Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Líbýa Bandaríkjamenn gagn- rýndir um allan heim Washington — Sovésk stjórnvöld gagnrýndu Banda- ríkin harðlega í gær fyrir loft- árásirnar á Líbýu. Sovétmenn tilkynntu i gær að þeir hefðu aflýst fyrirhuguðum fundi Shvevardnadze, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna með Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem fyrirhug- aður var um miðjan mai næstkomandi. Þá skaut líbýsk- ur varðbátur loftskeytum á ít- ölsku eyjuna Lampedusa sem er suður af Sikiley. Þar eru Bandaríkjamenn með litla bækistöð. í gærkvöldi bárust síðan fregn- ir af því að loftvarnarbyssur Lí- býumanna hefðu farið af stað en ekki væri að sjá nein merki um loftárásir, eftir því sem frétta- maður Reuter í Trípólí Philip Shehadi, sagði. Á sjúkrahúsi í Trípólí var honum sagt að 16 mánaða ættleidd dóttir Gaddafis hefði látist í sprengjuárásunum í fyrrinótt. Þá sagði BBC í London Reagan frá því að tveir yngstu synir hans hefðu látist í árásunum Til- kynning Sovétmanna kom í kjöl- far harðrar gagnrýni banda- manna Bandaríkjanna í Evrópu á sprengjuárásirnar í Líbýu í fyrri- nótt. Um svipað leyti í gær var sagt frá því að líbýskur fallbyssu- bátur hefði siglt upp að ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa undan suðurströnd Ítalíu og skotið nokkrum flugskeytum að Bretland Thatcher gagniýnd fyrir þátt sinn í Lýbíumálinu Gagnrýnin kom jafnt frá þingmönnum íhaldsflokksins sem stjórnarandstöðunni. Re- agan sagði henni frá áœtlunum sínum fyrir viku Frá Ivari Jónsyni, fréttaritara Þjóðviljans í Bretlandi: Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, var gagnrýnd harkalega í breska þinginu í gær vegna þáttar Breta í árás Bandaríkjamanna á Líbýu. Breska stjórnin veitti Bandaríkjamönnum leyfi til að senda herþotur frá herstöð þeirra í Heyford við Oxford í loftárá- sirnar. Þingmenn hrópuðu að Thatc- her og sögðu hana geðveika, margir yfirgáfu þingið. Hin harða gagnrýni kom ekki aðeins frá stjórnarandstöðunni heldur einn- ig ýmsum þingmönnum fhalds- flokksins sem víttu forsætis- ráðherrann fyrir ógagnrýna af- stöðu gagnvart Bandaríkjunum og sögðu að loftárásin yrði aðeins til þess að auka hryðjuverkastarf- semina. Bretland og breskir hagsmunir yrðu nú að skotmarki í nýrri hryðjuverkaöldu. Thatcher lýsti því yfir að Reag- an, forseti Bandaríkjanna, hefði tilkynnt henni um yfirvofandi að- gerðir fyrir viku síðan. Er því tal- ið að Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra, hafi einnig haft vitn- eskju um árásaráætlanir Banda- ríkjamanna og þátt Breta í þeim. Það þykir því undarlegt að Howe hafi tekið þátt í áeggjunum utan- ríkisráðherra Efnahagsbanda- lagsins á mánudag sem hvöttu Bandaríkjamenn til að hverfa frá hernaðaraðgerðum. Þingmenn gagnrýndu stjórn Thatchers því fyrir að stofna pólitísku samstarfi Breta og annarra Evrópuríkja í hættu. Stjórnarandstaðan gagnrýndi loftárásina harkalega og fullyrtu forystumenn hennar að hún myndi hafa þau áhrif að snúa al- menningsálitinu gegn Nató og breikka bilið milli Bandaríkjanna og Evrópu í hernaðarbanda- laginu. RíkisstjórnirEvrópu hafa lagt áherslu á að vandinn fyrir botni Miðjarðarhafs verði ekki leystur með hernaðaraðgerðum. Hryðjuverkastarfsemin svokall- aða er afleiðing af vanda Palest- ínuaraba og útþenslustefnu ísra- els. Loftárás Bandaríkjamanna nú, mun engu breyta í þessum efnum. Hún er fyrst og fremst táknræn aðgerð Bandaríkja- manna til að undirstrika heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og hlutverk þeirra sem alþjóð- legur lögregluhundur gagnvart frelsishreyfingum, jafnt fyrir botni Miðjarðarhafs sem annars staðar. Tvískinnungur ríkisstjórna Efnahagsbandalagsins í Líbýu- deilunni