Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 14
7. þing Landssambands iðnverkafólks i Stóraukinnar fræðsiu er Ljóst er að krafan um stór- aukna iðnfræðslu og verk- menntakennslu fyrir starfsfólk í verksmiðjuiðnaði er eitt brýnasta hagsmunamál iðnverkafólks í dag. Framvindan í þessum mál- um á næstu misserum og árum mun án efa hafa afgerandi þýð- ingu í baráttu okkar fyrir því, að skapa almennan skilning og viðurkenningu á mikilvægi og þýðingu þeirra starfa sem iðn- verkafólk hefur með höndum. Um leið hlýtur aukin verk- menntakennsla að verða mikil- vægt tæki í baráttu iðnverkafólks fyrir stórbættum kjörum þeirra sem við iðnað starfa. Við uppbyggingu verk- menntunar í verksmiðjuiðnaði verður að leggja til grundvallar, að hún verði bæði aðgengileg og eftirsóknarverð fyrir iðnverka- fólk. Til að svo megi verða er ljóst að námsframboð, námstími og öll tilhögun námsins verður öðru fremur að einkennast af sveigjanleika. Þannig er ljóst að námsframboðið verður að taka tillit til þeirrar þróunar sem orðið hefur í verksmiðjuiðnaði og þeirra starfa sem þar eru unnin í dag. Þá er ekki síður mikilvægt, að skipulag verkmenntunarinnar verði með þeim hætti, að það samræmist sem best félagslegum og fjárhagslegum aðstæðum þeirra sem þegar eru starfandi í iðnaði. Lögð verði áhersla á að námið verði byggt upp þannig, að það standi saman af tiltölulega stuttum og afmörkuðum áföng- um, sem hver um sig Ijúki með hæfnismati. Hæfnismati sem not- að verði til grundvallar við ákvörðun launa. Þá verður að gera þá kröfu, að sú verk- menntun sem skipulögð verður, verði beint tengd og eðlilegur hluti af iðnfræðslukerfinu í landinu. Þannig verði tryggt að verkmenntun iðnverkafólks nýt- ist sem hluti af frekara iðn- og tækninámi. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að gera mjög rót- tæka breytingu á núverandi iðn- fræðslukerfi. Jafnframt því sem unnið verð- ur að uppbyggingu iðnfræðslu og verkmenntunar fyrir iðnverka- fólk innan verkmenntakerfisins er brýnt að teknar verði upp við- ræður við iðnrekendur þar sem mótaðar verði meginreglur um 7. þing Landssambands iðnverkafólks_ Stefnumótun vantar í atvinnumálum f íslenskum iðnaði starfa nú nærri sex þúsund manns, sem svarar til þess að sjöundi hver vinnandi maður sæki atvinnu sína til þessarar næst stærstu atvínnu- greinar landsmanna. íslenskur iðnaður sinnir mikilvægum þörf- um neytenda og fyrirtækja, og reynslan sýnir að verðlag er al- mennt lægra á þeim sviðum sem íslenskur iðnaður hefur náð að sýna styrk sinn. í yfirlýsingum um atvinnumál, er iðnaði oftast ætlað stórt hlut- verk. en sjaldnast er skilgreint með hvaða hætti iðnaðurinn geti búið sig í stakk til þess að taka á móti þeim þúsundum manna sem streyma munu út á vinnumarkað- inn á næstu árum. I reynd skortir skýra stefnu- mótun í málefnum íslensks iðn- aðar. Áform um uppbyggingu eru næsta óljós og á stundum er gengið út frá því að vöxturinn gerist sjálfkrafa og án undirbún- ings. Islensk verkaiýðshreyfing hef- ur verið frumkvæðislítil í atvinnu- málum og starfsfólk flestra fyrir- tækja sýnir takmarkaðan áhuga á því sem framundan er í fyrirtæk- inu sem það starfar hjá, enda er því ekki gefinn kostur á, að hafa áhrif á mótun og