Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 5
DJðÐVIUINN Umsjón: Lúðvík Geirsson Libýuárásin Ályktun ríkisstjómar máttlaus Pingmennfordœma árásir Bandaríkjanna á Tripóli harðlega. Viðbrögð ríkisstjórnar bœði of sein og of lin. Hjörleifur Guttormsson: Islendingar ábyrgirsem aðilar að Nato Loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu í fyrrinótt setti stórt mark á umræður um skýrslu utanríkis- ráðherra á alþingi í gær. Ráðherr- ann sjálfur vék fáum orðum að árásinni, sagði Gaddafi veita al- þjóðahryðjuverkamönnum hæli og stuðning, en aðgerð Banda- ríkjamanna væri ekki til þess fall- in að uppræta hryðjuverk. Síðan las hann ályktun ríkisstjórnarinn- ar frá í gærmorgun. Þingmenn annarra flokka tóku mun dýpra í árinni í gagnrýni sinni og fordæm- ingu á árásum Bandaríkjamanna og Páll Pétursson þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins sagði að ályktun ríkisstjórnarinn- ar hefði mátt vera skorinorðari. Hjörleifur Guttormsson full- trúi Alþýðubandalagsins í utan- ríkismálanefnd sagði í ítarlegri ræðu sinni, að sú staða sem nú væri komin upp við Miðjarðarhaf á ábyrgð Bandaríkjamanna, sýndi hve skammt gæti orðið í ragnarök. íslendingar væru að sínu leyti ábyrgir fyrir því fólsku- verki sem framið hefði verið, sem aðilar að hernaðarbandalaginu NATO. Aðstaða þess bandalagsí Bretlandi hefði verið notuð sem bækistöð fyrir árásarflotann. Réttlæting og stuðningsyfirlysing við NATO —1986 hefur verið lýst sem sér- stöku friðarári Sameinuðu þjóð- anna. Forysturíki NATO ræðst gegn sjálfstæðu ríki og réttlætir gjörðir sínar sem sjálfsvörn og vitnar sérstaklega til 51. greinar sáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem er nákvæmlega sú sama grein og Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra vitnar til í skýrslu sinni sem sérstaka stuðningsyfir- lýsingu við NATO, sagði Hjör- leifur. —Árásin er sögð til að draga tennur úr hryðjuverka- mönnum. Ætli bandaríska þjóðin samþykki það þegar hún sér af- leiðingar þessarar herferðar gegn almennum borgurum og er- lendum sendiráðum? Hjörleifur ræddi sérstaklega um máttlausa yfirlýsingu stjórnvalda og minnti á tillögu þá er hann lagði fyrir utanríkismála- nefnd í fyrradag þar sem varað var við árásum á Líbýu. —Utan- ríkismálanefnd sá sér ekki fært að taka afstöðu til málsins og svaf á því. Þannig fékk rödd íslands ekki að hljóma í tíma, til að vara við. Svona má Alþingi ekki bregðast við í stórmálum. Al- þingi verður að láta rödd friðar og sátta tala á meðan enn er tími til, sagði Hjörleifur ma. Leikur að eldi Kjartan Jóhannsson A, sagði að árásin á Líbýu væri sannarlega fordæmanleg á sama hátt og menn fordæmu með hörðustu orðum alla hryðjuverkastarf- semi. —Það er ekki líklegt að sú leið sem Bandaríkjamenn hafa valið sé til farsælda, heldur dragi hún á eftir sér slóða. Hér leika menn sér að eldi. Þetta eru sorg- leg tíðindi og ég fordæmi þessa árás, sagði Kjartan. Treysti varlega á Bandaríkin Páll Pétursson þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, sagði að Bandaríkjamenn hefðu gert fólskuárás á Libýu og það væri siðferðilegur háski að ganga til samstarfs við þjóð sem gripi til slíkra