nú er óskiljanlegur. Annars vegar hafa Evrópubúar ekki viðurkennt sannanir Reag- ans fyrir hlutdeild Líbýu í hryðju- verkunum í Berlín og sprenging- unni í TWA flugvélinni fyrir skemmstu. Hins vegar hafa ríkis- stjórnirnar viðurkennt ásakanir Reagans í verki með diplómatísk- um refsiaðgerðium gagnvart Lí- býu. Þessi tvískinnungur ber skýran vott um ósjálfstæði evr- ópskrar utanríkisstefnu gagnvart heimsvaldastefnu Bandaríkja- manna. fjarskiptastöð sem Bandaríkja- menn nota á eyjunni. Báturinn átti að hafa snúið strax aftur til baka. Síðar komu hins vegar fregnir um að mögulega hefði flugskeytum verið skotið frá Lí- býu þar sem ítalskar herflugvélar hefðu ekki fundið neinn fall- byssubát. ítölsk yfirvöld sögðu að ekki hefðu orðið neinar skemmdir af völdum árásarinnar. Lampedúsa er í um það bil 320 km. fjarlægð frá ströndum Líbýu. Yfirlýsing sovéskra yfirvalda var lesin í aðalfréttatíma sovéska sjónvarpsins. Þar sagði m.a. „So- véska forystan hefur margsinnis varað við því að aðgerðir þessar hljóti að hafa neikvæð áhrif á samband Sovétríkjanna og Bandaríkjanna." Bandaríkin gagnrýndu harkalega þessi við- brögð Sovétmanna. Viðbrögð í Evrópu við sprengjuárásum Bandaríkjanna voru flest á þann veg að þær voru harðlega gagnrýndar. Aðeins Bretar og Israelsmenn hafa lýst ERLENDAR FRÉTT1R INGÓLFUR HJÖRLEIFSSON yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjamanna. Utanríkisráð- herra Hollands, Hans Van Den Broek sem er núverandi formað- ur ráðherranefndar EBE, har- maði árásirnar og gríska stjórnin fór fram á sérstakan neyðarfund ráðherranefndarinnar. Þá kvart- aði gríska stjórnin yfir því að hafa ekki verið látin vita að árásirnar væru í aðsigi. Það kom fram í gær að stjórnir margra Evrópulanda hefðu verið látnar vita með nokk- urra daga fyrirvara að loftárásir Bandaríkjamanna væru í aðsigi. Franska stjórnin sem neitaði bandarískum flugvélum að fljúga yfir Frakkland í fyrrinótt á leið þeirra til Trípólí, „harmaði hina óþolandi aukningu ofbeldis sem hefði leitt til hefndaraðgerða sem síðan leiddi til enn frekara of- beldis.“ Bettino Craxi, forsætis- ráðherra ftalíu, var einna harð- orðastur í garð Bandaríkja- manna. Hann sagði að árásirnar drægju alls ekki úr hættunni á hryðjuverkum, slíkar aðgerðir ykju aðeins hættuna á „spreng- ingu öfga, brjálsemi og glæpa og sjálfsmorðsaðgerða. “ Fastlega er búist við að fram- hald verði á átökum Líbýumanna og Bandaríkjamanna Contraskœruliðar Hondúras ógnað New York - Bandaríska tímarit- ið Newsweek sagði frá því í fyrradag að ungir yfirmenn í her Hondúras óttist að ef Contra-skæruliðar fái 100 milj- ón dollara aðstoð frá Banda- ríkjamönnum, geti þeir orðið ógnun við Hondúras. í frétt Newsweek segir að yfir- mennirnir efist um að skærulið- arnir geti sigrað her Sandinista. Yfirmennirnir óttast auk þess að ef her Nicarauga ráði niðurlögum skæruliðanna eða að þeir fái ekki aðstoð Bandaríkjamanna, muni skæruliðarnir snúast gegn Hond- úras. Newsweek segir að íbúar og kirkjunnar menn á landamæra- svæðum þeim sem Contra-skæru- liðar halda sig í Hondúras, kvarti nú sáran undan ofbeldisverkunt skæruliðanna. Þeir fari um með ránum og nauðgunum og myrði alla þá sem reyna að stöðva þá. /REUIER Líbýa Afraksturinn er meira ofbeldi Bandaríkjastjórn virðist œtla að kalla meira ofbeldi yfir heiminn með harðlínustefnu sinni gagnvart Líbýu Washington — Sú umdeilda á- kvörðun Reagans Bandaríkja- forseta að hefja loftárásir á Lí- býu er talin líkleg til að hafa í för með sér aukna hryðjuverk- astarfsemi og fleiri árásir Bandaríkjamanna á Líbýu. Árás hinna rúmlega 30 banda- rfsku sprengjuflugvéla og 18 F 111 sprengjuþota í fyrrinótt á skotmörk í Líbýu, (þar á meðal bækistöðvar nálægt Trípólí