Þjóðviljinn - 01.05.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.05.1986, Qupperneq 7
uðmnuiNN Umsjón: Valþór Hlöðversson Afmœlisár Þjóðviljans Rokkhátíð, menningarvika Þjóðviijabók og Darío Fo Rœtt við Ásu Ragnarsdótturstarfsmann afmœlisárs Þjóðviljans, en íár er minnst50 ára afmælis blaðsins oglOO ára afmœlis gamla Þjóðvilja Skúla Thoroddsen á Isafirði Eins og margir vita á Þjóðvilj- inn 50 ára afmæli í haust eða nán- ar tiltekið 31. október. Verður afmælisins minnst með margvís- legum hætti hér í blaðinu og ann- ars staðar eins og gjarnt er á slík- um tímamótum. Raunar er ekki einvörðungu verið að minnast hálfrar aldar afmælis þess Þjóð- vilja sem við þekkjum í dag, held- ur og að 100 ár eru liðin síðan Skúli Thoroddsen alþingismaður stofnaði Þjóðviljann norður á ísaflrði. Þaðan er Þjóðviljanafn- ið í dag komið, en ekkja Skúla, frú Theódóra Thoroddsen gaf hreyfingunni nafnið er Þjóðvilj- inn var stofnaður árið 1936. Viö snerum okkur til starfs- manns afmælisárs Þjóðviljans, Ásu Ragnarsdóttur og báðum hana að skýra lesendum blaðsins frá því helsta sem yrði á döfinni á afmælisári. Rokkhátíð 10. maí „Fyrst vil ég nefna að á vegum Útgáfufélags Þjóðviljans starfar sérstök afmælisnefnd og er ég starfsmaður hennar. í henni eiga sæti Guðrún Guðmundsdóttir, Úlfar Þormóðsson og Skúli Thor- oddsen. - Fyrst er til að taka að laugardaginn 10. maí nk. hefst kl. 14.00 í Háskólabíói mikil rokk- hátíð þar sem fram koma allar helstu rokksveitir landsins. Þar verða Herbert Guðmundsson, Megas, Fölu frumskógardreng- irnir, Voice, Possibillies og Næt- urgalarnir frá Venus, sem er hljómsveit stofnuð upp úr Grafík. Vil ég við þetta tækifæri þakka listafólkinu sérstaklega fyrir góð viðbrögð þegar eftir því var leitað að það skemmti á þess- ari rokkhátíð Þjóðviljans.“ Ðók með haustinu „Afmælisnefndin ákvað strax í upphafi að þessa merkisafmælis Ása Ragnarsdóttir: Við byrjum með heljarmikilli rokkhátíð í Háskólabíó laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Miða verður hægt að kaupa í Máli og menningu, Laugavegi 18 og Hafnarstræti 4, félagsmiðstöðvunum í Reykjavík og nágrenni og auðvitað á Þjóðviljanum Síðumúla 6. Einnig verðum við með útibás á Lækjartorgi laugardaginn 9. maí og þar verður hægt að kaupa miða. Ljósm.: Sig. yrði vel minnst með sérstöku rit- verki þar sem saga blaðsins yrði rakin. Arna Bergmann ritstjóra var falið að taka saman efni og er stefnt á að Þjóðviljabókin komi út með haustinu. Áuk þess mun talsvert af efni, tengdu afmælinu með einum eða öðrum hætti, birtast í Þjóðviljanum næstu mánuði." Menningarvika í Gerðubergi „Dagana 10.