Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 20. febrúar 1986 FRÉITIR TORGIÐ Falsaðar aflaskýrslur Spilað á kvótann Þorskaflinn fœrður yfir á ýsu, grálúðu ogkarfa. Halldór Ásgrímsson: Full ástœða til að œtla að slíkt hafi komiðfyrir. Örðugt með eftirlit. Skúli Alexandersson: Fiskveiðistjórnunin alls ekki marktæk Auðvitað getur þetta átt sér stað en ég hef ekki trú á því að það sé í neinum geysilegum mæli, sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra aðspurður um Viðhorfsgrein í Þjóðviljanum í vikunni þar sem fullyrt var að iöndunarskýrslur fiskveiðibáta væru að stórum hluta falsaðar einkum varðandi löndun á fers- kum fiski crlendis. Þannig væri hluti þorsks í aflanum skráður miklu minni en hann væri í raun og veru til þess að spara þroskk- vóta skipanna. í Viðhorfsgreininni sem Björn Valur Gíslason sjómaður á Ólafs- firði skrifaði heldur hann því fram að mun meira hafi veiðst af þroski á sl. ári en opinberar tölur gefi til kynna og þeim mun minna þá af öðrum verðminni tegund- um eins og ýsu, grálúðu og karfa. Halldór Asgrímsson sagði að aflatölurnar bæru þess ekki vott að það væri nein sérstök ástæða til mikillar tortryggni en hins veg- ar geti svona lagað átt sér stað. Það hafi verið reynt að fylgjast með þessu, en það sé mjög örð- ugt með allt eftirlit. Halldór sagðist hafa margspurt um þetta mál og fengið þær vís- bendingar að hér væri ekki um eins mikið mál að ræða og sumir vildu láta, en hins vegar væri full ástæða til að ætla að slíkt hefði komið fyrir. Skúli Alexandersson alþm. sagðist alla tíð hafa haldið því fram að núverandi fiskveiði- stjórnun væri allsekki marktæk. í fyrra var þorskaflinn áætlaður 270 þúsund tonn en hann varð 320 þúsund tonn. Til viðbótar kemur síðan að menn eru að gera þorsk að ýsu og það er verið að kasta fiski. Menn Ieita allra leiða til að komast undan þessum kvóta. Við megum því búast við því að í ár verði þorskaflinn ekki 300 þúsund tonn heldur 400-450 þúsund tonn og þá er hann kom- inn langt út fyrir þau mörk sem þessi fiskveiðistjórnun þykist vera að halda honum í, sagði Skúli. -Ig. Reykjavík Nýtt hátalarakerfi Reykjavíkurborg hefur ákveð- ið að festa kaup á hátalarakerfi og hefur 10,2 miljónum króna verið varið til kaupanna á þessu ári. Ætlunin er að nota kerfið við stórhátíðir og fundi og ekki er að efa að það muni koma sér vel nú á afmælisári borgarinnar. Það hátalarakerfi sem menn hafa notast við fram til þessa hef- ur verið ófullnægjandi og til vandræða. Það hefur væntanlega ýtt undir kaupin að í ágúst á þessu ári er áformað að halda heljar mikla afmælisveislu í Reykjavík og ekki talið sæma að bjóða upp á meingallað kerfi við það tæki- færi. -gg Starfskynningardagar standa víða yfir í skólum þessa dag- ana og nemendur efstu bekkja grunnskólans skipta sér á milli fyrirtækja í öllum atvinnugrein- um. Þessa vikuna er 9. bekkur Gagnfræðaskólans á Selfossi í starfskynningu og okkur langaði að heimsækja einhverja þeirra sem væru í kynningu í Reykjavík. Fyrir valinu urðu Þóranna Snorradóttir og Guðrún Elín Pálsdóttir sem kynna sér störf á Hótel Holti. Guðrún sagði að sig langaði til að verða þjónn og hef- ur æft sig í því að leggja á borð o.fl. Þóranna hafði einkum verið við að sneiða niður grænmeti en einnig hafði hún bakað pönnu- kökur fyrir gesti hótelsins. Báð- um þótti þeim gaman í starfs- kynningunni. í Gagnfræðaskólanum á Sel- fossi eru um 280 nemendur. Fé- lagslíf er allnokkurt, m.a. farið í bíóferðir einu sinni í mánuði, staðið fyrir Opnu húsi hálfsmán- aðarlega og horft. á vídeó á fimmtudögum. Þetta minnir á ritgerðina góðu: „Þorskurinn er helsti nytjafisk- ur íslendinga. Konan hans heitir ýsa.“ Alþýðubandalagið Miðstjornarfundur Miðstjórn Alþýðubandalags- ins hefur verið kölluð saman til fundar um næstu helgi, 22. og 23. febrúar í Miðgarði Hverfisgötu 105. Á dagskrá er m.a. umræða um efnahags- og atvinnumál og einnig mun verkalýðsmálaráð flokksins ræða stöðu kjaramála. Fundurinn hefst kl. 10.00 á laugardeginum og stefnt að lok- um fundar kl. 17.00 á sunnudag. Útvarpið Þóranna Snorradóttir og Guðrún Elín Pálsdóttir trá Selfossi kynna sér starfsemina á Hótel Holti: Okkur líkaði æðislega hér. Ljósm. Sig. Starfskynning Pönnukökubakstur á Hótel Holti Fékk ekki að nota spólurnar Fréttamaður tók upp 5 tíma umrœður á bœnda- fundinum íNjálsbúð. Tœknimaðurinn ekki með og því neitað að vinna úrefninu Útvarpshlustendur fengu ekki að hlýða á kafla úr umræðum frá hinum fjölmenna hændafundi í Njálsbúð í fyrrakvöld og fyrrinótt og fá að sjálfsögðu aldrei, þrátt fyrir að fréttamaður útvarps hafi tekið upp nær 5 klukkustunda umræður á fundinum. Ástæðan er sú að tæknimenn útvarps neituðu að vinna úr efninu þar sem tæknimaður var ekki með fréttamanninum á fundinum. „Þetta eru mín mistök að taka ekki tæknimann með og ég verð að láta þetta mér að kenningu verða,“ sagði Atli Rúnar Hall- dórsson fréttamaður útvarps sem fylgdist með funinum í Njálsbúð. „Þetta er innanhússmál hér hjá okkur og ekki óeðlilegt að tækni- menn vilji vernda sitt starf. Mað- ur gæti sín betur næst,“ sagði Atli og bætti því við að útvarpshlust- endur hefðu örugglega haft gam- an af að heyra ýmsa kafla úr um- ræðunum á þessum fjöruga bændafundi. -lg- Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtudagstónleikar Stjórnandi: Klauspeter Seibel Einsöngvarar: Sigríður Gröndal Júlíus Vífill Ingvarsson Kristinn Sigmundsson Kór íslensku óperunnar Kórstjóri: Peter Locke UPPSELT Endurteknir laugardaginn 22. febrúar HÉÉHH kl. 17.00 í Háskólabíói. EFNISSKRÁ Beethoven: Sinfónía nr. 1 í C-dúr Carl Orff: Carmina Burana. Veraldlegir söngvar við texta frá 13. öld Miðasala hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og ístóni Upplýsingar um hópafslátt í síma 22310.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.