Þjóðviljinn - 23.04.1986, Page 6
VIÐHORF
Opið bréf til alþingismanna
Haukur Sigurðsson skrifar
„Pið megið ekki, alþingismenn, víkja
ykkur undan að taka á málum þessara
aðila líka, um leið ogþið gerið nú,
væntanlega, með frumvarpi um
húsnœðismál, varanlegar bragarbœtur á
þessu kerfiu
Alþingismenn!
Tilefni þessa bréfkorns er, að í
gær lauk vissu tímabili í sögu fjöl-
skyldu minnar.
Þetta tímabil má nefna hús-
eigendatímabilið, þ.e. árin sem
við áttum íbúð (a.m.k. að nafn-
inu til). Við seldum nefnilega
íbúðina okkar og losuðum okkur
við megnið af skuldunum. Nú
eigum við búslóðina og bílinn,'
sem reyndar er kominn nokkuð
til ára sinna en í allgóðu lagi. Svo
standa á okkur allnokkrar
skuldir, sem eru að upphæð
þriðjungur til helmingur af árs-
tekjum fjölskyldunnar. Nú verð-
um við á næstu dögum að leita til
ættingja og vina og fá lánuð veð,
því við verðum að fá einhvern
tíma til að greiða þessar skuldir
niður, og við eigum ekkert til að
selja upp í þær.
Það sem ég hef sagt hér á
undan er lýsing á ástandi, sem ég
veit að við í minni fjölskyldu
erum ekki ein um að glíma við, ég
veit sjálfur um nokkur dæmi og
hef heyrt af öðrum. Þetta ástand
er ekki nýtt og varð ekki til í gær.
Það er orðið nokkurra ára, og
svona eftir á séð alveg makalaust,
að það varð.
„Pví hefur verið haldiðfram að
íslendirtgar beygi sig lítt fyrir
skynsamlegum rökum, fjármuna-
rökum varla heldur, en þó enn
síður fyrir rökum trúarinnar, en
leysi vandrœði sín með því að
stunda orðheingilshátt og deila
um titlíngaskít sem ekki kemur
málinu við, en verði skelfíngu
lostnir og setji hljóða hvenœr sem
komið er að kjarna málsins".
(Halidór Laxness,
úr Innansveitarkróníku).
Þessi tilvitnun í Innansveitar-
króníku hefur mér stundum kom-
ið í hug á umliðnum misserum,
þegar ég hef heyrt eða séð frá
ykkur, þingmenn, í umræðum
um þessi vandamál. Ég tel nefni-
lega að á háttvirtu alþingi hafi í
umræðum æ ofan í æ verið vikist
undan að taka á kjarna málsins
en stundaður orðhengilsháttur og
deilt um tittlingaskít.
En þakka ber það sem vel er
gert, og þar á ég við hið nýja
frumvarp um húsnæðismál, en
það er stórt skref í rétta átt og
með því er reynt að taka á málum
til frambúðar. Þar er m.a. tekið á
sumu af því sem hópur áhuga-
fólks um úrbætur í húsnæðismál-
um hefur verið að reyna koma
fram, en öðrum atriðum er
sleppt. Þau eru býsna veigamikil
og snúa fyrst og fremst að mér og
mínum líkum, en það er fólkið,
sem hefur verið að ganga í gegn-
um þessi vandamái undanfarin
ár. Þessi vandamá! urðu ekki
hljóðbær að marki fyrr en „Sig-
túnshópurinn" fór af stað. Þáttur
hans er þakkarverður og held ég,
að hollt hefði verið fyrir okkur öll
fslendinga, og ekki bara baslar-
ana í húsnæðisvandræðum, ef
þið, forsvarsmenn þjóðarinnar
hefðuð hlustað betur á þetta fólk,
og fyrr.
Þar sem ykkur er skiljanlega
ekki almennilega ljóst af skrifinu
hér á undan hvert vandamál mitt
og minna er, annað en það, að við
erum á hausnum, eins og sagt er
stundum, ætla ég að greina frá í
stuttu máli hvað gerðist í okkar
dæmi og hvers vegna.
