Þjóðviljinn - 05.04.1986, Qupperneq 6
I
Körfubolti
Tíustig
Péturs
Pétur Guðmundsson skoraði
10 stig og tók 9 fráköst fyrir Los
Angeles Lakers þegar liðið vann
Sacramento Kings 135-105 í
bandarísku NBA-deildinni í
fyrrakvöld. Pétur lék hálfan leik-
inn, sem er það mesta hjá honum
til þessa hjá féiaginu, og allt bend-
ir til þess að Lakers framlengi
samninginn við hans út vorið.
—VS
Körfubolti
Unglingar
í Frans
Unglingalandslið íslands tekur
þátt í Evrópukeppninni sem hefst
í Frakklandi á mánudaginn.
Leikið verður við Finna, Svía,
Dani og Frakka. í íslenska liðinu
eru Magnús Matthíasson (Rice
University), Jón Þór Gunnarsson
(Haukum), Guðmundur Braga-
son (Grindavík), Jón Örn Guð-
mundsson (ÍR), Kristinn Einars-
son (UMFN), Teitur Örlygsson
(UMFN), Ólafur Gottskálksson
(IBK), Jóhannes Sveinsson (ÍR),
Guðjón Skúlason (ÍBK) og Magn-
ús Guðfmnsson (ÍBK). Þjálfari er
Jón Sigurðsson.
Þingvallagangan
Gengið
á morgun
Hin árlega Þingvallaganga, 42
km skíðamaraþon, fer fram á
morgun, sunnudag. Að vanda er
gengið frá Hveradölum tii Þing-
valla en þeir sem ekki treysta sér
svo langt geta gengið 21 km, frá
Hveradölum til Nesjavalla. Rúta
flytur keppendur til baka til
Hveradala frá báðum endastöðv-
um. Gangan hefst kl. 12 á hádegi
en skráning verður í Hveradölum
frá kl. 11. Þátttökugjald er 500
krónur.
Körfubolti
Cibona
meistari
Cibona Zagreb frá Júgóslavíu
varð í fyrrakvöld Evrópumeistari
í körfuknattleik. Cibona vann
Zhalgiris Kaunas frá Sovétríkj-
unum (Lithauen) í úrslitaleik í
Búdapest, 94-82.
Cibona var betri aðilinn allan
tímann og eftir að hinn 21 árs
gamli og 2,18 m hái Aruydas Sa-
bonis hjá Zhalgiris var rekinn af
leikvelli fyrir að slá mótherja var
sigurinn i höfn.
—VS/Reuter
Knattspyrna
Eder
rekinn!
Eder, hinn snjalli, örvfætti og
skotharði leikmaður, hefur verið
rekinn úr landsliðshópi Brasilíu-
manna. Hann gaf mótherja á
kjaftinn í vináttulandsleik gegn
Perú fyrir nokkrum dögum og
var rekinn af leikvelli fyrir vikið
og nú hefur það kostað hann
landsliðssætið. Sidney, annar
landsliðsmaður, fékk að fjúka
um leið og Eder. Hann hafði
hundsað ráðleggingar læknis og
hafið æfingar eftir meiðsli mun
fyrr en æskilegt var.
—VS/Reuter
Suður-Kórea
Mikill undirbúningur
en augljósir veikleikar
Undankeppnin auðveld. Nœgirpeningar, snjallir leikmenn,
atvinnumennska í þrjú ár
Þjóðviljinn mun næstu vikurnar kynna nokkrar þeirra þjóða sem
taka þátt í lokakeppni HM í knattspyrnu í Mexíkó í sumar. Valdar
hafa verið úr þær þjóðir sem minnst eru þekktar í knattspyrnu-
heiminum og í dag er byrjað á Suður-Kóreu. Jón E. Haraldsson,
kennari á ísafirði, er höfundur greinanna.
Lee Tae-Ho, einn snjallasti knattspyrnumaður í Asíu.
Miklar efnahagslegar framfarir
síðustu ár, hafa gert það að verk-
um, að í Suður-Kóreu eru nú
meiri peningar í umferð en
nokkru sinni fyrr. Þetta hefur
m.a. leitt til þess, að fyrir þremur
árum tóku Suður-Kóreumenn
upp atvinnumennsku í knatt-
spyrnu. Það eitt er þó ekki nóg til
þess að setja samasemmerki á.
milli Suður-Kóreumanna og Evr-
ópu og Suður-Ameríkumanna á
knattspyrnusviðinu. Síðast tóku
Suður-Kóreumenn þátt í loka-
keppni HM í Sviss, fyrir 32 árum,
við lítinn orðstír, en nú eru
breyttir tímar. Landsliðið hefur
aldrei haft betri aðstæður til
undirbúnings í nokkurri keppni.
Nóg er til af peningum. Fáeinir
leikmenn eru af alþjóðlegum
klassa, en spurningin er hvort
þetta sé nóg til að ná árangri, því
veikleikarnir eru líka nokkuð
augljósir.
