Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Nicaragua í gær. Filippseyjar á morgun. Ábending fjöldafundar á Filippseyjum til umheimsins. Bandaríkjaþing Fordæming - Bandaríska öldungadeildin samþykkti í dag að fordæma kosningarnar á Filippseyjum vegna kosningasvika. Deildin skoraði á Bandaríkjaforseta að lýsa persónulega yíir áhyggjum sínum við Ferdinand Marcos. af svikum og þau væru að mestu leyti runnin undan rifjum stuðn- ingsmanna Marcosar. Varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, Caspar Weinberger, á kosningar sagði í gær að ef efnahagslegum og hernaðarlegum stuðningi yrði frestað um óákveðinn tíma myndi það þýða að kommúnistar kæmust til valda. Hann lét þetta álit sitt í ljósi þegar einn þing- _____________________________ maður hélt því fram að það væri að myndast meirihluti fyrir því á þinginu að stöðva um óákveðinn tíma aðstoð við Filippseyjar og setja þannig þrýsting á Marcos til að hann segði af sér. „Baby-Doc“ Hvar em peningamir? Nýja stjórnin á Haiti vill komast ífjárhirslur Duvalierfjölskyldunnar í yfirlýsingu öldungadeildar- innar sagði m.a. á þessa leið: „Kosningarnar sem haldnar voru á Filippseyjum fyrir skömmu ein- kenndust af svo víðtækum svik- um að það er ekki hægt að líta svo á að þær sýni skýran vilja fólks- ins.“ Yfirlýsingin var samþykkt í atkvæðagreiðslu með 85 at- kvæðum gegn 9. Fjölmargir þingmenn á banda- ríska þinginu hafa hvatt til þess að hætt verði aðstoð við Filipps- eyjar. Öldungadeildarþingmað- urinn Jim Sasser, sem kynnt hef- ur þingsályktunartillögu um að stöðva aðstoð Bandaríkjamanna við Filippseyjar, sagði að ef Re- agan myndi láta í ljós alvarlegar áhyggjur yfir ástandinu á Filipps- eyjum og beina þeim tilmælum sínum til Marcosar, persónulega, myndi það hafa mikið að segja. Hingað til hefur Reagan sagt að úrslit kosninganna hafi einkennst París - Hinn nýi menntamála- ráðherra Haiti, Rosny Desroc- hes, sagði í gær að stjórn Haiti ætlaði að hefja rannsókn á ríki- dæmi hins fallna einræðis- herra Haiti „Baby Doc“ Duva- lier. Desroches sem var á ráðsefnu frönskumælandi ríkja í Frakk- landi, sagði að rannsókn á fjár- reiðum Duvalier fjölskyldunnar myndi verða íbúum Haiti „pólit- ísk og siðferðileg áminning," einsog hann orðaði það. „Landið er ákaflega illa statt efnahagslega séð. Við höfum skyldum að gegna við réttlætið og tjármagnið á Haiti er til komið vegna vinnu, svita og tára margra þjóðfclagsþegna," sagði ráðherr- ann við fréttamenn. Ráðherrann sagðist ekki hafa neinn rétt til þess að heimta af frönsku ríkisstjórninni að hún framseldi Duvalier stjórnvöldum á Haiti. En þegar nefnd yrði sett á laggirnar til þess að rannsaka fjárreiður hans myndi stjórnin fara fram á að það land sem væri þá með Duvalier innan sinna landamæra, tæki þessa nefnd gilda. Afrískir þátttakendur á þingi frönskumælandi ríkja sögðu að franska ríkisstjórnin hefði ekki beðið stjórnir sínar um að taka við Duvalier. Einn þessara full- trúa sagði að sérhver þjóð með einhverja sjálfsvirðingu myndi eiga erfitt með að taka við Duva- lier þegar ljóst væri að Frakkar vildu losna við hann sem fyrst. Desroches sagði það sitt álit að það ætti að vera eitt fyrsta verk- efni hinnar nýju stjórnar á Haiti að setja á stofn nefnd með nokkr- um virtum og áreiðanlegum íbú- um á Haiti til þess að fylgjast með fjárreiðum ríkisins. „Við verðum að af-duvalisera kerfið,“ sagði hann. _ m Og þetta líka... Manila - Corazon herti í gær á- kúrur sínar á Ferdinand Marcos og endurtók yfirlýsingu sína um að hann hefði stolið frá sér sigrin- um. Hvatningar hennar til al- mennings um