Þjóðviljinn - 01.05.1986, Síða 4
LEHDARI
Herðum baráttuna
íslenskt launafólk heldur upp á hinn alþjóð-
lega baráttudag verkalýðshreyfingarinnar, 1.
maí, við nokkuð aðrar aðstæður en venjulega.
Óvanaleg árgæska til sjávar og sveita ríkir í
landinu. Við höfum dregið meiri feng úr djúpum
hafsins en oftast áður, og í ofanálag hefur verð-
lag á íslenskum sjávarafurðum farið hækkandi
á mörkuðum erlendis, og allt útlit er fyrir að sú
þróun haldist enn um sinn. Samhliða hefur svo
olía lækkað mjög í verði, sem skiptir að sjálf-
sögðu óhemju miklu fyrir þjóð sem á lífsbjörg
sína undir sjósókn. Jafnhliða þessu hafa svo
nýjar og arðbærar atvinnugreinar haslað sér
völl með undraverðum hraða. En þráttfyrirgóð-
ærið blasir eigi að síður við sú uggvænlega
staðreynd, að launafólk býr við skarðari hlut en
oft áður. Okkur hefur ekki tekist að ná til baka
kjararáni síðustu þriggja ára. Okkur hefur fráleitt
verið tryggður réttlátur skerfur af þeirri aukningu
þjóðartekna sem siglir í kjölfar góðærisins.
Gróði atvinnurekenda hefur heldur aldrei verið
jafn mikill og nú.
Þessar andstæður, vaxandi góðæri og kyrr-
staða í kaupmætti launafólks, miðað við
kauptaxta, hljóta að vera eitt nærtækasta íhug-
unarefni velunnara verkalýðshreyfingarinnar.
Það er líka vert að vekja máls á nokkrum
öðrum atriðum sem eiga brýnt erindi til fólks á
baráttudegi launamanna. í fyrsta lagi er vitað,
að launaskrið umfram umsamda kauptaxta er
staðreynd hjá tiltölulega stórum hópi launa-
fólks, sem tekst þannig að ná upp talsverðu af
kjararáninu. En það er hins vegar bara hluti sem
nýtur launaskriðsins. Hinir fá ekkert. Þannig
eykst bilið á milli manna sífellt í landinu. í ofaná-
lag er svo verkalýðshreyfingin svipt miklu af
áhrifum sínum þegar umsamdir taxtar eru það
mikið fyrir neðan hina raunverulegu greiðslu-
getu atvinnurekandans, að það er í rauninni sett
honum í sjálfsvald, hversu há laun hann borgar
starfsmönnum sínum, og líka hverjum hann
borgar umfram taxta. Launaskriðið verkar
þannig sundrandi á marga vegu.
í öðru lagi þá er Ijóst að fólk hefur nauðugt
gripið til þess ráðs að lengja vinnudag sinn úr
hófi fram, einsog kannanir Kjararannsókna-
nefndar sýna. Með því móti vinna menn að hluta
gegn kjararáninu. En með hinu óhóflega vinn-
uálagi er auðvitað stuðlað að niðurbroti eðlilegs
fjölskyldulífs, félagsleg virkni, meðal annars í
verkalýðshreyfingunni dofnar, og viss menn-
ingarleg hnignun fylgir.
I þriðja lagi er svo óumdeilanlegt, að það eru
konur fyrst og fremst sem sitja eftir. Hér er
komið að mjög alvarlegu atriði sem verkalýðs-
hreyfingin verður að bregðast við af röggsemi.
Konur fylla að stærstum hluta láglaunahópana,
og því miður virðist sem bílið sé sífellt að aukast.
Síðustu samningar bættu hlut þeirra ekki, og nú
er vitað, að þær njóta margfalt minna launa-
skriðs á við karla. Meðal kvenna veldur þetta
vaxandi óánægju með verkalýðshreyfinguna,:
og það er óhætt að segja, að hennar hefur'
sjaldan gætt í jafn ríkum mæli og nú. í viðbót við
léleg launakjör bætist svo, að oftar en ekki eru
það konurnar sem ienda verst úti í bónusnum.
