Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Víðishúsið Synir Guðmundar leigja húsið Skiptaréttur samþykkir að leigja trésmiðjunni Viðju Víðishúsið Í3 mánuði. Stórsamningur við Byggung á lokastigi. Gengið innífyrra tilboðfrá Víði Samningarnir Endurmat kvennastarfa Hópur kvenna frá launþega- hreyfingunni og framkvæmda- nefnd um launamál kvenna hafa sent stéttarfélögum svohljóðandi ályktun: Við gerð næstu aðal- og sér- kjarasamninga verði lögð sérstök áhersla á að endurmeta kvenn- astörf á vinnumarkaðnum með það að markmiði að jafna þann launamismun sem ríkir milli kvenna og karla. í því sambandi verði sérstak- lega endurskoðuð og lögð til grundvallar: a) röðun hefðbundinna kvennastarfa, eða starfsheita sem einkum eiga við konur, í launa- flokka samanborið við röðun karlastarfa, b) hverskonar yfirborganir, fríðindi og aðrir kjaraþættir sem áhrif hafa á launamismun kynj- anna. Slys Fékk krók í lærið Sjómaður á togaranum Viðey slasaðist illa á læri þegar sleppi- krókur slóst til og kræktist í hann. Slysið varð um hádegisbil í fyrra- dag, en þá var togarinn að veiðum á Reykjaneshrygg. Þyrla landhelgisgæslunnar fór á slysstað og gekk vel að ná sjó- manninum um borð. Var flogið með hann á Borgarspítalann þar sem hann gekkst undir aðgerð. Líðan hans er eftir atvikum en hann hlaut slæmt sár en er óbrot- inn. Skákin Helgi vann Helgi Ólafsson vann biðskák sína við Alburt í fyrrakvöld og komst þarmeð í 5.-9. sæti fyrir 8. umferðina á morgun. Hansen hefur enn forystuna, gerði jafntefli við Miles, en næstu menn eru ekki líklegir til að veita dananum þar hægan sess. Sjö þátttakendur hafa enn ekki tapað skák á mótinu: Tal, Nikolic, Helgi, Gheorghiu, Geller, Hansen og Kudrian. Úrslit biðskáka í gær og fyrrakvöld urðu (fyrst tvær skákir úr 6. umferð, síðan úr 7.): ÞrösturÁ.-Hilmar...................0-1 Tómas-Lárus........................0-1 Miles-Hansen....................'h-'/z Nikolió-Salotf.....................1-0 Helgi-Alburt.......................1-0 Quinteros-Lein.....................1-0 Karl-Seirawan....................'k-'k Welin-Benjamin.....................1-0 Zaltsman-Rehevsky..................0-1 Ólafur-Browne......................0-1 Benedikt-Remlinger...............'k-'k Róbert-GuðmundurH................V2-V2 Burger-Þorsteinn.................'k-'k Halldór-Árni.......................0-1 Eftir fyrir 8, umferð: 6 v. Hansen SV2 v. Larsen, Nikolié, Gheorghiu, 5 v. Miles, Tal, Helgi, Gellert, Ouint- eros,4'/2 v.Saloff, Margeir, De Firmi- an, Jóhann, Byrne, Guðmundur Sig- urjónsson, Reshevsky, Kudrin, Wel- in, Adianto, Dehmelt. Skiptaréttur í Kópavogi hefur samþykkt að leigja trésmiðj- unni Viðju húsnæði trésmiðjunn- ar Víðis í Kópavogi til þriggja mánaða. Eigendur Viðju eru tveir synir Guðmundar Guð- mundssonar í Víði en hann ásamt sonum sínum var stærsti eigna- raðili að trésmiðjunni Víði sem lýst var gjaldþrota í sl. mánuði. Rúnar Mogensen fulltrúi fóg- eta í Kópavogi sem skipaður hef- ur verið bústjóri hjá trésmiðjunni Víði, sagði í samtali í gær að ákveðið hefði verið að leigja húsnæðið til að