að versla ekki við fyrirtæki í eigu fylgismanna Marcosar hafa haft mikil áhrif. Beirút - Ríkisútvarpið í Beirút sagði frá því að mikii átök hefðu blossað upp í gær milli skæruliða múslima og Israelsmanna sem. héldu uppi umfangsmikilli leit að tveimur ísraelskum hermönnum sem var rænt á mánudag. ísraels- menn neituðu hins vegar þessum fregnum. Öfgasinnar Síhka skutu 3 manns til bana í bænurn Púnjab og var sett á útgöngubann eftir að mikil átök hófust þar milli Hindúa og Síkha. Ofbeldi fer nú vaxandi í Indlandi. Amsterdam — Hollenska bjór- fyrirtækið Heineken ætlar að láta loka hinni 120 ára gömlu bjór- verksmiðju sinni í miðborg Am- sterdam. Frá þessu var skýrt í Amster- dam í gær en verksmiðjan þykir af mörgum vera ein helsta prýði Amsterdam borgar. Talsmaður fyrirtækisins sagði hins vegar að verksmiðjan í Amsterdam væri orðin fyrirtækinu mikil fjárhags- leg byrði og yrði að loka henni innan fimm ára. Um það bil 300 manns starfa nú í verksmiðjunni og sagði talsmaðurinn að þeir yrðu fluttir í önnur verkefni innan fyrirtækisins. Um það bil 85.000 manns heimsækja verksmiðjuna ár hvert til að kynnast bruggun og smakka á Heineken bjórnum víðfræga. Fyrirtækið er með þrjár aðrar bruggunarverksmiðjur í Hollandi og sagði talsmaður þess að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvað yrði gert við gömlu húsa- kynnin. —IH ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR HJÖRLEIFSS oi/REUIER Friðarverðlaun Nóbels Fær Geldof Nóbel? Flestir hafa útnefnt Geldof til Friðarverðlauna Nóbels, að sögn heimilda í Osló. Greenpeace hafa einnig verið tilnefnd Osló — frska rokkstjarnan, Bob Geldof, og Nelson og Winnie Mandela eru meðal þeirra 85 sem tilnefnd hafa verið til Friðarverð- launa Nóbels fyrir árið 1986. Einnig var haft eftir ónafn- greindum heimildum í Osló í gær að Símon Wiesenthal og Beate Klarsfeld sem lengi hafa verið á eftir stríðsglæpamönnum nasista, hafi verið tilnefnd til Friðarverð- launanna, hvort í sínu lagi. Pá hefur mexíkanski stjórnmála- maðurinn Rosario Ibarra De Pie- dra einnig verið tilnefndur. De Piedra er í forsvari fyrir hóp Mex- íkana sem unnið hefur ötullega að því að fá pólitíska fanga lausa úr fangelsi. LJstinn yfir þá sem eru tilnefndir, er hins vegar aldrei birtur opinberlega Það eru þingmenn, fulltrúar í Alþjóðadómstólnum, háskóla- prófessorar og handhafar Friðar- verðlaunanna sem einir hafa rétt til að tilnefna fólk til Friðarverð- launa Nóbels. Greenpeace, Alþjóðlega Ól- ympíunefndin og Gyðingarit- höfundurinn Elie Wiessel eru einnig meðal tilnefndra, er haft eftir hinum ónafngreindu heim- ildum. Jakob Sverdrup, formaður Nó- belsnefndarinnar, sagði norsku fréttastofunni NTB að verð- launafé það sem Lec Walesa fékk árið 1984 þegar honum voru veitt Friðarverðlaunin, væri enn á norskum bankareikningi. Walesa tilkynnti stuttu eftir að hann fékk verðlaunin að hann ætlaði að ánafna kaþólsku kirkjunni í Pól- landi verðlaunaféð sem er 205.000 dollarar. Féð átti að nota til stofnunar sjóðs sem styrkja skyldi landbúnað í einkaeign. Pólska stjórnin lagði hins vegar bann við þessu og peningarnir eru enn í norskum banka. Nú hafa safnast vextir á upphæðina sem nema 40.000 dollurum og kaþólska kirkjan í Póllandi hefur leyst Walesa undan heiti sínu. Walesa sagði í gær að hann hefði ekki enn ákveðið hvað hann myndi gera við Nóbelsverð- launaféð, en nefndi þó að svo gæti farið að það yrði notað til að kaupa lækningatæki til Póllands. —IH Það leikur enginn vafi á því að þessi maður á skilið að frá Friðarverðlaun Nóbels

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.