Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Miðvikudagur 16. gpríi 1986 85. tölublað 51. árgangur DJOÐVIUINN Samrœmdu prófin Borgarráð Bankastræti verði Bakarabrekka Bakaraincistarafclagið hefur lagt það til við borgarráð að Bankastræti fái aftur sitt gamla hciti, Bakarabrekka. Bréf félagsins var lagt fyrir fund borgarráðs í gær og hefur ráðið falið söguriturum borgar- ar að kanna sögulegan bak- grunn þessa máls. - gg. r Akvörðun fyrrverandi mcnnta- málaráðhcrra Ragnhildar Helgadóttur þcss cfnis að minnka vægi samræmdu prófanna og auka vald skólanna í einkunnar- gjöf fyrir lokapróf í grunnskólum hefur haft þau áhrif að fjöldi nemenda sem öðlast rcttindi til beinnar inngöngu í framhalds- skólana hefur aukist. Fyrir breytinguna sem var inn- leidd á sl. vori náðu að meðaltali 70% grunnskólanema þeirri lág- markseinkunn sem þarf til þess að fá beina inngöngu í framhalds- skóla. Síðastliðið vor var þetta hlutfall komið upp í 80%. Breytingin sem um er að ræða felst í því að skólarnir hafa nú helmingsáhrif á niðurstöður sam- ræmdu prófanna en auk þess hafa aðrar greinar en þær sem prófað var í í samræmdu prófunum verið gerðar jafnréttháar. Að sögn Hrólfs Kjartanssonar deildarstjóra skólaþróunar- deildar menntamálaráðuneytis- ins, er nærtækasta skýringin á fjölgun nemenda sem öðlast rétt- indi til beinnar inngöngu í fram- haldsskóla sú, að skólarnir hafi í sínu mati tekið mið af fleiri þátt- um en einungis hinum bóklega þætti, s.s. verklegum þáttum og frammistöðu í tímum. Hrólfur sagði jafnframt að verulegur munur væri á milli skóla hvað varðaði niðurstöður samræmdu prófanna og munur- inn væri töluverður á skólum höfuðborgarsvæðisins og lands- byggöarinnar en þar kæmi lands- byggðin ver út úr samanburðin- um. Ástæðurnar fyrir þessu sagði Hrólfur margar en þar gæti e.t.v. komið til verri aðstæður, færri nemendur, verri kennarar eða verri nemendur, eða hugsanlega að samræmdu prófin væru meira sniðin að stærri skólunum á höf- uðborgarsvæðinu en minni skólum landsbyggðarinnar. -K.Ól. 10% fleiri ná prófi Breyting á samrœmdu prófunum sl. vor hafðiíför með sérfjölgun á þeim sem öðlast réttindi til framhaldsskólanáms. Aður 70% nemenda, nú 80%. Landsbyggðin fer áfram illa úr samanburðinum Hafnarfjörður Skarphéðinn við gryfjuna í gær: Verður hyldjúpt þegar flæðir að. Mynd. E.ÓI. Jafnvel 8 listar Slys Slysagildra í Holtagörðum Skarphéðinn Lýðsson matreiðslumaður: Stórhœttulegt börnum sem komaþarna mikið. Parfaðfylla uppíeða girða af Þetta er stórhættuleg gildra fyrir börn. Þau sækja mikið í þetta svæði og ég hef margsinnis þurft að reka þau þaðan frá, sagði Skarphéðinn Lýðsson mat- reiðslumaður hjá skipadeild Sambandsins í Holtagörðum í samtali við Þjóðviljann í gær. Andspænis mötuneytinu í Holtagörðum er djúp gryfja. Þegar flóð er fyllist þessi gryfja af vatni og verður þá hafdjúp og stórhættulegt leiksvæði eins og Skarphéðinn sagði. Mikið er um það að sögn Skarphéðins að börn komi þarna niður eftir á reiðhjól- um og leiki sér þarna. „Nú þegar vorið er að koma og skólarnir að verða búnir má búast við að krakkar á aldrinum 6-10 ára komi hingað í enn meira mæli.