Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Heimsfriðnum ógnað Um allan heim bíöa menn slegnir miklum ótta eftir næstu lotu í átökunum sem Bandaríkja- menn hrundu af staö meö loftárásum sínum á Líbýu í fyrrinótt. Þaö sem menn óttuðust mest varö aö veruleika, og þær viösjár sem eru aö magnast kunna aö tendra þann grimma loga sem engu mun eira. Það er tæpast hægt aö segja annað, en hinar óafsakanlegu loftárásir Bandaríkjamanna á Lí- býu séu skólabókardæmi um það, hvernig valdhroki hervædds stórveldis gagnvart fjar- lægri smáþjóö hrindir af staö atburðarás, sem á skammri stundu getur orðið svo villt, aö enginn fær hana hamið. Þessvegna er háttalag banda- rísku stjórnarinnar í Washington óafsakanlegt. Reagan forseti og þeir sem hvísla honum ráöum í eyra eru meö hegðun sinni orðnir sekir um ótrúlegt ábyrgðarleysi. Ekki einvöröungu gagnvart lífi og limum eigin þegna og líbýskra. Þeir hafa gerst sekir um ábyrgðarleysi gagnvart heimsfriönum. Þeir hafa stefnt honum í voöa. Því þaö er staðreynd, að magnist átökin, högg leiöi af höggi, þá getur skammt oröiö til mikilla tíðinda. Þaö er hin grimma ógn sem í loftinu liggur. Hin fráleita skýring bandarísku stjórnarinnar á loftárásunum er sú, aö meö þeim hafi hún verið aö koma í veg fyrir hryöjuverk líbýskra stjórnvalda gagnvart bandarískum þegum víös vegar um heiminn. Þetta tekur auövitaö ekki nokkru tali. A aö útrýma glæp meö glæp, moröi meö morði, hryðjuverkum meö hryöjuverkum? Hátterni bandaríska hersins í Líbýu er nefni- lega líka ekkert annað en hryöjuverk. Þaö er staðreynd, aö þrátt fyrir hinn háþróaöa tækni- búnaö bandaríska hersins þá uröu íbúðarhverfi fyrir skotum, samkvæmt fréttum. Lík barna og gamals fólks, sem ekkert höföu til saka unnið gagnvart bandarísku þjóðinni, liggja í valnum. Andspænis slíkum verknaöi nægir tæpast ann- að orö til lýsingar en hryðjuverk. Þegar Ijóst varö aö til aögeröa kynni aö draga hótuðu Líbýumenn bandarískum stjórnvöldum mótaögeröum. Þær eru nú hafnar og stig- mögnun atburöarásarinnar þar meö hafin. Þaö er líklegt aö þegnar fleiri þjóöa en Bandaríkj- anna hljóti miska af átökunum. Breska stjórnin launaði Bandaríkjamönnum stuöning í stríðinu foröum um Falkland meö því aö Ijá afnot af flugvöllum í hinum friösæla háskólabæ Oxford. Þaöan hófu árásarvélarnar sig til flugs og fóru náttfari til hernaðaraðgerða í Líbýu. Ákvöröun bresku stjórnarinnarervægastsagt óskiljanleg. Hún stóreykur líkur á því aö lífi breskra þegna sé stofnaö í voða, því meö ákvöröun sinni var þaö í rauninni Margrét Thatcher sjálf, sem dró víglínu átakanna milli Líbýu og Bandaríkjanna um Bret- land, og Oxford sérstaklega. Árásin á Líbýu var fyrst og fremst gerö vegna meintra ábyrgðar Gaddafis og hans manna á sprengjutilræði viö vestur-þýskan skemmti- staö, þar sem amerískir hermenn voru tíðir gestir. Þaö er til marks um „ábyrgð“ Bandaríkja- stjórnar, aö ekkert hefur komiö fram sem ótví- rætt sannar þátttöku Líbýumanna í sprenging- unni. Háttsettir menn úr vestur-þýska stjórnkerfinu hafa staöfest það opinberlega. Sú skýring er því ekkert annað en tylliástæöa, not- uö sem yfirvarp af Bandaríkjamönnum til aö hefja árásirnar á Líbýu og sýna meö því vald sitt. Og jafnvel þó sýnt þætti, aö Líbýumenn hefðu átt þátt í voöaverknaðinum í Þýskalandi, þá rétt- lætir þaö ekki aö stofna heimsfriönum í hættu. Loftárásirnar á Líbýu eru ekkert annaö