Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Mörður Árnason fslensku Óperunni? Afhverju er þessi sýning á II trovatore frá- brugðin öðrunr óperusýningum sem ég hef séð hér á landi fram að þessu, hreinni og sterkari? Ég held að fyrst og fremst eigi að þakka frábærri leikstjórn Pór- hildar Porleifsdóttur, sem hér hefur náð að skapa hárnákvæmt drama með lágmarks tilfæring- um. Hún gætir ítrustu sparsemi í hreyfingum á sviðinu og þó er sýningin aldrei stöð, uppstillt, hún er alltaf á hreyfingu. En sú hreyfing er markviss og sprottin beint úr músíkinni, það er inni- stæða fyrir öllu sem fram fer í verkinu sjálfu og engin tilbúin aukaatriði til að trufla. Stundum eru þó „kóreógrafískar" lausnir hennar óvæntar, en músíkalskt og dramatískt svo hárréttar að maður tekur andann á lofti og fær tár í augun. Tjöld, búningar og lýsing vinna þá ótrúlega vel með þessu öllu. Maður hefur hvergi á tilfinningunni að þessi eða hinn sé að trana sér fram, heldur er áherslan öll lögð á heildar áhrif. Þórhildur hefur þarna fengið til liðs við sig tvo útlenda snillinga, leikmynda- og búningameistar- ann Unu Collins frá Bretlandi og ástralíumanninn David Walters, sem fyrir einhverja guðsblessun er búsettur hér á landi. Samvinna þessara þriggja er með þvílíkum ágætum að loks hefur tekist að koma hér á svið óperu með mark- Ég ætla ekkert að leyna því að ég var talsvert kvíðinn fyrir þessari frumsýningu íslensku Óperunnar á II trovatore. Ég gat ekki ímy nd- að mér hvernig þessi fjölmenna og harðsnúna meistaraópera Verdis kæmist fyrir svo vel færi á þessum fjölum, og það sem verra var, vantreysti ég söngvurunum mörgum, þvímérhefurfundist einsog væri að dofna ískyggilega yfir þessu kompaníi á undanförn- um missirum. Én þessi kvíði reyndist þegartil kom út í bláinn og maður spurði sig í hléinu: hvað hefurskeð?... þettaeru einsog nýjar manneskjur, öll saman. Söngur Garðars Cortes og Krist- ins Sigmundssonar hafði allt í einu öðlast frelsi og dramatíska stærð einsog maður vill hafa í al- vöru óperu og engar refjar. Ég ætla þó ekki að fara að halda fram að þessir menn séu einhverjir við- vaningar, þeir eru búnir að vera í hópi okkar bestu söngvara æði lengi, - en þarna er eitthvað sér- stakt og nýtt á ferðinni. Sama má segja um Ólöfu Kolbrúnu Harð- ardóttur, sem vissulega hefur oft komið við hjartað í manni gegn- um árin, en sjaldan sem þarna, í margslungnu hlutverki Leonóru, hún var frábær. Einnig Sigríður Ella, sem lét hríslast eftir bakinu á manni með sterkri túlkun á um- komuleysi og fordæðuskap Azuc- enu. Viðar Gunnarsson kom á Á sviði Óperunnar: Kristinn Sigmundsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. (mynd: Sig). tækum stíl og hárvissri tilfinn- ingu. Starfsemin í Garnla Bíó er semsé farin að skila verulegum árangri þrátt fyrir býsna brokk- gengan feril. Við óskum íslensku Óperunni og sjálfum okkur inni- lega til hamingju og dettur jafnvel í hug í framhjáleiðinni að Þjóðleikhúsið taki nótís af þess- um viðburði þegar það fer að skipuleggja næstu óperusýningu sína. Er það ekki Tosca? Músíkstjórinn á fyrstu átta sýn- ingunum á II trovatore er Ger- hard Deckert frá Vín. Ég er að vísu ekki frá því að hann hefði mátt sýna meiri skerpu á köflum, mann langaði í meiri hita og sveiflu, já einfaldlega meiri hraða hér og þar. Það hefði líka að rnínu viti hjálpað söngvurunum enn frekar til að fylgja eftir karakter- unum, sem eru ótrúlega skýrir og fullmótaðir hjá Verdi, algjörlega vafningalausir. En Deckert er svo sannarlega öruggur og klár stjórnandi og engin ástæða til að hafa áhyggjur af honum. Hann hefur þetta allt ásínu valdi, á sinn hátt. LÞ. LEIFUR ÞÓRARINSSON Nú ætla ég ekki að halda fram að allir hafi verið í feikna stuði raddlega, frá upphafi til enda. Hvenær skeður það á frumsýn- ingu? Sjaldan. En í seinni hluta óperunnar voru öll hlutverkin sungin með þvílíkum ágætum, að flest óperuhús norðan alpa gætu verið fullsæmd af. Auðvitað er þarna engin Callas, Capucilli eða Corelli, en slíkt tríó finnst hvergi í heiminum í dag, heldur ekki á Met. Hvað er það sem hefur gerst í óvart í hlutverki Ferrandos, sem er ekkert smáhlutverk og heimtar sterkan dramatískan bassa, sem Viðar gat óhikað lagt til málanna. Önnur hlutverk eru smærri en þau voru ágætlega af hendi leyst og kórinn, þó ekki sé hann stór, er framúrskarandi, hvort sem hann er í hlutverki hermanna, sígauna eða nunnanna í öðrum þætti. Óperusigur í Gamia Bíó Ástarpostulinn Faulkner og sálfræðingurinn Miller Spjallað viðjohn V. Hagopian