Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 6
Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig með heillaóskum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu 5. apríl sl. Lifið heil. Júlíana Einarsdóttir Fremri-Langey. Kennarar! ORLOFSFERÐIR Vegna seinkunar sem varö á útsendingu sérrits K.í. þar sem kynnt voru tilboð um utanferðir á vegum félagsins, tilkynnist hér með að hægt verður að senda inn umsóknir út þessa viku, til 19. apríl. Orlofsnefnd kennarasambands íslands I Fargjaldastyrkur ^■^■^“^Bæjarsjóður Hafnarfjarðar tekur þátt í fargjalda- kostnaði nemenda úr Hafnarfirði, sem stunda nám í framhalds- og sérskólum á höfuðborgar- svæðinu, utan Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Rétt á fargjaldastyrk eiga þeir sem stunda nám í framhalds- og sérskólum, þar sem námið stend- ur yfir a.m.k. eitt skólaár og lýkur með prófi. Mið- að er við fullt nám. Nemendum er bent á að snúa sér til bæjarskrif- stofunnar Strandgötu 6 og fá þar umsóknareyðu- blöð, sem fylla þarf út og fá staðfest hjá viðkom- andi skóla. Umsóknum um fargjaldastyrk fyrir vorönn skal skila eigi síðar en 5. maí 1986. Sérstök athygli er vakin á breyttum úthlutun- arreglum. Nýjar reglur liggja frammi á bæjar- skrifstofunni, Strandgötu 6, 2. hæð. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ORLOFSHÚS- 1986 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum félagsins í sumar. Umsóknarfresturertil 18. apríl n.k.. Frek- ari upplýsingar eru í VR-blaðinu og á skrifstofu félagsins í Húsi verzlunarinnar sími 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Forval Gert er ráð fyrir því að niðurstöður viðræðna samninganefndar iðnaðarráðherra og RTZ Met- als um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðar- firði liggi fyrir nú í haust. Verði niðurstöður við- ræðnanna jákvæðar er stefnt að því að Kísil- málmvinnslan semji við einn aðila, aðalverktaka, er beri ábyrgð á byggirigu og verkhönnun verk- smiðjunnar, skipuleggi allar framkvæmdir, skipti verkinu í verkþætti og bjóði út til undirverktaka. Ákveðið hefur verið að efna til forvals meðal ís- lenskra verktaka til að finna þá aðila, er til greina kæmu sem þátttakendur í samsteypu, er tæki að sér hlutverk aðalverktakans. Forvalsgögn verða afhent á Almennu verkfræði- stofunni h.f., Fellsmúla26, Reykjavík, fráog með miðvikudeginum 16. apríl nk. gegn 5.000 kr. greiðslu. Gögnum skal skila á skrifstofu Kísilmálmvinnsl- unnar h.f. Höfðabakka 9,112 Reykjavík, eigi síð- ar en föstudaginn 2. maí nk. Kísilmálmverksmiðjan h.f. ÞJÓÐMÁL Útflutningsráðið Deilt um stjómarmenn Ragnar Arnalds: Ekki sjálfskipaðir frá stórfyrirtœkjum heldur kjörmr afráðinu. Ráðherrarslást umfulltrúa stjórnarinnar Mikill slagur hefur verið milli ráðherra viðskipta, utanríkis, iðnaðar og sjávarútvegsmála um hverjir þeirra eigi að tilnefna tvo af aðalmönnum stjórnarinnar í 8 manna stjórn Útflutningsráðs. Samkvæmt tillögum Fjárhags og viðskiptanefndar efri deildar sem hefur haft frumvarpið til meðferðar leggur meirihluti nefndarinnar til að viðskiptaráð- herra og utanríkisráðherra til- nefni sinn hvorn aðalmanninn en iðnaðar-ög sjávarútvegsráðherra skipi varamenn þessara aðal- manna. Þetta fyrirkomulag hefur Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra illilega getað sætt sig við. Þegar nefndarálit var lagt fram í vikunni bar Ragnar Arnalds fram breytingartillögu þess efnis að viðskiptaráðherra skipaði 8 menn í ráðið til 2ja ára í senn og 8 Gullfoss og Geysir AUsherjarnefnd Sameinaðs þings hefur lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að láta skipuleggja svæðið umhverfis Gullfoss og Geysi í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Verði Skipulagi ríkisins falin framkvæmd málsins í samvinnu við viðkomandi sveitarstjórnir, Náttúruverndar- ráð og Geysisnefnd. Skipulag svæðisins skal miðast við það að tryggja að umhverfi Gullfoss og Geysis verði ekki raskað með mannvirkjagerð, að nauðsynleg ferðamannaþjónusta