Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 8
Án titils, eftir Rögnu; Manillareipi og hör. Loft og joró Vorvindar, eftir Sigurlaugu; hrosshár og plast Sýning Sigur- laugar Jóhannesdóttur og Rögnu Róberts- dóttur í Nýlistasafninu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg halda tveir veflistamenn samsýn- ingu og stendur hún fram til 20. apríl. Þetta eru þær Ragna Ró- bertsdóttir og Sigurlaug Jóhann- esdóttir, eða Silla. Samanlagt sýna þær 14 verk, flest nýleg. Þeim er þannig raðað að þau mynda ákveðna og sterka heild, nokkurs konar samstillingu, eða installasjón, enda eru verkin þess eðlis að þau verða ekki numin samhengislaust með góðu móti. Þær Ragna og Silla fást við aö víkka út merkingu vefjarlistar- innar og við það skarast mengi verka þeirra við þau mengi sem tilheyra höggmyndalistinni. Vef- ir þeirra eru m.ö.o. höggmyndir, ólíkt þeim vefjum.sem festiræru upp á vegg og eiga ýmislegt sam- merkt með málverkum. Silla notar hrosshár og norskt akrýlplast í verkum sínum, sem öll hafa náttúruna að inntaki. Hún kallar sinn hluta sýningar- innar „Sólarflaut", eftir fyrsta og síðasta verkinu í skránni. Annars vegar er um plastdiska að ræða Rokk Fats Domino í Broadway Gamlarokkkempan Fats Domino mætir annað kvöld í veitingahúsiö Broadway og leikur þar og syngur með fjórtán manna hljómsveit á hverju kvöldi frammá þriðjudag. Antoine „Fats“ Domino er frá New Orleans, tæplega sextugur, og er ein skærasta stjarnan frá fyrstu rokktímum um og eftir 1950, ásamt Chuck Berry, Little Richard, Elvis o.s.frv.. í fylgdar- liði Fats Domino hingað er meðal annars Dave Bartholomew, einn helsti lagasmiður hans, nú orðinn 67 ára. sem hengdir eru í röð niður úr loftinu. A þá eru límd hrosshár. Sólarflaut eru einnig hrosshárs- knippi sem mynda spíral á vegg. Plastdiskar með hrosshárum eru einnfg uppistaða í verkinu „Him- inbogar“. f „Sveipir" og „Vind- harpa" er plastið orðið að sívaln- ingum sem hrosshárin flæða út úr. „Flóð og fjara'* byggir liins vegar á hrosshársknippum sem fest eru í misjafnri hæð á veggi sýningarsalarins. Verk Sillu eru öll loftkennd, enda fjalla þau um höfuðskepnu þá sem stjórnar himinhvolfinu. í orðsins fyllstu merkingu eru verk hennar gegnsæ og rými þeirra er að vissu marki órætt eins og skýjafarið og vindurinn sem ræður því. Raunar gefur það auga leið að verk sem gerð eru úr gagnsæju plasti og hrosshárum hafa takmarkaða rýmiskennd, eða jafnvel ótakmarkaða ef þannig er litið á málin, og massi slíkra verka er ekki mikill né þungur. Það er engu líkara en Silla vilji gera út af við efnið í verkum sín- um. Að minnsta kosti vinnur hún á mörkum hins óefniskennda, þar sem allt getur horfið út í veðurog vind á næsta augnabliki. Ragna er hin fullkomna and- stæða hennar. Verk hennar til- heyra jörðinni og hafa til að bera þunga sem minnir á móköggla í gömlum hleðsluveggjum. Að vísu er efniviður hennar ekki mór heldur hör sem ofinn er saman og bundinn með Manillareipi. Hör- inn er engu að síður jarðargróður og vafningar Rögnu og teppi liggja kirfilega á gólfinu þar sem þau mynda staðfast og massíft form í rýminu. Til að tengja verk sín enn frek- ar jörðinni leggur Ragna gjarnan steinflögur ofan á þau. Að minnsta kosti vill hún tryggja það að þau fari ekki á flakk um sýn- ingarsalinn eins og teppin Harúns al-Rasjíds, sem gjarnan sáust svífa ofar mínarettum Bagdad- borgar forðum daga. Þrátt fyrir ákveðinn léttleika efnisins og ótakmarkaða mögu- leika til breytilegrar uppsetning- ar, virka vefir Rögnu sem kyrr- stæðir og óhagganlegir. Einungis þar sem teppum hennar er rúllað upp skynjar maður ákveðinn hreyfanleika í forminu. Þær andstæður, sem fólgnar eru í efnis- og formhugsun þess- ara tveggja vefara, gera sýningu þeirra heillandi. Uppsetningin er vel af hendi leyst og vart þarf að taka það fram að Silla er með verk sín á loftinu, meðan Ragna ræður ríkjum í neðri salnum. Framan við inngöngudyrnar mætast svo loft og jörð í fullkomnu samræmi. HBR STÖKUR Sérkennilegir hagyrðingar hafa alltaf verið til. Einn sá fræg- asti í hópi furðuhagyrðinga er Æri-Tobbi. Hann var uppi á 17. öld og er talið að hann hati látist í kringum 1660, en heimildir munu ekki vera til um hvenær hann fæddist, né nákvæmar heimildir um hvenær hann dó. Margir kunna vísur eftir Tobba, en