Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 4
Sambúð trúarbragða Þið eruð okkar eldri brœður Fyrsta heimsókn páfa í sam- kunduhús gyðinga Jóhannes Páll páfi og Toaff yfirrabbíni i Róm: þar i borg stóöu ghettómúrar lengst.... Jóhannes Páll páfi hefurverið meira áferð og flugi en nokkur fyrirrennari hans: um hann gengur sú skrýtla, að sá sé munur á honum og guði, að guð sé allsstaðar, en páfi sé búinn að vera þar. Á dögun- um fór hann svo í stutta ferð innan borgar- en sú þykir samt sögulegri en fleslar aðr- ar fyrir margra hluta sakir. Hann fór að heimsækja gyð- inga í Rómarborg og erfyrsti páfinn sem stígurfæti inn í samkunduhús gyðinga. Jóhannes Páll hlýddi á rabbí- ana IZIio Toaff og Della Rocca fara meö forna hebreska texta og tók svo sjálfur til máls í troöfullri svnagógunni og talaði á víxl á ít- ölsku og hebresku. Páfi var fullur meö sáttfýsi og iðraðist fyrir hönd kirkju sinnar þess sem hún hefur gert á hluta gyðinga. Hann sagði meðal annars við söfnuðinn: „Pið eruð okkar eftirlætisbræður- og í vissum skilningi getum við sagt að þið séuð okkar eldri bræður". Og á þá vitanlega við það, að á undan Nýja testamentinu kom hið gamla - í því eru þeir spádóm- ar sem bæði kristnir menn og gyð- ingar vísa úl, þótt svo þeir túlki þá hver upp á sinn máta. Dapurleg saga Menn telja það til verulegra tíðinda í sögu trúarbragða og samskipta þeirra að páfi skuli heimsækja samkunduhús gyð- inga. Það hefur líka sitt að segja, að hann heimsækir gyðinga í Rómarborg. Því sá söfnuður, ein- hver hinn elsti sem samfellt hefur verið til utan Erets Israel eða Pal- estínu hefur lengur og meir en flestir aðrir orðið fyrir ofsóknum og ýmsum kárínum af hálfu ka- þólsku kirkjunnar. Þegar á þrettándu öld kvað ka- þólska kirkjan svo á, að gyðingar væru njanneskjur án mannrétt- inda. Á miðri sextándu öld, á valdatíma Páls páfa fjórða var flestum ‘amkunduhúsum gyð- inga í Rómarborg lokað með valdi og þeim gert að búa innan veggja ghettós á bökkurn Tíbers (steinsnar frá Vatíkaninu reyndar) við hin mestu þrengsli. Öðru hvoru hvatti kirkjan beinlínis til að menn sýndu í verki fjandskap sinn við fólk, sem kennt var um krossfestingu Krists. Gyðingamorð voru næsta algeng. Áuk þess var gyðingum gert skylt að mæta á sunnudögum á því svæði sem páfi hafið beint lögsagnarvald yfir í kristnum kir- kjum og hlusta á prédikanir sem ætlað var að snúa þeim frá trú feðra sinna... Múrar hrundu Það var ekki fyrr en Páfaríkið í Róm og næstu sveitum var inn- limað í hið sameinaða konungs- r/ki Ítalíu árið 1870, að múrarnir sem /okuðu gyðinga inni í ghettó- inu voru rifnir niður - en þá voru önnur ghettó ekki eftir í Évrópu. Nú hófust betri tímarogárið 1902 var Stóra synagógan í Róm byggð, sú sem páfi heimsótti á dögunum - meira en áttatíu árum síðar. Kirkjan hafði samt ekki breytt afstöðu sinni, þótt hún sýndi gyð- ingum ekki eins virkan fjandskap og fyrr á tímum. Þegar 2000 Rómargyðingum var smalað saman árið 1943 og þeir Outtir til Auschwitz, þá gerðu Píus páfi og háklerkar hans ekkert til að bjarga fórnalömbum fasismans, sem teknir voru beint fyrir fram- an nefið á þeim ef svo mætti segja. Nostra culpa Jóhannes Páll reyndi ekki að gera lítið úr þessu. I ræðu sinni í samkunduhúsinu í Róm kvaðst hann „harma það mjög" að gyð- ingar hefðu orðið fyrir misrétti og ofsóknum. Hann vitnaði í skjalið „Nostra