Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 2
FRETTIR Arnarflug TORGIÐ Verður Magnús Gunn stjómarformaður? Mikillþrýstingur á Magnús að taka stöðuna. Axel Gíslason og mögulega Hörður Einarsson aðrir ínýrri þriggja manna stjórn. Ameðal hinna nýju tilvonandi hluthafa í Arnarflugi er mikill þrýstingur á Magnús Gunnars- son, forstjóra SIF og fyrrum framkvæmdastjóra VSI, að taka að sér stöðu stjórnarformanns Arnarflugs, verði af inngöngu ný- liðanna. Rætt er um að fækka stjórninni úr fimm niður í þrjá, og telja heimildir Þjóðviljans mjög líklegt að Axel Gíslason verði áfram í stjórninni. Meiri óvissa ríkir um þriðja manninn, en í gær virtist sem ýmsir litu til Harðar Einarssonar, fram- kvæmda- og útgáfustjóra Frjáls- ar fjölmiðlunar (DV). Astæöan fyrir því aö hluthaf- arnir vilja Magnús er fyrst og fremst aö hann var áöur forstjóri Arnarflugs fyrstu fimm árin í lífi þess og átti meðal annars í við- skiptum við sömu viöskiptaaðila í Arabalöndunum og Arnarflug hefur nú gert samninga við. Taliö er að þaö þurfi harðan mann nieð þekkingu til að stjórna víðskipt- unum við þá og því vilja menn Magnús. En samkvæmt mjög traustum heimildum Pjóðviljans er Magnús tregur til starfans. þar sem hann telur sig hafa meir en nóg að gera fyrir SÍF. Grindavík Piltur týndur Aköf leit stendur nú yfir í Grindavík að 18 ára gömlum pilti, Hermanni Guðmundssyni, en síðast sást til fcrða hans við unglingaskemmtistaðinn Gjána kl. 01.15 aðfararnótt sl. sunnu- dags. Leit hefur ekki árangur borið, en hún hófst strax á sunnu- dag. Að sögn lögreglunnar í Grindavík hafa liðsmenn björg- unarsveitarinnar Þorbjörns þar syðra og köfunardeild lögregl- unnar úr Reykjavík fengist við leitina. Höfnin hefur verið slædd og svæðið umhverfis Grindavík gengið. Hermann Guðmundsson er frá Sjónarhóli við Grindavík. Hann er klæddur gráum buxum, gráum rúskinnsjakka, í drapplitri skyrtu, bláu vesti og á svörtum skóm. Allir þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Hermanns eftir kl. 01.15 á sunnudagsnótt eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Grindavík, s. 92- 8444. -v. I kvöld Islenskur forseti og norskt skáld í kvöld kl. 20.30 heldur dr. Per Amdam fyrirlestur í Norræna húsinu um samband Björnstjerne Björnsons og Jóns Sigurðssonar forseta. vIslands Politikk - norsk poesi“. A sunnudaginn, 20. apríl verður dagskrá í Norræna húsinu um Björnson, þarsem Per Amdam segir frá ljóðmælum skáldsins og sýnir litskyggnur frá heimabyggð Björnstjerne Björn- sons og Hjörtur Pálsson les úr ljóðaþýðingum sínum. Sá möguleiki er einnig ræddur, að stjórnin verði stækkuð úr fimm og þá jafnvel í tíu manns, en þriggja manna framkvæmda- stjórn verði mynduð og þá með þeim nöfnum sem ofan eru talin. Ýmsir hafa viljað fá Helga Jó- hannsson hjá Samvinnuferðum- Landsýn inn í þriggja manna stjórnina. Óráðið er með framkvæmda- stjóra Arnarflugs. Uppsögn Agn- ars Friðrikssonar er enn formlega í gildi, hins vegar munu ýmsir á meðal nýju hluthafanna þess fýs- andi að hann verði áfram fram- kvæmdastjóri. Nýju hluthafarnir eru Hörður Einarsson og Sveinn R. hjá