örþrifaráða. —Það verður að treysta varlega á leiðsögn Bandaríkjanna. Ronald Reagan hefur sannfært menn með þessari framkomu sinni að hann er ekki fær um að hafa leiðsögn fyrir heiminum, sagði Páll. Þetta ör- þrifaráð réttlættist ekki af hryðj- uverkum Libýumanna, heídur hvetti til áframhaldandi hryðju- verka. Þá tók Páll sérstaklega fram að hann teldi ályktun ríkis- stjórnarinnar hafa mátt vera skorinorðari. Oabyrgt og rangt Guðrún Agnarsdóttir Kl, sagði umræðuna um skýrslu utanríkis- ráðherra vera í skugga voðaat- burða liðinnar nætur. Árásin hefði verið gerð þvert gegn vilja ráðamanna EBE og einnig eftir hótanir Gaddafis um gagnárásir, jafnvel þótt það myndi kosta 3ju heimsstyrjöldina. —Þetta er að- eins eitt dæmið um hversu óábyrg og röng ákvörðun hefur hér verið tekin, sagði Guðrún. Hún sagði um ályktun ríkisstjórnarinnar að þar hefði ekki eingöngu átt að harma atburðinn, heldur gagnrýna hann harðlega og for- dæma. Umræðum var frestað um hálf átta í gærkvöld en þeim var fram- haldið síðar um kvöldið og stóðu þær langt fram eftir. Fjöldi þing- manna var á mælendaskrá, þar á meðal fulltrúar Bandalags jafn- aðarmanna og þingflokks Sjálf- stæðisflokks svo og þingmenn Al- þýðubandalagsins þeir Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sig- fússon. Nánari grein verður gerð fyrir ræðum þeirra svo og hinni ítarlegu ræðu Hjörleifs Gutt- ormssonar síðar. —lg. Sjávarrannsóknir Rannsoknir á botnlægum tegundum Pingmenn Alþýðubandalagsins vilja að gerðar verðiskipulegar rannsóknir á botnlœgum tegundum á grunnslóð til að auðvelda veiðar Hjörleifur Guttormsson og flestir aðrir þingmenn Alþýðu- bandalasgsins hafa lagt til að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því, að fram fari skipulegar rannsóknir á botnlægum tegundum á grunnslóð og kortlagning slíkra miða til að auðvelda veiðar, ekki síst innfjarðar. Gerð verði áætl- un um þetta verkefni með það í huga að Ijúka slíkum yfirlitsrann- sóknum á næstu fimm árum og til þess veitt sérstakt fjármagn úr ríkissióði, í fyrsta sinn á fjár- lögum 1987. í greinargerð frumvarpsins segir að vaxandi áhugi sé á að hagnýta fleiri tegundir sjávardýra hér við land en verið hefur, til veiða og vinnslu. Skipulegar rannsóknir innfjarðar og víðar á grunnsævi þurfi að koma til svo að skipulegar veiðar geti hafist á ýmsum botndýrum sem lítið eða ekkert hafa verið nýtt til þessa. Hér er m.a. um að ræða tegundir svo sem trjónukrabba, beitukóng kúfskel, krækling, öðu, „báru- skeljar" og ígulker. Með þingsályktunartillögunni fylgir ritgerð Hrafnkels Eiríks- sonar fiskifræðings um rannsókn- ir á botnlægum hryggleysingjum á fjörðum og flóum hérlendis. Koma þar fram mikilsverðar mála og rannsóknarþörf. ábendingar um stöðu þessara —lg. Framhaldsskólafrumvarp Stefnt að valddreifingu Ragnar Arnalds, Helgi Seljan og Skúli Alexandersson leggjafram ítarlegtfrumvarp umframhaldsskóla. Dregist úr hömlu aðsetja heildarlöggjöf. Dregið verðiúr einhliða ákvörðunarvaldi menntamálaráðuneytis. Þingmenn Alþýðubandalags- ins, Ragnar Arnalds, Helgi Selj- an og Skúli Alexandersson, hafa lagt fram ítarlegt frumvarp um framhaldsskóla. í greinargerð með frumvarpinu benda flutn- ingsmenn