Þjóðviljinn - 01.05.1986, Side 2
FRÉTTIR
Undirmenn
Verkfall skollið á
Sjö skip stopp strax. Guðmundur Hallvarðsson: Ekkertþok-
ast í samkomulagsátt. Nýr fundur ekki verið boðaður.
Verkfall undirmanna á far-
skipum skall á í gær kl 15:00. Sl.
þriðjudag var haldinn árangurs-
laus fundur með deiluaðilum hjá
ríkissáttasemjara og hefur nýr
fundur ekki verið boðaður enn.
Ríkissáttasemjari hefur hinsveg-
ar sagt að hann muni hafa sam-
band við deiluaðila á föstudag.
Þegar hafa fimm skip stöðvast
vegna verkfalls yfirmanna, sem
stóð í einn sólarhring og fyrirséð
er að tvö skip stöðvast til viðbótar
nú þegar.
Guðmundur Hallvarðsson,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, sagði við Þjóðvilj-
ann, að enn hefði ekkert þokast í
samkomulagsátt, en undirmenn
gera þá kröfu að mánaðarkaup
þeirra hækki úr 20 þúsundum í 27
þúsund krónur, auk þess sem
yfirvinnuálag hækki úr 60% í
80%.
Guðmundur sagðist ekki búast
við að ríkisstjórnin setti bráða-
birgðalög á undirmenn, heldur
reiknuðu undirmenn með því að
samningsréttur þeirra yrði virtur,
þar sem heildarsamtök hafa ekki
samið fyrir sjómenn hingað til og
þeir séu því ekki bundnir af ASI-
samkomulaginu.
—Sáf
Skipafélögin
Frambjóðendur Alþýðubandalagsins éru á fullri ferð um borgina þessa dag- þrælmögnuðum mörghundruð manna fundi með glaðbeittum nemendum MH í
ana. Á myndinni eru þeir Össur Skarphéðinsson sem er í fjórða sæti og Skúli hádeginu í gær. Mynd E.ÓI.
Thoroddsen sem er í 6. sæti G-listans í Reykjavík í rífandi baráttuham á
Skoðanakönnun
Alþýðubandalagið vinnur á
Framsóknarflokkurinn nœrþurrkast út. Sjálfstœðisflokkurinn með yfir 65%
Samkvæmt niðurstöðum skoð- blaðsinsfráþvííjanúarúr 13,1% samkvæmt skoðanakönnuninni flokkurinn sem báðir voru með
anakönnunar sem birtist í DV í I 18,7% sem er nánast það sama en hann hefur nú 65,5% fylgi en í 2,9% fylgi í janúar hafa aukið
gær um fylgi listanna í komandi og fylgi flokksins í síðustu borg- janúar 78,8% fylgi. Framsókn- fylgi sitt, Kvennalistinn í 6,5% og
borgarstjórnarkosningum hefur arstjórnarkosningum. arflokkurinn tapar líka fylgi en Alþýðuflokkurinn í 7,9%.
fylgi Alþýðubandalagsins aukist Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hann fellur úr 2,2% í 1,4%. K.OI.
frá síðustu skoðanakönnun þessu sama tímabili tapað fylgi Kvennalistinn og Alþýðu-
Eurovision
íslenska
dómnefndin
Dómnefnd íslands
skipuðll mannshefur
verið valin
r
Igær var kunngert hverjir hefðu
verið valdir í íslensku dóm-
nefndina í söngvakeppni sjón-
varpsstöðva. Nefndin er skipuð
11 manns frá aldrinum 16 til 60
ára og samkvæmt lögum Euro-
vision-keppninnar á hún að sýna
þverskurð af þjóðfélaginu hvað
varðar aldur, kyn og atvinnu,
auk búsetu í landinu. Dómnefn-
din er þannig skipuð: Berglind
Orradóttir 16 ára grunnskóla-
nemi frá Egilsstöðum, Davíð
Scheving Thorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Garðabæ, Elsa
Björnsdóttir hárgreiðslumeistari
Akureyri, Guðjón Vigfússon
bóndi Húsatóftum Skeiðum,
Guðlaug Þorsteinsdóttir fisk-
vinnslukona Hnífsdal, Karl Þor-
steins háskólanemi og skákmað-
ur Reykjavík, Margrét Stefáns-
dóttir kennari Reykjavík, Rík-
harður Ríkharðsson sjómaður
Reykjavík, Salome Þorkelsdóttir
aiþingismaðurMosfellssveit, Sig-
urdór Sigurdórsson blaðamaður
(okkar) Reykjavík og Svanhildur
Kristjónsdóttir . menntaskóla-
nemi Kópavogi.
Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóri er formaður nefndar-
innar og Guðrún Skúladóttir er
ritari og talsmaður nefndarinnar
þegar niðurstaða dómnefndar
verður kynnt í Bergen.
ÖS/óg/m/v/ÞH/lg/gg/
Sáf/Ing/KÓI/VS/áb
Hörð í hom að taka
Olíuverðlœkkun og betri nýting ekki skilað sér í hagstœðari farmgjöldum. Georg Ólafsson,
verðlagsstjóri: Mikið af kvörtunum. Erfitt að fá afslœtti eftir að Hafskip varð gjaldþrota.
Flokkatilfærslur upp á við. Ómar Jóhannsson, Skipadeild Sambandsins: Á ekki við rök að styðjast.
Þórður Sverrisson, Eimskip: Berjumst við að ná jafnvœgi í rekstrinum
Þrátt fyrir umtalsverða olíu-
verðslækkun og miklu betri nýt-
ingu hjá skipafélögunum, hafa
þau ekki séð ástæðu til að lækka
farmgjöld. Þá segja ýmsir við-
skiptavinir þeirra, að miklu erf-
iðara sé að eiga við skipafélögin
eftir að Hafskip varð gjaldþrota
og mjög erfitt sé að fá sérstaka
afslætti á flutningum, auk þess
sem innflytjendur á sekkjavöru
segja að átt hafi sér stað flokkatil-
færsla á sekkjavöru upp á við,
þannig að flutningskostnaðurinn
hafi aukist.
Georg Ólafsson, verðlags-
stjóri, sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann að Verðlagsstofnun hefði
ekki getað skoðað þessi mál
undanfarnar vikur, vegna mikils
annríkis hjá stofnuninni, hins-
vegar væri full ástæða til að fara
ofan í saumana á þessu. Sagði
hann að stofnuninni hefði borist
mikið af kvörtunum vegna við-
skipta við skipafélögin og virtust
menn almennt á því að þau væru
harðari í horn að taka eftir að
Hafskip varð gjaldþrota.
Þá sagðist Georg hafa verið á
fundi með stórkaupmönnum þar
sem þessi mál bar á góma og hafði
þar verið kvartað undan háum
farmgjöldum. Sagði hann að
Verðlagsstofnun mundi kanna
málið við fyrsta tækifæri.
Ómar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Skipadeildar Sam-
bandsins, bar af sér allar ásakanir
um að þeir væru hættir að bjóða
upp á afslætti. Sagði hann að það
væri mjög sjaldgæft að flutt væri
eftir hámarkstöxtum og ástæðan
fyrir því væri sú að mjög hörð
samkeppni væri milli skipafélag-
anna og hún væri síst minni eftir
að Hafskip datt út úr myndinni.
Sagði hann að olíuverðlækkunin
hefði óbeint skilað sér í lækkandi
verði á farmgjöldum.
Hvað flokkatilfærslur varðaði
þá sagði Ómar að það væri rétt að
ákveðnar lágfraktvörur hefðu
verið hækkaðar, vegna þess að
þeir flutningar hefðu verið langt
undir kostnaðarverði. Á móti
kæmi að aðrar vörur hefðu lækk-
að í flokkum.
Þórður Sverrisson, hjá Eim-
skipafélaginu, tók mjög í sama
streng og Ómar. Sagði hann að
samkeppnin hefði aukist síðan að
Hafskip varð gjaldþrota, og því
hefðu flutningsgjöld lækkað að
undanförnu. Þá fullyrti hann að
flutningstekjur hjá skipafélaginu
hefðu rýrnað per tonn.
Olíuverðslækkunin vegur svo
upp á móti auk þess sem miklu
betri nýting er á skipunum nú en
var. Á það bæri hinsvegar að líta
að skipafélögin hafi verið rekin
með tapi undanfarin ár og því sé
Eimskipafélagið enn að berjast
við að ná jafnvægi í rekstrinum.
Sagði Þórður að olíukostnaður
hefði í árslok 1985 verið um 10%
af rekstrarkostnaði skipanna og
að það hlutfall hlyti að minnka nú
vegna olíuverðslækkananna auk
þess sem ýmsir aðrir rekstrarliðir
hefðu hækkað. T.d. hefðu kjar-
asamningamir kostað félagið um
50 milljónir króna.
—Sáf
2 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN Flmmtudagur 1. maí 1986