Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 8
SUNNUDAGSPISTILL Grískir sósíalistar ítalskir kommúnistar í þessum pistli verður vikið að tveim öflugum vinstriflokkum í Suður-Evrópu: Pasok, Hellen- íska sósíalistabandalaginu í Grikklandi og PCI, Kommún- istaflokki Ítalíu. Þessir flokkar eiga það sameigninlegt, að hafa hlotið 30-40% fylgi í kosningum og að þeir hafa reynt að móta vinstristefnu sem tæki út fyrir þá gömlu og nú orðið ófrjóu skipt- ingu í krata og komma sem svo margri bölvun hefur valdið í Evr- ópu. En þeir eru líka ólíkir um margt - og veldur þar mestu að PASOK er ríkisstjórnarflokkur sem er að byrja annað valdatíma- bil sitt, en PCI er eins og dæmdur til þess af tvískiptingu Evrópu, áhrifamikilli bandarískri tor- tryggni og öðru slíku til að vera utanstjórnar, dæmdur til tak- markaðs pólitísks valds - þrátt fyrir mikil og margvísleg áhrif á ítalskt samfélag. PASOK við stjórnvöl PASOK komst á sínum tíma til valda af eftirtöldum ástæðum: Eftir óralangt valdatímabil hægrimanna og hálffasískra her- foringja þurfti heldur betur að taka til hendi í Grikklandi, koma á velferðarkerfi, bæta réttarstöðu kvenna, krukka í misskiptingu lífsgæða. í annan stað voru Grikkir meira en gramir Banda- ríkjunuin og Nató fyrir þá ábyrgð sem þessir aðilar tveir báru á valdatíma herforingjanna í Grikklandi - auk þess sem Grikkjum hefur fundist, að sýnu minna tillit væri tekið til þeirra sérþarfa en til hagsmuna sögulegs og nýs óvinar þeirra í næsta ná- grenni, m.ö.o. Tyrkja. í þriðja lagi var PASOK svo heppið að eignast foringja á borð við And- reas Papandreú, sem hafði mælsku og orku til að halda sam- an hreyfingu, sem um margt var ósamstæð. PASOK fór með völdin í heilt kjörtímabil og vann allgóðan kosningasigur í júní í fyrra, og hélt sínum meirihluta á þingi (Það þýðir ekki að PASOK hafi meirihluta atkvæða - grísk kosn- ingalög eru á þann veg sniðin, að þau umbuna stórum flokkum en refsa þeim smærri). Pessi kosn- ingasigur átti sér margar forsend- ur, en við skulum láta okkur nægja hér að benda á það sem sósíalistastjórnin hafði gert til að bæta kjör þeirra sem verst voru settir. En eftir kosningar hefur sótt í allt annað horf. Grikkir eiga í miklum peningavandræðum, halli á viðskiptum við útlönd varð í fyrra 2,4 miljarðar dollara (1,4 miljarðar í hitteðfyrra). Og til að skapa sér velvild alþjóðlegra pen- ingastofnana og Efnahagsband- alagsins greip Andres Papandreú til kreppuráðstafana, sem eru lítt að skapi vinstrisinnum: að hressa upp á einkaframtakið (og auk*a þar með gróðamöguleikana í þeim geira), að skera niður opin- ber útgjöld (m.a. til fræðslu- og heilbriðgismála) og síðan var sett þak á launahækkanir og hart gengið eftir því að það væri ekki rofið. Að stýra kreppunni Og nú kemur það í Ijós sem oftar, að fólk vill ekki leyfa vinstriflokkum að gera neitt nema góða hluti (innleiða hækk- un lágmarkslauna, stytta vinnu- viku, koma á eftirlaunakerfi o.s.frv). Fólk vill ekki að slík stjórn sé „eins og hinir". Og því er nú upp komin í Grikklandi næsta undarleg staða, sem stafar ekki barasta af því, að PASOK á það sammerkt með mörgum öðr- um vinstri flokkum að geta kom- ið sér upp sæmilegri félagsmála- pólitík en skorta allt úthald í efnahagslegri stjórnsýslu. PAS- OK er í upphafi einskonar banda- lag vinstrisinna, en Papandreú stjórnar því með allt að því „stal- ínskum" flokksaga. Þegar óá- nægja launamanna með kreppur- áðstafanirnar braust fram í því, að fulitrúar vinstriarms PASOK í stjórn gríska alþýðusambandsins tóku höndum saman við kom- múnista og steyptu forustu sam- takanna - þá brást Papandreú svo við, að hann rak uppreinsar- mennina úr flokknum og beitti hæpnum lagakrókum til þess að setja fyrri stjórn alþýðusamb- andsins (sem er honum þæg og góð) á valdastól aftur. Um leið er lagakrókum óspart beitt til að kveða niður verkföll í ýmsum starfsgreinum. Tómarúm Niðurstaðan er svo þessi hér: Menn gætu búist við því; að hinn