Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 4
LENDARI Eigum við að borga? Það er óhætt að segja, að margt er einkar óljóst í þeim fregnum sem hafa borist úr samn- ingaviðræðum ríkisins, Alþýðusambandsins og atvinnurekenda síðustu dægrin. Eitt er þó næsta Ijóst: Atvinnurekendur hyggjast bera lítinn eða nær engan hluta af auknum kaup- mætti launafólks. Sérfræðingar beggja aðila tala um að verð- bólgan falli á árinu niður í sjö til níu prósent. Samtímis virðist svo gert ráð fyrir, að launa- kostnaður fyrirtækjanna muni hækka um sjö til tíu prósent á samningstímanum. Það er hins vegar mjög lítil hækkun framyfir verðbólgu, þó nokkru muni að vísu eftir því hversu mikill hluti hækkana í launum kemur fljótlega á samnings- tímanum. En lendi kostnaðurinn af auknum kaupmætti ekki á herðum atvinnurekenda, þá er réttmætt að spyrja: hver borgar brúsann? Það er Ijóst að kaupmátt er hægt að auka með tvennum hætti: annars vegar með því að hækka launagreiðslur og hins vegar með því að minnka útgjöld fólks. Og nú virðist sem veru- legan hluta af væntanlegri kaupmáttaraukningu eigi að búa til með því að lækka útgjöldin. Það er að sjálfsögðu ríkið sem á að sjá um að fjár- magna það. Lítum aðeins á hvernig. í orði kveðnu tala menn um kjarabætur vegna skattalækkana ríkis og sveitarfélaga. Miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið frá ríkisstjórn- inni er það hins vegar hjóm eitt. Þar er einungis verið að tilkynna um lækkanir, til samræmis við spár um minnkandi verðbólgu. Þar er því aðeins um að ræða leiðréttingar á ofsköttun. Það er því nokkuð hlálegt að heyra rætt um hina yfirlýstu lækkun opinberra gjalda sem einhvers konar fórn af hálfu ríkisins. í annan stað er rætt um lækkun á gjaldskrám opinberra fyrirtækja. í sumum tilvikum virðist þar einnig vera um leiðréttingar að ræða vegna fyrirsjáanlegrar hjöðnunar verðbólgu, og í ein- hverjum tilvikum er aðeins um það að ræða, að áður auglýstar hækkanir komi ekki til fram- kvæmda. Sumt í þeim pakka orkar líka tvímælis. Þannig er lofað lækkun á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur, og þess farið á leit að svipaðar stofnanir annars staðar á landinu sigli í lækkun- arkjölfarið. Það er hins vegar tómt mál að tala um í mörgum tilvikum. Hitaveita Reykjavíkur er ein elsta og hagkvæmasta veitan í landinu. Nýju veiturnar, sem eru í uppbyggingu og eru með allmiklu dýrari gjaldskrá en sú reykvíska, geta alls ekki lækkað sig. í þessu tilviki er þannig verið að auka mismun á milli höfuðborgar og landsbyggðar, sem þó er ærinn fyrir. Þess utan er einfaldlega hæpið, að raun- lækkanir á gjaldskrám opinberra fyrirtækja geti leitt til annars en eins þriggja kosta: verri þjón- ustu, meiri, uppsafnaðra hækkanna síðarmeir, eða niðurgreiðslu með opinberu fé, sem verður þá tekið annars staðar frá. Hluti af þeirri lausn, sem verið er að ræða um við samningaborðið eru niðurgreiðslur á fram- færslukostnaði sem ríkið á að taka að sér. Þannig á að skapa hluta af kaupmáttaraukning- unni. I þessu skyni þarf hátt á annan miljarð, sem ríkið þarf á einn eða annan hátt að finna. Allt að helmingur kann að koma í formi láns frá lífeyrissjóðum launafólks. En það er lán, sem auðvitað þarf að borga. Og hinn helminginn þarf ríkissjóður að finna