Þjóðviljinn - 10.05.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 10.05.1986, Page 8
MENNING Sögurnar Arfurínn á disklingum Seinna bindi Islendingasagna íjúní. A döfinni hjá Svörtu og hvítu: framhald fornritaútgáfu og skólaútgáfur af Islendingasögum Örnólfur Thorsson yfir próförk af Króka-Refs sögu: ýmsar hinna óþekktari sagna verðskulda meiri hylli. (mynd: Sig.) Vinna að útgáfu síðara bindis ís- lendingasagna er nú á lokastigi og kemur það væntanlega út í næsta mánuði, sagði Örnólfur Thorsson, einn ritstjóranna, þeg- ar Þjóðviljinn leit inn á skrifstofur bókaútgáfunnar Svarts á hvítu í vikunni. í síðara bindinu verða einar 26 sögur og að auki nálægt 60 þættir, en í fyrra bindinu sem kom út nú fyrir jólin voru 14 sögur. f útgáfu Svarts á hvítu eru íslendingasög- urnar hafðar í starfrófsröð en ekki raðað saman eftir héruðum einsog í eldri heildarútgáfum, - og tilviljun ræður því að margar hinna lengri sagna lenda framar- lega í starfrófinu, „og reyndar eru margar þeirra sem nú koma út minna þekktar en sögurnar í fyrra bindinu" segir Örnólfur, „þótt ýmsar hinna óþekktari verð- skuldi að mínum dómi meiri hylli, Hávarðar saga ísfirðings og Króka-Refs saga svo tvær séu nefndar, báðar einkar vel samdar og mjög skemmtilegar." „í þessu bindi eru líka svokall- aðar skáldasögur, um Kormák, Gunnlaug ormstungu og Hallfreð vandræðaskáld, þar sem vfsurnar skipa veglegan sess, og það hefur með öðru“, segir Örnólfur, „leitt til þess að við höfum aukið vísn- askýringar frá því sem var í fyrra bindi, við rekjum ekki aðeins efnisþráð heldur tökum saman og skýrum skáldamál nokkurn veg- inn með hefðbundnum hætti þannig að mönnum auðveldist að njóta skáldskaparins. - Að öðru leyti gilda auðvitað allar sömu reglur um útgáfuna og í fyrra bindi, við reynum að velja besta textann, prentum hann með nútímastafsetningu og nú- tímasniði á greinarmerkjum, en erum íhaldssamir á fornar orð- myndir. í síðara bindinu eru ýmis nýmæli einsog í hinu fyrra, til dæmis prentum viðáður óbirtan texta Hrafnkels sögu Freysgoða, svokailaða D-gerð; Peter Spring- borg sérfræðingur við Árnastofn- un í Kaupmannahöfn hefur um Broadway Harmoníku- hátíð Á sunnudaginn verður haldin á Broadway Hátíð harmóníkunnar á vegum Almenna músíkskólans og Músíkklúbbsins Akkords. Þarna koma fram margir sprett- hörðustu harmóníkumenn lands- ins og gert ráð fyrir að leikið verði á um fimmtíu nikkur alls, í hljóm- sveitum og einleik. Meðal nikkuleikaranna eru Jakob Ingvason og Gunnar Guð- mundsson og utan af landi koma þrír kunnir harmóníkuleikarar, þingeyingurinn Jón Hrólfsson, Einar Guðmundsson frá Akur- eyri og Garðar Olgeirsson úr Árnessýslu. Þá leikur stórhljóm- sveit skipuð um þrjártíu harmón- íkuleikurum, þar aftólfkonum. í hléi dansar hópur frá Nýja dans- skólanum. Harmóníkuhátíðin á Broadway á sunnudaginn hefst klukkan þrjú. nokkurt árabil verið að undirbúa fræðilega útgáfu Hrafnkötlu og hann brást þannig við, þegar við skrifuðum til hans og báðum um ráðleggingar, að senda okkur textann í próförk. Mörgum þeim sem þekkja Hrafnkötlu mun þykja þessi texti nokkuð frá- brugðin þeim sem þeir þekkja best, - og ekki síðri. - Viðbrögð Springborgs eru ekki einstæð, segir Örnólfur, handritafræðingar sem við höfum leitað til heima og erlendis hafa tekið okkur með mikilli velvild, leiðbeint um texta og gefið góð ráð, - þannig las til dæmis Bjarni Einarsson á Árnastofnun yfir vís- ur og vísnaskýringar í skáldasög- unum sem hann þekkir manna 'best. Skólaútgáfur Síðara bindi íslendinga sagna verður um 1200 síður, allt verkið því um 2300 