sem Gaddaffi dvelst oft í) er talin ein stærsta sprengjuárás Bandaríkja- manna síðan í Víetnamstríðinu. Ýmsir vestrænir stjórnarerind- rekar segja að nú muni þagna þær raddir sem segja að harðlínu- stefna Reagans gegn hryðju- verkamönnum séu aðeins orðin tóm. En þær raddir gerast nú æ háværari sem segja að í kjölfar sprengjuárásar Bandaríkja- manna muni mjög líklega hefjast alda hryðjuverka víða um heim. „Gaddafi...reiknaði með að Bandaríkjamenn myndu ekki að- hafast neitt. Hann reiknaði skakkt," sagði Reagan í sjón- varpsávarpi í fyrrinótt, stuttu eftir loftárásirnar. Reagan hefur verið að hóta hörðum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum síðan 1981. Bandaríkin hafa hins vegar fylgt varkárri stefnu í þessum málum, af ótta við að aðgerðir myndu kosta líf bandarískra þegna sem annarra og fá þannig bandamenn upp á móti sér. í síð- asta mánuði sprengdu Banda- ríkjamenn hins vegar nokkra lí- býska varðbáta og radarstöð við Sirteflóa í loft upp þegar þeir fóru inn á svæði sem þeir segja vera alþjóðlegt hafsvæði en Líbýu- menn segja vera sína landhelgi. Stuttu síðar varð sprenging í bandarískri farþegaþotu yfir Grikklandi þar sem fjórir Banda- Gaddafi svaraði í gær með sprengju árás á bandaríska herstöð á Ítalíu ríkjamenn létust. Síðan varð sprengingin í V-Berlín. Banda- ríkjamenn segja að Gaddafi eigi þátt í báðum þessum hefndar- verkum og árásirnar í fyrrinótt séu svar við þeim. Bandarískir sérfræðingar um skæruliðastarfsemi búast nú við að ákveðinn vítahringur sé að hefjast. Menn frá Líbýu eða hóp- ar sem eru andsnúnir Bandaríkj- unum muni ráðast á bandarísk skotmörk og Bandaríkjamenn muni svara. Og Reagan segist ekki ganga með þá grillu að loft- árásirnar hafi bundið enda á það sem hann nefnir ógnarríkidæmi Gaddafis. „Ef þörf krefur, end- urtökum við þær,“ sagði hann í fyrrinótt. Fyrrverandi starfsmaður CIA sem sérhæfði sig í gagnárásum á hryðjuverkamenn, George Car- ver, er einn margra sérfræðinga sem álítur að nú muni sveitir Gaddafis gera árásir, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. „Það þarf meira en eina hernaðarað- gerð til að sannfæra Gaddafi," sagði hann í sjónvarpsútsendingu í Bandaríkjunum í fyrradag. Sér- fræðingar um hermál lýstu margir því áliti sínu í gær að nú virtist sem sú staða væri að koma upp að Bandaríkjamenn gætu nú sett mikinn þrýsting á Gaddafi. En það gæti orðið þeim sjálfum af- drifaríkt, bæði hernaðarlega og pólitískt séð. Ef Líbýumenn hefja gagnað- gerðir mætti búast við að svar Bandaríkjamanna við því væru sprengjuárásir, jafnvel enn kraftmeiri en í fyrrinótt. Þá yrði ráðist á olíulindir Líbýumanna og jafnvel mætti búast við innrás bandarískra hersveita. Til innrásar þyrfti að minnsta kosti 90.000 menn og það gæti kostað mikið mannfall. Þá óttast margir að atburðir næstu daga gætu orð- ið til að styrkja stöðu Gaddafis í Arabalöndum. Einn hernaðar- sérfræðingur, Eugene Carroll, orðaði þetta þannig að verið væri að gera Gaddafi að píslarvotti. Þá mábúast við að Bandaríkja- menn fari að missa velvild margra bandamanna sinna í Evrópu sem höfðu hvatt til varkárni. Frakkar bönnuðu þannig bandarískum herflugvélum sem flugu frá Bret- landi til Líbýu í fyrrinótt að fljúga í franskri lofthelgi. Þá er ekki tal- ið ólíklegt að Margaret Thatcher forsætisráðherra Breta verði fyrir pólitísku „hnjaski" fyrir þátt sinn í árásinni. Hún leyfði banda- rískum herflugvélum að hefja sig til flugs frá Oxford í Englandi. Þar óttast íbúar nú hermdarað- gerðir Líbýumanna. „Bærinn okkar er nú orðinn fremsta víg- lína í stríði milli Bandaríkjanna ; og Líbýu,“ orðaði einn íbúanna í þessar áhyggjur. Miðvikudagur 16. april 1986 jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.