Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Húsnœðisfrumvarpið Veltur á lífeyrissjóðunum Veruleg hœkkun húsnœðislána eflífeyrissjóður viðkomandi kaupir skuldabréf áf Húsnœðisstofnun fyrir55% af ráðstöfunarfé sínu. Kaupi lífeyrissjóður ekkiskuldabréffyrir 20% af ráðstöfunarfé sínu fœr sjóðsfélagi ekki húsnœðismálalán. Ríkisstjórnin neitar að lögbinda 3,5% vexti aflánunum Igær kynntu forráðamenn ASI og VSI hið nýja húsnæðisfrum- varp, sem var eitt af lykilmálum síðustu kjarasamninga og ríkis- stjórnin mun nú leggja fram á Al- þingi. Helstu atriði þessa frum- varps eru þau að húsnæðislán munu hækka verulega tii þess fólks sem er í lífeyrissjóðum, sem kaupa skuldabréf af Húsnæðis- stofnun fyrir 55% af ráðstöfun- arfé sínu. Lánsupphæð fólks skerðist síðan eftir því sem skuld- abréfakaup lífeyrissjóðanna lækkar frá þessari tölu. Félagar í þeim lífeyrissjóðum sem kaupa skuldabréf fyrir minna en 20% fá ekki húsnæðismálalán. Sem dæmi um lánshækkun er að þeir sem eru að byggja í fyrsta sinn og fá full lánsréttindi, fá lán sem nemur 2,1 miljón króna en þeir sem kaupa notaða íbúð fá 1470 þúsund króna lán. Þeir sem eiga fbúð fyrir en byggja nýja fá allt að 1470 þúsund krónur en kaupi þeir notaða íbúð fá þeir 1029 þúsund krónur. Þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn hafa forgang að lánum. Lán- in eru verðtryggð með 3,5% vöxtum til 40 ára. Þess má geta að ríkisstjórnin hafnaði í gær að lögbinda þessa vexti, en lofar að þeir hækki ekki á þessu kjörtímabili. Lánsréttur hjóna eða sambýlis- fólks ræðst af meðaltali skulda- bréfakaupa lífeyrissjóða þeirra. Ef annar aðilinn vinnur heimilis- störf ræðst lánaréttur þeirra af rétti þess sem úti vinnur. Þá er gert ráð fyrir því í frum- varpinu að áður en gengið verður frá lánssamningi skal ganga frá greiðslu og kostnaðaráætlun og umsækjanda kynnt greiðslubyrð- in. Heimilt er að synja um lán ef umsækjandi ræður augljóslega ekki við framkvæmdina. -S.dór Dekkin misdýr Verðkönnun Alltað 64% munurá nýjum hjólbörðum en sólaðir barðar á sama verði Verðmunur á nýjuni sumar- hjólbörðum er allmikill, cða allt að 64% ef miðað er við ólík vörumerki. Barðar af stærðinni 165x13“ af gcrðinni Dunlop kosta 2.080 kr. en af gerðinni Bridge- stone hcldur meira eða 3.410 kr. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Verðlagsstofnun gerði á nýj- um og sóluðum hjólbörðum 3. apríl sí. og var verðið kannað hjá flestum sölustöðum á höfuðborg- arsvæðinu. Könnunin leiddi í ljós að verð- munur á sama vörumerki hjá hin- um ýmsu seljendum var lítill sem enginn. Þá kom og í ljós að 8- 10% verðmunur er á sóluðum hjólbörðum, eða aðeins 1-200 kr. í frétt Verðlagsstofnunar segir að athygli veki hinn litli verð- munur á sömu vörumerkjum og gefi það ákveðna vísbendingu um að seljendur hafi samráð sín í milli um verðlagninguna. Minnt er á að slíkt samráð sé ólöglegt samkvæmt lögum um verðlag, samkeppnishætti og óréttmæta viðskiptahætti. Mun stofnunin kanna það mál betur. -v. Kaffibaunamálið Þingfest og frestað til haustsins Fimmforráðamenn Sambandsins ákærðir í málinu Fimm af forráðamönnum Sam- bandsins ísl. samvinnufélaga hafa verið ákærðir í kafTibaunamál- inu. Málið var þingfest fyrir síð- ustu helgi en síðan hefur því verið frestað fram í septcmbcr. Þeir sem ákærðir eru í málinu eru Erlendur Einarsson forstjóri SÍS, Hjalti Pálsson framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar, Sig- urður Árni Sigurðsson forstöðu- maður skrifstofu SÍS í London, Gísli Theódórsson fyrrverandi forstöðumaður skrifstofunnar í London, og Arnór Valgeirsson deildarstjóri fóðurvörudeildar. -S.dór Hafrannsóknastofnunin Þorskstofninn stækkar Bœði veiðistofn og hrygningarstofn þorsksins hefur stœkkað. Von erá sterkum þorskárgangifrá 1983. Gert er ráðfyrir að stofninn vaxi hraðar 1987 og 1988 en áður var reiknað með I' skýrslu frá Hafrannsókna- stofnuninni uni endurskoðun á ástandi þorskstofnsins, sem fram fór fyrir nokkru kemur í Ijós, að bæði veiðistofn og hrygningar- stofn hafa stækkað frá því sem áður var áætlað. Þannig er talið að veiðistofninn sé nú 890 þúsund lestir en var áætlaður í septcmber sl. 850 þúsund lestir. Ástæðan cr talin örari vöxtur vegna hagstæð- ari skilyrða í hafinu. Sömuleiðis er hrygningarstofninn nú talinn 70 þúsund lestum meiri en var í haust. Samkvæmt þessu er talið að þorskstofninn vaxi hraðar en gert var ráð fyrir árin 1987 og 1988. Þetta er þó sagt háð því að ár- gangarnirfrá 1983 og 1984reynist báðir sterkir en það er enn háð óvissuþáttum. Árgangurinn frá 1983 er talinn mjög sterkur, mun sterkari en áætlað hafði verið og er talið að nýliðunin sé 300 miljónir. Aftur á móti er árgangur frá 1982, 1984 og 1985 svipaðir og talið var í haust. -S.dór Raufarhöfn Listi AB samþykktur Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Raufarhöfn vegna sveitastjórnarkosninganna í vor hefur verið samþykktur á félags- fundi. Listann skipa þessir fé- lagar: 1. Hlynur Þór Ingólfsson sjó- maður, 2. Líney Helgadóttir kennari, 3. Angantýr Einarsson kennari, 4. Sigurveig Björnsdótt- ir skrifstofumaður, 5. Gissur Jónsson verkamaður, 6. Aðal- steinn Sigvaldason sjómaður, 7. Guðmundur Björnsson verka- maður, 8. Björg Eiríksdóttir skrifstofumaður, 9. Auður Ás- grímsdóttir formaður Verka- lýðsfélags Raufarhafnar, 10. Þor- steinn Hallsson verkamaður. -v. Dimmisjón var hjá 6. bekkingum Menntaskólans í Reykjavík í gærmorgun. Fylktu þeir liði Þessum tveimur yngismeyjum hafði naumlega verið bjargað frá bráðri hættu af um borg og bý og nutu frelsisins áður en annir upplestrarleyfisins byrja. snöfurlegum björgunarmanni, líklega af márísku kyni. Ljósm. E.ÓI. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.