Þær þurfa að leggja á sig slítandi erfiði til að hafa
eitthvað upp úr vinnu sinni, sem fyrirbragðið
verður þeim oft á tíðum kvöl. 1. maí bl£j Þjóð-
viljans er einmitt að mestu helgað konum á
vinnumarkaði að þessu sinni.
Gagnvart þessu þurfum við að bregðast
skjótt og af festu. Við þurfum að breyta varnar-
baráttu síðustu ára yfir í harða sóknarbaráttu.
En það verður ekki gert nema allir leggist á eitt,
og allir geri sér grein fyrir að það eru kjör hinna
lægst launuðu sem þarf fyrst og fremst að
hækka, og áherslan verður ekki síst að vera á
kjörum kvenna. í þessu sambandi ætti fordæm-
ið frá Bolungarvík að vera öllum hugstætt. Við
þurfum Bolungarvíkursamkomulag um allt land.
En til að hægt sé að ná slíkri baráttu upp í
verkalýðshreyfingunni er líka Ijóst, að róttæku
hlutar hreyfingarinnar þurfa að taka upp miklu
nánara samstarf en áður. Það þarf að íhuga
mjög sterklega hvort það þjóðstjórnarfyrir-
komulag sem við höfum búið við um árabil í
verkalýðshreyfingunni henti þeirri baráttu sem
hlýtur að vera framundan. Hinir róttæku armar
hreyfingarinnar verða að steypa sér saman, ef
það á að takast að nýta góðærið til að heimta
aftur það sem búið er að hrifsa af fólki síðastliðin
ár.
Gerum það að takmarki okkar 1. maí.
-ÖS
KUPPT OG SKORIÐ
Niður með
Churchill
Jón Arnason heitir maður sem
við höfum stundum minnst á hér í
pistlum: hann semur greinaflokk
í Morgunblaðið sem hann kallar
„Lífríki og lífshættir". Nokkuð
undarlegt heiti ef þess er gætt, að
aðalefni þessara greina er svarta-
gallsraus um að Vesturlönd séu á
hröðum flótta undan Andskotan-
um, það er að segja heimskomm-
únismanum. Þetta tal blandast
svo saman við þá einlægu
sannfæringu Jóns, að flest ógæfa
heimsins stafi af skelfilegri
skammsýni leiðtoga vestrænna
ríkja - þeir hafi hjálpað Stalín til
að kála Hitler í stað þess að
hjálpa Hitler gegn Stalín.
Þessi söguskoðun er einmitt
efst á baugi í hundruðustu og tí-
undu grein Jóns, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær. í þetta sinn
ræðst hann að manni, sem lengi
hefur verið eitt helsta átrúnað-
argoð Morgunblaðsmanna, en
það er Winston Churchill, forsæt-
isráðherra Breta á stríðsárunum.
Fær goðið svofellda meðferð hjá
Jloni:
„í rœðu og riti hefur Churchill
oft og víða verið titlaður „mesti
maður aldarinnar“ og mesti Eng-
lendingur allra alda“. Athyglis-
vert er, að eftir slíkt afrek sköpun-
arverksins liggur engin merk laga-
setning, engin þjóðfélagsumbót,
engin stjórnmálakenning, engin
jákvœð hugmynd (nema uppást-
ungan um lagningu Hitaveitu
Reykjavíkur), ekkert mannvirjci
er tengt nafni Churchills. Að frá-
töldu blóði og tárum, hrundu
heimsveldi og limlestri þjóðarsál,
ber nafn hans hœst á öldufaldi
ýmislegra hnittilegra slagorða og
upphrópana. A þeirri frœgð er
samt einn pínulítill risagalli.
Snilliyrðin eru flest stolin - og öll
þau fleygustu“.