Frjálsri fjölmiðlun, Guðlaugur í Karnabæ, Pctur Björnsson í Kók, Samvinnuferðir-Landsýn, ferða- skrifstofan Atlantik, Hótcl Holt og Saga, ásamt Magnúsi Gunn- arssyni. Að auki munu Hagvirki og Sjóvá vera að íhuga inngöngu í fyrirtækið. ös Hörður þarna líka! Já, víða slettir flórkýrin hala sínum. Hildur Kjartansdóttir: Það væri skynsamlegra að borgin keypti þetta húsnæði undir þjónustu viðaldraðaeðaunglinga.Slíkaþjónustu vantaríþettahverfi. Verslunarskólahúsnœðið Háskólinn gerir tilboð Háskóli íslands hefurgert tilboð í byggingu Verslunarskólans við Þingholtsstrœti. Hildur Kjartansdóttir: Hverfið þolir ekki aukinn umferðarþunga ^jj áskóli íslands hefur gert til- boð í nýbyggingu Verslunar- skólans við Þingholtsstræti, en ef af kaupunum vcrður mun skólinn nota húsnæðið fyrir kennslu. Hildur Kjartansdóttir formað- ur íbúasamtaka Þingholtanna sagði að staðsetning háskóla- deildar í húsnæðinu myndi hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir hverfið. „Umferðin í hverfinu kemur til með að aukast veruiega en umferðarþunginn er nú þegar vandamál. Það hefði verið öllu skynsamlegra að borgin keypti húsið og kæmi þar upp aðstöðu fyrir aldraða eða unglinga en slík aðstaða er ekki fyrir hendi í þessu hverfi en mikil þörf er á henni, sagði Hildur. Þá sagði Hildur að verið væri að skipuleggja fund með íbúum hverfisins þar sem þessi mál verði rædd. —K.ÓI. SVESI Uppfinningar vemdaðar Samtökstofnuð. Fundur í kvöld Það hefur viljað brenna við, að uppflnningamenn, hönnuðir og framleiðendur njóti ekki fyllstu verndar á hugsmíðum sín- um og verkum, bæði hér á landi og erlendis. Til að bæta úr þessu er nú búið að stofna félag hér- lendis, um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Samtökin nefnast SVESI. Stofnendur eru Félag íslenskra iðnrekenda, íslenska einkaleyfa- og vörumerkjastofan ásamt Fakt- or Company. Þau hyggjast beita sér fyrir lagasetningu á íslandi ti! verndar uppfinningum og eignarréttindum á sviði iðnaðar. Þar má nefna einkaleyfislöggjöf, vörumerkjalöggjöf, og löggjöf um verndun útlits og hönnunar. Samtökin ætla að efna til fræðslufunda um einstaka þætti á þessu sviði og sá fyrsti verður í Eiríksbúð á Hótel Loftleiðum í kvöld miðvikudag, kl. 17. Þor- geir Örlygsson, dósent við laga- deildina mun þar kynna drög að nýju frumvarpi um mynsturlög- gjöf- Formaður samtakanna er Árni Vilhjálmsson, héraðsdómslög- maður. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 16. apríl 1986 Háskólatónleikar Selló og píanó Á háskólatónleikum í Norræna húsinu í hádeginu í dag leika Carmel Russel á selló og Stephen J. Yates á píanó verk eftir Beetho- ven og Stephen Yates. Þetta eru áttundu og síðustu háskólatónleikarnir á vormisseri. Þeir hefjast 12.30 og standa í um hálftíma. ÆFAB Dregið í happdrætti Dregið hefur verið í Kína- happdrætti Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins. Aðalvinn- ingurinn, Kínaferð, kom á miða nr. 4391. Aðrir vinningar, bókin Kína eftir Ragnar Baldursson, kom á miða nr. 4689, 4286,1425, 802,753,2314,3359,1853,150 og 36.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.