Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 1
16 djmuinn 85. tölublað 51. órgangur 1 ; - .- - - 1 L -■ ' - ' ■ . — . . ÞJÓÐMÁL MENNING HÚSAVÍK Vekja Loftárásirnar reiði Loftárásir Bandaríkjahers á Líbýu vekja mikla andúð víða um heim. Einungis ríkisstjórnir Bretlands og ísraels lýsayfir stuðningi. Sovétríkin aflýsa utanríkisráðherrafundi. Árásin fordœmd á alþingi. Margir óttast að komi til gagnárása Líbýu íEvrópu. Blaðafulltrúi bandaríska hersins: Engin viðbúnaður íKeflavík. Mótmælaaðgerðir almennings víða um Evrópu. Mótmœlt við bandaríska sendiráðið í gær, á Áusturvelli í dag r Arásir Bandaríkjahers á Líbýu -,r ■ hafa vakið ótta og reiði víðs vegar um heiminn og nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa for- dæmt árásina. Einungis ríkis- stjórnir tveggja ríkja, Bretlands og ísraels hafa lýst yfir stuðningi við árásirnar. Ríkisstjórn íslands harmaði árásina í yfirlýsingu í gær og var harkalega gagnrýnd á alþingi fyrir linkuleg viðbrögð. Viðbrögðin í Evrópu hafa ver- ið mjög harkaleg í garð Banda- ríkjastjórnar. Á breska þinginu var Margaret Thatcher fyrir hörðum ámælum. Pingmenn hrópuðu á hana og kölluðu hana geðveika, margir þingmenn gengu út úr þingsalnum í mót- mælaskyni við þá ákvörðun hennar að leyfa Bandaríkjunum að fara í árásarferðirnar frá Ox- ford. Meðal þeirra sem gagnrýndu hana voru einnig þingmenn íhaldsflokksins. Hún var sökuð um að efla til andúðar annarra Evrópulanda gegn Bret- landi. Þingmenn kváðu árásirnar einnig verða til að snúa almenn- ingsálitinu gegn Nató og Banda- ríkjunum. „Það er búið að gera bæinn okkar að fremstu víglínu í stríði Bandaríkjanna og Líbýu,“ sagði óbreyttur borgari í Oxford. í árásunum varð gífurlegt tjón, m.a. var skotið á þéttbýlt íbúða- hverfi þarsem sendiráðsbygging- ar urðu einnig fyrir tjóni. Ovíst er um fjölda fallinna en fréttamenn vissu um nær'100 manns, þar á meðal börn og gamalmenni. Bandarísk yfirvöld segja hins vegar að árásin hafi verið „vel heppnuð“. Á íslandi urðu viðbrögð á svip- aða lund. „Allir vita að hernaður Húsavík Valgerður í öðru sæti Valgerður Gunnarsdóttir sem skipar 2. sætið á lista Alþýðu- bandalagsins og óháðra á Húsa- vík segir frá því í viðtali í Þjóðvilj- anum í dag, að á Húsavík hafi verið starfandi hópur kvenna sl. þrjú ár sem hafi fylgt kvennalista að málum. Þær töldu ekki grund- völl til sérframboðs í bænum og tvær þeirra Valgerður og Regína Sigurðardóttir gáfu kost á sér til prófkjörs hjá G-listanum. Niðurstaða prófkjörsins kom þeim þægilega á óvart, því Reg- ína varð í 5. sæti. Valgerður kveður ástæðuna fyrir þátttöku þeirra í prófkjöri hafa m.a. verið þá að framboð Alþýðubanda- lagsins og óháðra í bænum hafi verið opnara en annars staðar og mörg stefnumál G-listans hafi samrýmst skoðunum þeirra. Sjú viðtöl og frásagnir frá Húsavík bls. 9. og ofbeldi bitnar í æ ríkari mæli að saklausum borgurum og er ekki leiðin til að leysa neinn vanda,“ segir í ályktun frá Friðar- hreyfingu íslensicra kvenna. Kl. 18.00 í gær var mótmælastaða við sendiráðið bandaríska, - og í dag hafa ýmis friðar- og stjórnmála- samtök boðað til mótmælaað- gerða á Austurvelli kl. 18. Þar tala Steingrímur J. Sigfússon og Steinunn Harðardóttir. Á alþingi gagnrýndu þingmenn yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þ. á m. þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hjörleifur Guttormsson benti á að þessir viðburðir minntu óhugnanlega á mögulegan upphafskafla þriðju heimsstyrjaldarinnar og kvað áhyggjuefni