Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 7
DJÚÐVIUINN Umsjón: Sígurdór Sigurdórsson Árið 1984 komu 6060 vinnuslysatilfelli til meðferðar á Slysadeild Borgarspítalans, en aðeins 347 voru tilkynnt Vinnueftirlitinu. (Ljósm.: Sig.) Vinnuslysum leynt Á árinu 1984 voru 347 vinnuslys tilkynnt til Vinnueftirlits ríkisins en 6060 vinnuslys komu til meðferðar á slysadeild Borgarspítalans Á árinu 1984 voru skráð 6060 vinnuslys, sem komu til meðferð- ar á slysadeild Borgarsjúkrahúss- ins í Reykjavík. Það eru vinnuslys sem áttu sér stað á Reykjavíkur- svæðinu. En tilkynnt vinnuslys af öllu landinu til Vinnueftirlits ríkisins sama ár voru aðeins 347 eða 5,7%. Hvers vegna eru vinn- uslys ekki tilkynnt? Er vísvitandi verið að reyna að fela þau? „Það er alveg ljóst af þessum tölum að tilkynningarskylda vinnuslysa er vanrækt. En ég vil þó taka fram, að öll alvarlegri vinnuslys eru tilkynnt til okkar. Þetta er óviðunandi og því höfum við gert ráðstafanir til stórátaks í málinu. Við ætlum að ná upp samstarfi, bæði atvinnurekenda og vinnandi fólks í málinu. Við þóttumst vita að ástandið væri svona og því lögðum við í þann kostnað að rannsaka skýrslur slysadeildar síðan 1981 að Vinnu- eftirlitið tók til starfa og útkoman fyrstu 3 árin varð einsog þessar töflur bera með sér,“ sagði Eyj- ólfur Sæmundsson forstöðumað- ur Vinnueftirlits ríkisins í samtali við Þjóðviljann, en lítum þá á töflurnar. Tafla 8.1'ilkynnt vinnuslys eftir atvinnugreinum. Atvinnugrein 1981 1982 1983 1 I-iskiðnaður 20 30 37 11 Matvæla og fóðurvöruiðn 14 20 28 III Vefnaður og fataiönaður 19 15 17 IV Prentiönaður 1 2 0 V Trésmíðaiðnaöur 29 21 22 VI Skinnaiðnaður 1 0 3 VII Stein-. leit oggleriðn *) 9 3 VIII Málmiönaður 41 37 64 IX Efnaiönaður 1 1 7 X Bvggingariðn og verkl.fr. 36 33 47 XI l-'lutninga- og birgðastörf 47 58 57 XII Rafmagnsiönaöur 5 7 14 XIII Þjónustu^reinar 9 9 31 XIV Landbúnaður 4 5 4 XV Aörar atvinnugreinar 5 4 6 Samtals . 235 254 340 Tafla 10. Fjöldi slasaðra sem komu til meðferðar á slvsadeild Borgar- spitalans vegna slysa sem flokkuð voru sem vinnuslys, annarra en slvsa á sjó. 1981 1982 1983 Allar atvinnugreinar . 5654 6145 5763 Nýjar reglur Eyjólfur sagði að stefnt væri að því að öll vinnuslys, þar sem við- komandi er frá vinnu slysdaginn og einn dag til viðbótar, verði tií- kynnt til Vinnueftirlitsins. Hann sagði það vitað að menn færu af öryggisástæðum á slysadeild útaf smávægilegum óhöppum, sem væri alveg rétt að gera, en ekki ástæða til að tilkynna. Hann sagðist telja að ef nýju reglurnar sem verið er að setja í þessu efni hefðu gilt fyrir árið 1984 þegar 6060 vinnuslys komu til meðferð- ar á slysadeild, hefðu á milli 3 og 4 þúsund þeirra verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur nú verið tölvuvætt og sagði Eyjólfur það markmiðið að ná að tölvuskrá öll vinnuslys, þar sem viðkomandi er frá slysdaginn og annan dag til. En erfitt að fá fyrirtæki og starfsfólk til að sinna öryggis- og hollustuháttum á vinnustað? Eyjólfur Sæmundsson sagði að fyrst eftir að Vinnueftirlitið tók til starfa á árunum 1980 til 1981 hefði orðið vakning í þessum málum. Á eftir hefði svo fylgt lægð. Nú væru menn aftur að vakna til meðvitundar um nauð- syn þess að efla þessa þætti. Hann sagði að á mörgum stórum vinnu- stöðum væru þessi mál í góðu lagi. Þar væru starfandi öryggis- nefndir sem hittast reglulega og fara yfir hlutina. Öryggisnefnd- irnar væru skipaðar fulltrúum frá fyrirtækinu og starfsmönnum. Eins væru bæði öryggistrúnaðar- menn og öryggisverðir á þessum vinnustöðum. En mjög víða væri pottur brotinn í þessum málum. Trassaskapur í skýrslu sem kom út í haust er leið og heitir „Vinnueftirlit ríkis- ins. Skýrsla um starfsemina 1981- 1983“ kemur m.a. fram að í árs- lok 1983 hafi fjöldi öryggistrún- aðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda, hjá fyrirtækjum með 10 starfsmenn eða fleiri ver- ið sem hér segir: Öryggistrúnaðarmenn 350. Öryggisverðir 255. Öryggisnefndir 100. Samkvæmt vinnuverndarlög- unum ber atvinnurekanda að til- nefna öryggisvörð og starfs- mönnum að tilnefna öryggistrún- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 71

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.