Suður-Kóreumenn unnu sjö
leiki af átta í sínum riðli í undan-
keppni HM, en það segir okkur í
sjálfu sér ákaflega lítið um styrk-
leika þeirra, þar sem styrkleiki
andstæðinganna var ekkert til að
hrópa húrra fyrir, og engum er
það betur ljóst en Suður-
Kóreumönnum sjálfum að und-
ankeppnin var hreinasti barna-
leikur miðað við það að þurfa að
mæta Argentínu, Ítalíu og Búlg-
aríu í lokakeppninni.
Sem fyrr segir er þetta í annað
skipti, sem Suður-Kórea tekur
þátt í lokakeppni HM og vonandi
hljóta þeir betri örlög nú en í
Sviss 1954, þegar þeir töpuðu 0-9
fyrir Ungverjalandi, og 0-7 fyrir
Tyrkjum. Það er reyndar hægt að
afsaka þessi úrslit á margan hátt.
Styrjöld hafði geisað í landinu, og
því síðan skipt í 2 hluta, og Kóre-
önsk knattspyrna hafði heldur
engan veginn slitið barns-
skónum, að minnsta kosti ekki í
alþjóðlegum keppnum. Þess
vegna vakti það gífurlega athygli,
þegar Norður-Kóreumenn að-
eins 12 árum seinna tóku þátt í
lokakeppninni á Englandi, og
komust í undanúrslit. Síðan hefur
lítið sem ekkert heyrst frá knatt-
spyrnumönnum frá Norður-
Kóreu, en Suður-Kóreumenn
eru smátt og smátt byrjaðir að
vekja á sér athygli, sem að líklega
orsakast af áður nefndum fram-
förum í efnahagslífinu.
Margir knattspyrnuáhuga-
menn hafa á undanförnum árum
líkt Suður-Kóreu við Júgóslavíu,
hvað varðar útflutning á knatt-
spyrnumönnum. Ekkert annað
land í allri Asíu framleiðir, ef svo
má segja, eins marga hæfileika-
menn í knattspyrnu, og leggur sig
jafnframt eftir að flytja þá út til
annarra landa. Þessi fótbolta-
pólitík hefur gert Suður-Kóreu
að stórveldi á knattspyrnusviðinu
í Asíu. Hingað til hafa Suður-
Kóreumenn þó ekki haft árangur
sem erfiði, í lokakeppninni um
Asíubikarinn í Singapore fyrir
rúmlega ári síðan varð Suður-
Kórea í 5. og síöasta sæti í sínum
riðli, og úrslit í alþjóðlegum
mótum hafa ekki beinlínis verið
Suður-Kóreu í hag á undanförn-
um árum. Það má því draga þá
ályktun, að hin sálfræðilega hlið
þjálfunarinnar verði aðalverk-
efni landsliðsþjálfarans, hins 42
ára gamla Kim Jung-Nam, fram
að lokakeppni.
Af augljósum ástæðum er
Suður-Kórea undir gífurlegum
bandarískum áhrifum, og það er
erfitt að dæma um hvort knatt-
spyrna getur kallast þjóðaríþrótt.
Rétt eins og í Japan er hornabolti
geysilega vinsæll, og knattspyrn-
an er í 2.-3. sæti, þó hafa Suður-
Kóreumenn haft meistaramót í
knattspyrnu síðustu 40 ár, og
bikarmót síðustu 30 ár.
Þangað til fyrir fáum árum síð-
an var knattspyrnuiðkun hrein
áhugamennska í Suður-Kóreu,
og bestu liðin komu frá hernum
og háskólunum, og einstaka frá
stórum fyrirtækjum. En 1980
myndaði hópur einhvers konar
trúarofstækismanna, með hjálp
milljónera nokkurs, fyrsta at-
vinnuknattspyrnufélagið, og
fékk það nafnið Hallelujah.
Þremur árum seinna fylgdi
knattspyrnusambandið K.F.A.
eftir. Síðan ’83 hafa verið í
landinu 6 atvinnufélög, sem að
bandarískri fyrirmynd hafa hlotið
nöfn eins og Elephants, Tigers,
Eagles o.s.frv. Mótin hafa að
undanförnu verið með misjöfnu
sniði, en í hitteðfyrra byrjaði
nokkurs konar úrvalsdeild, þar
sem þessi 6 félög ásamt einu her-
liði og einu bankaliði, kepptu
með sér í 3 umferðum.
A síðasta ári dvöldu landsliðs-
menn langtímum saman í æfinga-
búðum og tóku því ekki þátt í
deildakeppninni. Þetta varð til
þess að knattspyrnan þótti ekki
eins góð og áður og ennfremur
söknuðu margir átrúnaðargoða
sinna. Afleiðingarnar urðu fækk-
un áhorfenda úr ca 20.000 að
meðaltali á leik ’84 í 7.000 ’85.
Margra mánaða dvöl landsliðs-
efnanna í æfingabúðunum í
Teinung var því fremur óvinsæl
meðal ráðamanna í félögunum,
en þetta var vilji forseta knatt-
spyrnusambandsins. Sá heitir
Choi Soon Young og er nógu
voldugur til að fá vilja sínum
framgengt bæði hvað þetta varð-
ar og líka til að útvega peninga til
þess að gefa landsliðinu kost á
eins góðum undirbúningi og hægt
er að hugsa sér.