ná inn tekjum af því. „Það er verið að gera mjög góða hluti fyrir starfsmenn fyrir- tækisins og búið. Þetta er öllum til bóða,“ sagði Rúnar. Hann sagði jafnframt að ekki yrði ákveðið fyrr en í vor hvort hús- næði trésmiðjunnar yrði selt á frjálsum markaði eða á uppboði. Mörg tilboð hefðu borist í hús- eignina, en veðhafar ekki sam- þykkt nein þeirra. Trésmiðjan Viðja, stendur nú í samningum við Byggung um smíði á innréttingum í 327 íbúðir sem eiga að fullgerast á næstu 2 árum. Rolf Árnason forsvars- maður Byggungar sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að upphaf- lega hefði verið búið að ganga frá samningum við trésmiðjuna Víði um þessa innréttingasmíði sem er uppá um 30 miljónir. Þeim samn- ingi var rift eftir að Víðir fór á hausinn. „Mér sýnist tilboðið frá Viðju vera í megindráttum það sama og kom upphaflega frá Víði, en eitthvað örlítið hærra," sagði Rolf. Hann sagði að beðið væri eftir tryggingum frá Viðju áður en gengið yrði frá samning- um. Mikillar gremju gætir hjá mörgum aðilum í tréiðnaði vegna þeirrar fyrirgreiðslu sem fyrrum eigendur Víðis hafa fengið hjá skiptarétti varðandi leigu á hús- næði verksmiðjunnar. Telja þeir óeðlilegt að húsið skuli ekki þegar vera auglýst til sölu heldur sé aðilum að þrotabú- inu gefið færi á því að ganga inn í fyrri samning fyrirtækisins og nýta aðstöðu þess. Rifja ýmsir í þessu sambandi upp kaup ríkisins á sínum tíma á gamla Víðishúsinu sem var meira og minna ónýtt. Rúnar Mogensen bússtjóri sagði í gær að leigjendur hefðu sett tryggingar fyrir leigunni og leigukjörin væru sanngjörn og eðlileg miðað við leigutíma. ->g- Sverrir skipar fullírúa SHÍístjórn LÍN efÓlafur stendur upp. Ölafur stendur upp ef Sverrir skipar nýjanfulltrúa. Ólafur Arnarson: Ferað vilja mennta- málaráðherra LÍN Strengjabrúða Sverris Sjallinn Gmnur um fjársvik Rannsóknarlögreglan á Akureyri rannsakar meint fjármálamisferli Skattrannsóknarembœttið athugar skattskil veitingahússins Yfírheyrslur hafa staðið yfír síðustu daga hjá Rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri vegna gruns um misferli í fjármálum við rekstur veitinga- hússins Sjallans á Akureyri. Þá hefur Þjóðviljinn cinnig heimildir fyrir því að embætti skatt- rannsóknarstjóra sé með til at- hugunar skattskil veitingahúss- ins. Garðar Valdimarsson skatt- rannsóknarstjóri vildi hvorki játa né neita þegar Þjóðviljinn bar þetta undir hann. Sjallinn, áður Sjálfstæðishúsið á Akureyri, var fyrrum í eigu Sjálfstæðisflokksins þar í bæ, en eftir að kviknaði í húsinu fyrir fáum árum keyptu 5 einstak- lingar húsið og stofnuðu hlutafé- lagið Akur h/f um rekstur þess. Stjórnarformaður félagsins er Þórður Gunnarsson en aðrir stjórnarmenn eru þeir Aðalgeir Finnsson og Jón Kr. Sólnes. Er Þjóðviljinn hafði samband fyrr í vikunni við Þórð Gunnars- son og bar þessi mál undir hann sagðist hann koma algerlega af fjöllum og sagði þetta hljóta að vera „gróusögur“. Á dögunum kom upp sá kvittur að smyglað áfengi hefði verið til sölu í húsinu. Rannsóknarlög- reglan á Akureyri sagði í samtali við Þjóðviljann að þetta mál