Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.04.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR ----------------------------------------------------! EMIKörfubolti s Irar náðu íframlengingu og voru hársbreiddfrá sigri, Island vann 73-72 Þær voru hreint ótrúlega spennandi lokasekúndurnar í leik íslands gegn írlandi í gær. Eftir að leikurinn hafði verið fram- lengdur úr 69-69 náðu Islending- ar þriggja stiga forskoti 73-70 þegar 2 mínútur voru til leiks- loka. írar minnkuðu muninn í 1 stig. íslendingar fengu svo bolt- ann þegar 40 sekúndur voru eftir. Þeir léku út 30 sekúndurnar, en þá reyndi Torfi skot. Mistök tímavarðar leiddu til uppkasts sem írar unnu. Þeir fengu svo bónusskot þegar 3 sekúndur voru eftir, en Butler hitti ekki og ís- lendingar héldu boltanum það sem eftir var, naumur sigur í höfn, 73-72. Barcelona Venables um kyrrt Spænska knattspyrnustórveld- ið Barceiona tilkynnti í gær að Englendingurinn Terry Venables myndi halda áfram störfum hjá félaginu og stjórna því næsta keppnistímabil. Venables hafði verið sterklega orðaður við Lundúnaliðin Arse- nal og Tottenham en hann er samningsbundinn Barcelona til ársins 1988. —VS/Reutcr Kvennaknattspyrna Gunnlaugur þjálfar Þór Gunnlaugur Björnsson, gamal- gróinn KA-maður, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Þórs í knattspyrnu. Hann tekur við af Guðmundi Svanssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarið ár. Þór leikur í 1. deild og varð í 5. sæti sl. sumar en í 2. sæti þar á undan. —K&H/Akureyri „Þetta datt niður hjá okkur í lokin þegar þeir tóku tvo úr um- ferð, við áttum alls ekki von á því,“ sagði Einar Bollason lands- liðsþjálfari. „Taugarnar klikk- uðu hjá okkur. íslenska liðið get- ur langtum betur en þetta. Við tökum einn leik í einu og ætlum að vinna Skotana á morgun." íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel. Liðið lék hratt og opn- aði írsku vörnina hvað eftir ann- að. íslendingar héldu góðu for- skoti allan fyrri hálfleikinn og léku oft mjög góðan körfubolta. í síðari hálfleik dró aðeins úr hraðanum og leikurinn jafnaðist um tíma. Þegar um 5 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma var staðan þó orðin 68-55. Þá tóku írarnir við sér og náðu að jafna 69-69. íslendingar byrjuðu framleng- inguna vel og náðu þríggja stiga forskoti 73-70, en lokamínútun- um er lýst hér að ofan. Þrátt fyrir að ísland hafi sigrað í þessum leik þarf liðið að laga margt fyrir leikinn gegn Skotum á morgun. Hittnin var ekki nógu góð lengst af og sóknarleikurinn ekki nógu beittur. Vörnin var ágæt, en þó getur liðið betur. Síðustu mínúturnar fyrir fram- lengingu voru slæmar. Liðið hitti þá mjög illa og var að öllu leyti einstaklega óheppið. Það tók lið- ið Iangan tíma að finna svar viö þessari vörn íranna og það kost- aði næstum því sigurinn. EM/körfubolti Skotar sigruðu Skotar sigruðu Portúgali 67-65 í tvísýnum opnunarleik Evrópukeppninnar í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Stað- an í hálfleik var 31-27 Skotum í hag. Miðað við leik liðanna á ís- land alls kostar við þau bæði í kvöld og annað kvöld. Morri- son skoraði 15 stig fyrir Skota og Way 13. Silva skoraði 15 stig fyrir Portúgali og Seica 14. -VS Kvennakarfa Kolbrún velur England Everton á toppinn Chelsea í 3.sœti eftir sigur á West Ham Everton tók í gær forystuna í 1. deild ensku knattspyrnunnar með góðum útisigri í Watford, 2- 0. Gary Lineker skoraði á loka- mínútu fyrri hálfleiks, 25. mark sitt í 1. deild og það var 34. í vetur, en meiddist í leiðinni og lék ekki seinni hálfleikinn. Graeme Sharp skoraði seinna markið. Meistaravonir West Ham dvínuðu verulega þégar liðið tapaði í fyrsta sinn á heimavelli síðan í ágúst, 1-2 gegn Chelsea. Tony Cottee kom West Ham yfir á 51. mínútu. Nigel Spackman jafnaði fimm mínútum síðar og Pat Nevin tryggði síðan Chelsea sigur með marki 12 mínútum fyrir leikslok. Chelsea komst í þriðja sætið við þetta og getur enn látið sig dreyma um meistaratitilinn. Urslit í ensku knattspyrnunni í gær- kvöldi "urðu þessi: t.deild: Wattord-Everton....................0-2 West Ham-Chelsea...................1-2 2. deild: Blackburn-Huddersfield.............0-1 Charlton-Millwall..................3-3 3. deild: Chesterfield-Bristol R.............2-0 Doncaster-Rotherham................0-0 NottsCounty-Bournemouth............3-1 Walsall-Wigan......................3-3 4. deild: Aldershot-Tranmere.................3-1 Burnley-Crewe......................0-1 Hartlepool-Torquay.................1-0 Northampton-Orient.................2-3 Scunthorpe-Colchester..............1-1 Southend-Mansfield.................3-1 Swindon-Peterborough...............3-0 Charlton mistókst að ryðja Wim- bledon úr 3. sæti 2. deildar en allt stefnir í einvígi liðanna um 1. deildar- sæti. Staða efstu liða í 1. deild er nú þessi: Everton.......37 23 7 7 77-38 76 Liverpool.....37 21 10 6 78-36 73 Chelsea.......37 20 10 7 54-44 70 Man.Utd.......38 20 8 10 61-33 68 WestHam.......35 20 6 9 56-33 66 —VS/Reuter Knattspyrna Víkingur í úrslit? Víkingar sigruðu Ármann 2-0 í tilþrifalitlum leik Reykjavíkur- mótsins á gervigrasinu í gærkvöldi. Kuldi og strekkingur höfðu sín áhrif á ieikinn. Víkingar voru ívið íslenska liðið lék þó ekki illa allan leikinn. Fyrri hálfleikur og meiriparturinn af þeim síðari var ágætlega leikinn. Þeir Guðni, Pálmar og Páll voru góðir í sókn- inni og Torfi og Símon voru sterkir í vörninni. Það munaði mikið um það þegar fjórir leik- menn fengu sína fjórðu viliu á stuttum tíma í miðjum si'ðari hálf- leik, þeir Guðni, Torfi, Símon og Matthías. Matthías fór reyndar útaf með 5 villur stuttu síðar. Þetta dró úr liðinu og gátu þeir ekki beitt sér nógu mikið í varn- arleiknum. Stig islands: Valur Ingimundarson 25, Pálmar Sigurðsson 16, Guðni Guðnason 16, Torfi Magnússon 6, Páll Kolbeinsson 4, Simon Ólafssbn 4 og Matthías Matthías- son 2. Stigahæstir Irana voru Butler 17, Boylan 16, O'Sullivan 14 stig. -Logi EM/körfubolti Gegn Skotum í kvöld Önnur umferð Evrópukeppn- innar verður leikin í Laugardals- höllinni í kvöld. Kl. 19.30 leikur hið sterka lið Norðmanna sinn fyrsta leik, gegn írum, og kl. 21 hefst viðureign Islands og Skot- lands. Portúgalir sitja hjá í kvöld. Guðni Guðnason sýndi góð tilþrif í landsleiknum við íra í gærkvöldi og hér er hann í þann veginn að skora. Mynd: E.ÓI. Otrúleg spenna á lokasekúndunum tíu stúlkur NM í Svíþjóð í lok apríl Kolbrún Jónsdóttir landsliðs- þjálfari kvenna valdi í fyrradag lið sitt fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Svíþjóð síðar í þessum mánuði. Það er skipað 10 stúlkum og eru þær eftirtaldar: Auður Rafnsdóttir, IBK Björg Hafsteinsdóttir, ÍBK Guðlaug Sveinsdóttir, ÍBK Kolbrún Leifsdóttir, ÍS Helga Friðriksdóttir, ÍS Hafdís Helgadóttir, ÍS Guðrún Gunnarsdóttir, ÍR Póra Gunnarsdóttir, ÍR Vala Úlfljótsdóttir, IR Þórunn Magnúsdóttir, UMFN Kolbrún Leifsdóttir er fyrirliði en Guðrún varafyrirliði. Leik- menn íslandsmeistara KR gáfu ekki kost á sér í liðið. —VS Bikarúrslit Fram-Stjaman Stúlkurnar leika í Seljaskólanum Fram og Stjarnan leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld. Leikið verður í Seljaskóla í Reykjavík og byrjað kl. 20. Fram cr íslandsmeistari og vann alla sína 12 leiki í 1. deildinni í vetur. Stjarnan lék í fyrsta skipti í 1. deild og hafnaði í öðru sæti, 8 stigum á eftir Fram. Framstúlkurnar unnu leiki liðanna 23-17 og 26-21 og eru því sigurstranglegri í kvöld. Sagt verður frá leiknum á rás 2 og hefst útscnding þar kl. 20. sterkari aðilinn og þeir Andri Marteinsson og Jón Bjarni Guð- mundsson skoruðu mörkin með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Ármenningar sóttu í sig veðrið eftir það en fóru illa með gott færi þegar þeir létu Jón Otta Jónsson markvörð Víkings verja frá sér vítaspyrnu. Víkingar eru nú sama og komnir í undanúrslit mótsins, þeir mega tapa fyrir ÍR með tveimur mörkum í lokaleik sínum í riðlinum. Fyrir lokaumferðina er Víkingur með 4 stig, Valur 2, ÍR 1 og Ármann 1. —VS —vs ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.