Riðlakeppnin var Suður-
Kóreumönnum ekki erfið. Þeir
lentu í undirriðli A í Asíuriðli 3
ásamt Nepal og Malaysíu. Suður-
Kórea tapaði reyndar 0-1 í Kuala
Lumpur gegn Malaysíu en vann
hina 3 leikina án þess að fá á sig
mark. í annarri umferð lentu
Suður-Kóreumenn á móti Indó-
nesíu'. Þeir unnu 2-0 heima í Seo-
ul, og sýndu síðan muninn á lið-
unum með því að vinna 4-1 í
Djakarta, þrátt fyrir að hið tróp-
íska loftslag væri þeim framandi.
Nú voru menn klárir í úrslita-
leikina við Japan. Fyrri leikinn
vann Suður-Kórea á Ólympíu-
leikvanginum í Tókíó 2-1, og það
neyddi japanska landsliðsþjálfar-
ann Takaji Mori til að setja sókn-
arknattspyrnu á dagskrá í seinni
leiknum í Seoul. Á hinum nýja,
súperflotta, tilvonandi ólympíul-
eikvangi í Seoul, í nærveru 70.000
áhorfenda, léku menn yfirvegaða
varnarknattspyrnu og beittu
skyndisóknum. Ein slík bar ár-
angur á 62. mínútu, þegar mið-
vallarleikmaðurinn Huh Jung
Moo skoraði eina mark leiksins,
eftir að ein aðalstjarnan Choi
Soon Ho hafði átt skot í stöng.
Japanir voru sem sé engin
veruleg . ógnun og Suður-
Kóreumenn voru búnir að
tryggja sér farseðil til Mexíkó.
Öll þjóðin fagnaði og knattspyrn-
usérfræðingar um heim allan
urðu að fara að setja sig inn í
knattspyrnu í Suður-Kóreu.
P.H. Hansen skrifar í T.b. að
hann hafi fyrir 2 árum séð Hallel-
ujah spila í Hong Kong og kom
honum mjög á óvart hversu
hraða knattspyrnu liðið lék, þótt
þeir hefðu hafið leikinn með
fremur rólegri bænastund, sem
einnig vakti honum furðu. En
hröð knattspyrna og knattmeð-
ferð í góðu lagi voru einkenni
liðsmanna.
Suður-kóreanska landsliðið er
mjög agað lið sem spilar hraðan
teknískan fótbolta, en taktískt
eiga þeir það sammerkt með öðr-
um knattspyrnumönnum frá
Asíu, að vera fremur lélegir. Alla
vega ef miðað er við landslið Evr-
ópulanda.
Því til stuðnings má nefna að
hinn 24 ára gamli miðvallarleik-
maður, Lee Tae-Ho frá Daewoo
Royals, er af mörgum talinn einn
besti leikmaður álfunnar, en
samt sem áður telja flestir máls-
metandi menn, sem þekkja
suður-kóreanska landsliðið að
það vanti fyrst og fremst mann á
miðjuna sem geti sett sóknir í
gang.
Vörnin er engan veginn
fullkomin og markamðurinn Cho
Beyung-Duk frá Hallelujah er í
snotru meðallagi.
Stjarna landsliðsins er áður-
nefndur Choi 23 ára, 185 cm.
framherji frá Járn- og stálfyrirt-
ækjafélaginu Dolphins í Pohang.
Hann er af suður-kóreönskum
íþróttafréttamönnum álitinn
langbesti knattspyrnumaður í
landinu fyrr og síðar, og. er talið
líklegt að hann fái samningstil-
boð frá Evrópu eftir HM. Þegar
hafa nokkur félög sýnt áhuga.
En það er nú svo að einn maður
er ekki nóg í knattspyrnulið og
það er mögulegt að Suður-
Kóreumenn sæki Cha Bum Kun
til Þýskalands, en þar hefur hann
leikið við góðan orðstír síðan ’78.
Það er að vísu ekki siður Suður-
Kóreumanna að sækja „útlend-
inga“ fyrir mikilvæga leiki, en
málið hlýtur að vera í íhugun hjá
Kim þjálfara, þó ekki væri nema
vegna þekkingar og reynslu Cha
af evrópskri knattspyrnu. Auk
þess er Cha liðtækur á miðjunni
þótt hann sé fyrst og fremst sókn-
armaður.
Það er augljóst að það má ekki
búast við miklu af Suður-Kóreu á
HM. Þrátt fyrir mikinn og dýran
undirbúning er hæpið að reikna
með að þeir komist í milliriðla en
einmitt vegna góðs undirbúnings
eiga þeir að geta mætt með sam-
stillt lið til Mexíkó, og hafi þeir
trú á sjálfum sér þá liggja mögu-
leikar þeirra í því að hin liðin van-
meti þá - og þá gæti allt hugsan-
legt gerst.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. apríl 1986