Þjóðviljinn - 05.04.1986, Síða 4
LEIÐARI
Isinn bratinn í Bolungarvík
Sú var tíð að atvinnurekendavaldið í Bolungarvík
var alræmt fyrir þótta gagnvart verkalýðshreyfingu -
og enn svíður það mörgum launamanni í sinni, að
verkalýðsleiðtoginn Hannibal Valdimarsson var
fluttur í böndum frá Bolungarvík fyrír réttlætisbaráttu
sína.
Engum er alls varnað og úr Bolungarvík berast nú
þau tíðindi að verkalýðsfélagið og bæjarstjórnin hafi
gert með sér sögulegt samkomulag um 30 þúsund
króna lágmarkslaun fyrir ófaglært verkafólk. Þetta
samkomulag var gert af samninganefnd verkalýð-
sfélagsins á staðnum og bæjarstjórnarinnar, - og
síðan staðfest af bæjarstjórninni.
Óneitanlega vekur það athygli að meðal aðstand-
enda þessa samnings eru landskunnir oddvitar
Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins. í samninganefndinni átti sæti fyrir
hönd bæjarins Benedikt Kristjánsson fyrir Fram-
sóknarflokk,- og Ólafur Kristjánsson forseti bæjar-
stjórnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Af hálfu verkalýð-
sfélagsins leiddi samkomulagið Karvel Pálmason
alþingismaður og miðstjórnarmaður í ASÍ.
Áður en kom til kasta bæjarstjórnarinnar í Bolung-
arvík í fyrrakvöld komu vomur á fjóra bæjarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins og þeir báru fram tillögu um að
fresta samkomulaginu. En bæjarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins, Framsóknarflokks og jafnaðarmanna
stóðu við það, þannig að tillagan um frestun var felld
með 5 atkvæðum gegn fjórum. Þegarsvo samkomu-
lagið var borið undir atkvæði var það samþykkt af
öllum níu bæjarfulltrúunum í Bolungarvík. Það er
langt síðan slíkur ís var brotinn í Bolungarvík.
Samkomulagið náði til ófaglærðra starfsmanna
bæjarins, leikskólans og sjúkrahússins. Þegar
samkomulagið hafði verið staðfest í bæjarstjórninni,
var til viðbótar samþykkt tillaga frá Kristni Gunn-
arssyni bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins um að
samkomulagið næði til allra starfsmanna bæjarins, -
einnig BSRB-manna. Og það var einnig samþykkt
samhljóða.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að frá 1. apríl bætist
3000 krónur á mánaðarlaun fyrir dagvinnu - og síð-
an sama upphæð í hverjum mánuði, þannig að í
síðasta lagi 1. september verða lágmarkslaunin
komin uppí 30 þúsund krónur fyrir dagvinnuna. Vakt-
Endurgreiösla -
í umræðu á alþingi um húsnæðismál í byrjun
þessarar viku reyndi Þorsteinn Pálsson fjármála-
ráðherra að skella skuldinni af misgengi launa og
lána áfyrri ríkisstjórn. Hann talaði einsog hann hefði
gleymt þeirri lykilákvörðun eigin rikisstjórnar í júní
1983 að kippa burtu verðtryggingu launanna.
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins
sagði á þingi af þessu tilefni: „Ég tel að ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að höggva á launavísitöluna
1983 en láta lánskjaravísitöluna vaða áfram, hafi
verið hreint siðleysi - og það sé í rauninni ekkert
annað boðiegt í þeim efnum en að alþingi og
ríkisstjórnin taki í þessum efnum ákvörðun um
aálag, bónus og aðrar álagsgreiðslur haldast með
öllu óskertar.
„Hér hefur skapast gott fordæmi," segir Kristinn
Gunnarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins og
formaður Verslunarmannafélagsins í Bolungarvík í
viðtali við Þjóðviljann í dag. Og þetta samkomulag er
ekki aðeins fordæmi fyrir og við aðra atvinnurekend-
ur í Bolungarvík heldur önnur bæjarfélög, aðra
landsmenn.
Baráttumenn eru ekki lengur fluttir í böndum frá
Bolungarvík, - þar í bæ gefa allra flokka menn tóninn
fyrir aðra landsmenn. Það er þíða í Bolungarvík - og
ísinn brotinn.
skylda alþingis
að endurgreiða eitthvað af þeim pinklum sem
menn urðu að taka á sig eftir breytingarnar á
árinu 1983.“
Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokks-
ins rís ekki undir skyldu sinni. Svavar benti á að
byrðin liggi enn á fólkinu. Það er kjarni málsins,
hvenær sem þessi byrði hafi orðið, þá sé alþingi skylt
að létta þá byrði, „vegna þess að það var tekin
ákvörðun um hana á alþingi.“ Svavar benti á að
þarmeð gætu hvorki ráðherrar né þingmenn skotið
sér undan verkefnum eða skyldu sinni í þessu efni.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. .
Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuðí: 450 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. apríl 1986