síður, og ritstjórar segja að útgáfan hefði verið óhugsandi á svo skömmum tíma án tölvutækninnar; sögurnar eru settar beint á tölvu eftir frumtext- anum, og prófarkaleiðréttingar fara þá leið Iíka. Þannig fæst nær Þjóðviljinn birti 4. maí grein eftir Gunnar Karlsson prófessor. Það er að mínu viti grein sem er verð athygli. Þó finnst mér að áhersluþunginn hefði sumsstaðar mátt vera nokkuð annar. Gunnar Karlsson finnur að kennslubókum Jóns Aðils og Jónasar frá Hriflu. Þykir honum þar of mikil áhersla lögð á sjálf- stæðisbaráttuna, baráttu íslend- inga við Dani. I því sambandi langar mig mest að vitna eftir minni í gamlan rit- dóm um íslandsklukku Laxness. Danskur blaðamaður, Tage Ta- aning, skrifaði um verkið. Hann sagði þar að það væri tilviljun að Danir hefðu farið með lands- stjórn á íslandi og því færu þeir með hlutverk stjórnandans og kúgarans í þessum sagnabálki. Björn Guðmundsson kennari og síðar skólastjóri á Núpi stund- aði nám í Askov nokkru eftir aldamótin. Árið 1925 kom hann til Danmerkur og hitti þá kenn- ara sinn frá Askov, Jakob Appel. Hann spurði Björn um viðhorf íslendinga til Dana. Björn kvað hug landa sinna í garð Dana hafa mildast eftir að ísland varð fullvalda ríki og sambandslögin bundu enda á stjórnarfarslegar deilur. Því væri ekki að neita að víða hefði gætt nokkurrar and- úðar í garð Dana meðan íslend- ingum fannst að þeir héldu rétti fyrir sér. Þá lagði Jakob Appel hönd á öxlina á Birni og sagði með miklum þunga: „Þið skuluð gæta þess hvað við áttum við að búa“. Þar átti hann við þann rétt og kjör sem danskri alþýðu var búinn í landi sínu. Ég held að stjórnmálabaráttan villulaus texti áður en kemur að prentsmiðjunni, og prófarkalest- ur ailur verð.ur miklu einfaldari. Á fimmta þúsund manns hafa eignast fyrra bindið, þannig að fjárhagsgrunnur ætti að vera tryggur. En er fleira á döfinni hjá „fornritadeild“ Svarts á hvítu? - Við höfum verið að gæla við þá hugmynd að gefa sögurnar út síðar á disklingum, segir ritstjór- inn, - en næsta verkefni eru skólaútgáfur. Stefnt er að tveimur bindum í haust, og í öðru verða þá Bandamanna saga, Bárðar saga Snæfellsáss, Bjarnar saga Hítdælakappa og Brennu- Njáls saga, en í hinu Hávarðar saga ísfirðings, Heiðarvíga saga, Hrafnkels saga Freysgoða, Hænsna-Þóris saga, Kjalnesinga saga, Kormáks saga, Króka-Refs saga og Laxdæla. Stefnan er að Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli skrifar. í framhaldi af grein Gunnars Karlssonar „Hefur söguþjóðin týnt sögunni?“ við Dani hafi verið raunveruleg og sé í megindráttum rétt sögð í bókum Jónasar og Jóns Aðils. Gunnar segir réttilega: „Loks færði þýski nasisminn þjóðernis- stefnuna út í slíkar öfgar að marg- ir fylltust trú á að hún væri í sjálfu sér ill“. Þjóðernisstefnan varð fyrir áföllum fyrr en það. „Öreigar allra landa sameinist", sögðu rót- tækir menn á fyrstu tugum aldar- stilla saman í bindi ólfkum sögum að efnivið og frásagnarhætti, og hafa saman þekktar sögur og minna kunnar. Þetta verða úrvöl sagna, hvert um sig á svipuðu verði og skólaútgáfa einnar stórr- ar sögu nú. Kennurum gefst þannig kostur á að auka fjöl- breytnina, koma nemendum á bragðið ef svo má segja, - það hefur sýnt sig að þegar nemendur eru komnir á bragðið halda þeir áfram að lesa sögurnar. Að auki verður ítarefni í skýringahefti sem ætlað er nemendum: orð- skýringar við hverja síðu, kort, ættartölur, skrá yfir aðgengileg rit um sögurnar og ýmislegt ann- að sem að gagni getur komið við kennslu og almennan lestur. - Að baki þessari útgáfu allri býr það álit okkar, segir Örnólf- ur, að