Þjóðviljinn - 10.05.1986, Síða 10
ROKK, ROKK, ROKK
ROKK, ROKK, ROKK
Næturgalarnir frá Venus eru leyndardómsfullt fósbræðralag,
eins og kom fram í spjalli við Helga Björnsson í Þjóðviljanum sl.
þriðjudag. Þeir flytja sérstaka tónsmíð ! Háskólabíói í tilefni dagsins.
Þessir fjórir sveinar með Ijóðræna nafnið eru: Helgi Björnsson Grafík-
ursöngvari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari (aðstoðarmaður Grafík-
ur— Grafík er í sumarfríi...), Pétur Grétarsson Smartbandsmaður með
meiru og fiðlarinn Ebbi sem er á klassísku línunni en hleypur útundan
sér í rokkið þegar að honum er lagt. Ljósmynd. E. Ól.
gramm
kynnir!
■ The Smiths - The Boy Wlth The Thorn In His Side
Nýjasta smáskífan
sem þessir
skemmtilegu piltar frá Manchester
senda frá sér. Enn frekari staðfest-
ing þess að The Smiths er leiðandi í
enskri popptónlist. Einnig-eru fáan-
legar:
■ The Smiths
■ The Smiths
■ The Smiths
■ The Smiths
■ The Smiths
Meat Is Murder LP
Hateful of Hollow LP
The Smiths LP
This Charming Man 12'
How Soon Is Now 12”
■ New Order - Sheil Schock 12”
Splunkuný smáskffa frá New Order er komin. Einhver
vinsælasta hljómsveit nýbylgjunnar víða um heim.
■ New Order - Low Life LP
■ - New Order - Power, Corruption & Lies LP
■ Imperiet - Live
Nýtt albúm frá einhverri kraft-
mestu og skemmtilegustu rokk-
sveit, sem Skandinavía hefur átt.
Hljóðrituð á tónleikaferðalagi
Imperiet í Bandarfkjunum.
■ Microdlsney - The Clock Comes Down Stairs
Microdisney erum þessarmundir |r""" ' 'r -J
bjartasta von (ra. Frábær plata
fyrir þá sem unna góðri og vand- I
■ Kukl - Holidays In Europe
Nýjasta platan frá Kukl fáanleg
aftur. Einhver umdeildasta og
óvenjulegasta hljómsveit, sem (s-
lendingar hafa kynnst.
Nýjar plötur:
■ Prince & The Revolution - Parade
■ Rolling Stones - Dirty Work
■ Jonathan Richman & Modern Lovers - It’s Time For...
■ Yassar N’dour - Nelson Mandela.
■ Jesus & The Mary Chain - Upside Down
■ Cocteau Twins - Echoes In A Shallow Bay
■ Cocteau Twins - Tiny Pyramids
■ Woodentops - It Will Come
■ Robert Wyatt & The Swapo Singers
- The Wind Of Change
Eigum einnig fyrirtiggjandi ótrúlegt úrval af
JAZZ, BLUES, ROCK N ROLL,
Sendum í póstkröfu samdægurs.
GÆÐA TÓNLIST Á GÓÐUM STAÐ
gramm
Laugavegi 17
sími 12040
Plötuútgáfa
Bubbi með 3
á leiðinni
Bubbi Morthens fór á sunnu-
daginn var til Svíþjóðar til
fimm vikna dvalar við plötuna
sem hann hefur verið að vinna
að fyrir sænska útgáfufyrir-
tækið Mistlur. Öll lög og textar
plötunnar eru eftir Bubba, en
hinn fjölhæfi bassaleikari
Imperiet, Christian, leikur á
bassa, trommur, gítar og
hljómborð auk þess sem hann
tekur þátt í útsetningu laganna
ásamt Stephan, upptöku-
manni Imperiet. Auk þeirra
koma við sögu eftir atvikum
sænskir „sessjón“menn og
hinir Imperiet-drengirnir.
„Þetta verður mest unna plata
sem Bubbi hefur komið ná-
lægt“, segir Ási í Gramminu,
„stúdíó-vinnan við hana tekur
jafn langan tfma og samanlagt
við 5 eða 6 plötur Bubba. Tekið
er upp efni sem nægði á tvær
breiðskífur, en valið úr því á
eina sem svo kemur út í haust
- á jólamarkaðinnn".
En það er meira í vændum frá
Bubba í plötuformi. Kringum
mánaðarmótin maí/j úní kemur út
tvöfalt albúm með trúbadornum
Bubba. Er þar Bubbi aleinn á
ferð með gítarinn og munnhörp-
una á hljómleikum víða um
landið, anno 1986, á Austfjörð-
um og Borginni, auk þess nokkr-
ar stúdíópupptökur frá því 1980,
er Bubbi var að stíga sín fyrstu
spor opinberlega á tónlistar-
brautinni. Um það bil helmingur-
inn af lögunum hefur ekki komið-
út á plötu áður með Bubba og
hinn hlutinn er í annarri mynd en
áður hefur verið gefin út. Flest
lögin eru eftir Bubba sjálfan,
nema þrír Leadbellyblúsar,
Skutullinn og Jónas Hallgríms-
son eftir Megas.
„Bubbi er búinn að ganga með
svona plötu í maganum í mörg
ár“, segir Ási í Gramminu sem
gefur plötuna út, „Fingraför" átti
t.d. að vera svona“. A
Reiðnámskeið
sumarið 1986
Almenn námskeið í hestamennsku fyrir börn og unglinga.
