efna yrði leyfð á íslandi. Frum- mælandi MH var Katrín Sigurð- ardóttir og hún hóf ræðu sína á því að lýsa því hve honum bróður sínum þættu rjómatertur og ham- pur góðar neysluvörur. Hún vildi þó að hann kynni sér magamál en var algerlega á móti því að banna honum að prófa sig áfram í neyslunni. Slíkt bann væri ekki á rökum reist og „rotnandi siðapo- stulum sem héldu á hanastéls- glasinu í annarri hendi en síga- Spennandi mœlskukeppni í Hamrahlíðinni rettu í hinni“ færi ekki vel að banna fólki að fara með „jurtir“. Eftir að Katrínu hafði verið klappað lof í lófa tók Jakob Garðarsson frá ísafirði við og andmælti tillögunni harðlega. Hann rakti ýmsar staðreyndir um afleiðingar hassneyslu og tók mun alvarlegar á málinu en fyrri ræðumaður. Þrír ræðumenn voru í hvoru liði og töluðu á víxl. Húmor og skemmtilegar samlíkingar ein- kenndu mál Hamrahlíðinga en ísfirðingarnir voru alvarlegir og harðorðir um „sölumenn dauðans" og þá sem vildu „steypa þjóðinni í glötun“. Báðir aðilar vitnuðu stíft í erlendar stofnanir um heilbrigðismál og aðrar heim- ildir, svo sem fíkniefnadeild lög- reglunnar. Eftir að allir ræðu- menn höfðu tekið til máls einu sinni var gert hlé og þá tóku klappliðin við. Vestifirðingarnir höfðu þá eitthvað tekið við sér og tóku að slá trommur á milli þess sem hóparnir skiptust á að öskra sig hása um ágæti eigin liðs. Limrur og rímur Þegar seinni hluta keppninnar var lokið var orðið gefið laust út í sal á meðan dómarar þinguðu og báru sig saman. Fjöldinn allur af skemmtilegum krökkum fór í pontu og greinilegt var að ljóð- listin átti marga aðdáendur í Hamrahlíðinni. Limrur, „fimm- skeytlur“ og rímur voru kveðnar af miklum krafti á meðan beðið var. Fyrripartar og botnar voru samdir á staðnum, og jafnvel ým- islegt miður sæmilegt látið fjúka. Eftir langa bið, sem varð vegna þess að beðið var eftir úrslitum í Keflavík, birtust dómarar á svið- inu. Andrúmsloftið var hlaðið spennu og loks voru úrslit gerð kunn: Hamrahlíð vann með 105 stiga mun og ræðumaður kvölds- ins var kjörinn Helgi Hjörvar úr MH. Gífurleg fagnaðarlæti brut- ust út meðal MH-inga og ræðu- liðið var hyllt með miklum há- vaða. „Það er engin skömm að tapa fyrir svona góðu liði“, sagði Jak- ob Garðarsson frá MÍ, en því miður komst blaðamaður ekki að sigurvegurunum, þar sem þeir voru í ákföum faðmlögum við stuðningsmenn sína. Og Vestfirðingar mega reyndar vel við una, það er góður árangur að ná í fjögurra liða úrslit í þessari keppni, en þetta var í annað skiptið sem þeir tóku þátt í henni. Og að lokum: Til hamingju MH- ingar, þið áttuð sigurinn skilinn. -vd. „Hass fyrir hetjur!" hrópuðu Hamrahlíðingar en ísfirðingar veifuðu spjöldum: „MH. Étið ykkar eigið kál!“ Mynd Sig. Rjómatertur og hampur Flmmtudagur 20. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.