stóri hægriflokkur í Grikkiandi, Nea Demokratia, græddi á þess- um raunum sósíalistabandalags- ins. Svo er ekki: flokkurinn sá veit nefnilega ekki hvernig hann á að bregðast við því að PASOK hefur gripið til þeirra ráðstafna sem borgaraflokkurinn hefði gripið til sjálfur! (Efnahagsráð- stafanir þær sem fyrr voru nefnd- ar voru samþykktar með stuðn- ingi þingmanna Nea Demokrat- ia). Kannski búast rnenn þá við því, að straumurinn liggi til vinstri og Kommúnistaflokkur Grikklands, sem fékk um 10% atkvæða í síðustu kosningum njóti góðs af. Eða þá hinn litli flokkur „Evrópukommúnista", sem eru óánægðir með Moskvu- hollustu félaga sinna í stærri flokknum. Svo er þó ekki.. Hinir óánægðu sósíalistar virðast ekki leita til kommúnista, og með því að Papandreú gerir í sínum flokki ekki ráð fyrir því að andófshópar geti skipulagt sig og haft málfrelsi þá finnst mönnum þeir eigi ekki annan kost en að ganga út úr póli- tíkinni. Hafast ekki að, eða þá þeir ganga úr flokknum og taka upp vandræðalega biðstöðu. Hvað svo verður, það veit eng- inn. Þingið í Flórens En þá er að segja frá PCI, Kommúnistaflokki Italíu. Sá flokkur hefur setið á þingi í Flórens. Margir höfðu beðið eftir því með forvitni. Flokkurinn er stór og öflugur og nýtur mikillar virðingar, en hann hefur orðið fyrir nokkrum skakkaföllum eftir að leiðtogi hans, Enrico Belingu- er, féll frá í hitteðfyrra. Þar kem- ur margt til: meðal annars það, hvernig Sósíalistaflokkurinn ít- alski, PSI, hefurgetað notfært sér það, að hvorki kommúnistar né hinn stóri borgaraflokkur, Kristi- legir demókratar, hafa getað lifað né dáið án hans. Með öðrum orðum: Kommúnistar hafa ekki getað stjórnað nema fáum „rauð- um“ borgum og héruðum án sam- starfs við sósíalista og Kristilegir hafa ekki getað haldið uppi ríkis- stjórn nema með stuðningi sósíal- ista og hafa nú hin seinni árin neyðst til að gera foringja þeirra, Craxi, að forsætisráðherra. (En á það skal minnst hér að algeng úr- slit í kosningum á Ítalíu eru þau að Kristilegir fái 35-38% at- kvæða, Kommúnistar 30-34% og Sósíalistar 10-13%). Þingið í Flórens bar þess fyrst og fremst merki að PCI lítur á sig sem „snaran þátt" af evrópskri vinstrihreyfingu og vill þar að auki bæði vera sjálfstæður flokk- ur og um leið „stuðla að því að tvennskonar merkileg reynsla sósíalísk og kommúnísk, nái sam- an, leita leiða til þess, að hægt sé að yfirstíga • hina sögulegu tví- skiptingu og þar með örva með nýjum hætti umbótastarf í vest- rænum kapítalískum ríkjum" eins og segir í drögum að ályktun þingsins. Evrópsk vinstristefna Gestagangur á þingi Kommún- ista segir sína sögu einmitt af þessari viðleitni. A næstsíðasta þingi flokksins voru sendinefndir frá Kommúnistaflokkum Sovét- ríkjanna, Kína og Júgóslavíu í fremstu röð. Nú höfðu í fyrsta sinn bæst við í þá sömu „fremstu röð" sendinefndir frá SPD, sósí- aldemókrataflokki Vestur- Þýskalands og frá Verkamanna- flokknum breska. Semsagt: lögð er áhersla á að kommúnistaflokk- ar af ýmislegri gerð séu jafnréttháir - og um leið á þann vilja ítalska flokksins, að taka virkan þátt í mótun evrópskrar vinstristefnu. Skjöl þingsins og setningarræða Alessandro Natta flokksformanns benda reyndar öll í eina átt: Flokkurinn heldur uppi þeirri stefnu Berlinguers, að lýðræðið, sem áður fyrr fékk ein- att einkunnina „borgaralegt" sé verðmæti sem ekki megi fyrir nokkurn mun farga. Og um leið er sagt sem svo: við vitum að Okt- óberbyltingin sovéska skipti miklu máli, að Sovétríkin réðu mestu um sigurinn yfir nasisma og fasisma, að kínverska bylting- in hefur skipt miklu máli í þriðja heiminum. En um leið neitum við því, að þessi þjóðfélög geti verið fyrirmynd fyrir önnur ríki og „allra síst þau sem búa við fulltrú- alýðræði" -. Þess er líka getið með ótvíræðum hætti, að fyrr- greind byltingarþjóðfélög búi við vandamál sem stafi af þeirra innri gerð og þótt látin sé í Ijós von um að umbótahneigðir þar beri ár- angur, þá er það tekið