á að dregist hafi úr hömlu að setja heildarlöggjöf um framhaldsskóla. Vanræksla lög- gjafans í þessu efni hafi tafið æskilega þróun framhalds- menntunar og jafnframt valdið margs konar vandkvæðum og óvissu varðandi starfsemi og rekstur framhaldsskólanna. „Frekari töf á því að hafist verði handa um skipulega uppbygg- ingu framhaldsmenntunar, mun hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir skólastarf í landinu og þá sem leggja stund á framhalds- nám. Með löggjöf þarf þegar að Áhrif heimamanna á stefnumótun og stjórnun stóraukin Stefnt er að verulegri vald- studdi á sínum tíma meginstefnu dreifingu í málefnum framhalds- framhaldsskólafrumvarpsins frá skólans. Landinu er skipt í 9 annu 1976 en aðeins vantaði fræðsluumdæmi á framhalds- herslumunmn a að það frumvarp að marka helstu skipulagsdrætti framhaldsskólastigsins. “ Samfélagslegt úrlausnarefni Frumvarpið byggir á þeirri al- mennu stefnu að framhalds- menntun sé samfélagslegt úr- lausnarefni. Afnumin er sú mis- munun sem verið hefur milli verknáms og bóknáms að því er varðar þátttöku ríkisins í fjár- mögnun skólahaldsins. Ein veigamesta breytingin í frum- varpi þeirra félaga felst í því að dregið er mjög úr einhliða ák- vörðunarvaldi menntamálaráðu- neytisins og að sama skapi eru aukin áhrif fræðsluumdæmanna á stefnumótun og stjórnun fram- haldsmenntunar. skólastigi og fer 9 manna lýðkjör- ið fræðsluráð í hverju umdæmi stjórn á uppbyggingu skóla og út- deilingu fjármagns til viðkom- andi umdæmis en jafnframt er sjálfsforræði hvers skólasamfé- lags aukið að því er varðar innra starf skólans. Þá er í frumvarpinu lagður grunnur að því að fjar- kennsla geti orðið gildur þáttur í framhaldsnámi. Frumvarp þetta um framhalds- skóla er að mörgu leyti afrakstur af þróttmiklu starfi starfshóps sem starfaði á vegum Alþýðu- bandalagsins veturinn 1984 -85 um málefni framhalds- menntunar. Alþýðubandalagið yrði lögfest á árunum 1978 -79 þegar Ragnar Arnalds fór með embætti menntamálaráðherra. Brenglað gildismat í niðurlagi greinargerðar frum- varpsins er bent á að þeirrar til- hneigingar gæti hér á landi sem annars staðar, að litið sé á skólann sem hluta af markaðs- kerfi, menntun sé vegin á mælis- tiku taps og gróða. „Slík viðhorf eiga ekkert skylt við það sjálf- sagða stefnumið að nýta skynsamlega alla þætti sem tengdir eru skólastarfi heldur styðjast þau við það brenglaða gildismat að menntun lúti lög- málum vöruframleiðslu, hana sé hægt að kaupa eins og hvert ann- að góss hjá þeim sem best býður. í þessari hugmyndafræði hefur sjálft inntak menntunarinnar gleymst. Um leið og vinna ber að hagkvæmni í rekstri framhalds- skóla þarfa að bægja þeirri hættu frá að markaðshyggja og einsýni ráði ferðinni varðandi hlutverk skóla og þróun menntamála. Að- eins vakandi almennisálit og sam- staða þeirra, sem vilja efla skólann sem vettvang fyrir þekk- ingarleit og skapandi uppeldis- starf, getur hindrað slíka öfug- þróun og veitt brautargengi hug- myndum og tillögum sem miða að betri skóla,“ segir í niðurlagi greinargerðarinnar með þessu frumvarpi um framhaldsskóla. —lg- • Miðvikudagur 16. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.