“ Skarphéðinn sagði að lokum að hann teldi að fylla þyrfti uppí gryfjuna eða girða hana af. „Það er betra að byrja þetta áður en alvarlegt slys hlýst af,“ sagði Skarphéðinn í gær. -gg Kvótakerfið „Gula ýsan“ Sjómenn spyrja nú hverjir aðra: Voruðþið að landaþorski eða „gulri ýsu“? Löndunarskýrslur orðnar marídausar vegna kvótakerfisins EinarP. Mathiesen: Pað er mikið leitað eftirþví að ég farifram með lista og það eru allir möguleikar opnir með það. Pegar eru komnir fram 7 listartil bœjarstjórnar- kosninganna í vor að er aldrei að vita nema framboðslistarnir í Hafnar- firði verði 8 við bæjarstjórnar- kosningarnar í vor. Það er mjög mikið leitað til mín með að koma fram með lista. Eg hef enn ekki tekið neina ákvörðun í málinu en tel alla möguleika opna. Eg viður- kenni að það er stór ákvörðun að fara fram með iista, en ég tcl mig hafa mikla reynslu og þekkingu í bæjarmálunum og einmitt þess vegna er ég að íhuga þetta mál mjög vandlega. Þetta sagði Einar Þ. Mathiesen bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, en honum var bol- að af lista flokksins í prófkjöri í vetur og er hann nú að íhuga sér- framboð. Ef Einar býður fram verða framboðslistar við bæjarstjórn- arkosningarnar í Hafnarfirði 8 í vor. Þegar eru ákveðin framboð Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks, listi óháðra borg- ara, kvennalisti, og Flokkur mannsins hyggst líka bjóða fram. Það væri því synd að segja að Hafnfirðingar hafi ekki úr nógu að velja við kosningarnar í vor. _________________________-S.dór Sjómenn sem tíðindamaður Þjóðviljans ræddi við á Snæ- fellsnesi um síðustu helgi fullyrða að ekkert sé lengur að marka þær löndunarskýrslur sem gerðar eru. Nú spyrja menn hverjir aðra í verstöðum landsins hvort þcir hafí verið að landa þorski eða „gulri ýsu“ eins og þeir nefna það. „Gula ýsan“ er auðvitað þorsk- ur sem gefinn er upp sem ýsa til að treina þorskkvótann og menn fara ekkert leynt með að þessi aðferð sé notuð í stórum stíl. Ýmsar aðrar fisktegundir hafa einnig tekið á sig gulan lit í munni sjómanna. Þá viðurkenna sjómenn einnig að í stórum stíl sé farið fram hjá vigt. Það er lítið sem ekkert eftir- lit með þessum málum og því er þetta notað í stórum stíl. Sjó- menn við Breiðafjörð hafa ekki þurft að nota aðferðina að kasta vondum fiski í vetur sökum þess hve gæftir hafa verið með ein- dæmum góðar. Sjómenn viðurkenna við hvern sem er að allar þessar aðferðir séu notaðar til að komast framhjá hinu rangláta kvótakerfi, sem þeir eru mjög mótfallnir. -S.dór Þuríður ísafjörður Framboðslisti AB samþykktur Framboðslisti Aiþýðubandalagsins á ísafírði við bæjarstjórnarkosning- arnar 31. maí hefur verið ákveðinn. Listann skipa eftirtaldir félagar: 1. Þuríður Pétursdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, 2. Smári Haraldsson, kennari, 3. Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri, 4. Svanhildur Þórðardótt- ir, skrifstofumaður, 5. Herdís M. Hú- bner, kennari, 6. Tryggvi Guðmunds- son, lögfræðingur, 7. Ragnhildur Sig- mundsdóttir, forstöðumaður, 8. Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari, 9. Elín Magnfreðsdóttir, bókavörður, 10. Lárus Már Björnsson, fé- lagsmáalstjóri, 11. Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri, 12. Tryggvi Guðmundsson, skipstjóri, 13. Élísa- bet Gunnlaugsdóttir, húsmóðir, 14. Védís Guðjónsdóttir, nemi, 15. Sig- múndur Amórsson, verkamaður, 16. Áslaug Jóhannsdóttir, fóstra, 17. Eiríkur Guðjónsson, verkamaður, 18. Pétur Pétursson, netagerðarmað- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.