-16. ágúst verður sérstök menningarvika í Gerðu- bergi í Breiðholti til að minnast með margvíslegum hætti 50 ára afmælis Þjóðviljans og 100 ára af- mælis blaðs með sama nafni sem Skúli Thoroddsen stofnaði 1. nóvember 1886. Dagskráin hefur ekki verið mótuð í smáatriðum en þar verður margt á döfinni. Má nefna leikþætti, tónlistar- kvöld, skákmót, bridgemót, sérs- taka barnadagskrá, íþróttamót fyrir alla fjölskylduna á Leikni- svelli og einnig íþróttamót þar sem þekktir afreksmenn í íþrótt- um keppa í greinum sem þeir hafa aldrei lagt stund á! Þá verður einnig í Gerðubergi þessa sumar- daga listaverkauppboð, sögusýn- ing með úrklippum úr Þjóðviljan- um, ofl. Einnig stefnum við á útgáfu á sérstöku Þjóðviljablaði þar sem gestir og gangandi afla efnis og vinna það með starfsmönnum blaðsins. Við ætlum að gefa fólki kost á að kynna sér dag í lífi blað- amanns á Þjóðviljanum og við munum minnast frú Theódóru Thoroddsen með því að flytja þulur hennar. Rúsínan í pylsu- endanum verður (ef guð lofar!) heimsókn hins heimsþekkta ít- alska leikritahöfundar Dario Fo á menningarvökuna og er ekki að efa að marga fýsir að kynnast listamanninum." Fjölmargt ótalið „Afmælisdagskráin er í raun lítt mótuð ennþá og því aðeins fátt eitt upptalið sem er í bígerð. Til viðbótar þessu get ég þó nefnt sérstaka afmælishátíð á af- mælisdaginn sjálfan 31. október, og að starfsmenn Þjóðviljans munu verða með opið hús um einhvern tíma þar sem lesendum blaðsins og öðrum velunnurum er boðið í heimsókn til að kynna sér starfsemina. Tilgangurinn með öllu þessu brambolti er auðvitað sá að kynna blaðið og um leið að minn- ast brautryðjendanna sem stofn- uðu það á sínum tíma og þess hlutverks sem það hefur haft að gegna frá upphafi," sagði Ása Ragnarsdóttir að lokum. - v. Handavinna og list- iðja fatlaðra Sýning hjá Dagvist Sjálfsbjargar Um næstu helgi verður í fyrsta sinn efnt til sýningar á munum sem fatlað fólk á Dagvist Sjálfs- bjargar hefur gert. Sýningin verður á laugardag og sunnudag í húsakynnum Dagvistar Hátúni 12, og er opin kl. 14-22. I fréttatilkynningu um sýning- una segir á þá leið að „Sýningin mun án efa verða mörgum lær- dómur og vekja ýmsar spurning- ar svo sem: hvernig er þetta hægt? Svörin verða líka mörg og eitt þeirra er: Vilji, atorka og að- staða“. Dagvist Sjálfsbjargar er eina heimilið sem starfrækt er fyrir fatlað fólk, sem býr eitt, eða dvel- ur mikið eitt á heimili og hefur brýna þörf fyrir aðstoð og öryggi. Heimilisfólkið er á ýmsum aldri - allt frá sextán ára - og hefur skapað sér hlýlegt samfélag. Dagurinn líður við lestur og söng, sund og sjúkraþjálfun og það er mikil áhersla lögð á handavinnu og gerð fallegra muna. Og það er afrakstur þess starfs sem sjá má á sýningunni. Við opnun hennar á laugardag kl. 14 munu þeir feðgar Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þór- ir Þórisson leika saman á fiðlu og píanó, og á sunnudag syngur Elísabet Erlingsdóttir einsöng við undirleik Málfríðar Einars- dóttur. Aðgangur er ókeypis og kaffi er á boðstólum. 1. MAI KAFFI ABR hefur opið hús í Miðgarði Hverfisgötu 105 1. maí frá kl. 15.00. Reynir Jónasson leikur á píanó og harmonikku. Stutt ávörp: Sigurjón Pétursson, Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Einar J. Briem skemmtir börnum á öllum aldri. Kynnir: Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Njótið samveru eftir göngu og fáið ykkur kaffi og meðlæti. össur Sigurjón Anna Hlldur Tryggvi Þór Alþýðubandalagið í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.