Nr. 1. Þriðjudagur 3.júni til þriðjudags tO.júni
Nr. 2. Þriðjudagur 10-juni til þriðjudags 17.júni
Nr. 3. Föstudagur 20.júní til föstudags 27,júní
Nr.4. Þriðjudagur 8. júlí til þriðjudags 15.júli
Nr. 5. Þriðjudagur 22. júli til þriðjudags 29. júlí
Nr. 6. Þriðjudagur 5. ágúst til þriðjudags 12.ágúst
Nr 7. Þriðjudagur 12. ágúst til þriöjudags 19.ágúst
Ferðir með áætlunarferðum Hreppar-Skeið frá Umferðarmið-
stöðinni í Reykjavík kl. 17:30 á þriðjudögum og kl. 18:30 á
föstudögum og frá Geldingaholti kl. 9:30 á morgnana og komið
i bæinn kl. 11:30.
Þátttakendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki. Kennd verður
undirstaða hestamennsku, meðhöndlun og umhirða hesta.
Kennt er i gerði og á hringvelli. Einnig verða bóklegir timar.
Farjð verður í útreiðartúra, kvöldvökurog leiki.Fariðer i keppn-
isgreinar fyrir þá sem hafa áhuga.
Þátttakendur á öllum námskeiðunum mega koma með eigin
hesta.
Ferðireru ekki innifaldar i námskeiðsgjaldi.
Upplýsingarog bókanir í Geldingaholti sfmi: 99-6055.
Hestamiðstöðin
Geldingahdt
Reiösköli, tamning, hrossareekt og sala
Gnúpverjahreppi, Amessýslu, sími 99-6055
David Byrne, höfuðhöfuðpaur.
Gott veður,
segir
Magnús Þór
„Ég er ekki á alþjóðlegu trippi,
ég syng bara á þessu útkjálka-
túngumáli eins og þið vitið. Ann-
ars skaltu bara hafa eitthvað eftir
mér um veðrið.”
Magnús Þór ætlar að syngja
„gamla slagara" á Rokkhátíð
Þjóðviljans og aðdáendur hans
hugsa sér gott tii glóðarinnar.
Ing.
Bubbi Morthens á friðarhátíð á Holmenkollen 8. mars í fyrra.
Tröllavídeó, Seltjarnarnesi.
Talking Heads:
Stop Making Sense
Fyrir giska einu og hálfu ári kom út
hljómleikaplatan Stop Making Sense.
Undirrituð las ótrúlega góða dóma um
þessa tónleika Talking Heads í útlendum
blöðum og þeir sem höfðu séð myndina í
útlöndum áttu ekki orð yfir snilli Davids
Byrne og félaga. Það var ekkert annað fyrir
okkur mörlandana að gera en bíða þolin-
móðir eftir því að einhverju kvikmyndahús-
anna þóknaðist að taka þessa margrómuðu
tónleikamynd til sýningar. Við erum enn að
bíða eftir því.
En myndin er komin til landsins á mynd-
bandsspólu sem er jú næstbesti kosturinn,
og bíður þeirra sem yndi hafa af Talking
Heads. Jafnvel þeirra sem ekki yndi hafa af
þeim, því eftir að sjá Stop Making Sense
mun álitið breytast, það er klárt. Tónleik-
arnir er frábærir, hreint út sagt. Sviðsfram-
koma þeirra allra fjörug og lifandi, sérstak-
lega er höfuðpaurinn Byrne laginn við að
koma á óvart; sá hefur æft sig fyrir framan
spegilinn! Látbragðið nálgast sjónhverfing-
ar og öll sviðsetning er með því besta sem
maður á eftir að sjá á tónleikum almennt.
Öll bestu lög Talking Heads eru flutt
stanslaust og í 88 mín. situr maður negldur
fyrir framan skáinn og hugsar: andskotans
snilld!! Og bakraddabandið maður! Þær
Ednah Holt og Lynn Mabry hlaupa minnst
maraþon á meðan þær „kyrja“ með. Þær
ættu skilið að komast á póstkort.
P.s. Ég ersamt enn að bíða eftirþvíaðsjá
þessa mynd á breiðtjaldi og heyra tónlistina
í alminlegum græjum á góðu „trukki“. 9
Possibillies er dúett en kemur
fram með þrem aðstoðar-
mönnum, og þá verða þeir fimm:
Possibillíarnir Jón Rásarmaður
Ólafsson hljómborðsleikari og
söngvari og Stefán Hjörleifsson
gítarleikari njóta aðstoðar og
nærveru þeirra Haraldar Þor-
steinssonar bassaleikara þeirra
gömlu Brimklóar, Rabba Grafík-
urtrommara og Eyjólfs Gunnars-
sonar gítarista og söngvara sem
kom úr Hálfu í hvoru... þessir
drengir eru allir meðlimir í Bítla-
vinafélaginu, en það er önnur
saga og Rokkhátíðinni okkar alls
óviðkomandi. - Ljósm. E. Ól.
MYNDBÖND
Fölu frumskógardrengirnir
- hvurjir eru nú það? Jú, þeir eru
þrír trumbuslagarar sem komu
fram í sjónvarpsþættinum Ung-
lingarnir í frumskóginum fyrir ekki
svo löngu: Abdu hinn marókan-
ski, Pétur Grétarsson Smart-
bandsmaður og Næturgali og
Sigtryggur Kuklari. Þeir stilla
saman trommur sínar á Rokkhá-
tíð Þjóðviljans í dag. Á myndinni
eru Sigtryggur og Abdu, en hún
var tekin í marz í fyrra er þeir spil-
uðu með Björk Guðmundsdóttur í
Safari. Mynd E. Ól.
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mai 1986
Laugardagur 10. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11