Við hjónin festum kaup á okk-
ar fyrstu íbúð um mitt árið 1975
og fluttum í hana tæpu ári seinna.
Þá voru vaxtaaukalánin að hefja
sitt skeið, en þau voru á þeim
tíma mjög slæmur kostur miðað
við víxlana, sem almennt gengu,
eða lánin með föstu vöxtunum.
Nú, við höguðum okkur eins
og aðrir, áttum ekki neitt og
skulduðum námslán o.fl., en
röltum okkur til og keyptum
íbúð.
í þá daga kom nefnilega aldrei
að skuldadögunum, því lántak-
inn greiddi aldrei nema brot af
því sem hann fékk, til baka.
En ég þarf ekki að rekja þá
sögu, þið þekkið hana vafalaust,
ágætu þingmenn, og margir ykk-
ar væntanlega af eigin raun.
Jæja, lífið hélt áfram, og í árs-
lok 1981 var svo komið að við
áttum eign umfram skuld, eða
eignarskattsstofn, eins og það
heitir á skattframtalinu, sem
svarar um 60% af kaupverði
tveggja herbergja íbúðar í fjöl-
býlishúsi. Þá vorum við fimm í
fjölskyldunni, elsta barnið á
fjórtánda ári og það yngsta fimm
ára. íbúðin okkar var fjögurra
herbergja, um 90m2, í fjölbýlis-
húsi. Farið var að þrengja, enda
herbergin lítil. Eftir að hafa velt
þessum málum fyrir okkur var af-
ráðið um haustið 1982 að skipta á
þessari íbúð og tæplega þrjátíu
ára gömlu einbýlishúsi.
Með því að laun minnkuðu
ekki og mismunurinn á verði
eignanna var að mestu lánaður til
fimmtán ára, sem var mjög
langur tími miðað við venju, virt-
ist, sem við gætum klofið þetta.
Þó var ljóst að ekki mátti mikið
útaf bera.
Nú var glatt í höllinni, plássið
nóg í fyrsta sinn, bílskúr og garð-
ur. En blikur voru á lofti í efna-
hagsmálunum, og forsendur
kaupanna á húsinu, góðar eða
slæmar eftir atvikum, hrundu
gersamlega níu mánuðum eftir
kaupin, eða þegar þið, háttvirtir
alþingismenn, ákváðuð að
höggva á tengsl launa og láns-
kjára. Við þessar nýju kringum-
stæður kom berlega í ljós að við
höfðum „reist okkur hurðarás
um öxl“, eins og einn ykkar benti
á fyrir allnokkru.
En við þrjóskuðumst við að
viðurkenna þe§sa augljósu stað-
reynd, enda í því fólgin, að manni
fannst, uppgjöf, hrikaleg upp-
gjöf, sem við gætum ekki látið
spyrjast um okkur. Því var setið
áfram í húsinu og stundað „svig“
milli lánastofnana, meðan von
var að slá lán til að borga önnur
lán, eða réttara sagt vexti og vísi-
tölu, því ekki lækkað höfuðstóll
skuldanna, heldur þvert á móti.
Þegar kom fram á árið 1984 fór
okkur að verða Ijóst, að allveru-
legur hópur fólks var í svipuðum
vandræðum. Farið var að ræða
opinskátt um „vandamál hús-
byggjenda" og þrýstihópur
myndaðist, Sigtúnshópurinn svo-
kallaði. Háttvirt alþingi reyndi að
koma til hjálpar með því að efla
húsnæðislánakerfið og setja á
svokallaða ráðgjafarþjónustu við
Húsnæðisstofnun. Allt var það
gott og blessað, en gerðuð þið
ykkur ekki grein fyrir, að það var
einmitt kostnaðurinn af lánunum
og stuttur lánstími í bankakerf-
inu, sem var að drepa okkur?
Mér er ekki grunlaust um, að
töluverður hluti þjóðarinnar hafi
alls ekki áttað sig á hvað var að
gerast, ogþar sé e.t.v. skýringin á
því, að það gerðist og hversu
seint var brugðist við.