verði byggð upp á einum stað á svæðinu og að byggingar og sam- gönguleiðir falli sem best að um- hverfinu. —lg- Heimilisstörf Maft til starfs- reynslu kannað Eftir harðar umrœður og erfiða fœðingu náðist málamiðlun. Ríkisstjórn kanni hvernig meta megi heimilsstörf til starfsreynslu Alþingi ályktar að meta skuli til starfsreynslu heimilis- og um- önnunarstörf, sem unnin eru launalaust, þegar um hliðstæð störf er að ræða. Jafnframt felur Alþingi ríkisstjórn að láta athuga með hvaða hætti megi meta slíka starfsreynslu þegar um óskyld eða sérhæfð störf er að tefla. Svo hljóðar sameinginleg breytinga- tillaga allsherjarnefndar Samein- aðs þings við 4 áður framkomnar tillögur um mat heimilsstarfa til starfsreynslu. Eins og áður hefur verið skýrt ítarlega frá á Þjóðmálasíðunni urðu miklar umræður fyrr í vetur um tillögu Kvennalistans um mat heimilsstarfa. Meirihluti allsherj- arnefndar lagði til að tillögunni yrði vísað frá og upphófust þá harðar umræður í deildinni þar sem hver breytingatillagan kom fram á fætur annari. Varð að ráði að vísa málinu og öllum fram- komnum tillögum um efnið til allsherjarnefndar á ný og freista þess að ná sameiginlegri niður- stöðu sem og tókst. —Ig- 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. apríl 1986 varamenn. 5 aðalmanna skyldu tilnefndir af ráðinu sjálfu og ríkis- stjórnin tilnefndi þá þrjá menn í stað 2ja áður. Jafnframt kom fram í máli Ragnars að hann var mótfallinn því að einstök stórfyr- irtæki tilnefndu menn í stjórn Út- flutningsráðs, heldur ætti ráðið sjálft að tilnefna aðra stjórnar- menn en fulltrúa ríkisins. —>8- Lagt til... Úrbætur fyrir þá efnaminnstu Þingmenn Kvennalistans leggja til að félagsmálaráðherra setji á stofn starfshóp til að móta ákveðnar tilögur til úrbóta á högum hinna efnaminnstu í þjóðfélaginu. í starfshópnum eigi sæti fulltrúar allra þingflokka, Félags einstæðra foreldra, Sam- taka aldraðra, Öryrkjabanda- lagsins, Samtaka ísl. félagsmála- stjóra og fulltrúi Þjóðhagsstofn- unar. Lagt er til að starfshópurinn fjalli um hvernig fella megi skatt- akerfið að launakerfinu, hækkun mæðralauna, verðlækkun mat- væla og húsaleiguaðstoð. RL til Hvanneyrar Þingmennirnir Davíð Aðal- steinsson, Jón Kristjánsson F, og Ragnar Arnalds Ab, leggja til að Rannsóknarstofnun landbúnað- arins verði flutt til Hvanneyrar. Er gert ráð fyrir í tillögu þeirra að flutningi stofnunarinnar ljúki á 6 árum. Benda flutningsmenn á að RL hafi tilhneigingu til að verða einangruð vísindastofnun. Tengsl við Háskólann séu góðra gjalda verð en tengsl við land- búnaðinn sjálfan og fræðslustarf- semi hans sé mun mikilvægari og Hvanneyri því mun eðlilegra um- hverfi fyrir vísindastofnun land- búnaðarins en malarhólar ofan Reykjavíkur. 6000 kaupleiguíbúðir Þingmenn Alþýðuflokksins leggja til að félagsmálaráðherra hefji undirbúning að löggjöf framkvæmdaáætlun um byggingu eða kaup 600 íbúða á hverju ári í 10 ár til leigu með kaupleigufyr- irkomulagi í samráði við sveitarfélög eða félagasamtök. Lánað verði til framkvæmd- anna úr byggingarsjóði verka- manna 80% af kostnaði íbúða fyrir láglaunafólki og einnig 80% úr byggingarsjóði ríkisins en framlag sveitarfélaga og eða fé- lagasamtaka verði 20%. Miðað við þessa fjármögnup yrði fram- lag sveitarfélaganna um 276 milj- ónir á ári og framlag úr bygging- arsjóði verkamanna um 552 milj- ónir. Heilbrigðisfræðsluráð Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórsdóttir Kl, leggja til að sett verði á laggirnar stofn- un er nefnist heilbrigðisráð. Ráðið skal annast heilbrigðisf- ræðslu sem miðar að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys og samræma og skipuleggja heil- brigðisfræðslu fyrir almenning í landinu í samvinnu við stjórnend- ur heilbrigðis-, skóla- og félags- mála. Lagt er til að í heilbrigðisráði sitji 21 fulltrúi frá hinum ýmsu félögum og stofnunum er tengj- ast heilbrigðismálum og skuli ráðið funda minnst 4 sinnum á ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.