en ögrun. Þær eru ögrun viö allan Arabaheiminn, þær eru ögrun viö bandalagsþjóöir Bandaríkj- anna í Evrópu, þær eru ögrun viö heimsfriðinn sjálfan. Þess vegna hljóta þjóöir heims aö for- dæma þær og harma. En átökin leiða líka hugann aö okkur, eyþjóö úr alfaraleið. Viö kynnum líka aö geta dregist inn í ófriö, því magnist hinn mikli logi erum viö skot- mark líka. Herstöö er skotmark. í dag kl. 18.00 er í miðbænum útifundur, þar sem samtök af mörgum toga munu mótmæla gerræöi Bandaríkjanna gagnvart Líbýu og ábyrgöarleysi þeirra gagnvart gervöllum heims- friöi. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Vandi íslenskrar tungu Óþörf leti kom í veg fyrir að klippari kæmi til „ráðstefnu um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum" í Norræna húsinu fyrr en mætir menn höfðu talað um mál- vöndun, móðurmálskennslu á ýmsum stigum, menntun og mál- far fréttamanna og auglýsinga- mál. En eftir hádegi talaði Pórar- inn Eldjárn um þá málræktar- athöfn sem það í sjálfu sér er að yrkja á íslensku - en og mættu menn þó ekki líta á sig fyrst og fremst sem varðveislumenn tung- unnar og þaðan af síður gera sig seka um þá „þjóðrembu" að láta sem íslenska sé svo merkilegt tungumál, að það sem á því er ort verði strax af því einu merkilegra en yrkingar á öðrum málum. Helgi Hálfdanarson flutti ljóm- andi erindi um raunir og gleði þýðanda. Hann taldi fullgilda þýðingu óhugsandi, en samt væri alltaf til mikils að vinna þegar í þýðingu er ráðist og vel mættu menn hafa það í huga að þarflaust væri að varðveita þjóðtungur ef þær gætu nákvæmlega speglað hver aðra. Ólafur Halldórsson vildi gefa út í aðgengilegum út- gáfum ýmsa texta fyrir alda m.a. til að menn ættu þess kost að hressa sig á málfari kláru og kvittu og forðast gerfimál og laumuslettur, sem menn eru síF ellt að bera sér í munn. Halldór Halldórsson gerði grein fyrir ný- yrðaþörf (í umræðum kom fram að í byggingarverkfræði einni biðu 15 þúsund fyrirbæri eftir því að eignast orð yfir sig á íslenskú) og svo því, hvað ráði mestu um það hvort nýyrði sigrar, kemst inn í algengt mál. Guðrún Kvar- an fræddi viðstadda á þeirri ringulreið, sem upp er komin í íslenskum nafngiftum, meðal annars vegna laga um mannanöfn sem eru í gildi og þó ekki. Ekki er nokkur vegur að end- ursegja ráðstefnu sem þessa - það er svo víða komið við og um hvert og eitt umræðuefni þrettán fyrirlesara mætti og þyrfti að skrifa langt mál. En svo mikið er víst að ráðstefnan var fjölsótt og ber í sjálfu sér gott vitni um áhuga á velferð tungunnar og áhyggjur af henni og mun ekki af veita. Hver og einn Háskinn er margur - á skömmum tíma hafa lífshættir, fjölskyldutengsl, tómstundasiðir og lestrarvenjur breyst gífurlega hratt og þá yfirleitt í þá veru, að staða íslenskrar tungu verður erf- iðari en fyrr. Og það þarf vitan- lega að bæta móðurmálskennslu og sjá til þess að vel sé þýtt erlent sjónvarpsefni og að sæmilegt ís- lenskt efni sé búið til og að frétta- menn kunni að skrifa og til eru margir aðrir leikir til sóknar og vamar. En hvað sem líður hinum sk'pulögðu hernaðaraðgerðum í striðinu um framtíð íslenskrar tuungu, þá verður aldrei hamrað um of á því, hve miklu varðar framganga hvers og eins, allra þeirra sem stinga niður penna, klappa ritvélum og tölvum, taka til máls svo margir heyri. Ritsafn Vilmundar Jónssonar Fyrir jól kom út ritsafn sem hefur ekki verið