Þjóðviljinn - 01.05.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Síða 3
______________FRETTIR Hólabrekkuskóli íþróttir á hrakhólum 2500 undirskriftir til borgarráðs: Skorum á borgarstjórn að hefjast handa við byggingu íþróttahúss við Hólabrekkuskóla. Jón Sigurðsson: Ástandið óviðunandi Við teljumástandið í íþrótta- rnálum skólans algjörlega ó- viðunandi og því höfum við skorað á borgarstjórn að þegar verði hafist handa við að undir- búa byggingu íþróttahúss við Hólabrekkuskóla, sagði Jón Sig- urðsson formaður Foreldra- og kennarafélags Hólabrekkuskóla í Reykjavík í samtali við Þjóðvilj- ann 1 gær. Félagið hefur sent borgarráði nær 2600 undirskriftir foreldra, nemenda og kennara við skólann þar sem farið er fram á byggingu íþróttahúss. Borgarráð fjallaði um málið í vikunni, en vísaði því til fræðsluráðs. Hólabrekkuskóli hefur ekki yfir að ráða neinu húsnæði til íþróttakennslu. Þetta er einn stærstu grunnskóla landsins en nemendur sækja íþróttakennslu að sögn Jóns í íþróttahús Fella- skóla. Þar standa skólanum til boða afgangstímar, sem nýtast illa og eru dæmi þess að heilu ár- gangarnir njóti ekki íþrótta- kennslu. f undirbúningi er að byggja íþróttahús við Fjölbrautaskóla Breiðholts og er gert ráð fyrir að Hólabrekkuskóli nýti það hús að einhverju leyti. Foreldrar og kennarar telja það hins vegar ekki heppilega lausn, en leggja þess í stað til að byggt verði lítið íþróttahús við Hólabrekkuskóla undir leikfimikennslu. -gg 1. maí ÆFAB styður samtök kvenna Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og Verkalýðs- málanefnd hafa sent frá sér svo- hljóðandi fréttatilkynningu: „Sameiginlegur fundur Verkalýðs- málanefndar og Æskulýðsfylkingar- innar í Reykjavík styðja fund Sam- taka kvenna á vinnumarkaði 1. maí og kröfur þeirra. Við hvetjum félaga Alþýðubandalagsins til að taka þátt í fundinum og sýna þannig í verki and- stöðu við nýgerða fátækrasamninga verkalýðssamtakanna.“ -gg Hrefna og Halla frá Hvammstanga drógu út vinningsnúmerin í blaðberahapp- drætti Þjóðviljans. Ljósm. Sig. Þjóðviljinn Blaðberar til Danmerkur Blaðberahappdrætti Þjóðvilj- ans hefur staðið yfir í vetur og í gær voru dregnir út 5 vinningar, vikuferð í sumarhúsum í Dan- mörku á vegum Samvinnuferða- Landsýnar og Þjóðviljans. Það voru tvær blómarósir í starfskynningu hér á blaðinu sem drógu út vinningsnúmerin. Þessi númer hlutu vinning: 16, 40, 364, 584 og 674. Lagt verður af stað til sumarhúsanna í Karlslunde, rétt hjá Kaupmannahöfn 13. júní í sumar og komið heim aftur 20. júní. Þeir heppnu blaðberar sem hafa ofangreind númer undir höndum eru beðnir um að snúa sér til afgreiðslu Þjóðviljans. Sleipnir Verkfall í dag Engin árangur varð af sátta- fundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og Félags sérleyfishafa í gær og skall tveggja daga verkfall langferðabílstjóra á á miðnætti í nótti. Engin tilboð komu fram í gær og að sögn Daníels Óskars- sonar formanns Sleipnis halda langferðabílstjórar fast við kröf- ur sínar um leiðréttingu á launum til samræmis við laun steypubfl- stjóra. -gg Geislavarnir/Landlæknir Ferðamenn ekki í hættu Eftir kjarnorkuslysið í Sovétríkj- unum hcfur orðið vart aukinnar geislavirkni í mörgum löndum m.a. Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku. Veðurskilyrði hafa verið þannig, að geislun hefur ekki borist hingað til lands. Geislavarnir ríkisins fylgjast gaumgæfilega með gangi mála hjá systurstofnunum sínum á Norður- löndum. Vegna margra fyrirspurna vilja Geislavarnir ríkisins og Landlæknir taka eftirfarandi fram: 1. Ferðamenn sem koma frá Norður- löndum eru ekki taldir í hættu vegna áhrifa aukinnar geislavirkni og því ekki þörf á sérstökum aðgerðum eftir dvöl í þessum löndum. 2. Ferðamenn sem hyggja á ferð til þessara landa á næstunni þurfa því ekki að breyta áformum sínum vegna slyssins. Sú tímabundna aukning á geislavirkni sem mælst hefur er langt undir hættumörkum. Geislavarnir ríkisins, Lnadlæknir SOVETRIKIN Sovétríkin - Ferðir alli árið. - Hag- kvæmar og ódýrar ferðir um Kaup- mannahöfn. Flogið með Flugleíðum og Aeroflot. Fðrðasknfstofa KJAJPtTANS HELGASONAJR Gnoðavog 44 - 104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55 Sovétríkin eru strærsta rlki veraldar, 22,4 milljónir ferkrti. og næt yfir 11 tima- belti. Par búa 270 milljónir manna sem teljast til yfir 100 þjóðema. Sovétrfkin eru 15 sjaifstjörnarlýðveldí sem mynda sambandsríki. Rússneska er aðalmálið, en auk jiess eru töluð og rituð upp undir 200 tungumál í sam- bandsríkinu. Sovétrikin eru eitt vlðlendasta ríki ver- aldar og nær yfir fiest gróðurbelti jarðar á norðurhvelí. Hitastig og náttúra eru þvi æði mísjöfn. Ti! Sovétríkjanna er krafist vegabréfs og áritunar, sem hægt er að fá i Reykja- vík hafi ferði verið pöntuð og ákveðin. I Sovétrikjunum er gjaldeyririnn rúbla sem í eru 100 kópekar. Gengi njblu er ekki skráð á ísiandi, en gera má ráð fyrir að henm svipi mjög ti! bandarikjadals I Sovétrikjunum gildir erlendur gjald- miðill yfirleitt á hótelum. enda hægt að skipta honum þar. Gæta skal þess að skipta ekkl miklu hverju sinni, Ekki má fara með rússneskan gjaldeyri úr landi. í Sovétrikjunum eru gððarsamgöngur, með Aeroflot, sem fiýgur um þver og endilöng Sovétrikin, eri jafnframt ti! um 100 landa i flestum álfum og er stærsta flugfélag i veröldínni. í Sovétríkjunum fara samgörtgur á landi. ám, vötnum og sjó fram með við- tæku neti, sovésku járnbrautunum. SZD, Sovtransauto, langferðabílum og Morpasflot sem er skipafélag þeirra. Við bjóðum 35 ferðir tíl Sovétríkjanna auk þriggja sérhannaðra baðstrandar- ferða. - Það er ekki tengi flogið frá Kaupmannahöfn til Moskvu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.