stefnu þess. Á þessu þarf að verða breyting og verkalýðshreyfingin verður að láta atvinnumálin meira til sín taka en verið hefur. íslenskir iðnrekendur hafa á mörgum sviðum staðið vel að verki, en mikið vantar þó á að nægilega skipulega hafi verið unnið að markvissri uppbyggingu fyrirtækja, fjárfestingu, vöruþró- un, markaðsmálum og ný- sköpun. Á þessu verður að verða breyting. Það öryggisleysi sem stórir hópar iðnverkafólks búa við er með öllu óviðunandi. Fjöldaupp- sagnir starfsfólks sem unnið hef- ur í ullar- og fataiðnaði sýnir það best. Flóttann frá innlendri fram- leiðslu yfir í innflutning verður að stöðva og tryggja iðnverkafólki atvinnu með öllum tiltækum ráðum. Með markvissum aðgerðum á iðnaðurinn að geta sótt fram á mörgum vígstöðvum, dregið úr tilkostnaði, treyst atvinnuöryggi og séð vaxandi mannafla fyrir lífsafkomu. jafnframt því sem laun hækki til jafns við það sem best gerist í nálægum löndum. Til þess að svo megi verða þurfa allir að taka höndum saman. Stjórnvöld verða að búa iðnaði bestu aðstæður, iðnrekendur að nýta sér möguleika hvar sem þeir gefast og starfsfólk að fá viðun- andi aðstöðu til starfs- og eftir- menntunar og til áhrifa og íhlut- unar í málefni eigin vinnustaðar. þörf það, með hvaða hætti þátttaka í námskeiðum og aukin verk- menntum starfsmanna verði viðurkennd til launa. Jafnframt þarf að tryggja rétt iðnverkafólks til að njóta þeirrar verk- menntunar sem í boði verður, án þess að það feli í sér umtalsverða röskun á högum þess. Gera verð- ur kröfu til þess, að aukin verk- menntun leiði til umtalsverðra launahækkana, og jafnframt að samið verði um rétt starfsmanna til töku námsleyfa á launum. Innflutningi mótmælt Sjöunda þing Landssambands iðnverkafólks haldið í Reykjavík 11.-12. apríl 1986 mótmælir harð- lega þeim geigvænlega innflutn- ingi á fatnaði og öðrum iðnvarn- ingi framleiddum í Asíulöndum, þar sem lág laun og barnaþrælk- un eru forsendur fyrir lágu verði. Þingið fordæmir nt.a. aðgerðir Sambands íslenskra Samvinnufé- laga sem flytur inn fatnað frá Austurlöndum fjær til sölu hér- lendis í stað þeirrar framleiðslu sem Fataverksmiðjan Hekla á Akureyri framleiddi áður. Slíkt er niöurlægjandi. Þingið bendir á að hin Norður- löndin hafa sett takmarkanir á innflutning iðnaðarframleiðslu frá Asíulöndum og telur þingið eðlilegt að Islendingar geri slíkt hið satna til verndar íslenskum iðnaði og því fólki sem þar starf- ar. HVAÐ ER AÐ GERAST í ALÞÝDUBANDALAGINU? AB-Garðabæ Félagsfundur verður haldinn í Alþýðubandalagsfélagi Bessastaðahrepps og Garöabæjar laugardaginn 19. apríl kl. 13.30 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Bæjarmálin 2. Kosningastarfið 3. Önnur mál Framkvæmdastjórn AB Borgarnesi Aðalfundur verður haldinn föstudaginn 18. apríl í félagsheimilinu Röðli kl. 20.00. Dagskrá: 1) venjuleg aðalfundarstörf, 2) önnur mál. Stjórnin AB Hafnarfirði Fundur um húsnæðismál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur félagsfund um húsnæðis- mál í Skálanum Strandgötu 33, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30. Svavar Gestsson og Guöni Jóhannesson koma á fundinn. Fé- lagar, mætið vel og stundvíslega! ABH Svavar Guðni Alþýðubandalagið Norðuriandi eystra Vorfundur kjördæmisráðs veröur haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 Akureyri laugar- daginn 19. apríl n.k. kl. 14.00. Formenn félaga og frambjóðendur til sveitarstjórna eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á dagskrá m.a. 1) sveitarstjórnarkosningarnar, 2) útgáfumál, 3) forvalsreglur, 4) flokksstarfið framundan (sumarmót o.fl). 