fjallað um hér í blaðinu sem skyldi, „Með hug og orði" sem geymir greinar og frá- sagnir og ýmislegt fleira eftir Vil- mund Jónsson. Sá ágæti þing- maður og landlæknir skrifar um hvert mál með þeim hætti að unun er að lesa. Óg hann kemur nú hér við sögu fyrir þær sakir, að hann var með afbrigðum ein- beiltur og hugvitssamur málrækt- armaður og orðasmiður. Vil- mundur segir til dæmis mjög skemmtilega frá því, hvernig hann fann orðið „tandurhreinn“ og dettur lesanda um leið í hug, að hann vildi gjarna komast í bók þar sem saman væru dregin fleiri ævintýri nýrra orða. Vilmundur hlífði þeim aldrei, sem finna ekki til ábyrgðar gagnvart móðurmáli sínu, sýna því leti og hirðuleysi, koma sér upp einskonar „andhœlislegri djöflaþýsku“ fyrir fordildar sakir. Hann skrifar oftar en ekki um málfar kollega sinna í læknastétt og sýnist honum að því hríðfari aftur - samt eru þau dæmi sem hann tekur af læknamáli næsta sakleysisleg mörg hver í saman- burði við það illgresið sem nú um stundir stendur með miklum blóma í túnum sérfræðinganna. Vilmundur fyrirgefur mönnum þótt þeir noti „djöflaþýsku“ sín í milli - það gerðu jafnvel Fjölnis- menn. En öðru máli gegnir þegar sérfróðir menn ætla sér að tala til almennings - þá skulu þeir vanda sig eða þegja ella. Um læknamál- ið segir Vilmundur meðal annars: „Peir lœknar, efnokkrir kynnu að vera, sem betiir mega, en halda því þó til streitu að rœða og rita um frœði sín á því hrakmáli, mœttu hugleiða málfar sitt frá al- mennu þrifnaðarsjónarmiði. Vera má að einhverjir þeirra kœmust að þeirri niðurstöðu að með því óvirði þeir ekki eingöngu þjóð sína og tungu, tilheyrendur og lesendur, heldur einnig sjálfa sig með þeim andlega óþrifnaði, sem verður ekki til annars jafnað en þess, að vanrœkja þrif líkama síns, ösla á forugum skóm inn í vistarverur óviðkomandi fólks og láta vaða ekki einungis á öll gólf, heldur upp ttm alla veggi“. Svo mælti Vilmundur. En hann hefur þegar fyrir aldarfjórðungi áhyggjur af því, að kannski sé það of seint að brýna það fyrir mönnum að þeir vandi sig - þeir kunni það ekki lengur. Hann segir á þá leið, að það sé ekki víst að fyrrgreint fordæmi Fjölnis- manna henti lengur til eftir- breytni: „þegar af þeirri ástœðu að til þess að hafa málstakkaskipti, eins og flestir Fjölnismenn léku sér að, þurfa menn að eiga stakka til skipta eins og þeir. En hvað mundu margir íslenskir djöfla- þýskulœknar eiga sér sinn mál- farslega sparistakk til að bregða sér í, þegar þeir fara á manna- mót?“ Þetta er mikið stríð og því mun seint ljúka. Og því var nú minnt á Vilmund Jónsson, að hver starfs- stétt þarf að eiga harðsnúna eld- klerka tungunnar, sem lesi sínum mönnum málfarspistilinn eins og Vilmundur las yfir félögum sín- um læknum. _ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Petursdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjalmsson, Olafur Björnsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Blaðamenn: G’arðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333. ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Auglýsingar: Síðumula 6 simar 681331 og 681310. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- Clausen. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Verð í lausasölu: 40 kr. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN | Miðvikudagur 16. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.