Nú, þingmenn góðir, við hjón-
in og krakkarnir, sem nú voru
orðin fjögur, gáfumst upp fyrir
húsinu í desember 1984, eftir að
hafa búið þar í tvö ár og tvo mán-
uði. Við losnuðum við hluta
skuldanna og fengum að auki
ágæta þriggja herbergja íbúð í
fjölbýlishúsi. Þangað fluttum við
og bjuggum í henni í níu mánuði.
Þá lukkaðist okkur að fá stærra
húsnæði, einbýlishús sem hentar
okkur, til leigu í tvö ár. Við á-
kváðum að reyna að lafa á litlu
íbúðinni og sjá hvað gerðist, og
leigðum hana því frá okkur til tíu
mánaða. Enda visst öryggi að
hafa eignarhald í húsnæði að okk-
ur fannst. Auðvitað var ljóst, að
við skulduðum ennþá of mikið og
til of stutts tíma til að þetta gengi.
Við höfðurn sem sé ekki náð okk-
ur fyrir vind með sölu hússins.
Þegar svo að því dró, að íbúðin
losnaði úr leigu var hún sett á
sölu, og hún síðan seld í gær. Við
höfum leigusamning um húsið
sem við búum í fram til ágúst 1987
og getum því verið róleg um
stund, að öðru leyti en því, að við
verðum að leggja allt kapp á að
borga niður þessar skuldir okkar,
sem verða væntaniega tryggðar
skuldareigendum með veðum í
annarra manna eignum.
Já þannig fór um sjóferð þá. I
stuttu máli er dæmið þannig að
fyrir fimm árum áttum við sem
svarar um 60% af kaupverði
tveggja herbergja íbúðar, en nú
skuldum við sem svarar 40% af
kaupverði samsvarandi eignar.
Og þið, fulltrúar fólksins, hvað
er til ráða? Samkvæmt frumvarp-
inu um húsnæðismál, sem þið nú
eruð að fjalla um, sýnist mér
möguleiki á að þeir sem verst
hafa farið út úr þessum hruna-
dansi, geti gengið inn í lánakerfið
eins og nýbyggjendur. En sá
böggull fylgir skammrifi, að
margir eru með skuld á bakinu,
og það stundum verulega, sem
kemur í veg fyrir, að þeir geti far-
ið af stað aftur.
Og hvað með þá mörgu, sem
enn hanga á eigin húsnæði, en
hafa ekki þurft að selja? Bíður
þeirra nokkuð annað en að lepja
dauðann úr skel í fyrirsjáanlegri
framtíð, með þeim geigvænlegu
afleiðingum, sem fjárhagslegt
óöryggi leiðir af sér, og hefur
reyndar þegar gert í þó nokkrum
mæli, eftir því sem ég best veit.
Ég held, að þetta megi, og eigi,
að skoðast sem samfélagslegt
vandamál og beri að leysa sem
slíkt.
Bent hefur verið á leiðir, sem
áhugamenn um úrbætur í hús-
næðismálum settu fram, en það
er í fyrsta lagi að nota skattakerf-
ið til að endurgreiða a.m.k. hluta
þess, sem af lántakendum,
„skuldurunum", eins og við erum
stundum kölluð, hefur verið haft,
undanfarin ár. Það, sem hefur
gerst er nefnilega ekkert annað
en eignaupptaka, og við eigum
ekki að gjalda fyrir með svona
hrikalegum hætti, erlenda
skuldasöfnun þjóðarinnar um-
fram þá, sem komu sér vel fyrir í
efnalegu öryggi á verðbólgutím-
anum. í öðru lagi þarf að létta af
oki bankalánanna með því að
veitt verði viðbótarlán úr hús-
næðiskerfinu með sömu kjörum
og nýbyggingarlán þannig, að
fólk geti greitt upp bankalán og
verði þannig gert jafnsett þeim,
sem nú fara að byrja að koma sér
upp þaki yfir höfuðið.
Ég tel, að þessir tveir þættir, til
viðbótar frumvarpinu, muni
leysa tii frambúðar vandamál
þeirra, sem sitja nú í súpunni, og
geti gert þeim kleift að rétta úr
kútnum og fara að bera sig um
eins og aðrir þjóðfélagsþegnar,
en séu ekki dæmdir til að vera
bónbjargarmenn á biðstofum
bankastjóranna framvegis.
