Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.02.1986, Blaðsíða 9
f Framhald af bls. 7 ; aðarmann úr sínum hópi. Saman eiga svo þessir aðilar að skipa ör- yggisnefnd á viðkomandi vinnu- stað. í skrám Vinnuveitendasam- bands íslands er fjöldi fyrirtækja hér á landi með 10 starfsmenn eða fleiri á milli 900 og 1000. í þessari tölu eru ekki samvinnu- fyrirtæki, bankastarfsemi, trygg- ingafélög og starfsemi hins opin- bera. Það er því alveg ljóst að heldur betur vantar uppá að eftir þessum lögum sé farið og að grunnur sé lagður að vinnuvernd- arstarfi innan fyrirtækjanna sjál- fra. Byggingariðnaðurinn Samkvæmt töflunni hér að framan er ástandið í byggingar- iðnaði verst hvað vinnuslys varð- ar. Árið 1983 urðu 22 vinnuslys í trésmíði, sem tilkynnt voru Vinn- ueftirlitinu, í byggingariðn og verklegum framkvæmdum 47, í rafmagnsiðnaði 14. Vinnueftirlit ríkisins gekkst fyrir ráðstefnu um aðbúnað og öryggi á byggingarvinnustöðum þann 8. febrúar sl. Til hennar var boðið fulltrúum frá samböndum og félögum iðnaðarmanna, iðn- meistara og verkamanna sem tengjast byggingariðnaði, Alþýð- usambandinu, Vinnuveitenda- sambandinu og Verktakasam- bandi íslands. Tilgangur ráð- stefnunnar var að gefa upplýsing- ar um rannsóknir og kannanir, sem gerðar hafa verið á aðbúnaði og öryggi, þ.á m. slysatíðni á byggingarvinnustöðum á höfuð- borgarsvæðinu og gefa sem flest- um þeirra sem geta átt þátt í úr- bótum tækifæri til að ræða leiðir til að frantkvæma þær. Á ráð- stefnunni voru fjórar framsögu- ræður fluttar af fulltrúum Vinnu- eftirlitsins og átta af fulltrúum sem til hennar var boðið en alls sátu 60 manns ráðstefnuna. Gagnrýni manna beindist eink- um að því að fyrirmælum í lögum og reglugerðum um starfsmanna- aðstöðu og öryggisráðstafanir væri ekki nægjanlega vel sinnt, einkum á smærri vinnustöðum. Vinnuskúrar væru lélegir eða alls engir, vinnupallar óvandaðir, handrið ekki sett upp þar sem AWINNULÍF hætta er á falli, öryggishjálmar og skór ýmist ekki fyrir hendi eða látnir ónotaðir þar sem þeir eru fyrir hendi. Þá var og gagnrýnd óvarleg meðferð og ekki nægar ráðstafanir vegna vafasamra efna í sementi, málningarvörum og lími. Þá var á ráðstefnunni upplýst að slysatíðni í byggingarvinnu væri með mesta móti í saman- burði við aðrar atvinnugreinar. Ný úttekt á vinnuslysum sem koma til meðferðar á slysadeild Borgarsjúkrahússins í Reykjavík bendir til að miðað við hverja 1000 starfsmenn í byggingariðn- aði verði árlega 175 fyrir slysum, þar af 25 fyrir höfuðmeiðslum. í lok ráðstefnunnar var sam- þykkt samhljóða tillaga um að beina því til Vinnueftirlitsins að hafa forgöngu um myndun sam- starfshóps með fulltrúum þeirra aðila sem boðið var til ráðstefn- unnar, er hafi það hlutverk að vinna að betri aðbúnaði og auknu öryggi á byggingarvinnustöðum í samræmi við afmörkun á við- fangsefnum og forgangsröðun sem samkomulag verður um í hópnum. Þetta er það átak sem gera á og Eyjólfur Sæmundsson benti á hér að framan. Háar slysatölur Eyjólfur Sæmundsson lýsti í sinni framsöguræðu helstu verk- efnum sem Vinnueftirlitið hefði unnið að og lýsti breytingum á eftirlitsstarfinu sem verið er að framkvæma. Hann minnti at- vinnurekendur einnig á þær skyldur og þá ábyrgð sem á þeim hvílir varðandi aðbúnað og ör- yggi á vinnustað. Vilhjálmur Rafnsson deildar- stjóri atvinnusjúkdómadeildar VER benti á tölur um tíðni slysa í byggingariðnaði. Árið 1983 hefðu um 6 þúsund manns leitað til slysadeildar vegna vinnuslysa, þar af 4500 