þæir hafa margar afbakast. Hér fara á eftir nokkrar stökur eftir hann. Sagt er að Tobbi hafi ort þessa vísu um mann sem hét Valdimar og orti erfiljóð fyrir greiðslu: Dauður maður dauður var. Sendimaður sendur var uppí séra Valdimar til að yrkja Ijóðin þar. Næsta vísa er fræg, en hún varð til þess að þeir sem eftir henni fóru létust, en hún var svar Tobba við spurningu ferðamanns um fært vað á fljóti, en Tobbi sagði rangt til: Veit ég víst hvar vaðið er vil þó ekki segja þér: Fram af eyraroddanum undan svarta bakkanum. Svona orti Tobbi um konu sína: Þambara vambara Þorbjörg mín þarna er kúlna fatan þín, ambara rambara exin lín illa trú’ eg hún bíti. Tobbi gæti hafa verið við skál þegar hann orti þessa vísu: Urnis dregur ilja salt einninn veltir mér um svig. Gólfið er nokkuð heldur hallt og hallar öllu fram í mig. Við mann með alskegg orti Tobbi: Það er mikið frugga frum fríarí og bríarum. Þusslega mikið júðaskegg þér hafið á kjálkunum. Um mælgi orti Tobbi: Öglara göglara inni ég veg út af mærðar raftinum. Sá er sjaldan magur mjeg sem rauður er f kjaftinum. Svo orti Tobbi um bóndann á Hvítárvöllum: Hér getur cnginn komist í kór fyrir kæsidöllum þambara rambara þeytings- sköllum, Þórarinn bóndi á Hvítárvöllum. Um síldarstúlku orti Tobbi: Aldan skjaldan galdra grær græfra ræfra russu. Sæfra tæfra sfldarmær sussu sussu sussu. í miklu roki orti Tobbi þessa vísu: Inna vildi ég með orðum frá en ekki spé. Hæsings vindur og hæsings hlé æstu maður og he he. Næsta vísa var ort um mann sem féll um koll: Loppu hroppu lyppu ver lastara klastara styður. Hoppu goppu hippu ver hann féll þarna niður. Á ferðalagi orti Tobbi þessa: Umbrum bumbrum hrævra hross hér eru menn á eftir oss. Umbrum bumbrum hrævra hre hverjir ætli þetta sé? 8 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 16. april 1986 Listamenn Starfs- launum úthlutað Starfslaunum listamanna hcfur nú verið úthlutað af nefnd á veg- um mcnntamálaráðuncytis, og sitja í henni Knútur Hallsson for- maður, Bolli Gústavsson og Birg- ir Sigurðsson. AIIs var veitt 4.692.000 krónum til starfslauna á fjárlögum. Starfslaun hlutu: (12 mánaða laun) Haukur J. Gunnarsson, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, (6 mánaða laun) Nína Gautadóttir, Sigurlaug Jó- hannesdóttir, Sóley Eiríksdóttir, Steingrímur E. Kristmundsson, Jóhannes Helgi, Stefanía Þor- grímsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, (3 mánaða laun) Ásdís Sigurþórsdóttir, Ásgerður Búadóttir, Guðmundur Thor- oddsen, Guðrún Svava Svavars- dóttir, Halldór Ásgeirsson, Hallgrímur Helgason, Haraldur Ingi Haraldsson, Haukur Dór, Helgi Þorgils Friðjónsson, Jón- ína Guðnadóttir, Kristján Guð- mundsson, Kristján Steingrímur Jónsson, Lísbet Sveinsdóttir, Sig- rún Eidjárn, Sigurður Þórir Sig- urðsson, Svala Sigurleifsdóttir, Sverrir Ólafsson, Þór Vigfússon, Þórður Hall, Þuríður Fannberg (Rúrí), Örn Þorsteinsson, Glúm- ur Gylfason, Gunnar R. Sveins- son, Hörður Torfason, Mist Þorkelsdóttir, Páll Eyjólfsson, Þórir Baldursson, Elísabet Þor- geirsdóttir, Valdís Óskarsdóttir, Viðar Eggertsson, Viðar Gunn- arsson. Salí á Borginni Ég vil elska mitt land í kvöld stendur Salí fyrir kvöldi á Borginni og skemmta menn sér þar undir einkunnaroröunum Ég vilelskamittland. „Salí“ er félagsskapur lista- skólanema og heldur þeim og öðrum borgarbúum skemmtanir og dansleiki með fjölbreyttri dag- skrá. I kvöld verða Salímenn þjóðlegir, flytja nýtt dansverk við íslenska tónlist, leika úr íslensku leikriti, láta ljóðlíða um salinn og fylla Borgina íslenskum tónum. Áð lokum verður stigið fast á fjöl við rammþjóðlega hrynjandi. Kynnir kvöldsins er svo hinn alís- lenski Valgeir Skagfjörð. Sinfónían Verk eftir Pál P. og bandarískur sópran Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands annað kvöld í Háskólabíói er fyrst á dagskrá verkið Hendur eftir stjórnandann, Pál P. Pálsson, fyrirstrengjasveit. Einsöngvari kvöldsins er Ellen Lang, bandarískur sópran, ættuð frá Noregi, og þykir hafa mikla og glæsilega rödd og heillandi sviðsframkomu. Hún syngur tvær aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Ah perfido eftir Beetho- ven og nokkur velþekkt sönglög eftir Sibelius. Sibelius lýkur svo tónleikunum með 5. sinfóníunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.