Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.04.1986, Blaðsíða 13
skáldsins Davíð Stefánsson á skrifstofu sinni í Davíðshúsi. Amtsbókasafnið œttí að þjóna sem menningarmiðstöð í framtíðinni Skáldahúsin á Akureyri eru þrjú. Davíðshús, Nonnahúsog Sigurhæöirþarsem Matthías Jochumsson bjó f rá árinu 1903 fram til dauðadags árið 1920. í dag standa þessi hús að mestu leytiónotuð. Þettaeru líflausir minnisvarðar sem opnaðir eru forvitnum ferðamönnum yfir blá sumarið. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi lét reisa hús sitt við Bjarkarstíg og flutti í það árið 1944. Þar bjó hann fram til ársins 1964 að hann lést. í Davíðshúsi eru húsmunir skáldsins og bækur í því formi sem hann skildi við það. Þar hefur engu verið hagg- að. Bókasafn Davíðs er mikið að vöxtum og eitt hið vandaðasta og verðmætasta sem til er í landinu. Eftir lát Davíðs komu fram raddir um að stofna til minning- arsafns um hann og tryggja að bókasafn hans héldist í bænum. Var í fyrstu gert ráð fyrir að kom- ið yrði upp sérstökum minning- arsal í Amtsbókasafninu, þar sem bókum hans og húsbúnaði yrði komið fyrir, en Davíð var um aldarfjórðungs skeið bókavörður og forstóðumaður Amtsbóka- safnsins. í þessum tilgangi keypti Akureyrarbær bókasafn Davíðs haustið 1964, en erfingjar hans gáfu alla húsmuni skáldsins. Um sama leyti hófu ýmsir vinir og velunnarar Davíðs að safna fé til kaupa á húsi hans sem þeir töldu eðlilegast að geymdi minn- ingarsafnið. Stóð Þórarinn Björnsson skólameistari einkum fyrir þeirri söfnun, og tókst á nokkrum mánuðum að afla nægi- legs fjár til að kaupa húsið. Það var síðan afhent Akureyrarbæ með þeim tilmælum að þar yrði sem minnstu raskað. Var safnið opnað almenningi 1. ágúst sumarið 1965. Sama ár var kosin þriggja manna stjórn sem hafa skyldi um- sjón með safninu. í henni áttu sæti Þórarinn Björnsson skóla- meistari, Stefán Reykjalín tré- smíðameistari og Stefán Stefáns- son bæjarverkfræðingur. Bœkur og listaverk óskrásett í tillógum gefenda hússins var einnig lagt til að ráðinn yrði safnvörður og bókasafn Davíðs skrásett. Hvorugt hefur bæjar- yfirvöldum þótt ástæða til að gera. í húsinu er einnig fjöldi merkra.listaverka sem eru í eigu Akureyrarbæjar. Þau eru líka óskrásett. Lengst af hefur Kristján Rögnvaldsson garðyrkjumaður annast gæslu í safninu og í raun verið safnvörður hússins. Hann hefur líka annast viðhald á lóð- inni umhverfis það af alkunnri natni og samviskusemi. í kjallara hússins er lítil íbúð sem var leigð út fyrst eftir að safnið var stofn- að, en undanfarin ár hefur Amts- bókasafnið fengið að geyma þar bækur. Oft hefur verið rætt um að tengja Davíðshús formlega við Amtsbókasafnið í þeim tilgangi að samnýta bækur þessara safna, en af því hefur enn ekki orðið. Einnig hefur sú hugmynd komið fram að gera Davíðshús að ein- hvers konar fræðasetri sem væri mjög í anda skáldsins og ýmissa ættmenna hans. Ekkert hefur orðið af því. Síðan 1965 hefur Davíðshús því fengið að standa lokað mestan hluta ársins, bæk- urnar í bókasafninu ekki verið lesnar og listaverkin mátt bíða árlangt eftir aðdáendum. Bœjarráð fœr bréf 20. janúar sl. barst Bæjarráði Akureyrar bréf sem undirritað var af þeim Stefáni Stefánssyni, Stefáni Reykjalín og Kristjáni Rögnvaldssyni. Þar gera þeir nokkra grein fyrir hugmyndum sínum um rekstur Davíðshúss. Bæjarráð hefur ekki enn tekið bréfið til afgreiðslu og verður það því ekki birt hér í heild sinni. Þó eru þar nokkur atriði sem vert er að vekja athygli á. Þeir þremenningar leggja til að Davíðshús verði rekið sem deild í Amtsbókasafninu og efri hæð þess opin almenningi eins og ver- ið hefur. Munir og bókasafn á að- alhæð skal varðveitt eins og það nú er, en bókasafnið skráð sam- kvæmt skráningarreglum um bókasöfn. Amtsbókasafnið feli ákveðnum starfsmanni sínum, bókaverði eða fræðimanni, um- sjón með bókasafninu og Davíðs- húsi en bókaskrá yfir Davíðssafn verði aðgengilegt almenningi í Amtsbókasaf ninu. Síðan er lagt til að Amtsbóka- safnið rými kjallaraíbúð hússins, hún lagfærð og búin góðri að- stöðu til fræðistarfa í tengslum við Davíðshús og Amtsbókasafn- ið, þar sem gestir geti fengið tímabundið afnot af húsnæðinu til fræði- og ritstarfa. Safnamál í ólestri í þessum tillögum er sem sagt ekki gert ráð fyrir neinum rót- tækum breytingum, nema hvað varðar kjallaraíbúð Davíðshúss. Bókasafnið á að vera áfram í hús- inu ásamt öllum húsbúnaði. Á það verður að líta sem eðlilega ráðstöfun meðan Amtsbókasafn- ið sjálft hefur varla rúm nema fyrir allra nauðsynlegustu bækur og er að sprengja utan af sér allt húsnæði. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að bæta út safn- amálum Akureyrar sem hafa ver- ið í miklum ólestri um langan tíma. Staðir eins og Húsavík og Dalvík hafa sín listasöfn. Akur- eyri ekki. Það er orðið meir en aðkallandi að byggt sé við Amts- bókasafnið og einnig að komið sé upp bókasafni í Glerárhverfi. í framtíðinni ætti Amtsbókasafnið að þjóna sem alhliða menning- armiðstöð og þar eiga bækur Da- víðs Stefánssonar heima. En meðan við bíðum eftir kraftaverkinu, er full ástæða til að gera þrennt, hvað Davíðshús varðar: * Láta skrá bókasafnið * Láta skrá listmuni * Rýrna kjallaraíbúð og bjóða hana skáldum, fræði- mönnum og rithöfundum til afnota í afmarkaðan tíma Með því væri minningu Davíðs betur haldið á lofti, heldur en læsa af þá hluti sem honum voru kærastir.' Hann ætlaðist aldrei til þess að hús sem við hann er kennt yrði að musteri dauðans. GA Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins óskar að ráða í eftir- taldar stöður: 1 2. Utibússtjóra á Neskaupstaö. Háskólapróf í efnaverkfræði, efnafræöi, mat- vælafræði eða líffræði áskilin. Rannsóknamann á útibú stofnunarinnar á Ak- ureyri. Æskilegt er að umsækjandi hafi há- skólapróf í áðumefndum greinum eða reynslu af rannsóknastöríum. Upplýsingar eru veittar á stofnuninni að Skúla- götu 4, eða í síma 20240. Sunnudagur 27. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.