Þjóðviljinn - 14.05.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 14.05.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING MANNLÍF ÍÞRÓTTIR Hitaveitan 600 miljón krónu Nesjavallaskattur Framkvœmdahraði byggður á kolröngum orkuspám hitaveitustjóra. Alþýðubandalagið leggur til aðþessumframkvœmdum verðifrestað Verð á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur (miðað við byggingarvísitölu). Úr ársskýrslu HR, 1985. 100% 50% rv 1 lJ ' - . J \ jJ Í\k j \|\ • • kkr »■ s ■ f \ 1 ; . fi. » R “ ™ L h i j> 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 i Hitaveita Reykjavíkur hefur lagt um 600 miijóna aukaskatt á Reykvíkinga síðan árið 1982 til þess að fjármagna framkvæmdir á Nesjavöllum. Framkvæmda- hraðinn þar er hins vegar byggð- ur á kolröngum orkuspám hita- veitustjórans, sagði Guðni Jó- hannesson verkfræðingur og 13. maður á G-listanum í samtaii við Þjóðviljann í gær. f ársskýrslu hitaveitunnar fyrir síðasta ár kemur fram að hækk- anir á gjaldskrám hitaveitunnar umfram hækkanir á byggingavísi- tölu síðan 1982 hafa numið 600 miljónum króna. Stærstur hluti þessara aukatekna hefur runnið beint í framkvæmdir við Nesja- velli, en talið er að þeim megi að ósekju fresta um allmörg ár. Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri hefur lagt ofurkapp á þess- ar framkvæmdir og byggir það á orkuspá, sem að sögn Guðna er tvöfalt hærri en niðurstöður ork- uspárnefndar um sama efni gefa til kynna. f ársskýrslunni kemur fram að gjaldskrá hitaveitunnar var hald- ið í lágmarki fram til ársins 1982, en á árunum 1983 og 1984 hækk- aði hún geigvænlega. Á þessu ári er áformað að ieggja að minnsta kosti 190 miljónir í framkvæmdir við Nesjavelli. -gg Vertíðin Mun betri ení fyrra Porskafli báta vel yfir 100 þús. lestir. Réttyfir90 þús. ífyrra. Má reikna með metaflaári Þrátt fyrir að vertíðin hafi ver- ið misjafnlega góð í hinum ýmsu verstöðvum og með lakara móti víða sunnanlands, þá er hún í heildina með besta móti og þorsk- afli bátanna töluvertmeiri en á vertíðinni í fyrra. Samkvæmt aflayfirliti Fiskifé- lagsins var heildarþorskaflinn í apríl yfir 42.300 lestir. Þar af fékk bátafíotinn rúmlega 36 þús. lestir eða nær 5000 lestum meira en í apríl í fyrra. Þorskafli togaranna var hins vegar um 1000 lestum minni en á sama tíma í fyrra. Heildarþorskaflinn frá ára- mótum er nú orðinn vel yfir 160 þús. lestir en var á sama tíma í fyrra rúmar 130 þús. lestir. Þar af er þorskafli bátaflotans rúmar 105 þús. lestir en var um 90 þús. lestir 4 fyrstu mánuði ársins í fyrra. -«g- Kvennaathvarfið Létu loksins undan Borgarráð samþykkir tillögu Sigurjóns Péturssonar um að greiðastyrkinn. Dróst ífjóra mánuði. Athvarfið áttí verulegum fjárhagserfiðleikum Tillaga Sigurjóns Péturssonar um að greiða Samtökum um kvennaathvarf styrk upp á 625 þúsund krónur var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Tillög- unni hefur áður verið frestað tví- vegis og liðnir eru fjórir mánuðir síðan borgarstjórn samþykkti að veita styrkinn. Kvennaathvarfið hefur átt í verulegum f; árhagserfiðleikum undanfarna mánuði og fór fyrir nokkrum vikum fram á að styrk- urinn yrði loks greiddur. Beiðninni var ekki svarað. Siálf- stæðismenn hafa verið beittir gífurlegum þrýstingi undanfarið vegna þessa máls. Skýringar íhaldsins á þessum drætti hafa verið þær að kvenna- athvarfið hafi ekki reynt að koma húseign sinni við Biargarstíg í verð, en Álfheiður Ingadóttir gj aldkeri Samtaka um kvennaat- hvarf hefur upplýst að reynt hafi verið í ár að selja þessa húseign. -gg Nemendur í matargerð sýna gestum rétt handbragð og gefa þeim að smakka á sýningunni Matarlist 1986, sem nú stendur í Laugardalshöll. Sig. Grandi hf. Dauft hjá Davíð Starfsfólk Granda hf. í húsa- kynnum gömlu Bæjarútgerðar- innar mætti ekki á vinnustaða- fund sem boðaður hafði verið með Davíð Oddssyni þar í gær. Þegar Davíð mætti var matsal- urinn tómur. Ellefu manns höfðu tölt út á þak til að njóta sólarinn- ar, og Davíð rölti á eftir til að fara ekki algera fýluferð. Þrír hinna ellefu nenntu að tala við hann, hinir sátu og lásu blöð eða sóluðu sig, þegar blaðamaður Þjóðvilj- ans, sem hafði haft nasasjón af því hvað var í bígerð, leit við á Granda. Aðspurð sagði ein fisk- verkakona, að þetta væru per- sónuleg mótmæli gegn Davíð út af flutningunum í haust leið. Ing. NATO Eiturvopnahemaður í Evrópu NATO undirbýr að komafyrir eiturefnavopnum víðs vegar íEvrópu. Leyniáœtlun fram hjá þjóðþingum NATO-landa. Guðrún Helgadóttir: Vil vita hver afstaða íslenskra stjórnvalda er Á fundi fastanefndar NATO í Brussel í dag, verður að öilum líkindum tekin afstaða til undir- búnings á niðursetningu sér- stakra eiturgasvopna í aðildar- ríkjum NATO í Evrópu. í næstu viku verður halainn fundur varn- armálaráðherra NATO-ríkjanna þar sem stefnt er að því að sam- þykkja formlega uppsetningu þessara eiturvopna. Þjóðþing NATO-ríkjanna hafa ekkert fengið að vita af þessum fyrirætl- unum, en danski varnarmála- ráðherrann hefur lýst sig andvíg- an þeim og forystumenn stjórnar- andstöðunnar í Danmörku hafa krafist umræðna í danska þing- inu um þessi eiturvopn. „Ég hef haft samband við utan- ríkisráðuneytið og óskað upplýs- inga um hver afstaða íslendinga er til þessara eiturvopna, en þar virðast menn koma meira og minna af fjöllum. Þó hefur ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis- ins staðfest við mig að fulltrúi ís- lands muni sitja fundinn í fastan- efndinni, þ.e. staðgengill Tómas- ar Tómassonar, þar sem þessi mál verða rædd,“ sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður í sam- tali við Þjóðviljann f gær. Þá óskaði Hjörleifur Gutt- ormsson fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálanefnd eftir því í gær að nefndin yrði þegar kölluð saman til að ræða þessar áætlanir NATO um eiturefna- vopnin. —lg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.