einhvers staðar innanlands. Það er auðvitað alveg Ijóst, að fjár til þess verð- ur ekki aflað nema annaðhvort með aukinni seðlaprentun, nýrri skattheimtu eða niðurskurði á útgjöldum ríkisins. Þegar upp er staðið hljóta allar þessar leiðir að bitna í einhverjum mæli á launafólki. Allt kostar peninga. Og meðan skattahækk- anir á fyrirtækjum eru ekki í dæminu, þá er Ijóst, að sá kostnaður sem ríkið á að bera í kjara- samningum hlýtur fyrr eða síðar að lenda á launafólki sjálfu. Þannig ber launafólk sjálft kostnað af eigin kaupmáttaraukningu. Eru menn sáttir við það? -ÖS KLIPPT OG SKORIÐ Jón Baldvin Hannibalsson. Vill stjórn meö Steingrímur Hermannsson. Hvernig ætlar þú Elías, - að vera sjálf- Sjálfstæðisflokknum en ekki með hippunum í stæð þjóð ef þú ferð ekki í 40 miljón króna ferðalög á ári? Alþýðubandalaginu. Flóttamaðurinn Sjónvarpsþátturinn í fyrra- kvöld var spaugilegur á að horfa, þó vissulega hafi verið missorg- legur fyrir fórnarlömbin, þau Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrím Hermannsson. Páttur- inn hófst með Jóni Baldvin, sem viðurkenndi strax að Alþýðu- flokkurinn væri ekki „beysið app- arat“, það þyrfti að treysta innviðina. Og þess vegna þurfti Sigurður E. Guðmundssón að víkja. Jón Baldvin sagðist vera þeirrar skoðunar, að BJ ætti að veita honum lið. Og þá gætu orð- in hans frá því fyrr í vetur, „leikur einn að komast uppí 30% fylgi“ orðið að veruleika. Guðmundur Einarsson formaður BJ hefði sagt hjá Rotary eða Júníor Chambers, að það væri allt í lagi með Jón Baldvin Hannibalsson, en BJ hefði sitthvað við Alþýðuflokk- inn að athuga. Jóns þáttur Baldvins Hanni- balssonar einkenndist af því, að fylgi hans hafi farið rýrnandi, og Jón Baldvin var orðinn alveg einsog hinir þreyttu karlarnir; á flótta undan spurningunum; á flótta undan sjálfum sér. Norrænn tvískinnungur Spyrlarnir reyndu að þýfga Jón Baldvin um það hvar hann sjálfur væri staddur pólitískt; krati, frjálshyggjugaur? Byrjað var á því að spyrja hvers vegna norræn- ir jafnaðarmenn væru svo ósáttir við pólitík hans, - væri það ekki einfaldlega vegna þess að hann væri íhaldsmaður í samanburði við þá. „Nei aldeilis ekki,“ sagði Jón Baldvin, - „það hefur ýmis- legt skolast til hjá þeim síðustu árin.“ Og eftir töluvert jaml og japl og fuður, kvað hann ýmislegt fleira skilja þá norrænu jafnaðar- menn frá Jóni Baldvin Hanni- balssyni en utanríkismáiin. Norðurlandakratar væru mið- stýringarsinnar, ríkisforsjármenn meðan hann sjálfur og suður- landakratar væru róttækari og andsnúnir afskiptum ríkisins af markaðnum. Og þá var Jón Baldvin spurður hvað eiginlega skildi hann frá Sjálfstæðisflokknum. Og viti menn, einmitt það sem gerði það að verkum að hann átti enga sam- leið með Norðurlandakrötum, varð nú til þess að hann gæti ekki gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Sumsé, hann væri þeirrar skoð- unar að ríkisvaldið yrði að grípa inní markaðinn og skipta sér með stjórnunaraðgerðum af efnahag- slífinu en þannig væri það ekki með Sjálfstæðisflokkinn. Nú var ríkisforsjáin, sem hann hafnaði nokkrum mínútum fyrr, orðin að stefnumáli hans sjálfs. Jón Baldvin var sko aldeilis ekki á því að mynda ríkisstjórn með hippunum í Alþýðubanda- laginu. Hann vildi ríkisstjórn raeö Sjálfstæðisflokknum og „verkalýðsarminum" í Alþýðu- bandalaginu. Alþýðubandalagið þyrfti bara að losa sig við „hippa- liðið og róttæklingana“, sem þar hefði sést á bæ. Jón Baldvin lýsti yfir ánægju sinni með yfirstandandi samn- inga og kvað enn einn ganginn strákana (aðilja vinnumarkaðar og ríkisstjórn) vera að skrifa undir efnahagsstefnu Alþýðu- flokksins. Ekki nennum vér klipparar, að eltast við þær hinar smærri mótsagnir hjá formannin- um; einsog til dæmis að „með- flutningsmenn“ hans á bjórfrum- varpinu réðu því hvort það yrði lagt fram að nýju eða ekki, - og síðar sagði hann að núverandi al- þingi væri ekki treystandi til að afgreiða þetta mál, og þessvegna ætti frumvarpið að bíða. Jón Baldvin var líka á móti fram- leiðslustýringu í Iandbúnaðinum þartil að hann var minntur á að Eiður Guðnason hefði sagt á þingi, að Alþýðuflokkurinn hefði alltaf viljað slíka stýringu. „Hvernig ætlar þú Elías,“ sagði forsætisráðherrann í sjónvarp- inu, „að vera sjálfstæð þjóð?“. Fréttamennirnir tóku strax til við að spyrja Steingrím Hermanns- son um ferðalög, ferðakostnað. Steingrímur vildi eiginlega meina, að ferðalögin öll væru spurning um myndugleika hinnar sjálfstæðu þjóðar. Þeir gerðu að umtalsefni, að ferðakostnaður ríkisins vegna ferða forsætisráðherra hefði numið sem svarar til 135 þúsunda króna á mánuði allt sl. ár. Steingrími fannst fréttamennirnir gera alltof mikið úr þessu og gekk fast á eftir áliti Páls Magnússonar almenns borgara þessa lands; hvort honum fyndist eitthvað óeðlilegt við þessar ferðir. Páll gat ekki annað en svarað, og benti á að í þessum gífurlega ferð- akostnaði væri til að mynda ráð- stefna aðskiljanlegra Framsókn- arflokka í veröldinni í Madrid. Þangað fór forsætisráðherra á kostnað íslenskra skattborgara. Það var einnig dálítið merki- legt, að Steingrímur kvað um- ræðu af þessum toga fara sérstak- lega í taugarnar á sér. Það væri ekki löglegt Var einhver að hugsa um sið- leysi? Nei, en fljótlega spannst talið um það hvort ríkisstjórnin hyggðist ekki greiða húsnæðis- kaupendum undanfarinna ára eitthvað til baka af því, sem fólk- ið hefur greitt á lánin með órétt- mætum hætti. Steingrímur tók undir að á sínum tíma hefðu verið gerð „stórpólitísk mistök“, en lögfræðingar hefðu sagt honum að ekki væri hægt að skerða lánin gagnvart fjármagnseigendum af- því að þeir hefðu gert ráð fyrir og samið um að lánin væru svo hátt verðtryggð og með hávöxtum. Því miður. En það var bæði lög- legt og innan þess siðlega ramma, seni ríkisstjórnin og Steingrímur hafa smíðað sér, að banna verð- bætur á launin. Það var ekki nema von, að fréttamaðurinn tæki sér í munn líkinguna um afskorið blóm, sem fölna tekur með tímanum, þegar talið barst að Framsóknarflokkn- um, en Steingrímur títtnefndur er formaður þess flokks. Ekki var hægt að skilja forsæt- isráðherra öðruvísi en svo, að hann myndi segja af sér ef verð- bólga færi yfir 30% - og hann kvað ástæðu lítils gengis og einsk- is fylgis á höfuðborgarsvæðinu, vera þá, að enginn forystumaður væri til meðal Framsóknarmanna á því svæði. -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlit: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Augiýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mónuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.