karlmenn. Miðað við 10000 starfandi karla í byggingar- iðnaði komu 1750 til meðferðar vegna slysa það ár, sem er tal- svert yfir meðallagi miðað við aðrar atvinnugreinar. Helgi Steinar Karlsson for- maður Múrarafélags Reykjavík- ur vildi að Vinnueftirlitið beitti meiri hörku við að fá fram úrbæt- ur í þessum málum. Nauðsyn bæri til að setja fram strangari reglur um veitingu starfsleyfa. Aftur á móti taldi Baldur Þór Baldvinsson varaformaður Meistarafélags húsasmiða að erf- itt væri fyrir byggingarmeistara að setja upp góða aðstöðu á bygg- ingarvinnustöðum vegna kostn- aðar sem því fylgdi fyrir meistara og húsbyggjendur! Hugsanlegt væri að skylda sveitarfélög til að sjá fyrir starfsmannaaðstöðu í ný- jum hverfum. Þorbjörn Guðmundsson vara- formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur vildi hertar aðgerðir til að fá fram úrbætur. Þá mælti hann með að myndaður yrði sam- starfshópur um átak til að bæta öryggi og aðbúnað á byggingar- vinnustöðum. Fræðslu um vinnu- vernd ætti að tengja iðnnámi og smíði vinnuskúra væri kjörið verkefni fyrir iðnnema. Friðrik Andrésson varafor- maður Múrarameistarafélags Reykjavíkur taldi öryggið eiga að ganga fyrir öllu. Efla þyrfti ábyrgðartilfinningu starfsmanna, vinnupallar þeirra væru til að mynda oft óvandaðir. Hann kall- aði einnig á hjálp sveitarfélaga í sambandi við vinnuaðstöðu í nýj- um hverfum. Magnús Einarsson starfsmað- ur Dagsbrúnar greindi frá nám- skeiðum sem Dagsbrún vinnur að í þessum efnum fyrir verkamenn í byggingariðnaði. Sigurður Sigurjónsson fram- kvæmdastjóri Byggðaverks sagði stóra verktaka eiga meiri mögu- leika á að hafa aðbúnað og örygg- ismálin i lagi en hinir smærri. Hjá sínu fyrirtæki fengju starfsmenn samfesting í öryggislit, öryggis- skó og hjálma. Auk þess töluðu þeir Guð- mundur Stefánsson ritari Málara- félags Reykjavíkur, Ásmundur Hilmarsson starfsmaður Sam- bands byggingarmanna og Sigfús Sigurðsson fulltrúi í tæknideild VER. Vonandi verður þessi ráð- stefna til að efla til muna aðbún- að og öryggi á vinnustöðum. Ekki bara í byggingariðnaði, heldur og á þeim vinnustöðum þar sem úrbóta er þörf og það virðist vera víða ef slysataflan er skoðuð hér að framan. -S.dór Hér mætti svo sannarlega vera betur að búið hvað vinnuöryggi varðar en flest vinnuslys í landinu verða i byggingavinnu. (Ljósm.: Sig). Fiskifréttir úr ýmsum áttum Sagtfrá eldi laxfiska í Fœreyjum, loðnuveiðum í Barentshafi, Tilapia-fiskinum og vorgotssíld á íslandsmiðum Eldi laxfiska í Færeyjum Árið 1977 hóf einn maður í Færeyjum laxeldi í smáum stfl. Síðan má segja að þróun í fiskeldi í Færeyjum hafi verið hröð. Árið 1984 er framleiðsla á laxi og urr- iða komin í 550 tonn og nú hafa verið gefin út 50 laxeldisleyfi. Framleiðsla lax- og urriðaseiða hefur að undanförnu verið 2,5 miljónir en nú hefur verið ákveð- ið að auka þessa framleiðslu í 5 miljónir á tveimur næstu árum. Þá hafa Færeyingar gert áætlun um að matfisksframleiðsla á laxi og urriða verði orðin tíföld árið 1988 miðað við framleiðsluna 1984. Loðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi Með nýútgefinni reglugerð hefur norskum skipum verið bönnuð öll loðnuveiði í Barents- hafi til mjölvinnslu og gildir bannið til 30. aprfl næstkomandi. Hins vegar eru loðnuveiðar til manneldis leyfðar á þessu tíma- bili og er hámarksheildarafli mið- aður við 742,500 hektólítra sem skiptast þannig: Hringnótaskip 670.000 hektólítra og togveiði- skip 71.500 hektólítra. Þá eru settar reglur um stærð farma