þessar sögur séu bók- innar. íslenska sósíalista dreymdi um Bandaríki Norðurlanda. Upp var komin félagshyggja sem ekki viðurkenndi þjóðerni og landa- mæri. Þetta veit Gunnar Karls- son en í stuttri grein verður að takmarka sig við aðalatriðin. Það mun vera rétt hjá Gunnari að „engin leið liggur til þjóðernis- legu sögunnar frá því fyrir 1918“. Þó átta ég mig ekki á því hvers vegna Gunnar segir: „Hvernig sem á því stendur trúum við því ekki að íslendingar hafi fyrrum verið eins glæsilegir, snjallir, fórnfúsir og óeigingjarnir og þeim er þar lýst - og það á sama tíma og margir Norðmenn og Danir voru hin verstu fól“. Ég kannast ekki við að Jónas frá Hriflu lýsi Hákoni gamla eða sendimönnum hans sem fólum. Og hvaða Danir verðskulda það heiti í sögu hans? Verðum við ekki að játa að Danir áttu hlut að því að Jón Arason og synir hans voru af lífi teknir? Mér fannst alltaf að Jónas lýsti Harboe, dönskum stjórnarerind- reka, sem góðum manni, sem varð íslenskri menningu og þjóð- arhag að liði. Og vel bar hann Rask söguna. Ekki mun Gunnar Karlsson neita því að til hafi verið í hópi landa vorra snjallir menn og glæsilegir. Hann talar um fórnfýsi og óeigingirni. Hvar eru þeir eiginleikar ýktir í sögu Jónasar? Ég veit að þar er víða sagt frá áhuga manna og kappi. Tómasi Sæmundssyni er t.d. vel lýst en þó ekki svo að ég sjái ástæðu til að tala beinlínis um fórnfýsi. „Nú hafa aðrir þjóðfélagshóp- ar, verkamenn, konur, jafnvel menntir sem eiga að vera öllum aðgengilegar án mikils kostnað- ar. Framhald á fornritaútgáfu? - Það vona ég, það voru fleiri merk verk skrifuð á þessum tíma en íslendingasögurnar. Ekki er enn víst hvað verður fyrir valinu, en uppi er mikill áhugi á svoköll- uðum rómönsum, það er riddara- og fornaldarsögum, á konunga- sögum, og þá ekki síst ýmsu því sem gæti fallið undir samheitið fræði: heimspekirit og hómilíur, lækningabækur, lögfræði og ýmis annar vísdómur hinna fyrstu ís- lendinga, sem okkur er nú Iítt að- gengilegur í heppilegum útgáf- um, stórmerkilegt efni og oft hreinn skemmtilestur. -m unglingar og börn, öðlast svo sterka sjálfsvitund að þeir sætta sig ekki við þjóðarsögu þar sem þeim er ekki ætlað neitt rúm“. í þessum orðum Gunnars skilst mér að liggi skoðun hans á því hvaða leið þurfi að fara til að vekja almennan áhuga á sögu þjóðarinnar. Nú er þess að gæta að íslensk þjóð var félagslega vanþróuð fram undir lok 19. aldar þegar góðtemplarareglan nam hér land. Þá urðu til félög sem stóðu öllum opin, konum og körlum, verkamönnum, kaupmönnum og embættismönnum. I fyrsta sinn í sögunni sameinaðist fólk af öllum stéttum í félagi. Jafnvel börnun- um var skipað saman í félög. Og svo risu ungmennafélögin upp, stéttarfélög og svo hver samtökin af öðrum. íslandssagan síðustu hundrað ár er mikil félagsmálasaga. En þar verðum við, hversdagslegir meðalmenn, að sætta okkur við að okkar sé lítið getið persónu- lega. Hins vegar höfum við fullan rétt til að láta okkur mislíka ef þagað er um hlutverk og þýðingu félagshreyfinga sem við höfum til heyrt. Sagan verður naumast vinsæl meðal almennings nema hún sé að öðrum þræði persónusaga. Einstök atvik hafa löngum hlotið almennt gildi og þannig varðveitt einstök nöfn eins og þegar Hólm- fastur var hýddur við staur. Allar þjóðfélagshræringar tengjast persónusögu og persónusaga þeim. En rauðsokkur okkar tíma verða að þola að Bríet Bjarnhéð- insdóttir og Auður Auðuns verða nefndar á undan þeim. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. maí 1986 Þjóð og saga

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.