aetate", sem samþykkt var á öðru Vatíkanþinginu fyrir nokkrum árum, en þar er um margt endurskoðuð afstaða til gyðinga og þeirra manna krist- inna, sem trúa með þeim hætti sem „ekki þótti við hæfi“. En á því þingi gekkst Jóhannes páfi 23ji fyrir því, að brott væru felld- ar úr kaþólskum bænum tilvísanir til „hinna svikulu júða" og harm- að það hatur og þær ofsóknir sem gyðingar hefðu orðið fyrir um aldir, „hver sem í hlut átti“. Þau orð endurtók páfi nú tvisvar, einsog til að leggja áherslu á að hann ætti einnig við fyrirrennara sína... Sem fyrr segir þykir atburður- inn merkilegur, þótt svo menn deili um það, hvort heimsóknir tákni, að allgóðar sættir séu að komast á milli kaþólsku kirkj- unnar og þeirra sem gyöingatrúar eru. Margra alda saga verður heldur ekki afmáð með einni iðr- unarheimsókn. En ísrael? Það var svo til þess tekið, að i ræðu sinni í samkunduhúsinu vék páfi ekki einu orðið að Isra- elsríki. Fyrir því er reyndar héfði í páfagarði, sem hefur stjórn- málasamband við mikinn fjölda ríkja (þeirra á meðal íslands) en hefur aldrei viðurkennt Isra- elsríki. Vatíkanið hefur haldið fram þeirri stefnu, að til að svo geti orðið þurfi fyrst að finna friðsamlega lausn á deilum fyrir botni Miðjarðarhafs. Má vera að páfagarður sé líka tregur til að viðurkenna vald nokkurs ríkis yfir landi, þar sem Kristur kenndi, yfir borginni þar sem hann var krossfestur. (áb byggði á Spiegel og Information). Bókaverslun Okkur vantar starfsmann til almennra starfa í Bóksölu stúdenta frá 1. júní og til frambúðar. Starfið er einkum fólgið í afgreiöslu, upplýsinga- gjöf, móttöku bókapantana og bókasendinga, veröútreikningum o.fl. Nauösynlegt er aö viökomandi hafi tungumála- kunnáttu, sé þægilegur í viömóti og hafi áhuga á bókum. Vinnutími er frá 10 til 18 (þó frá 9 til 17 á sumrin) virka daga nema laugardaga. Umsóknir ásamt öllum venjulegum upplýsingum sendist Bóksölu stúdenta, Félagsstofnun stúd- enta v/Hringbraut, fyrir 4. maí nk. bók/fcta /túder\tð, Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands \$&í ísafjarðar- w kaupstaður FÓSTRUR! Starfsfólk vantar í eftirfarandi stööur: Dagvistarfulltrúi, um er aö ræöa 50% stööu. Fóstrumenntun áskilin. Forstöðumaður leikskóla í Hnífsdal. Staöan er laus frá 15. júlí. Fóstrumenntun áskilin. Einnig óskast fóstrur til starfa aö dagheimili og leikskólum. Upplýsingar um störfin veitir félags- málastjóri í síma 94-3722 eöa forstöðumenn í símum 94-3685 og 94-3565. Félagsmálastjórinn ísafirði. Fyrirlestrar um fiskeldi og kynbætur Sunnudaginn 27. apríl kl. 4 síödegis veröa fluttir fyrirlestrar um fiskeldi og kynbótamál í sal A á annari hæö í nýju álmu Bændahallarinnar. 1. Dr. Harald Skjervold prófessor frá Ási í Noregi fjallar um notkun á erfðatækni í kynbótum búfjár og eldisfiska. 2. Sivert Gröntvedt formaður sölusamtaka norskra fiskeldisfyrirtækja og dr. Harald Skjervold greina frá þróun fiskeldis í Noregi meö tilliti til líffræðilegra þátta og markaös- mála. Fundurinn er öllum opinn. Búnaðarfélag íslands, Veiðimálastofnun og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. i o oo \ Félag starfsfólks í veitingahúsum auglýsir eftir umsóknum félagsmanna um dvöl í sumarhúsum aö Húsafelli og Svignaskarði. Umsóknir þurfa aö berast fyrir 9. maí. Úthlutaö verður 14. maí. Stjórn orlofsheimilasjóðs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.