hefði verið rannsakað og húsið hreinsað af öllum grun. Rannsóknarlögreglan vildi ekki gefa neinar frekari upplýsingar um það meinta fjármálamisferli sem nú er til rannsóknar. Landsliðsmennirnir í handknattleik hafa síðasta hálfa mánuðinn sótt tölvunám- skeið á vegum Tölvufræðslu Stjórnunarfélags íslands á milli þess sem þeir hafa undirbúið sig fyrir heimsmeistarakeppnina. Þetta er tilkomið vegna sam- starfs HSÍ og Skrifstofuvéla hf. í tölvumálum. Á myndinni sem E.ÓI. tók í gær pikkar Kristján Arason á tölvuna og þeir Páll Ólafsson og Sigurður Gunnarsson fylgjast með vinnubrögðunum. Eftir þennan fund með mennta- málaráðherra hef ég sannfærst um það að Ólafur Arn- arson er ekki annað en strengja- brúða í höndum Sverris í stjórn LIN, sagði Björk Vilhelmsdóttir formaður SHI í samtali við Þjóð- viljann í gær, en hún fór í gær á fund Sverris Hermannssonar til að ræða við hann um hagsmunamál stúdenta og mál- efni stjórnar LÍN. Sverrir lét í það skína á fundin- um að hann myndi ekki skipa Guðmund Auðunsson í stjórn LÍN fyrr en Ólafur Arnarson stæði upp fyrir Guðmundi. Ólafur Arnarson lýsti hins vegar yfir því á fundi með hagsmunadeild SHÍ í gær að hann myndi ekki standa upp fyrr en Sverrir hefur skipað nýjan full- trúa. Þannig virðist málið vera komið í illleysanlegan hnút milli Ólafs og Sverris. Á fundi hagsmunanefndar með Ólafi í gær var ma. fjallað um setu hans í stjórninni. Ólafur var þar spurður spjörunum úr um afstöðu hans í þessu máli og kom þá í ljós, að hann ætlar að sitja þar til nýr fulltrúi verður skipaður, en hefur engan hug á að flýta fyrir sér. Bókað var eftir Ólafi að ef Sverrir fari fram á að hann sitji fram yfir kosningar til Stúdenta- ráðs muni hann hlíta því. Ólafur lýsti því jafnframt yfir að honum fyndist það sjálfsagt að hann sæti í stjórn LÍN í óþökk meirihluta SHÍ. - gg Landspítalinn Engar úrbætur enn Símastúlkurnar hafast enn við í loftlaustri kom- pu í kjallara hússins. Loforð umflutning r Astandið hér hefur ekkert skánað, það stendur víst til að færa okkur, en hvert eða hvenær, það veit ég ekki. Þetta er fyrir neðan allar hellur eins og þetta er, sagði Anna Lára Þorsteinsdóttir talsímastúlka á Landspítalanum í samtali við Þjóðviljann í gær. Skiptiborðið á Landspítalan- um er staðsett í kjallara hússins, í gluggalausri og loftlausri kompu þar sem vart er hægt að skipta um skoðun, hvað þá annað. Síma- stúlkurnar hafa kvartað yfir þess- ari aðstöðu svo árum skiptir, en engar úrbætur verið gerðar. Þær eru að sögn Önnu undirmannað- ar og auk þess er skiptiborðið ó- fullkomið og álagið geysilegt. „Það getur verið mjög erfitt að ná sambandi og það er ekki nógu gott fyrir spítala. Við erum satt að segja að gefast upp á þessu, en við vonum þrátt fyrir allt það besta,“ sagði Anna Lára. Eins og fyrr greinir mun hafa komið loforð um að skiptiborðið yrði fært, en ekki hefur komið fram hvert eða hvenær. Anna Lára var spurð nánar út í þetta: „Ætli við verðum ekki bara allar fluttar á geðdeildina, það væri kannski best.“ - gg Flmmtudagur 20. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.