prófessor sem heldur hér tvo fyrirlcstra drifkraftur leiksins verður svo sá Ég ætla í Háskólanum að tala um William Faulkner og það sem ég kalla „siðfræði ástarinnar" í verkum hans. En í Þjóðleikhúsinu ætla ég að tala um nokkur minnisverðtíðindi íbandarískri leikritun á eftirstríðsárunum og þá einkum um skilning eða misskilning á verkum Arthurs Millerog Tennessees Williams. Svo segir John V. Hagopian, bandarískur prófessor af armenskum ættum, sem starfar við New York háskóla oger hing- að kominn í stutta heimsókn. Sem að ofan segir heldur hann fyrirlestur í Háskólanum í kvöld (Odda, stofu 101) og svo heldur hann erindi í Þjóðleikhúskjallar- anum á föstudag kl. 16 og er öllum heimill aðgangur. í stuttu spjalli við Þjóðviljann segir John Hagopian frá því hvað hann hefur helst í huga um þau efni sem hann ætlar að tala um. Sá erfiði Faulkner Ég ætla að víkja að því, sagði hann, að Faulkner, sem að mínu viti er eitt af stórmennum allra tíma, nýtur ekki þeirra vinsælda sem mér finnst hann eiga skilið. Það er vitanlega átakameira að lesa hann en andstæðu hans, Hemingway, og ég ætla að víkja að þessum „tæknilegu erfið- leikum", hvernig má yfirstíga þá og hvað menn geta fundið, þegar það hefur verið gert. Svo hefi ég gengið með hug- mynd, sem er enn hálfmótuð og ég á vonandi eftir að vinna betur að. Hún lýtur í sem fæstum orð- um sagt að þessu hér: Faulkner sýnir einatt hegðun sem menn eru vanastir að kalla fáránlega eða afbrigðilega, en hve langt sem hann annars gengur í þessu, þá sýnir hann þetta atferli nteð samúð - að því tilskildu að það eigi sér rætur í einskonar ást. Svo er hitt: persónur hans geta sýnt af sér hetjuskap ágætan, en ef í hon- um er að finna afneitun ástarinn- ar, þá mun Faulkner hafna hon- um! Lesendum Faulkners finnst þetta kannski skrýtin kenning, en ég er að vona að mér takist að gera eitthvað bitastætt úr þessu. Miller og Williams Nú, að því er varðar banda- ríska leikritun þá er freistandi að koma víða við, en ætli ég verði ekki að láta mér nægja Arthur Miiler, sem heldur að hann sé íbsenskur, og Tennessee Wil- liams, sem heldur að hann sé af ætt Tsjekhofs. Báðir þessir höfundar eiga sér galla sent hindra þá í því að verða þau ntiklu leikskáld sem þeir höfðu gáfur til. Miller heldur að hann sé ádrepuhöfundur, og vill breyta heiminum, til dæmis með því að afhjúpa amrískan kapítal- isma í Sölumaður deyr. En það eru í raun ekki hinir félagslegu þættir sem gefa verkunum kraft, heldur þau sálrænu og kynferðis- legu átök milli persóna, sem Miller sjálfur ásakaði Williams fyrir að vera bundinn við. í leikritinu „í deiglunni“ (sem senn verður frumsýnt í Þjóðleikhús- inu) heldur Miller að hann sé að vara við andkommúnískri móð- ursýki McCarthy-tímanna nteð því að leiða fram á sviðið galdra- ofsóknir fyrri tíma. Og gerir það vitanlega, en sá raunverulegi gamli kynferðislegi þríhyrningur - John Proctor, kona hans og Abigail. Hvers vegna lætur John Proctor lífið: af því hann vill ekki nefna nöfn, eða blátt áfram af því honum finnst hann sekur; hann hefur svikið konu sína með þess- ari hóru?... Svo var haldið áfram og talað um Tennessee Williams, sem var hommi áður en það komst í tísku að konia úr felum og átti í erfiðri glímu við þann vanda og samdi samt þessi sérstæðu leikrit unt það, hvernig reynt er að bjarga fjölskyldunni, hjónabandinu! Og John Hagopian tekst allur á loft þegar hann lýsir þeirri skoðun sinni að Elia Kazan, sem var áhrifamestur leikstjóri á Broad- way um þær mundir er þessi leikrit komu fram, hafi með sín- um áherslum og uppfærslum gert verk þessara höfunda verri en efni stóðu til, afbakað þau beinlínis. Og svo áfram út og suður: hvers vegna er bandarískt leikhús rammsálfræðilegt (jafnvel sálgreiningarlegt) með- an þýskuskrifandi höfundar ger- ast afar pólitískir? Hverskonar „krankleika úr fortíðinni" eru menn að kljást við? Hvar er allt fólkið? John V. Hagopian byrjaði að sérhæfa sig í enskum bók- menntum 17. aldar en hefur síðar snúið sér æ meir að bandarískum bókmenntum okkar aldar. Hann hefur verið farandprófessor, m.a. í Þýskalandi og tvívegis í So- vétríkjunum. Nú síðast var hann að sýsla við John Fowles („Frilla franska liðforingjans"). Má vera að svo ergist hver sem hann eldist, sagði hann. En ntér finnst þeir allir horfnir, sem mér þótti mikið til koma. Ég er alltaf að leita að nýjum höfundum sem freistandi er að vinna með. En þeir eru einhvernveginn ekki í sjónmáli. Hvar er allt fóikið?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.