5) erind- rekstur þingmanns, 6) önnur mál. Stjórnin AB Húsavík Árshátíð Alþýðubandalagsins á Húsavík verður haldin laugardaginn 19. apríl og hefst hún kl. 20.00. Árshátíðargestir eru hvattir til að tilkynna þátttöku sem allra fyrst til Leifs s. 41761, Hönnu Möggu s. 41998 eða Kristjönu s. 41934. Nefndin AB Selfoss Opið hús Hittumst laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 að Kirkjuvegi 7. og ræðum bæjarmálin. Kaffi og meðlæti. Mætum og undirbúum bar- áttuna. Apríinefndin Alþýðubandalag Akureyrar - dagskrá Fundur í bæjarmálaráði, í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 kl. 20.30. Starfað verður í eftirtöldum málefnahópum. Fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30: a) Skólamál b) íþrótta- og æskulýðsmál c) Umhverfis- og skipulagsmál. Alþýðubandalagsfélagar og stuðningsfólk mætið vel og dyggi- lega og hafið með því áhrif á stefnuna. Stjórn bæjarmálaráðs AB Kópavogur Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð í Þinghóli, Hamraborg 11. Opið fyrst um sinn frá kl. 15-19. Síminn nú er45715. Kosningastjóri erÁsgeir Matthías- son. ABK Alþýðubandalagið í Reykjavík Fáið frambjóðendur á fund! Hafið samband sem allra fyrst og fáið frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík á vinnustaðafundi því oft reynist erfitt að verða við áskorun um fundi síðustu vikurnar fyrir kjördag. Hringið í síma 17500 og ræðiö við Gísla Þór. Alþýðubandalagið í Reykjavík Utankjörstaða-kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins • Kærufrestur vegna kjörskrár rennur út 16. maí. • Kjörskrá liggur frammi fyrir allt landið. • Kjósendur eru hvattir til að athuga hvar og hvort þeir eru á kjörskrá. • Að láta skrifstofuna vita af þeim sem verða líklega ekki heima á kjördag 31. maí n.k. (vegna náms, atvinnu, sumarleyfa, ferða- laga o.s.frv.). • Kosningaskrifstofan er i Miðgarði Hverfisgötu 105, risi. Símarnir eru 91-12665 og 12571. Umsjónarmaður skrifstofu er Sævar Geirdal. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur 2. deildar verður fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 í Miðgarði. Deildin spann- ar Austurbæ (kjördeildir Austurbæjarskóla og Sjómannaskóla). Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur 3. deildar verður miðvikudagínn 16. apríl kl. 20.30 í Miðgarði. Deildin nær yfir Sundin (kjördeildir Langholtsskóla og Laugarnesskóla). ÆSKULÝÐSFYLKINGIN ~ Verkalýðsmálanefnd ÆFAB heldur fund fimmtudaginn 17. apríl kl. 20.30 í Miðgarði Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1) Aðgerðir 1. maí. 2) Önnur mál. Stjórnin ÆFAB félagarathugið SSUN-námstefna verður haldin dagana 18.-20. apríl. Æskulýðsfylkingarfélagar fjöl- mennið. Dagskrá nánar auglýst síðar. Utanríkismálanefnd ÆFRfélagar Félagsfundureftirfund verkalýðsmálanefndarfimmtudaginn 17. apríl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.