sem skip mega veiða í einni veiðiferð. (Heimild Fiskets Gang). Heitvatnsfiskurinn Tilapia í janúarhefti Fiskets Gang sem „Fiskeridirektoratet" gefur út er sagt frá vatnafiskinum Tilapia sem er eldisfiskur bæði í fsrael og á eyjunni Taiwan. Árið 1983 voru framleidd af þessum fiski á Taiw- an 80.000 tonn. í Bandaríkjunum eru komnar 3 eldisstöðvar sem eru grundvallaðar á framleiðslu þessa fisks. Þetta er vatnafiskur sem er í háu verði, en eldistjarnir sem hann er ræktaður í þurfa að vera minnst 15 stiga á celsíus. Þá er sagt að hann hafi verið alinn upp í 25 stiga heitu vatni og við þau skilyrði hafi hann einnig þrifist. Fiskeldisfræðingur frá norsku rannsóknareldisstöðinni Flöde- vigen í Arendal heimsótti nýlega fiskeldisstöð í Kaliforníu þar sem tveir fiskiræktarmenn, Bill Eng- ler og Victor Wade, ráku eldis- stöð og framleiddu fiskinn Tilap- ia ásamt vatnakarfa. Þeir höfðu keypt land undir eldisstöðina í jaðri á eyðimörk, borað þar niður á 150 metra dýpi og fengið upp 60 stiga heitt vatn sem þeir síðan blönduðu með köldu vatni. Síðan grófu þeir tjarnir með jarðýtum og þar ólu þeir fiskinn. Þarna voru komnar 30 slíkar tjarnir þegar Norðmaðurinn heimsótti þá. Þarna stunduðu þeir eldi á Tilapia og var rýmið í tjörnunum, sem ekki voru nema rúmur metri á dýpt, 1,2-1,5 fiskar á fermetra. Ársuppskeran af hverjum 100 fermetrum í tjörnunum var í kringum 6 tonn af Tilapia og 2 tonn af vatnakarfa en þeir rækt- uðu hann með í sömu tjörnunum. Af seiðum sem þeir ólu upp lifðu 90%. Þessir fiskeldismenn sögðu Norðmanninum að ef þeir hefðu eingöngu fiskinn Tilapia í tjörn- unum þá gætu þeir haft þrengra um fiskinn og töldu þá mögulegt að komast upp í að minnsta kosti 13 tonn eða meira á ári af hverj- um 100 fermetrum. Tilapia fiskurinn er mjög frjó- samur, þar sem hrygnurnar hrygna oftast 6-7 sinnum á ári 1500 hrognum í hvert skipti, það er því mjög auðvelt að framleiða nóg af seiðum. Tilapia er mjög fljótvaxinn fiskur og sagt er að hann tvöfaldi þyngd sína aðra hverja viku hafi hann nóg og gott fóður. Þetta er smávaxinn fiskur þar sem hrygn- urnar eru sagðar vera um 600 gr. að þyngd en hængarnir heldur stærri. Hængarnireru eftirsóttari til matar og fljótvaxnari. Tilapia er sögð vaxa upp í fulla stærð á 6 mánuðum. Sá árangur hefur náðst við ræktunina að langstær- sti hluti framleiðslunnar er hæng- ar. Hinir bandarísku fiskeldis- menn töldu að ná mætti betri ár- angri heldur en að framan er sagt með því að hreinsa örar og betur botnfallið úr tjörnunum, auka gegnumstreymi og súrefni í vatn- inu og fóðra fiskinn eingöngu með fóðri sem flýtur ofan á vatn- inu. Þeir sögðu að Tilapia væri auðveldur í eldi og ræktun enda höfðu þeir ekki orðið fyrir neinum óhöppum. Norðmaður- inn segir að ekki sé vitað nú hvað Bandaríkjamarkaðurinn sé stór fyrir þennan fisk, en hann þykir ljúffengur til átu. f Bandaríkjun- um eru hinsvegar aðeins þrjár eldisstöðvar sem framleiða þenú- an fisk. Á stöðinni sem Norðmaðurinn heimsótti þurftu framleiðendur ekki að hafa neitt fyrir sölunni því fiskkaupmenn sóttu fiskinn þáng- að tvisvar í viku. Verðið á fiskin- um lifandi upp úr tjörnunum segir Norðmaðurinn að hafi verið n.kr. 30.