fram, að varla dugi það eitt að grípa til vissra stjórnunaraðgerða í efna- hagsmálum - hér þurfi líka til að koma lýðræðisleg þátttaka fólks- ins og einstaklingsfrelsi. Stórveldin Natta og þeir, sem drög lögðu að þinginu, leggja áherslu á það, að þeir séu hvorki andsovéskir né andbandarískir. Natta gagnrýndi harðlega skort á lýðræði í Sovét- ríkjunum en hann taldi um leið að Gorbatsjof, hinn nýi leiðtogi Kremlverja, væri maður hollari friði en Reagan. Og um leið og hann gagnrýndi Reagan kvaðst hann ekki vilji dæma Bandaríkin út frá stefnu hans einni og vitnaði til bandarískrar lýðræðishefðar eins og hún kom fram í ýmsu því sem Rosevelt og Kennedy skildu eftir sig. Hann vildi vísa Rússum frá Afganistan og Bandaríkja- mönnum frá Nicaragua og hann mælti með því að Palestínu- mönnum yrði tryggt eigið land á friðarráðstefnu um Austurlönd nær. Við viljum stjórna Eins og búast má við eru það hinar alþjóðlegu skírskotanir frá þingi PCI sem menn taka helst eftir. Og verður það þá að bíða betri tíma að greina sæmilega ít- arlega frá því sem fram kom á þinginu um stjórnmál og valkosti á Ítalíu sjálfri. En þá fer, í stuttu máli sagt, mest fyrir þessum áherslum hér: ítalskir kommún- istar mæla ekki með auknurn ríkisafskiptum, þeir vara mjög við auknu skrifræði á framförun- um, og minna í því sambandi á kvennahreyfingar, umhverfis- verndarmenn og trúaða félags- hyggjumenn. Þeir telja einn höfuðandstæðinginn nýfrjáls- hyggjuna, sem nú ríður húsum í hinum stóra hægriflokki, Kristi- legra demókrata. Þeir segja að sú stjórn fimm flokka undir forystu sósíalistans Craxis, sem setið hef- ur við völd, hafi gengið sér til húðar- henni hafi ekki tekist að hressa við efnahagslífið, berjast við atvinnuleysi, né heldur hafi henni tekist að ýta kommúnistum út úr þjóðlífinu eins og ýmsir ábyrgðarmenn stjórnarinnar vildu (í henni sitja sósíalistar, Kristilegir dómkratar, hægrikrat- ar, Repúblíkanar og Lýðveldis- sinnar). En vegna þeirra vanda- mála, sem upp hafa safnast á ítal- íu, og vegna þess hve nýfrjáls- hyggjan leikur grátt þá sem síst skvldi, þá segja kommúnistar, varðar nú mestu að hressa upp.á hugmyndir um „lýðræðislegan valkost“ sem byggi á samstarfi kommúnista og sósíalista. Það versta er, sagði Natta í setning- arræðu sinni, ekki það, að kommúnistar og sósíalistar eru einatt að slást um sömu atkvæðin - verst er að á síðustu árum hafa sósíalistar verið einskonar gíslar Kristilegra og það hefur mjög skaðað allt vinstraliðið í landinu. Svo er að sjá, að ítölskum frétt- askýrendum, sem utan PCI standa, þyki þetta heldur jákvæð þróun: flokkurinn geri sér ekki eins mikið far um það og áður að vera „andspænis" þjóðfélaginu, heldur leggi fyrst og fremst áherslur á að hann vilji breyta og bæta innan þess ramma sem ít- alskt þjóðfélag setur. Og víst telja einnig slíkir fréttaskýrendur að flokkurinn eigi erindi í stjórn landsins, enda sé það takmarkað lýðræðis sem eins og útiloki fyrir- fram um þriðjung kjósenda frá áhrifum á ríkisstjórn. Aftur á móti hafa ýmsir kommúnistar, eins og til dæmis Pietro sá Ingrao, sem er gjarna talin forystumaður vinstriarms flokksins, áhyggjur af því, að enn hafi flokknum ekki tekist að móta stefnu og starfstíl sem líkleg séu að vekja fólk úr pólitískum dvala, skapa fjölda- hreyfingu til að bera uppi vinstri- sveiflu í landinu. Á þinginu í Flórens mættu sendinefndir meira en hundrað erlendra flokka - og þar á meðal var sendinefnd frá PASOK, Sósí- alistasambandinu gríska. Sem fyrr segir hafast þessir tveir flokk- ar ólíkt að - en samband PCI við þann flokk, sem og við þýska og sænska krata, spænska sósíalista og ýmiskonar evrópukomma gæti orðið upphaf að auknu samstarf- ið og samstillingu krafta á vinstri- væng evrópskra stjórnmála, að því að menn lærðu hver af öðrum bæði það sem forðast þarf og það sem er vert eftirbreytni. 8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 27. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.