hvernig komið væri fyrir forystusveit Nató. „Við erum líka ábyrg, sem aðilar að þessu hernaðarbandalagi,“ sagði Fljörleifur. „Árásin er sannar- lega fordæmanleg og þetta eru sorgleg tíðindi sem ég fordæmi," sagði Kjartan Jóhannsson. „Þetta er fólskuleg árás, það er siðferðislegur háski að ganga til samstarfs við þjóð sem grípur til slíkra örþrifaráða, við verðum að treysta varlega á leiðsögn Banda- ríkjamanna," sagði Páll Péturs- son. „Við eigum ekki bara að harma, heldur gagnrýna og for- dæma,“ sagði Guðrún Agnars- dóttir. „Gaddafi hefur veitt al- þjóðlegum hryðjuverkamönnum hæli og stuðning," sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra. Bandarískir sendiráðsmenn voru í þinghúsinu meðan umræðan fór fram á alþingi í gærdag. Sovétmenn aflýstu fyrirhuguð- um fundi Schewarnadse utan- ríkisráðherra með Schultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna vegna árásanna. I gær bárust óljósar fregnir af að 15 mánaða gömul dóttir Gaddafis hcfði farist í árásunum og tveir synir hans hefðu særst. Um kl. 19.00 í gærkveldi bárust fregnir af nýrri árás á Trípóli. Gaddafi hefur hótað gagnað- gerðum m.a. gegn herstöðvum Nató í Evrópu. „Hér er enginn sérstakur viðbúnaður," sagði Friðþór Eydal blaðafulltrúi bandaríska hersins í samtali við Þjóðviljann í gær. Reuter IH,/-lg./óg. Sjá Pjóðmál bls. 5, leiðara bls. 4, erlendar fréttirbls. 13. „Við minnum á að ísland er hlekkur í hernaðarkeðju Bandaríkjamanna og því hugsanlega eitt af þeim skotmörkum sem Líbýustjórn hefur hótað að beina hefnd sinni gegn", segir í ályktun sem samþykkt var á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið í gær. Töluverður fjöldi var við mótmælastöðuna, - en í dag hefur einnig verið boðað til aðgerða sem hefjast við Austurvöll kl. 18.00. Mynd við mótmælastöðuna í gær við bandaríska sendiráðið. Sig.Mar. Hella Eiturgufa í sláturhúsi 15 starfsmenn kjúklingasláturhússins á Hellu fluttir á Borgarspítalann eftir að eiturgufa steig um allt húsið. Enginn talinn alvarlega veikur, þó voru 6 hafðir á sjúkrahúsinu ínótt. Nœrri 2 þúsund kjúklingar drápust afgufunni Það óhapp vildi til í gær í kjúkl- ingasláturhúsinu á Hellu þeg- ar verið var að blanda klór saman við vatn að upp steig eiturgufa, sem lagði um húsið og 15 starfs- menn veiktust. Fengu þeir ógleði, uppköst og svima. Voru þeir allir fluttir til Rcykjavíkur, þar sem gerðar voru ráðstafanir til að koma þeim öllum á gjörgæslu- deildir sjúkrahúsanna, því cfni þetta er banvænt. Sem betur fór reyndist fólkið ekki alvarlega veikt, að sögn Guðmundar Odds- sonar læknis á Borgarspítalan- um. Guðmundur sagði að 2 hefðu verið lagðir inná gjörgæsludeild og 4 á gæsludeild til öryggis því svona eitrun getur haft eftirköst. Aðrir máttu fara af sjúkrahúsinu en voru beðnir að vera áfram í borginni ef einhver eftirköst kæmu fram. Guðmundur taldi þó að fólkið væri úr allri hættu. í gær höfðu 2 þúsund kjúk- lingar verið fluttir til slátrunar í sláturhúsið og drápust þeir nær allir. Klórefnið sem olli eiturgufunni er notað til að sótthreinsa kjúkl- inga eftir slátrun. Ef það er sett í litlum mæli út í vatn er það skað- laust, eins og sundlaugagestir vita, en sé það sett í of miklum mæli stígur upp eiturgufa frá efn- inu. í gær var Vinnueftirlit ríkisins að rannsaka hvernig þetta óhapp vildi til. Mjög sterk lykt er af eiturgufu þessari og mun það einmitt hafa bjargað fólkinu frá því að veikjast alvarlega, því það gat forðað sér í tíma. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.