Þingmenn
í púlsverk
Vinnuveitendur sátu á aðal-
fundi í fyrradag og formaður
þeirra Gunnar Friðriksson sagði
meðal annars á þessa leið í ræðu
sinni:
„Ég hef ákveðið að leggja það
til við atvinnufyrirtæki innan vé-
banda Vinnuveitendasambands-
ins að þingmönnum verði boðin
vinna hjá atvinnufyrirtækjunum
einn dag á ári á þeitn kjörum sem
viðkomandi starf býður upp á og
að þar með gefist þeim tækifæri dl
að komast í snertingu við þau
störf sem standa undir velferð
þjóðarinnar“.
i ormaöur VSÍ útskýrði þessa
hugmynd sína á þann veg, að
þingmenn réðu með lagasetningu
miklu um það, við hvaða aðstæð-
ur hinar ýmsu greinar atvinnulífs-
ins byggju. En um leið væri þess
að gæta að þingmennska væri
orðið fullt starf og það hefði svo
leitt ti! þess að tengsl þingmanna
og atvinnulífs heðu minnkað til
muna frá þvf sem áður var.
Þetta er dálítið óvæntur póll í
hæð tekin og þó höfum við heyrt
eitthvað svipað áður. Magnús
heitinn Kjartansson skrifaði eitt
sinn ágæta helgargrein hér í blað-
ið, þar sem hann ræddi ókosti
þess, að stjórnmálamenn gerast
atvinnumenn og fjarlægjast þar
með margan þann vanda sem
blasir við óbreyttum þegnum.
Hann hafði að sönnu ekki mestar
áhyggjur af því að þingmenn
fengju kaup allt árið, heldur af
því, að aðstæður í stjórnmálum
og fjölmiðlum væru að búa til
einskonar staðlaða atvinnumenn,
sem hefðu flestir samskonar bak-
svið í lögfræði og viðskiptafræði
og almennu félagsmálastússi, en
kæmu ekki frá hinum ólíku
reynslusviðum mannlífs í
landinu.
Maóismi VSÍ
Svo er það óneitanlega dálítið
fyndið að hugsa til þess að for-
maður atvinnurekenda skuli
bregða fyrir sig maóisma.
En vonandi muna menn, að
þegar Maó var að spana ungt fólk
upp í að ráðast gegn skrifræðinu í
Kína og ýmsum valdamönnum,
sem skyggðu á hann sjálfan þá,
var sett á oddinn að senda pólit-
íska ráðamenn í endurhæfingu,
með því að láta þá vinna mánuð
(eða tvo?) á ári. Fara út meðal
lýðsins og vinna sömu erfiðis-
verkin og fá sama kaup. Svo þeir
ekki fylltust hofmóði eða létu fá-
fræði um kjör fólks verða réttum
ákvörðunum til trafala.
Nú er vitanlega búið að salta
þennan maóisma í Kína sjálfu,
eins og fleira. Og þegar Deng Xi-
aoping er að taka upp smákapít-
alisma og segja mönnum, að nú
skuli hver um sig verða ríkur með
samkeppni og einstaklingsfram-
taki, þá bregður svo við, að for-
maður íslenskra atvinnurekenda
vill senda pólitíkusa í fisk og á
togara og kannski í saumaskap,
hver veit.
Svona er heimurinn undarlega
saman settur.
En satt best að segja finnst
Klippara það nokkur galli á hug-
mynd Gunnars Friðrikssonar,
hve takmörkuð hún er. Hann á
vitanlega að vera sjálfum sér
samkvæmur, þegar hann vill
kveða niður firringuna í þjóðfé-
laginu milli þeirra sem stjórna og
þeirra sem lúta stjórn. Með því
að leggja það til að forstjórarnir
og atvinnurekendurnir fari líka í
endurhæfingu og vinni sem
óbreyttir starfsmenn í mánuð eða
tvo á ári „með þeim kjörum sem
viðkomandi starf bíður upp á“.
Svo að þeim gefist „tœkifœri til að
komast í snertingu“ ekki bara við
ýmis þau störf sem ,jtanda undir
velferð þjóðarinnar“ heldur og
reyna á sjálfum sér þau lífskjör
sem þeir semja um í Karphúsum.
Fyrir suma þá atvinnurekend-
ur, sem eru ósérhlífnir hugsjóna-
menn og undir fátækramörkum í
tekjum (samkvæmt eigin skatt-
skýrslum), gæti slík sumarvinna
líka vera kærkomið tækifæri til að
lyfta sér úr stétt þurfamanna og í
hóp hinna bjargálna. Ekki satt?
ÁB
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalísma, þjóðfrelsís
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: öarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing-
ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H.
Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið-
þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olqa
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgroiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. maí 1986