- fyrir kg.. í íslenskum peningum verður þetta 169 kr. fyrir kg.. Af Tilapia-fiskinum eru til ýmis afbrigði og er nú verið að reyna að rækta upp fisk sem hægt er að ala upp íkaldara vatni en 15 stig á celsíus. Hvenær kemur norska vorgotssíldin á íslandsmið? Þessari spurningu er erfitt að svara vegna þess hve sagan um síldveiðar fyrir norðurlandi nær stutt aftur. Hitt er hins vegar staðreynd að fyrir síðustu alda- mót var mikil síldargengd við norður Noreg alveg eins og nú. En hvort norska síldin gekk þá á íslandsmið, það vitum við ekki. Það kom flatt upp á marga utan Noregs þegar Fiskeridirektoret ákvað á að auka mikið veiðarnar úr norska vorgotssfldarstofninum á þessu ári, eða í 1.675.000 hektó- lítra. En sannleikurinn mun vera sá að stærð þessa stofns er talin miklu meiri en haldið var og fyrri áætlanir því farnar úr böndum. Vetrarsíldveiðarnar sem hófust 13. janúar sl. á Svolver- og Lófótsmiðum höfðu skilað á land 6. febrúarsl. 206,496 hektólítrum af síld. En norskir síldarverkend- ur hafa nefnt töluna 350.000- 400.000 hektólítra sem þeir muni kaupa af vetrarsíld til manneldis. Enfrá 1. jan. til 1. júlíer einungis leyft að veiða síld til manneldis og má stærð hennar ekki vera minni en 25 cm á lengd. Þó má 25% í farmi miðað við þyngd vera fyrir neðan þetta mál. Síldarmarkaðir í Vestur- Evrópu eru nú mjög erfiðir og mikið framboð. Austur- Þjóðverjar hafa boðist til að kaupa nokkurt magn af norskri vetrarsíld en á því hefur staðið að stjórnvöld veittu leyfi til þess að þeirra skip tækju á móti síldinni nýrri í norskum höfnum. Gert er ráð fyrir að sala á norskri vetrar- sfld til Japans verði minni en búist var við. En kröfur Japana um út- lit frystrar síldar eru strangari en allra annarra. Það vekur athygli hvernig hinum væntanlega sflda- rafla ársins hefur verið skipt upp á milli skipastærða, 925,000 hektólítrar koma í hlut skipa sem eru 90-110 fet að lengd og þar fyrir neðan. En í hlut hins eigin- lega hringnótaflota koma 750,000 hektólítrar. Þessu til við- bótar mega svo menn veiða síld í net til eign neyslu og í beitu til eigin þarfa, en sala á þessari síld er bönnuð. Hvort vikið verður frá settum reglum um hagnýtingu vetrarsíld- aririnar einungis til manneldis ef sala á síldinni reynist erfið, það ákveður „Fiskeridirektoratet" í samráði við stjórnvöld. Jóhann J. E. Kúld 17. febrúar 1986 Pú getur unnið 125.000 knmur i verðlaun fyrir gott nafh á stóra verslanahúsið í nýja miðbænum. í nýja miðbænum í Reykjavík er verið að reisa mikla byggingu, sem hýsa á fjölmargar verslanir, veitinga- og þjónustufyrirtæki. I raun og veru er húsið samfellt verslanaþorp með yflrbyggðum göngu- götum á tveim hæðum. Við þessar götur verða allt að 90 fyrírtæki, allt frá fatahreinsun til stórmarkaða. Góð verðlaun Hagkaup hf. efnir til verðlaunasamkeppni um nafn á nýja stórhýsið. Um samkeppnina gilda eftirfarandi reglur: 1. Tillaga að nafni póstleggist í lokuðu umslagi með eftirfarandi utanáskrift: Mafnakallar Pósthólf 1444 121 Reykjavík 2. Vinsamlega látið aðeins eina tillögu í hvert umslag, og gleymið ekki að merkja tillöguna greinilega með nafni og heimilisfangi höfundar. 3. Umslagið verðurað vera póststimplað í síðasta lagi þann 14. mars 1986. 4. Pyrstu verðlaun eru 125.000 krónur, en dómnefnd getur veitt fleiri verðlaun, ef hún telur þess þörf. 5. Þátttaka í samkeppninni er öllum heimil. 6. Ef fleiri en einn leggja til það nafn, sem dómnefnd telur best, verður dregið um hver þeirra hljóti peningaverðlaunin. Dómnefnd Sérstök dómnefnd mun velja bestu nöfnin, en áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum, ef hún telur engin þeirra nægilega góð. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 20. febrúar 1986 Fimmtudagur 20. febrúar 1986 ÞJÓÐVÍLJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.