Þið megið ekki, alþingismenn,
víkja ykkur undan að taka á mál-
um þessara aðila líka, um leið og
þið gerið nú, væntanlega, með
frumvarpi um húsnæðismál, var-
anlegar bragarbætur á þessu
kerfi.
Vandamálin í samfélaginu eru
mörg og stór, og þannig hlýtur
það að vera. Margt hefur vel tek-
ist, en annað miður, eins og
gengur, en það að búa til þurfa-
linga er fráleitt.
Ykkur ber, ágætu alþingis-
menn, að leysa úr þessum hnút
húsnæðismálanna sem skjótast,
og gera það varanlega, því nú er
lag.
Akureyri 19. apríl 1986
Haukur Sigurðsson
Bogasíðu 7
600 Akureyri
__________FRÁ LESENDUM______
Viröing fyrir verkmenntun
Núna þegar byrjað er að i
glymja í útvarpinu, „pantið stúd-
entadragtir tímanlega" þá hvarfl-
ar að mér atvik sem kom fyrir
mig. Frænka mín ein hætti námi
eftir skyldunám, hún hafði ekki
áhuga fyrir menntaskólanámi en
fór í Iðnskólann. Það nám gekk
mjög vel og hún útskrifaðist með
góða einkunn.
Mín börn höfðu farið í mennta-
skóla og urðu stúdentar og vinir
og vandamenn færðu þeirn gjafir
þegar þau útskrifuðust. Ég tók
mig til og færði áðurnefndri
frænku minni gjöf eins og hennar
foreldrar höfðu fært mínum
börnum. Næst þegar ég hitti hana
var hún mjög sár og sagði: „Þú
varst eina manneskjan sem færðir
mér gjöf og það var soðin fiskur í
matinn þegar ég kom heim með
prófskírteinið". Henni fannst sér
misboðið en það sem meira var,
móðir hennar var alveg eyðilögð,
hún hreinlega áttaði sig ekki á að
þetta var mikilvægur dagur í lífi
dóttur hennar. Ef hún hefði tekið
stúdentspróf hefði verið haldin
veisla með gjöfum og öllu til-
heyrandi. Það lá við að ég sæi
eftir að hafa valdið þessum
ieiðindum því ef ég hefði ekki
fært henni gjöf hefði henni kann-
ski þótt eðlilegt að ekkert væri
gert til að gleðja hana á þessum
degi.
Þetta er því miður alltof al-
gengt að foreldrum þyki ekkert
eða lítið til koma þó að börn
þeirra læri einhverja iðn, það er
stúdentsprófió sem gildir. Ég er
ekki að mæla ineð þessum
gengdarlausu veisluhöldum og
yfirþyrmandi gjafaflóði á svona
tímamótum, það er kornið út í
öfgar en það má gleðja börnin
innan fjölskyldunnar með litlum
tilkostnaði.
Ég var fyrir nokkru við útskrift
í fjölbrautarskóla þar sem út-
skrifaðir voru stúdentar og ung-
Iingar af fleiri brautum. Það var
ákaflega sláandi og ömurlegt að
sjá stúdentana uppáklædda en
sumir hinna nemendanna voru
þokkalega klæddir en aðrir
jafnvel vinnuklæddir. Þessu þarf
að breyta, kannski er þetta kenn-
urunum í þessum almennu starfs-
greinum að kenna, þeir þyrftu að
brýna það fyrir unglingunum að
þeirra nám sé jafn hagnýtt og
þarft þjóðfélaginu og langskóla-
nám. Allt nám er hagnýtt og þess-
ir unglingar eru ekki að ljúka
síðri áfanga í lífi sínu en hin. Út-
skriftin ætti að fara fram með há-
tíðarbrag hvert sem námið er því
þetta er oft iokapróf hjá þessum
nemendum og foreldrar þeirra
ættu að vera viðstaddir og gera
þeim svo glaðan dag því þessi
dagur í lífi þeirra kemur ekki
nema einu sinni. Rena
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. apríl 1986